Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Hrekkir skólabarna alvarlegt vandamál Tókýó, 4. desember. AP. BEKKJARFÉLAGAR Eriko Muraguchi stálu hvað eftir annaö af henni pennaveskinu og kröfsuðu skammaryrði á borð við „vanviti" og „megirðu detta niður dauð" í stílabækurnar hennar. Kvöld eitt hafði hún endanlega fengið sig fullsadda á hrekkjunum. Þessi þrettán ára stúlka klifraði upp í símastaur fyrir utan húsið heima hjá sér og hengdi sig. Eriko skildi eftir sig seðil, sem á var ritað „hættið að hrekkja mig, gerið þið það.“ „Ijime" eða hrekkir skólabarna eru alvarlegt mál í Japan og komið hefur fyrir að hrekkir hafi leitt til morða og sjálfsvíga. Helstu hrekkirnir eru líkams- meiðingar og svívirðingar, börn, sem minna mega sín, eru útilok- uð frá hinum og þjófnaður og fjárkúgun eru daglegt brauð í japönskum grunnskólum. í endaðan nóvember höfðu níu börn í grunnskólum framið sjálfsmorð vegna hrekkja, saih- kvæmt skýrslum lögreglunnar í Japan, síðast í nóvember, er þrettán ára gömul stúlka, Chi- haru Kamada, kastaði sér fram af svölum heimilis síns á elleftu hæð. „Hinar stelpurnar í bekknum stríddu mér og hrekktu. Þegar þær ætluðu að þvinga mig til að hrekkja annan skólakrakka hætti mér að standa á sama,“ skrifaði Chiharu m.a. í fimm síðna kveðjubréf sitt. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa 274 „hrekkjamál" komið til kasta lögreglunnar og 926 ungmenni hafa verið hneppt í gæsluvarðhald fyrir að níðast á skólasystkinum sínum. Árið 1984 frömdu sjö nemendur í grunn- skóla sjálfsvíg og fjögur morð voru framin á skólakrökkum. Lögrelgan er treg til að veita upplýsingar um þessi mál og lausnir eru fáar. Ymist eru for- eldrar beðnir að beita börn sín strangari aga, eða börnin eru send á betrunarhæli. „Hrekkjusvín hafa alltaf verið til og sama er að segja um hrekki," segir Masumi Zeniya, starfsmaður menntamálaráðs- ins. „En nú hafa tveir þættir bæst við: Áður var aðeins einn, sem veittist að öllum. Nú ráðast allir á einn. Og því miður er það svo að skólakrakkarnir gera ekkert til að stöðva þetta, þótt þeir viti fullvel hvað er að gerazt," segir Masumi Zeniya. Síðasta ár neyddu þrjú hrekkjusvín í menntaskóla í Osaka tvo bekkjarbræður sína til að stela og reykja og drekka þangað til þeim varð bumbult. Þeir þvinguðu nemendurna til að svívirða fólk á almannafæri og hegða sér ósæmilega í tímum. Hrekkjusvinin fór sínu fram í tvo mánuði, þar til piltarnir tveir gripu hamar, börðu einn kúgara sinna til ólífs og vörpuðu í nær- liggjandi á. I skýrslu skólans sagði að bekkurinn hefði vitað hvað var á seyði, en þagað, og kennarar bekkjarins kváðust ekki hafa gert sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið hafi verið. Zeniya kennir breyttum þjóð- félagsaðstæðum eftir heims- styrjöldina síðari um hvernig komið er. Fjölskyldan hefur tekið breyt- ingum. Börn umgangast ekki lengur elstu fjölskyldumeðlim- ina, sem samkvæmt gömlum hefðum voru valdamestir innan fjölskyldunnar, höfuð ættarinn- ar. Einnig hafa börn minni samskipti við kornabörn og börn á sínu reki, en áður var. Þetta hefur leitt til agaleysis og börnin eiga við tjáskiptaörðugleika að stríða, að því er Zeniya hyggur. Hann telur einnig að hin harða samkeppni í japönskum skólum strekki taugar nemenda og kenn- ararnir séu hneigðir til að dæma nemendur út frá námshæfni og akademískum kröfum einvörð- ungu. Lögreglan í Tókýó segir í skýrslu um vandann að hrekkju- svínin séu oft tilfinningalaus í garð annarra, þau hafi lítið sjálfsálit og kikni undir álagi. Fórnarlömbin eigi á hinn bóginn erfitt með að festa sig í sessi og séu því auðveld bráð átroðslu- samra skólafélaga. Niótið gleðinnar sem fylgir undirbúningi jólanna Norömanns- þunur Norömannsþynur (Norömanns- nrenif er fallegasta og barrheldnasta jólatréð, - og nytu vaxandi vinsælda. Veqna hagkvæmra innkaupa er No?ðmannsþynur a mjog goð verði hjá okkur þessi jol. Komið í jólaskoginn, veljið ykkar eigiðtré. Kertamarkaöur jólakerti í tugþúsundatali. Allir regnbogans litir og gerðir. Litil, Bgunviual Heímaeyiarkertin vinsælu. Mastjarrm 20% afslattur Seljum jólastjörnu með miklum afslætti þessa dagana. Áður 398.- NÚ318.- Áður380.- Nu 304.- Áður 320.- Nú 256.- Áður260.- Nu208.- BúÖ i búöinni Höfumsettuppsérstakabuð með skreytingarefnL Allt I Ksss-Sbs SufsuÆisthérlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.