Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 7 „Innihaldslaus skrautsýning" — segir í bókun Kvennaframbods- ins vegna hátíðarhaldanna í til- efni 200 ára afmælis borgarinnar All snarpar umræður urðu á Borg- arstjórnarfundi í fyrrakvöld vegna fyrirhugaðrar hátíðardagskrár í til- efni af 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar. I bókun sem Kvennafram- boðið lagði fam sagði meðal annars: „Nú er Ijóst að tillögur nefndarinn- ar (hátíðarnefndar, innskot blm.) ásamt fyrirfram ákveðnum kostnað- arliðum varðandi afmælisárið koma til meðal kosta borgarbúa frá 70— 100 milljónum króna. Við teljum eðlilegt að afmælis- ársins verði minnst með veglegum hætti sem sé samboðinn sögu og menningu okkar íslendinga. Sá kostnaður sem fyrirsjáanlegur er vegna afmælisársins er að stórum hluta til orðinn vegna innihalds- lausra skrautsýninga sem munu skila lítið eftir sig að árinu loknu." Kom einnig fram gagnrýni á ein- staka liði í hátíðardagskránni. Guðrún Ágústsdóttir (Alþýðu- bandalagi) taldi að flugeldasýnign sú sem fram ætti að fara væri allt of dýr. Reiknað væri með 2—300 þúsund krónum í nokkra mínútna dagskrá. I máli Davíðs Oddsonar borgarstjóra kom fram að greini- lega væri meira í húfi fyrir Kvennaframboðið að koma á hann persónulegu höggi. Hér væri alls ekki á ferð sýning sem skyldi ekkert eftir sig, né stæði hún aðeins í stuttan tíma. Varðandi „fjáraustrið" eins og Kvennafram- boðið kallaði það, vildi hann láta það koma skýrt fram að afmælis- nefndin væri inná fjárhagsáætlun og ekki sé búið að taka ákvörðun um hversu mikið fjármagn verði lagt í hátíðarhöldin. Alger sam- stað hafði ríkt hingað til á fundum hátíðarnefndar um tilhögun hátíð- arhaldanna enda hafi stefnan frá upphafi verið sú að gera þetta að ópólitísku máli. Sé gott dæmi um að að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki í meirihluta í þessari nefnd. María Jóhanna Lárusdóttir sagði I ræðu sinni að ýmsa vankanta mætti sjá á vinnubrögðum í sam- bandi við undirbúning hátíðar- haldanna. Ákvarðanir um fjárút- lát hafi verið teknar milli funda, svo og að skipun manna í nefndir hafi farið framhjá sér. I máli Ingibjargar Rafnar (Sjálfstæðis- flokkur) formanns félagsmálaráðs kom fram að svo virtist sem hér væri á ferð einn stór misskilningur hjá Kvennaframboðinu. Mikið af þeim kostnaði sem áætlaður væri í hátíðarhöldin nýttist að hátíðar- höldunum loknum. Sem dæmi mætti nefna hina svokölluðu tæknisýningu, þar sem stærstu kostnaðarliðirnir væru gerð líkana af stofnunum og svæðum, ásamt hönnun á myndbandefni, sem myndu nýtast borginni í framtíð- inni. Gerður Steinþórsdóttir (Framsóknarflokki) sagði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að vel yrði staðið að málum í sambandi við þessa hátíð. Vinnubrögð nefnd- arinnar hefðu þó verið að nokkru leyti gölluð og fundir hennar stop- ulir. Sigurður E. Guðmundsson (Alþýðuflokki) taldi að beinlínis væri verið að reyna að klekkja á borgarstjóranum. „Ég mun ekki bera skjöld borgarstjóra en gagn- rýna hann eftir bestu getu, þar sem þess gerist þörf,“ sagði Sigurð- ur og hann bætti við, „hér virðist þó verið reynt að eyðileggja þann frið og samkomulag sem ríkt hefur í nefndinni." Bók eftir Knut Ödegárd BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út barna- og unglinga- bókina Arnungar eftir Knut 0degárd forstjóra Norræna hússins í þýðingu Heimis Pálssonar. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „í sögunni fer skáldið með lesendur til Noregs nokkrum áratugum fyrir kristnitöku. Hvernig varð ungum pilti við þegar hann lenti i átökunum milli kristni og heiðni? Hvernig hugs- uðu menn um hina nýju trú? Hvernig kynntust menn henni á Norðurlöndum? Hvernig voru trú- arathafnir heiðinna manna? Svör við þessum spurningum koma fram í sögunni sem segir frá Ara, ungum dreng af Arnunga- ættinni, sem hafði fengið nisti í arf eftir föður sinn sem myrtur var af Eiríki konungi blóðöx og fjölkunnugri drottningu hans, Gunnhildi. Arnungar er fyrsta skáldsagan sem greinir frá örlög- um drengsins með nistið." Bókin Arnungar er sett og prentuð í prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin í Arnarfelli. Gamli Miðbærinn Stærsti markaður landsins jónustu- miðstöð allra landsmanna ítfag ‘vS'ömn'CmSSS116®™ munu byrja á bwi a A ? J ega Þeir Idagkl. 16.00 Allir plasveinamir munu svo syngja og spila á palli fyrir ofan Laugaveg 18 (Mál og menning) og á eftir ganga þeir um Gamla miðbæinn og spjalla við bömin. Kl. 14.30 munu þær Guðný og Elísabet Eir syngja nokkur jólalög við Laugaveg 7 og kynna um leið plötuna „Manstu stund“. Bjartmar Guðlaugsson kynnir plötu slna á Lækjartorgi kl. 15.00. Við Leikfangahúsið á Skólavörðustlg 10 verö- ur haldin vegleg sýning á jólasveinabúningum. Muniö hina fjölbreyttu þjónustu sem er I Gamla Miðbænum, þar eru t.d. 38 kaffi- og veitingastaðir Við viljum minna á að mörg bllastæði er að finna gamla miöbænum, einkum á laugardögum. GAMLIMIÐBÆRINN LAUGAVEGI37 (UPPI), SÍM118777
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.