Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 f einum skólanum var fjallad um ísland í landafreðitíma vegna þess aö islenski hópurinn var væntanlegur. Hér bendir ein afganska stúlkan á ís- land á landakortinu. Afgönsk flóttabörn > skólanum. Söfnunin „Brauð handa hungruðum heimi“ að hefjast: „Stríðið í Áfganistan faríð mjög harðnandi“ — segir Gunnlaugur Stefánsson, starfsmaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, sem nýkominn er frá Pakistan UM HELGINA hefst söfnunin „Brauö handa hungruöum heimi“ á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar — en stofnunin hefur staðió að slíkri söfnun á hverri jólafostu síð- an 1976. Peningum sem safnast nú verður annars vegar varið til áfram- haldandi hjálparstarfs í Eþíópíu og hins vegar til aðstoðar afgönsku flóttafólki í Pakistan, í formi mat- væla, lyfja og menntunar, til stuðn- ings sjúkranámskeiða á vegum samtaka afganskra lækna og til aðstoðar afgönskum bændum sem enn eru í heimalandi sínu. Gunnlaugur Stefánsson, starfs- maður Hjálparstofnunar, er ný- kominn frá Pakistan þar sem hann kynnti sér aðstæður og valdi þau verkefni sem unnið verður að. Hann sagði á blaðamannafundi þar sem söfnunin var kynnt að flóttafólkið hefði miklar áhyggjur af því að heimurinn væri búinn að gleyma stríðinu i Afganistan. „En sannleikurinn er sá að striðið hefur farið mjög harðnandi. Nú eru nýkomnir 40.000 flóttamenn til norð-vestur hluta Pakistan og þar, á litlu svæði, er talið að séu um tvær til tvær og hálf milljón afganskra flóttamanna. í allt hafa um fjórar milljónir manna flúið frá Afganistan — og þar af eru þrjár milljónir manna í Pakistan," sagði Gunnlaugur. Stríðið í Afganistan hófst á annan dag jóla árið 1979, er Sovét- menn réðust inn í landið. Gunn- laugur sagði hjálparstarf oft ganga vel í upphafi, þegar mikil athygli væri vakin á neyð fólksins í fjölmiðlum, en yrði síðan erfiðara vegna minnkandi framlaga. Því hefði Hjálparstofnun kirkjunnar ákveðið að efla þátttöku í hjálpar- starfinu við þurfandi í Afganistan. „Ástandið í landinu í dag er skelfi- legt. Tölur um fallna sem við heyrðum voru frá 200.000 til einn- ar milljónar og flestir hallast að síðari tölunni," sagði Gunnlaugur og bætti við að allir sem hann hefði hitt væru á því að sú afgönsk fjölskylda væri ekki til sem ekki hefði tapað lífi í þessu stríði. Gunnlaugur sagði ungbarnadauða í Afganistan þann hæsta í heimin- um — um 50% barna á fyrsta ári létust. „Flestir hinna látnu eru saklausir borgarar, börn, konur og bændur. Það virðist vera þáttur í Gunnlaugur Stefánsson, starfsmaður hjálparstofnunar kirkjunnar, í einum af skóiunum sem flóttafólkið hefur komið upp. Bladburóarfólk óskast! cs Úthverfi Síöumúli Ármúli Blesugróf Vesturbær Tjarnargata frá 39 Suöurgata 29—41 Skerjafjörður Gnitanes Hörpugata og Fossagata fyrir noröan flugvöllinn. f®í»yjSpi*iMa$»i$i stríðinu að gera fólki erfitt fyrir — t.d. með því að eyðileggja akra bændanna." Gunnlaugur sagði það hafa komið sér geysilega á óvart hve fátækir Pakistanar hefðu tekið vel á móti afganska flóttafólkinu. „Ég kom í eina borg þar sem íbúarnir eru 160 þúsund og þar höfðu nú bæst við 160 þúsund flóttamenn. Ég spurði heimamenn hvort ekki kæmu upp nein vandamál þegar þessi gífurlegi fjöldi flóttamanna bættist við en þeir sögðu svo ekki vera. Þeir sögðust hjálpa grönnum sínum er þeir stæðu frammi fyrir neyð — er innrás væri gerð í land þeirra og þeir ættu á hættu að tapa því.“ Guðmundur og Gunnlaugur vildu undirstrika að Hjálparstofn- un kirkjunnar sæi engin landa- mæri þegar fólk væri í neyð. Póli- tík, litarháttur eða trúarbrögð skiptu engu. „Þegar fólk er í neyð hjálpum við. Við viljum blanda okkur í lifsbaráttu fólksins — ekki í stjórnmálin. Við spyrjum ekki hvers vegna fólk þjáist," sögðu þeir. Þau fjögur verkefni sem Hjálp- arstofnunin fyrirhugar í Afganist- an og Pakistan eru eftirfarandi: Aóstoð vió flóttafólk sem nýkom- ió er yfir landamærin til Pakistan. Gunnlaugur sagði brýna þörf á fyrstu hjálp, matvælum, lyfjum, tjöldum og teppum fyrir það fólk. „Það á að baki margra vikna, jafn- vel mánaða, göngu um fjöll og hrjóstrugt landslag og getur átt von á sprengjuárás allan þann tíma. Styója sjúkranámskeió