Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Minning: Lárrn Jón Thorarensen Fæddur 29. júní 1968 Dáinn 27. nóvember 1985 Það voru ekki gleðifréttir sem biðu okkar er við mættum til vinnu á morgni fimmtudagsins 28. nóv. Fregnin um að Lalli vinur okkar væri dáinn, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nokkrum dögum áður höfðum við talað við hann, nú væri hann látinn, erfitt var að trúa því. Það var ekki erfitt að kynnast Lalla. Þegar við byrjuðum í Stálvík tók hann okkur sem gömlum vin- um, ætíð tilbúinn að hjálpa og aðstoða. Sífellt var hann kátur og hress, stundum svolítið stríðinn, en allt slíkt var í góðu. Við sem þekktum Lalla munum sárt sakna hans og minninguna um hann munum við geyma. Foreldrum hans, systkinum og öðrum að- standendum og vinum sendum við einlægar samúöarkveðjur. Boggi og Bjössi Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist (Tómas Guðmundsson) í okkar fjögurra manna hóp er komið stórt skarð, svo stórt að aldrei verður úr bætt. Þótt tæplega fjórir mánuðir séu ekki löng kynni þá var það stór hluti af þessum sautján árum sem við öll fjögur höfum lifað. Þetta var stuttur en góður tími. Við höfðum svo mikið að gera saman og erum fegin því núna að margt annað var látið sitja á hakanum. Við bjuggumst við að hittast oft og margt sem við létum bíða og héldum að við hefðum nægan tíma til að gera saman verður ekki gert héðan af. Tillitssemin við aðra var áber- andi í fari Lárusar. Eitt af því seinasta sem sýndi það vel var þegar við vorum með hávaða og Lárus vakti athygli okkar á því að lítið barn væri sofandi í vagni rétt hjá. Þetta lýsir vel hve mikið hann hugsaði um aðra. Hann vildi allt fyrir alla gera og stóð við það sem hann sagði. Það sem styrkir okkur í sorg okkar og söknuði eru góðar og Lárus Jón Tborarensen. skemmtilegar minningar sem allt- af munu lifa þótt nú séum við aðeinsþrjú. Við viljum votta foreldrum hans og systkinum okkar dýpstu samúð og megi minningin um góðan dreng styrkja ykkur í sorginni. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: aö falla í jörð, en aldrei verða blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mætzt, og aldrei geta sumir draumar rætzt. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi). Bryndís, Haffi og Helga Sigríður. „Allt hefi ég séð á mínum fánýtu æfidögum: margur réttlátur mað- ur ferst í réttlæti sínu og margur guðlaus maður lifir í illsku sinni.“ (Prédikarinn 7.15) Lát vinar okkar Lárusar Jóns Thorarensen bar skjótt að. Hann var einlægur og góður drengur og það er erfitt að sætta sig við frá- hvarf hans. En við eigum góðar minningar eftir sem lýsa upp myrkrið alveg eins og hlátur hans lýsti upp í kringum hann áður. Við þekktum hann ekki lengi en við söknum hans. Þó eru aðrir sem syrgja hann meira og viljum við votta þeim okkar innilegustu samúð. En vonin lifir um að við munum hitta ástvini okkar aftur. „... því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn i blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr „Spámanninum" e. Kahlil Gibran) Guðrún, Magga, Metta og Dúlla. Minning: Martus Helgason fv. umdœmisstjóri Fæddur 22. desetnber 1906 Dáinn 1. desember 1985 1 dag verður borinn til hinstu hvílu Maríus Helgason, fyrrver- andi umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri. Marius fæddist á Stokkseyri 22. desember 1906, sonur hjónanna Helga Halldórssonar, smiðs, og Guðrúnar Benediktsdóttur. Með foreldrum sínum fluttist hann ungur til Reykjavíkur. Hann útskrifaðist sem loft- skeytamaður árið 1925 og starfaði á togurum til ársins 1934, en þá hóf hann störf hjá Landsíma Is- lands fyrst við Loftskeytastöðina á Melunum og síðar á Ritsímastöð- inni. Árið 1956 varð Maríus umdæm- isstjóri Pósts og síma á ísafirði og var þar í tíu ár, til ársins 1966 að hann fluttist til Akureyrar í starf umdæmisstjóra þar. Hann lét af störfum 31. desember 1976, vegna aldurs. Maríus var athafnasamur fé- iagsmaður og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum á löngum starfstíma, bæði í fagfélögum og félögum áhugamanna. Hann gegndi trún- aðarstörfum og sat í stjórn og ýmsum nefndum Félags loft- skeytamanna, Félags íslenskra símamanna, Félagi forstjóra Pósts og síma og í BSRB. Hann var formaður Berklavarnar í Reykja- vík árin 1939—1941, í stjórn SÍBS 1941—1956 og forseti þess 