Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Runólfur Guðmunds- son Gröf — Minning Fæddur 3. aprfl 1887 Dáinn 2. desember 1985 Eins og sorgin er sár þegar ungt fólk, eða fólk í blóma lífsins, hverf- ur okkur skyndilega, af slysförum eða öðrum óvæntum og óviðráðan- legum orsökum, þá er hitt eins og uppfyllt ósk þegar gamalt fólk, útslitið og hætt að fylgjast með á líðandi stund, sofnar í sælli ró og friði svefninum langa, án þess að líða mikið og lengi. Öll vitum við að hverju lífi fylgir dauði, því lögmáli verður ekki breitt, hver sem tæknin kann að verða. Runólfur Guðmundsson fv. bóndi á Gröf í Skilmannahreppi fæddist á Hrauntúni í Leirársveit. Hann var yngsta barn Vigdísar Þ. Vigfúsdóttur, Hanssonar og k.h. Guðfinna Einarsdóttir í Lækjar- koti. Vigdís var þriðja kona Jóseps Sigurðssonar bónda og víðar. Þau áttu þrjú börn: Vigfús skipstjóra, Guðfinnu húsfreyju á Bjarteyj- arsandi og Jósep bónda á Eystra- Miðfelli. Seinni maður Vigdísar var Guðmundur Árnason frá Mið- dal í Kjós, Jónssonar, Vilhjálms- sonar og k.h. Málfríðar Magnús- dóttur bónda í Hvammi í Kjós Runólfssonar. Vigdís og Guðmundur höfðu ekki jörð til ábúðar, en voru í vinnu- mennsku og hún oft ráðskona. Runólfur var þeirra einkabarn. Hann var aðeins 7 ára þegar faðir hans dó. Þeirrar tíðar fólki stóðu engar barna- eða tryggingabætur til boða, eins og nú til dags. Því varð að treysta á eigin mátt og hugrekki. Vigdís var dugnaðar- og hraustleika kona, því lítt sett fyrir sig að vinna hörðum höndum fyrir sér og syninum unga. Ég man vel eftir Vigdísi. Þetta var hin mynd- ariegasta kona. Hitt þótti sjálfsögð skylda þeirrar tíðar fólks, að börn færu að hjáipa til við bústörfin í sveitinni strax og kraftar leyfðu. Man ég fólk tala um, að Runólfur hafi ungur að árum verið smali og sitið yfir kvíaám. Einnig að þessi ungi drengur hafi verið léttur á fæti og viljugur. Hann vann ungur á Miðfelli hjá Jósepi hálf- bróður sínum. Einnig á Klafastöð- um. Seinna varð hann bóndi í Gröf sem er í sama hreppi og ekki langt á milli bæja. Órofa tryggð og vin- átta var alla tíð á milli þessa fólks. Á Klafastöðum var orðlagt gæða- fólk. Runólfur hefur kunnað að meta það. Hann hefur einnig sjálf- ur til vináttunnar unnið í sínu starfi. Ungur maður gerist Runólfur togarasjómaður í Reykjavík. Á þeim árum var ekki á hvers manns færi að komast í slíkt skiprúm. Þar var hópur manna um hvert pláss sem losnaði og úrval gott. Hann er um árabil á Kveldúlfstog- urunum. í Halaveðrinu fræga í febrúar 1925 mun hann hafa verið á Kveldúlfstogaranum Þórólfi, sem kom laskaður að landi úr þeim h'Idarleik, sem mörg önnur skip. Eftir veðrið var tveggja íslenzkra togara saknað, þeir fórust með allri áhöfn. Seinna var Runólfur margar vertíðar með Pétri Maack á Max Pemberton, orðlögðum afla- manni. Mér var sagt, að þar, og máske víðar, hafði hann það ábyrgðarstarf á hendi, að vera yfirsaltari í mörg ár. Trúverðugur maður hefur verið valinn til að taka að sér svo vandasamt verk, sem góð verkun aflans er. Ég heyrði gamla togarasjómenn, sem könnuðust við Runólf yfirsaltara hjá Pétri Mack, tala um að það hefði verið með ólíkindum úthaldið og seiglan í þessum manni. Sem var þó ekkert kraftalegur á að líta. Tæplega meðalmaður á hæð og grennri en margir togarajaxlarnir. Én Runólfi var létt um að vinna, viljugur, kappfullur og seiglan ódrepandi. Þessi þrælavinna á togurunum, áður en vökulögin komu, var ekki fyrir neina aukvisa. Það sannaðist þar, að harðærið herðir menn, ef þeir hafa heilsu og krafta til að afbera það. Runólf- ur var í 28 vertíðir á togurum, lengst áður en vökulögin tóku gildi. Alla tíð gat hann gengið um borð í beztu