á vegum samtaka afganskra lækna sem skipuleggur ferðir lækna og hjúkr- unarfólks yfir landamærin til Afgan- istan. Gunnlaugur sagði þessi samtök eitt skýrasta dæmið um sjálfs- bjargarviðleitni afhanskra flótta- manna. Samtökin sinna læknis- og hjúkrunarstarfi í heimalandinu og einnig meðal fljóttafólks í Pakistan. Megin markmið þeirra er að senda sérþjálfaðar sveitir hjúkrunarfólks á ófriðarsvæðin í Afganistan þar sem „fólk lifir á mörkum lífs og dauða". Samtökin reka skóla og sjúkrahús í Pes- hawar í Pakistan. Flutningur á sáðkorni frá Pakist- an og öórum löndum til afganskra bænda og aðstoó við þá vió ræktun og uppskeru. Drjúgur hluti flóttafólksins er sveitafólk sem hraktist burt vegna gróðureyðingar, sem rekja má til stríðsins. Reynt verður að kosta kaup og flutning á útsæði til fólks- ins í Afganistan. Aöstoó við menntun flóttamanna. Gunnlaugur kom í marga skóla ytra, sem flóttafólkið sjálft hafði sett upp með aðstoð hjálparstofn- ana. I einum barnaskólanum stunduðu rúmlega 500 börn, dreng- ir og stúlkur á aldrinum 4 til 14 ára, almennt nám í lestri, skrift og fleiri greinum. „Það var tákn- rænt fyrir þann brennandi anda, sem ég varð var við, og varð heill- aður af, að þrátt fyrir mótbyr var sama við hvern ég talaði — hvort það var stórsærður maður á sjúkrahúsi eða börn í skóla — allir sögðust vilja fara heim, „landið er okkar. Við verðum að heimta landið," sagði fólkið. Söfnunin „Brauð handa hungr- uðum heimi" verður með því sniði að inn á hvert heimili i landinu verður sendur bæklingur, þar sem málefnið verður kynnt, einnig pappabaukur og gíróseðill eins og undanfarin ár. Guðmundur Ein- arsson, framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, sagði Is- lendinga hafa gert stofnuninni kleift eftir síðustu söfnun að senda milli 20 og 30 manns til Eþíópíu — og þar væri mikil þörf á áfram- haldandi starfi, „ekki síst vegna barna sem lifðu af náttúruham- farirnar í landinu. Að okkur snúa fyrst og fremst 250 börn sem eru á lífi vegna þess starfs sem ís- lenska hjúkrunarfólkið vann. Við höfum ákveðið að búa þeim heimili og veita þeim grunnmenntun," sagði Guðmundur. Hann sagði íslendinga hafa verið duglega við að safna í pappabaukana frá stofn- uninni fyrir undangengin jól og síðan legðu menn andvirðið inn á gíróreikning í bönkum eða spari- sjóðum. Hann vildi koma því á framfæri, þar sem oft heyrðist sú spurning hvort stuðningur íslend- inga kæmist í hendur réttra aðila, að íslenska hjúkrunarfólkið sem starfað hefði í Eþíópíu segði styrk íslendinga skipta miklu máli. í kynningarbæklingi Hjálparstofn- unar er eftirfarandi haft eftir þeim Islendingum sem þar hafa starfað: „Við erum afskaplega stolt af landi og þjóð, þessari duglegu fámennu þjóð í norðri, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, og er svo örlát að láta af hendi hjálp til þeirra, sem minna mega sín, og hjálpin kemst til skila, við höfum orðið vitni að því.“ Nýtt skip til Bíldudals Bíldudal, 6. desember. NÝTT 247 tonna skip, Steinanes BA 399, bættist í flota Bíldudals síðast- liðinn laugardag, 30. nóvember. Skipið hét áður Happasæll. Skip- stjóri er Ársæll Kgilsson. Steinanes fór á línuveiðar og er væntanlegt í land í kvöld úr fyrstu veiðiferðinni. Togarinn Gyllir frá Flateyri landaði hér á sunnudag rúmum 50 tonnum af fiski þannig að vinnsla í Fiskvinnslunni er komin í fullan gang. Skortur hefur verið á hráefni undanfarnar vikur, en nú eru þar um 60—70 manns á launaskrá. Níu minni bátar stunda hér skelveiðar. Heildarkvótinn í ár er 600 tonn og skiptist hann jafnt niður. Um síðustu mánaðamót voru 480 tonn komin á land og hafa þrír bátar lokið kvóta sínum. Búist er við að kvótinn endist til 20. desember nk. Einnig hefur verið tekið á móti 70 tonnum af skel frá Tálknafirði. 40—45 manns hafa atvinnu af skelveiðum bæði á sjó og landi. Skelin er að mestu unnin fyrir Ameríkumarkað. Rækjurannsóknir fóru fram á vegum Hafrannsóknarstofnunar um miðjan nóvember. Mikil seiða- gengd reyndist vera á hinum hefð- bundnu rækjusvæðum. Einnig var mikið um smárækju þannig að veiðar voru ekki leyfðar. Svæðin verða skoðuð aftur í byrjun næsta árs. Hannes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.