Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 277. tbl. 72. árg.____________________________________LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaftsins Bretar undirrita samning um geimvarnaáætlunina Franska blaðið Le Monde: London, 6. desember. AP. BRETAR undirritudu í dag samning við Bandaríkjamenn um aðild að geimvarnaáætluninni svonefndu, sem felur í sér, að komið verði upp virkum vörnum úti í geimnum gegn kjarnorkuflaugum Sovétmanna. Þeir Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, og Michael Heseltine, varnar- málaráðherra Bretlands, undir- rituðu samninginn við sérstaka athöfn í London í dag. Gert er ráð fyrir, að brezk fyrirtæki vinni ýms mikilvæg verkefni, sem til- heyra þessari áætlun. Sagði Weinberger, að Bretar réðu yfir afar mikilli tækniþekkingu og getu og ættu því að geta tekið að sér ýms torleystustu verkefni áætlunarinnar. Bretland er fyrsta bandalags- ríki Bandaríkjanna, sem lýst hef- ur yfir samþykki sínu við geim- varnaáætlunina og gerist jafn- framt aðili að henni. Weinberger lagði áherzlu á, að áætlunin væri varnaráætlun en ekki árásaráætlun. Hann sagði ennfremur, að tvö eða þrjú önnur ríki myndu sennilega gerast aðil- ar að áætluninni. Hann greindi hins vegar ekki frá, hvaða ríki þetta væru. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýzkalands hefur sagt, að stjórn sín taki ákvörðun um aðild fyrir jólin. í dag sagði Friedhelm Ost, talsmaður stjórnarinnar í Bonn, að með ákvörðun Breta væri rutt úr vegi einni helztu hindruninni fyrir aðild Vestur-Þzkalands, en vestur-þýzka stjórnin hefði haft af því talsverðar áhyggjur, að Vestur-Þýzkaland yrði eina ríkið í Evrópu, sem gerðist aðili að áætluninni. Ýms aðildarríki NATO eins og Frakkland, Noregur og Danmörk hafa hins vegar hafnað aðild að geimvarnaáætlunni. Neil Kinnock, leiðtogi brezka verkamannaflokksins, gagnrýndi í dag aðildina að geimvarnaáætl- uninni og sagði: „I samskiptunum við Reagan forseta líkist frú Thatcher æ minna forsætisráð- herra Bretlands en stöðugt meira ríkisstjóra 51. ríkis Bandaríkj- anna.“ Sovézka fréttastofan TASS lýsti í dag ákvörðun Breta sem „hættulegu skrefi", sem væri í andstöðu við það markmið leið- togafundarins í Genf í nóvember að draga úr vígbúnaði og koma á bættum samskiptum milli aust- ursogvesturs. Michael Heseltine, varnarmálaráðherra Bretlands og Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skiptast á eintökum af samningnum um aðild Bretlands að geimvarnaáætluninni í London í gær. Fabius hugðist segja af sér París, 6. desember. AP. FRANSKA blaðið Le Monde hélt þvi fram í dag, að Laurent Fabius, for- sætisráðherra Frakklands, hefði bor- ið fram afsagnarbeiðni sína i tengsl- um við heimsókn Wojciech Jaruz- elskis, forseta Póllands, til Frakk- lands. Hefði Fabiusi mislíkað það mjög, að Francois Mitterrand forseti átti 80 mínútna fund með Jaruzelski. Mitterrand á hins vegar að hafa neit- að að taka afsagnarbeiðnina til greina. í spurningatíma á franska þjóð- þinginu i gær sagði Fabius, að það hefði valdið sér miklum áhyggjum, að forsetinn hefði tekið þá ákvörð- un að ræða við Jaruzelski, en sam- skipti Frakka og Pólverja hafa verið mjög stirð síðan herlögum var lýst yfir i Póllandi í desember 1981. Le Monde hélt því fram, að Fab- ius hafi borið afsagnarbeiðni sína fram i símtali við forsetann, en forsetinn hefði neitað að taka hana til greina. Ýmsir áhrifamiklir stjórnmálamenn — jafnt úr hópi stjórnarandstöðunnar sem stjórn- arsinna — hafi lýst þeirri skoðun sinni, að það væri skylda Fabiusar sem forsætisráðherra að styðja forsetann eða segja af sér ella. AP/Simamynd Breytingar á Checkpoint Charlie í Vestur-Berlín Austur-þýskir verkamenn leggja síðustu hönd á breytingar á landamærastöðinni Checkpoint Charlie, scm er umferðaræð milli Austur- og Vestur-Berlínar. f bakgrunni má sjá hvar austur-þýzkir landamæraverðir ganga vopnaðir meðfram Berlínarmúrnum. Unnið hefur verið við að stækka landamærastöðina frá því í ágúst 1984. Sovétríkin: Olfumálaráðherrann rekinn úr embætti Moskvu, 6. desember. AP. SOVÉSKl olíumálaráðherrann, Talgat Khuramshin, hefur verið sviptur embætti fyrir að misnota stöðu sína og rekinn úr Kommúnistaflokkn- um, að því er flokksmálgagnið Pravda greindi frá í dag, föstudag. í frétt blaðsins sagði, að Khur- amshin, sem hefur verið formað- ur olíunefndar ríkisins frá árinu 1981, hefði verið leystur frá störfum „vegna misbeitingar stöðu sinnar í eiginhagsmuna- skyni". Að auki ákvað eftirlits- nefnd Kommúnistaflokksins, að hann skyldi flokksrækur ger. Ekki var greint frá því, í hverju misbeiting Khurams- hinsw hefði verið fólgin, og ekki heldur, hver tæki við embætti hans. Frá því að Mikhail S. Gorbac- hev varð flokksleiðtogi í mars- mánuði síðastliðnum, hafa 17 ráðherrar hætt störfum, en þetta er í fyrsta sinn, sem brotthvarf ráðherra tengist opinberlega misbeitingu embættisvalds. Olíuiðnaðurinn hefur orðið sérstaklega hart úti vegna að- gerða nýju forystunnar. í októ- bermánuði var Viktor S. Fed- orov, ráðherra olíuefnagerðar og olíuhreinsunar, leystur frá störf- um, og í febrúar 1984 var ráð- herra olíumála ríkisins látinn víkja vegna samdráttar í fram- leiðslunni. Yelena Bonn- er heim- sækir páfa PáfagarAi, 6. deaember. AP. JÓHANNES Páll páfi II tók í dag á móti Yelenu Bonner, eig- inkonu sovézka andófsmannsins Andrei Sakaharovs. Fór móttak- an fram í Páfagarði að ósk Yel- enu, sem hafði óskað að fá að ræða við páfa, áður en hún héldi til Bandaríkjanna. Fyrt í dag hafði Yelena feng- ið vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna ásamt bréfi frá George Shultz utanrikisráð- herra, þar sem hún var boðin „hjartanlega velkomin".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.