skiprúmin, þótt öðrum úr- vals mönnum tækist það ekki. Slíkum manni þarf ekki að slá neina gullhamra á kveðjustund. Hann Runólfur flaggaði ekki sín- um sigrum á strætum, í fréttum né fjölmiðlum. Það er mörg sjó- manns sagan skráð, hinar eru fleiri sem fara með heiðursmönn- um í gröfina. Þó Runólfur væri búinn að hasla sér völl á Reykja- víkurtogurunum og ætti þar góða aflavon, þá stóð hugur hans engu að síður heim til æskustöðvanna. Bóndaeðlið blundaði í brjósti hans. Því var það þegar hann hafði fest sér unga glæsilega konu, Þórunni Markúsdóttur, ættaða úr Amar- firði, að hann heldur uppá Hval- fjarðarströndina með heimili sitt. Éitt ár eru þau í Kalastaðakoti, næst búa þau á Hóli í Svínadal, þá búa þau í Litla-Lambhaga. En á vordögum 1920, kaupa þau jörð- ina Gröf í Skilmannahreppi og búa þau heiðurshjón þar til 1966, eða í 46 ár. Þó jörðin þætti kostarýr búnaðist þeim vel í Gröf. Þau áttu afurða gott bú, úrvals kúakyn, kýrnar hvítu, sem margur vildi fá afsprengi af. Þar var vel fóðrað og vel fyrir öllu séð. Það segir sig sjálft, að mikil hefur ábyrgðin hvílt á herðum Þórunnar hús- freyju. Henni var ekki fisjað saman þeirri konu. Hún var orð- lögð fyrir glaðlyndi sitt og góðan hug til allra. Henni var vel treyst- andi fyrir börnum og búi. Þegar bóndi hennar var á sjónum hafði hún sér til hjálpar eldri mann, eða ungling við gegningarnar, á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Þeim hjónum fæddust 9 börn, 7 þeirra komust upp, hér talin í aldursröð: Árni, Vigfús, Guðbjörg, Vigdís, Valgeir og tvíburarnir Fjóla og Guðmunda. Öll gift og átt sín heimili hér á Akranesi. Svo er stór hópur útaf börnunum. Tvö systkin- anna eru dáin þau Árni og Vigdís, blessuð sé þeirra minning. Þegar húsbóndinn kom heim af vertíð, biðu vorverkin á búinu. Það þurfti mörgu að sinna. Ég man þegar Runólfur var að rista torf í mýri inn við merki Klafastaða og Kataness og reiddi það á mel og klappir til að þurrka það. Síðan var það flutt heim að Gröf og heyin tyrfð, þannig urðu fyrritíðar bændur að baslast áfram, án þæginda. Einnig man ég hann við að færa upp mó inní Kataneslandi. í Gröf var hvorki mótak né torfrista, þótti slíkt galli á jörðum, þó nú komi lítt að sök. Mikil var vinnan í öllum þessum bústörfum og hjálpartækin fátækleg. Seinna breyttist allt á véla- og tæknitím- um til batnaðar. Ævi mannsins er sem leiftrandi mynd sem kemur og fer. Eftir það lífshlaup, sem hér hefur verið minnst lítillega á, lá leið þeirra hjóna útá Skipaskaga, þar keyptu þau sér íbúð við Heiðarbrautina, og til þess að fara ekki úr tengslum við lífsstarfið og ánægjuna, þá átti gamli maðurinn hér tún, fjárhús og nokkrar kindur, á meðan heils- an gaf honum grið til að hirða um það. Hann átti marga ferðina til húsanna, svo sannarlega var ánægjulegra fyrir þennan mikla eljumann að hafa eitthvað til að hugsa um. Þórunn kona Runólfs dó 1970, í september. Þá lækkaði sól ham- ingjunnar á lofti gamla mannsins. Þá var gott að eiga börnin að. Þau reyndust foreldrunum alltaf vel. Börnin eru þekkt dugnaðarfólk hér um slóðir, gott fólk og vel gefið. Þau hjón voru ekki rík af veraldar silfri, en þau áttu annan auð gulli betri. Þau voru dyggir þegnar sinnar þjóðar og fengu í vöggugjöf góða mannkosti, sem nýttust þeim vel. Og afkomendahópurinn er gott framlag til að viðhalda góðum kynstofni á íslandi. Runólfi vantaði eitt ár og fjóra mánuði uppá að verða 100 ára. Þó hann dveldi síðustu æviárin hér á ellideild Sjúkrahússins var hann það hress, að hann klæddist hvern dag, lengst af. Starfsstúlka sagði mér að hann væri oft glettinn og orðheppinn og hinn skemmtileg- asti dvalargestur. Þannig var þessi