1945— 1956. Samhliöa störfum hjá Pósti og síma lagði Maríus alla krafta sína í uppbyggingu Sambands íslenskra berklasjúklinga á fyrstu árum þess og eftir að hann fluttist frá Reykjavík, en hann veiktist af lungnaberklum 1938 og dvaldist á Vífilsstöðum tvo mánuði en fór að vinna daginn eftir að hann kom heim af hælinu. Félagsstörf einskorðuðust ekki við framangreint, því hann var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna á Akureyri 1969—197^4 og í eitt ár formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra og for- maður Dýraverndunarfélags Ak- ureyrar frá 1974 til 1982. Vegna mikilvægra og fjöl- breyttra starfa Maríusar að fé- lagsmálum, sæmdi forseti íslands hann riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu þann 1. janúar 1954 og SÍBS sæmdi hann gull- merki sambandsins á sjötugsaf- mæli hans, 22. desember 1978. Maríus Helgason var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sigríður Pál- ína Carlsdóttir og eignuðust þau tvö bðrn, Ernu og Baldur. Þau slitu samvistir. Síðari kona hans er Bergþóra Eggertsdóttir, Guð- mundssonar trésmiðs á Akureyri og konu hans Stefaníu Sigurðar- dóttur. Maríus var ákaflega heilsteypt- ur maður, tryggur og trúr vinum sínum og ánægjulegt að eiga samstarf við hann. Okkar leiðir lágu saman fyrir um 30 árum, þegar hann varð umdæmisstjóri Pósts og síma á ísafirði og síðar á Akureyri. Samstarf okkar var á sviði símaþjónustu og línuverk- efna. Ég minnist fyrstu ferðar okkar saman, frá Isafirði til Bolungar- víkur, um Óshlíð, þegar við ókum frain á olíubíl, sem hafði stöðvast vegna nýlegs hruns úr hlíðinni. Til þess að komast áfram þurftum við að fylla í holurnar, sem hrunið myndaði, svo akfært væri yfir. Mjög ánægjulegt var að heim- sækja hann og Bergþóru á heimili þeirra bæði á ísafirði og Akureyri, því gestrisni þeirra var rómuð. Þá minntist hann oft fyrri tíma, er hann var loftskeytamaður á veik- burða skipum í óblíðri náttúru enda oft annasamt fyrir loft- skeytamann á togara og sjóslys tíð. Líf og örlög sjómanna á þess- um tímum snertu hvert heimili í landinu. í starfi sínu sem símritari tók Maríus á móti breska hernum á Ritsímastöðinni í Reykjavík 10. maí 1940 og minntist hann oft samskipta sinna við herinn. Þar rakst á þjónustulund hans við samlanda sína og reglur her- manna, sem ekki fóru alltaf sam- an. I starfi umdæmisstjóra bar hæst í huga hans þjónustu við viðskiptavini Pósts og síma ásamt natinni umhugsun um velferð samstarfsmanna. Maríus lifði tíma mikilla breytinga og þróunar á rafeindasviði, allt frá einföldum loftskeytatækjum til háþróaðra gervihnattakerfa. Störf hans í þágu Pósts- og símamálastofnunarinnar og við- skiptavina hennar, á löngum starfsferli eru þakkarverð, en hann mun hafa starfað í 42 ár, auk þess sem hann starfaði sem sendill á unglings- og skólaárum. Mér er kunnugt um hlýhug samstarfsmanna til hans og þakk- læti fyrir að hafa átt þess kost að starfa með honum. Með Maríusi hverfur af sjónarsviðinu einn af þessum sterku, áberandi persónu- leikum, sem nú ber minna á í okkar þjóðfélagi. Um leið og ég kveð vin minn Maríus vil ég fyrir hönd sam- starfsfóiks hans og mína, votta eftirlifandi eiginkonu hans, Berg- þóru Eggertsdóttur, dýpstu samúð okkar og virpingu. Arsæll Magnússon Maríus Helgason, fyrrum um- dæmisstjóri Pósts og síma á Akur- eyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu 1. desember sl., nær 79 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin og var oft þungt haldinn, en bar sig vel og var með gamanyrði á vörum til hinstu stundar. Ég rek ekki æviferil Maríusar Helgasonar, það er gert af öðrum. En eins og mín kynni voru af honum og eins og mér hefur verið sagt frá störfum hans og ævi skil ég, að hann varð mikill af sjálfum sér. Hann vann fyrir sér frá unga aldri, svo að ekki var um skóla- göngu á unglingsárunum að tala eins og títt var þá um börn af alþýðlegu bergi brotin. En með sjálfsnámi og trúmennsku í störf- um vakti hann eftirtekt, svo að dyr Loftskeytaskóla Ottós B. Arnar lukust upp fyrir honum þótt hann hefði ekki náð þeim aldri, sem krafizt var. Þetta þykir kannske ekki stórt nú á tímum námskeiða og óteljandi tækifæra, sem of oft leiða til stefnuleysis, — en á þeirri tið þótti þetta í senn óvænt happ og merki mannkosta. Lengi býr að fyrstu gerð. Skyldustörf sín vann Maríus