Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 7

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 7 „Innihaldslaus skrautsýning" — segir í bókun Kvennaframbods- ins vegna hátíðarhaldanna í til- efni 200 ára afmælis borgarinnar All snarpar umræður urðu á Borg- arstjórnarfundi í fyrrakvöld vegna fyrirhugaðrar hátíðardagskrár í til- efni af 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar. I bókun sem Kvennafram- boðið lagði fam sagði meðal annars: „Nú er Ijóst að tillögur nefndarinn- ar (hátíðarnefndar, innskot blm.) ásamt fyrirfram ákveðnum kostnað- arliðum varðandi afmælisárið koma til meðal kosta borgarbúa frá 70— 100 milljónum króna. Við teljum eðlilegt að afmælis- ársins verði minnst með veglegum hætti sem sé samboðinn sögu og menningu okkar íslendinga. Sá kostnaður sem fyrirsjáanlegur er vegna afmælisársins er að stórum hluta til orðinn vegna innihalds- lausra skrautsýninga sem munu skila lítið eftir sig að árinu loknu." Kom einnig fram gagnrýni á ein- staka liði í hátíðardagskránni. Guðrún Ágústsdóttir (Alþýðu- bandalagi) taldi að flugeldasýnign sú sem fram ætti að fara væri allt of dýr. Reiknað væri með 2—300 þúsund krónum í nokkra mínútna dagskrá. I máli Davíðs Oddsonar borgarstjóra kom fram að greini- lega væri meira í húfi fyrir Kvennaframboðið að koma á hann persónulegu höggi. Hér væri alls ekki á ferð sýning sem skyldi ekkert eftir sig, né stæði hún aðeins í stuttan tíma. Varðandi „fjáraustrið" eins og Kvennafram- boðið kallaði það, vildi hann láta það koma skýrt fram að afmælis- nefndin væri inná fjárhagsáætlun og ekki sé búið að taka ákvörðun um hversu mikið fjármagn verði lagt í hátíðarhöldin. Alger sam- stað hafði ríkt hingað til á fundum hátíðarnefndar um tilhögun hátíð- arhaldanna enda hafi stefnan frá upphafi verið sú að gera þetta að ópólitísku máli. Sé gott dæmi um að að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki í meirihluta í þessari nefnd. María Jóhanna Lárusdóttir sagði I ræðu sinni að ýmsa vankanta mætti sjá á vinnubrögðum í sam- bandi við undirbúning hátíðar- haldanna. Ákvarðanir um fjárút- lát hafi verið teknar milli funda, svo og að skipun manna í nefndir hafi farið framhjá sér. I máli Ingibjargar Rafnar (Sjálfstæðis- flokkur) formanns félagsmálaráðs kom fram að svo virtist sem hér væri á ferð einn stór misskilningur hjá Kvennaframboðinu. Mikið af þeim kostnaði sem áætlaður væri í hátíðarhöldin nýttist að hátíðar- höldunum loknum. Sem dæmi mætti nefna hina svokölluðu tæknisýningu, þar sem stærstu kostnaðarliðirnir væru gerð líkana af stofnunum og svæðum, ásamt hönnun á myndbandefni, sem myndu nýtast borginni í framtíð- inni. Gerður Steinþórsdóttir (Framsóknarflokki) sagði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að vel yrði staðið að málum í sambandi við þessa hátíð. Vinnubrögð nefnd- arinnar hefðu þó verið að nokkru leyti gölluð og fundir hennar stop- ulir. Sigurður E. Guðmundsson (Alþýðuflokki) taldi að beinlínis væri verið að reyna að klekkja á borgarstjóranum. „Ég mun ekki bera skjöld borgarstjóra en gagn- rýna hann eftir bestu getu, þar sem þess gerist þörf,“ sagði Sigurð- ur og hann bætti við, „hér virðist þó verið reynt að eyðileggja þann frið og samkomulag sem ríkt hefur í nefndinni." Bók eftir Knut Ödegárd BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út barna- og unglinga- bókina Arnungar eftir Knut 0degárd forstjóra Norræna hússins í þýðingu Heimis Pálssonar. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „í sögunni fer skáldið með lesendur til Noregs nokkrum áratugum fyrir kristnitöku. Hvernig varð ungum pilti við þegar hann lenti i átökunum milli kristni og heiðni? Hvernig hugs- uðu menn um hina nýju trú? Hvernig kynntust menn henni á Norðurlöndum? Hvernig voru trú- arathafnir heiðinna manna? Svör við þessum spurningum koma fram í sögunni sem segir frá Ara, ungum dreng af Arnunga- ættinni, sem hafði fengið nisti í arf eftir föður sinn sem myrtur var af Eiríki konungi blóðöx og fjölkunnugri drottningu hans, Gunnhildi. Arnungar er fyrsta skáldsagan sem greinir frá örlög- um drengsins með nistið." Bókin Arnungar er sett og prentuð í prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin í Arnarfelli. Gamli Miðbærinn Stærsti markaður landsins jónustu- miðstöð allra landsmanna ítfag ‘vS'ömn'CmSSS116®™ munu byrja á bwi a A ? J ega Þeir Idagkl. 16.00 Allir plasveinamir munu svo syngja og spila á palli fyrir ofan Laugaveg 18 (Mál og menning) og á eftir ganga þeir um Gamla miðbæinn og spjalla við bömin. Kl. 14.30 munu þær Guðný og Elísabet Eir syngja nokkur jólalög við Laugaveg 7 og kynna um leið plötuna „Manstu stund“. Bjartmar Guðlaugsson kynnir plötu slna á Lækjartorgi kl. 15.00. Við Leikfangahúsið á Skólavörðustlg 10 verö- ur haldin vegleg sýning á jólasveinabúningum. Muniö hina fjölbreyttu þjónustu sem er I Gamla Miðbænum, þar eru t.d. 38 kaffi- og veitingastaðir Við viljum minna á að mörg bllastæði er að finna gamla miöbænum, einkum á laugardögum. GAMLIMIÐBÆRINN LAUGAVEGI37 (UPPI), SÍM118777

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.