Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 1

Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 1
72 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 277. tbl. 72. árg.____________________________________LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaftsins Bretar undirrita samning um geimvarnaáætlunina Franska blaðið Le Monde: London, 6. desember. AP. BRETAR undirritudu í dag samning við Bandaríkjamenn um aðild að geimvarnaáætluninni svonefndu, sem felur í sér, að komið verði upp virkum vörnum úti í geimnum gegn kjarnorkuflaugum Sovétmanna. Þeir Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, og Michael Heseltine, varnar- málaráðherra Bretlands, undir- rituðu samninginn við sérstaka athöfn í London í dag. Gert er ráð fyrir, að brezk fyrirtæki vinni ýms mikilvæg verkefni, sem til- heyra þessari áætlun. Sagði Weinberger, að Bretar réðu yfir afar mikilli tækniþekkingu og getu og ættu því að geta tekið að sér ýms torleystustu verkefni áætlunarinnar. Bretland er fyrsta bandalags- ríki Bandaríkjanna, sem lýst hef- ur yfir samþykki sínu við geim- varnaáætlunina og gerist jafn- framt aðili að henni. Weinberger lagði áherzlu á, að áætlunin væri varnaráætlun en ekki árásaráætlun. Hann sagði ennfremur, að tvö eða þrjú önnur ríki myndu sennilega gerast aðil- ar að áætluninni. Hann greindi hins vegar ekki frá, hvaða ríki þetta væru. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýzkalands hefur sagt, að stjórn sín taki ákvörðun um aðild fyrir jólin. í dag sagði Friedhelm Ost, talsmaður stjórnarinnar í Bonn, að með ákvörðun Breta væri rutt úr vegi einni helztu hindruninni fyrir aðild Vestur-Þzkalands, en vestur-þýzka stjórnin hefði haft af því talsverðar áhyggjur, að Vestur-Þýzkaland yrði eina ríkið í Evrópu, sem gerðist aðili að áætluninni. Ýms aðildarríki NATO eins og Frakkland, Noregur og Danmörk hafa hins vegar hafnað aðild að geimvarnaáætlunni. Neil Kinnock, leiðtogi brezka verkamannaflokksins, gagnrýndi í dag aðildina að geimvarnaáætl- uninni og sagði: „I samskiptunum við Reagan forseta líkist frú Thatcher æ minna forsætisráð- herra Bretlands en stöðugt meira ríkisstjóra 51. ríkis Bandaríkj- anna.“ Sovézka fréttastofan TASS lýsti í dag ákvörðun Breta sem „hættulegu skrefi", sem væri í andstöðu við það markmið leið- togafundarins í Genf í nóvember að draga úr vígbúnaði og koma á bættum samskiptum milli aust- ursogvesturs. Michael Heseltine, varnarmálaráðherra Bretlands og Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skiptast á eintökum af samningnum um aðild Bretlands að geimvarnaáætluninni í London í gær. Fabius hugðist segja af sér París, 6. desember. AP. FRANSKA blaðið Le Monde hélt þvi fram í dag, að Laurent Fabius, for- sætisráðherra Frakklands, hefði bor- ið fram afsagnarbeiðni sína i tengsl- um við heimsókn Wojciech Jaruz- elskis, forseta Póllands, til Frakk- lands. Hefði Fabiusi mislíkað það mjög, að Francois Mitterrand forseti átti 80 mínútna fund með Jaruzelski. Mitterrand á hins vegar að hafa neit- að að taka afsagnarbeiðnina til greina. í spurningatíma á franska þjóð- þinginu i gær sagði Fabius, að það hefði valdið sér miklum áhyggjum, að forsetinn hefði tekið þá ákvörð- un að ræða við Jaruzelski, en sam- skipti Frakka og Pólverja hafa verið mjög stirð síðan herlögum var lýst yfir i Póllandi í desember 1981. Le Monde hélt því fram, að Fab- ius hafi borið afsagnarbeiðni sína fram i símtali við forsetann, en forsetinn hefði neitað að taka hana til greina. Ýmsir áhrifamiklir stjórnmálamenn — jafnt úr hópi stjórnarandstöðunnar sem stjórn- arsinna — hafi lýst þeirri skoðun sinni, að það væri skylda Fabiusar sem forsætisráðherra að styðja forsetann eða segja af sér ella. AP/Simamynd Breytingar á Checkpoint Charlie í Vestur-Berlín Austur-þýskir verkamenn leggja síðustu hönd á breytingar á landamærastöðinni Checkpoint Charlie, scm er umferðaræð milli Austur- og Vestur-Berlínar. f bakgrunni má sjá hvar austur-þýzkir landamæraverðir ganga vopnaðir meðfram Berlínarmúrnum. Unnið hefur verið við að stækka landamærastöðina frá því í ágúst 1984. Sovétríkin: Olfumálaráðherrann rekinn úr embætti Moskvu, 6. desember. AP. SOVÉSKl olíumálaráðherrann, Talgat Khuramshin, hefur verið sviptur embætti fyrir að misnota stöðu sína og rekinn úr Kommúnistaflokkn- um, að því er flokksmálgagnið Pravda greindi frá í dag, föstudag. í frétt blaðsins sagði, að Khur- amshin, sem hefur verið formað- ur olíunefndar ríkisins frá árinu 1981, hefði verið leystur frá störfum „vegna misbeitingar stöðu sinnar í eiginhagsmuna- skyni". Að auki ákvað eftirlits- nefnd Kommúnistaflokksins, að hann skyldi flokksrækur ger. Ekki var greint frá því, í hverju misbeiting Khurams- hinsw hefði verið fólgin, og ekki heldur, hver tæki við embætti hans. Frá því að Mikhail S. Gorbac- hev varð flokksleiðtogi í mars- mánuði síðastliðnum, hafa 17 ráðherrar hætt störfum, en þetta er í fyrsta sinn, sem brotthvarf ráðherra tengist opinberlega misbeitingu embættisvalds. Olíuiðnaðurinn hefur orðið sérstaklega hart úti vegna að- gerða nýju forystunnar. í októ- bermánuði var Viktor S. Fed- orov, ráðherra olíuefnagerðar og olíuhreinsunar, leystur frá störf- um, og í febrúar 1984 var ráð- herra olíumála ríkisins látinn víkja vegna samdráttar í fram- leiðslunni. Yelena Bonn- er heim- sækir páfa PáfagarAi, 6. deaember. AP. JÓHANNES Páll páfi II tók í dag á móti Yelenu Bonner, eig- inkonu sovézka andófsmannsins Andrei Sakaharovs. Fór móttak- an fram í Páfagarði að ósk Yel- enu, sem hafði óskað að fá að ræða við páfa, áður en hún héldi til Bandaríkjanna. Fyrt í dag hafði Yelena feng- ið vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna ásamt bréfi frá George Shultz utanrikisráð- herra, þar sem hún var boðin „hjartanlega velkomin".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.