Helgason af elju og nákvæmni, en jafnframt hlóðust á hann trúnað- arstörf í ólíkustu félögum. Ýmist vann hann að kjarabaráttu sam- starfsmanna sinna eða var í fylk- ingarbroddi hjá Sambandi ís- lenskra berklasjúklinga. Hann ' naut fyllsta trúnaðar hjá Lions- hreyfingunni og Oddfellow. Hann endurreisti Dýraverndunarfélag Akureyrar. Og ótaldar eru þær stundir, sem hann vann Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík, ísafirði og síðast á Akureyri og í Norður- landskjördæmi eystra. Þar áttum við langt og gott samstarf, sem ég minnist með þakklæti. Við fundum það samherjar hans, að vel var fyrir þeim málum séð, sem hann tók að sér. Hann var ráðagóður og hafði lifandi áhuga á þjóðmál- um, stóð fast á skoðun sinni og var lagið að leysa mál. Þau Maríus og Bergljót áttu fallegt heimili og voru höfðingjar heim að sækja. Síðustu árin voru þeim erfið, en Bergljót annaðist vel um Maríus í veikindum hans og reyndi að hlúa að honum eins og hún mátti. Og nú er hann horf- inn úr heimi og verður kvaddur af vinum sínum í dag. Þessar línur bera Bergljótu og fjölskyldunni hlýjar samúðarkveðjur okkar hjóna. Það er mikill drengur að velli lagður þar sem Maríus var. Halldór Blöndal Þótt kveðji vinur einn og einn ogaðrirtýnistmér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. I gegnum lif, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (SálmurMJ.) Þegar okkur systkinunum barst sú sorgarfregn, að bróðir okkar hefði látist af slysförum, þá setti okkur hljóð. Við spyrjum hvers vegna, en það verður fátt um svör. Það er erfitt að sætta sig við það, að ungur, hraustur og lífsglaður piltur sé frá okkur tekinn, en enginn ræður sínum næturstað. Við þökkum fyrir þau ár sem við fengum að hafa hann hjá okkur og sem við vildum að hefðu orðið fleiri, en örlögunum fáum við ekki breytt. Við munum geyma minn- inguna um hann í hjarta okkar og trúum því að þessi aðskilnaður vari aðeins um stundarsakir og að lokum sameinumst við öll á ný. Við biðjum algóðan Guð að hughreysta unga vinstúlku bróður okkar, og styrkja foreldra okkar sem sjá nú á bak sínu yngsta barni, og gefa þeim kraft til að yfirstíga þessa miklu sorg. Kveðja frá systkinum Vinátta er tilfinning sem enginn kann að skýra, hún erdularfull, hlý og mannbætandi fyrir þá sem njóta hennar. Þessi orð skrifaði ég upp úr Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. Með þeim lýsir kona tilfinn- ingum sínum og þakklæti til vina sinna og vandamanna sem glöddu hana á 80 ára afmælinu hennar. Það er gott að vitna í þessi orð þegar minnst er Maríusar Helga- sonar sem sannarlega var góður yinur. Maríus fæddist á Stokkseyri og voru foreldrar hans Guðrún Bene- diktsdóttir, ættuð frá íragerði á Stokkseyri og Helgi Halldórsson, ættaður frá Grafarbakka í Hruna- mannahreppi. Maríus var einn fimm systkina sem nú eru öll látin. Langrar skólagöngu naut Mar- íus ekki en menntaði sig vel sjálf- ur. Fjórtán ára gamall réð hann sig sem sendil hjá Landsímanum. Þar vann hann sig upp smátt og smátt og var farinn að sinna inn- heimtustörfum er hann hóf nám í Loftskeytaskólanum 1924. Að prófi loknu réöst hann til starfa hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi þar sem hann var loftskeytamaður á togara i nær 10 ár. Sjómennskunni varð hann að hætta af heilsufarsá- stæðum 1934 en fór þá að vinna á Loftskeytastöðinni í Reykjavík. Þar vann hann til ársins 1941 er hann var ráðinn varðstjóri á Rit- símastöðina í Reykjavík. Árið 1956 var Maríus skipaður umdæmis- stjóri Pósts og síma á Isafirði og þeirri stöðu gegndi hann í 10 ár er hann var skipaður í stöðu umdæmisstjóra Pósts og síma á Norðurlandi eystra, með aðsetur á Akureyri. Þeirri stöðu gegndi hann í önnur 10 ár eða þangað til hann lét af störfum vegna aldurs. En með þessum störfum er ekki nema hálf saman sögð af starfsævi Maríusar Helgasonar. Sakir mannkosta sinna og hve félags- lyndur og hjálpfús hann var var hann ævinlega í forsvari fyrir samstarfsfólk sitt í félags- og kjaramálum. Ýmis önnur félags- mál áttu hug hans allan. Hann varð félagi í Lionshreyfingunni í Reykjavík en þegar hann flutti til ísafjarðar stofnaði hann Lions- klúbb þar og einnig á Patreksfirði. Hann var einlægur stuðningsmað- ur Sjálfstæðisflokksins og vann honum allt það gagn er hann mátti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.