heiðursmaður til hinztu stundar, samtíð sinni til gagns og gleði Slíkra manna er gott að minnast. Við öll sem áttum sam- leið á líkum slóðum og þessi heið- ursmaður, kveðjum hann með kærri þökk fyrir dyggð og dreng- skap. Megi hann allra heilla njóta á landi ljóss og friðar. Með beztu samúðarkveðju til aðstandenda. Valgarður L. Jónsson Elín S. Aðalsteins- dóttir — Kveðjuorð Fædd 10. júní 1938 Dáin 28. nóvember 1985 í gær var til moldar borin frá Fossvogskapellu Elín Sigrún Aðal- steinsdóttir, írabakka 8, Reykja- vík. Það er ævinlega svo að mann setur hljóðan þegar maður fær óvæntar harmafregnir um að fólk í blóma lífsins er snögglega kvatt úr þessum heimi yfir móðuna miklu, en þannig var með Ellu eins og hún var oftast kölluð af vinum sínum. Hún fór að heiman frá sér hress og kát að morgni dags full af lífs- orku og björtum framtíðarvonum, en var að kveldi þess dags flutt frá vinnustað sínum í sjúkrahús, þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans aðeins sex dögum siðar þann 28. nóvember sl. Elín fæddist í Reykjavík 10. júní 1938 dóttir hjónanna Helgu Guð- bjargar Kristjánsdóttur og Aðal- steins Hólm Þorsteinssonar vél- stjóra. Henni varð ekki auðið að hafa langt samneyti við foreldra sína því þau slitu samvistir þegar hún var aðeins ársgömul og eftir það var hún með móður sinni þar til hún dó er Elín var aðeins fimm ára gömul. En þá eins og svo oft í þessu lífi var hjálpin næst þegar neyðin er stærst. Elín var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera tekin í dótturstað hjá þeim ágætis hjón- um Sigríði ÞorkelsdótturogGunn- ari Grímssyni matreiðslumanni sem lengi bjuggu á Laugavegi 140 hér í borg. Hjá þeim hjónum var Elín uns þau Iétust. Þar bar aldrei skugga á uns þau létust, en það var henni þungw missír. öft ræddi Elín við. mig um.,þágæfu sína að verða þeirfar ástúðár aðpjótandi sem þau veittu henni. 6. desember 1959giftist Elín eftirlifandi manni sínum Guðbrandi Guðmundssyni sölumanni ættuðum frá Stóru Drageiri í Skorradal og eignuðust þau sex mannvænleg börn sem í dag ásamt föður sínum sjá á eftir ástríkri móður og eiginkonu. Börn þeirra hjóna eru: Guð- mundur, kranastjóri og á hann einn son, Lárus Kristin. Sigríður, matreiðslumaður, trúlofuð Kon- ráði Konráðssyni og eiga þau eina dóttur, Dagbjörtu Karlottu, tveggja ára. Björk, kjötiðnaðar- maður, trúlofuð Sveini M. Sveins- syni vélvirkjanema. Þau eiga eina dóttur, Katrínu Sigurbjörgu, tæpra tveggja ára. Aðalsteinn Hólm, vélstjóranemi, enn í föður- húsum. Vigdís Edda, kjötiðnaðar- nemi, sem einnig er í föðurhúsum, og Þuríður Helga sem enn er í grunnskóla og býr einnig hjá föður sínum. Ég veit og það vita líka þeir sem Elínu þekktu að það hefði ekki verið að hennar skapi að um ein- hverja afrekaskrá væri að ræða í hennar eftirmælum og í þessum fátæklegu orðum mínum mun ég ekki hafa það svo, en þó get ég ekki látið hjá iíða að minnast þess að vinahópurinn var stór því þar sem Elín var, var ævinlega líf og gleði að finna á hverju svo sem annars gekk. Hún var með af- brigðum bóngóð alla sína tíð og var ein af þeim máttarstólpum sem alltaf var hægt að leita til og reiða sig á. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá án þess að reyna að bæta þar um og hjálpa. Og það má með sanni segja að þó henni hafi ekki hlotn- ast að safna þeim auði sem mölur og ryð fá grandað var hún þeim - mun rikari af hinu óforgengilega. Elín var mjög góðum gáfum gædd, vel greind og víðlesin og á marga lund listhneigð en hið mikla hlutskipti hennar sem móður átti hug hennar allan. Það var ekki hlutskipti hennar að ganga langan veg á menntabrautinni en þó var hún á mörgum sviðum svo sjálf- menntuð að undrum sætti. Hún var víkingur til allrar vinnu hvort sem var innan eða utan heimilis var sá staður sem skipaði æðstan sess í hennar lífi. Hún var ævinlega trú sínum vinnuveitend- um svo við var brugðið, enda vann hún lengi hjá sömu fyrirtækjum þau ár sem hún vann utan heimilis. Húsmóðir var hún þó fyrst og fremst mikil og gestrisin með afbrigðum eins og þeir best vita sem hana þekktu. Trúmennska og trygglyndi var rómað. Á frabakka 8 var alltaf opið hús fyrir vini og vandamenn hér í borg og utan af landi, því hjartað var stórt og reisnin mikil þó oft væri úr litlu að spila. Viðsem ídagsjáumáeftirhenni erum í söknuði okkar í hjarta glöð að vita af því að þegar að okkar skapadægri ketnur mun hún bíða okkar handan móðunnar miklu glöð og hress eins og viðmót henn- ar ævinlega vart ásamt öðrum vinum. Ég vil að endingu votta eftirlif- andi eiginmanni, börnum, tengda- börnum og hennar ástkæru barna- börnum innilegustu samúð og hluttekningu okkar hjónanna á Heiðarvegi 44, Vestmannaeyjum. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja í ykkar mikla harmi. Veri guð almáttugur sálu henn- ar miskunnsamur elsku systir. GJS.A. í gær er til moldar borin Elín Sigrún Aðalsteinsdóttir er lést fimmtudaginn 28. nóvember og var hún aðeins á 47. aldursári. Þegar slík fregn berst manni hrannast upp í huga manns minn- ingar um skemmtilegar og Ijúfar stundir fyrr og síðar. En aðrir munu í dag rekja ævi- feril Elínar. Mig langar því aðeins að koma á framfæri fátæklegum kveðjuorðum um stutt en mjög skemmtileg kynni. Kynni mín af Elínu eða Ellu eins og hún var ævinlega kölluð hófust árið 1981, þá varð ég þeirrar gæfu njótandi að komast í vinahóp Vigdísar Eddu dóttur hennar og blómstrar sú vinátta enn. Var ég því tíður gestur á heimili Ellu og eftirlifandi manns hennar, Guðbrands Guðmundssonar. Aldr- ei varð ég var við að Ella væri í vondu skapi, ánægjan skein ávallt úr andliti hennar og var svo til sama hvernig á stóð. Er því ekki hjá því komist að eiga sælar minn- ingar um hana. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér, hann kemur þá okkar grunar síst og tekur frá okkur ástvini og góða samferðamenn, hvernig sem hög- um manna kann að vera háttað. Vil ég því biðja Guð um að styrkja fjölskyldu Elínar í þessari miklu sorg. Það mun ávallt verða bjart yfir minningu hennar í huga mér ogannarra. Sigurður Gunnarsson Kirkjumiðstöð Seljasðknar. Kirkjudagur Seljasóknar á morgun Hinn árlegi kirkjudagur í Selja- sókn verður haldinn á morgun, sunnudag. Starfsemi safnaðarins, sem er í barnflestu sókn landsins, hefur verið öflug, þótt allar aðstæð- ur séu erfiðar vegna húsnæðisleysis. Kirkjudagurinn er haldinn til að minna á starfsemi safnaðarins og samstöðu í því starfi. Dagskrá kirkjudagsins hefst með barnaguðsþjónustum að morgni sunnudagsins, en þær verða kl. 10.30 í Ölduselsskólanum og í Seljaskólanum. Kl. 14.00 verð- ur guðsþjónusta í ölduselsskólan- um. Þar mun sóknarpresturinn predika og Ingibjörg Marteins- dóttir syngja einsöng. Að loknum guðsþjónustum hefst basar Kvenfélags Seljasóknar i Ölduselsskólanum. Þar verða á boðstólum jólamunir, kökur, laufa- brauð og fleira. Um kvöldið verður aðventusamkoma kl. 20.30 í öldu- selsskóla. Þar mun Bellcanto- kórinn syngja undir stjórn Guð- finnu Dóru Olafsdóttur. Félagar úr Æskulýðsfélagi Seljasóknar munu flytja leikþátt undir stjórn Rúnars Reynissonar. Þá mun Kirkjukór Seljasóknar syngja undir stjórn organistans, Violettu Smidóvu. Ræðumenn verða Árni Johnsen alþingismaður og Gísli Friðgeirs- son eðlisfræðingur, Að lokinni aðventusamkomi^i verður kafflsala í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.