Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 63 Óheilindi og svik formanns Vélstjórafélags Suðurnesja — eftir Pál Vilhjálmsson Eitt af því sem við teljum þjóð- félag okkar eiga umfram ýmis önnur er rétturinn til að stofna stéttarfélög sem lúta eigin stjórn. Þar sem sumir virðast ekki skilja hvers virði frjáls verkalýðsfélög eru þá skal það reifað í örfáum orðum. Á árdögum þess samfélags sem við búum við, þegar atvinnulífið tók stakkaskiptum, úr heimilis- iðnaði í stórrekstur, þá var það ein meginkrafa vinnandi manna að fá að stofna stéttarfélög. Þetta mál var sett á oddinn vegna þess að mönnum varð ljóst að aðeins þeir sjálfir þekktu hagsmuni sína, að aðeins þeir sjálfir gátu varið þessa hagsmuni. Rétturinn til að stofna verkalýðsfélög kostaði baráttu, mikinn svita, mörg tár og oft blóð. Á endanum hafðist það, — hjá flestum. Enn eru til samfélög í okkar heimshluta þar sem frjáls verkalýðsfélög eiga sér ekki tilverurétt. Þar er það atvinnurek- andinn sem hefur hagsmuni vinn- andi manna í hendi sér. Afkoma og velferð verkamanna og raunar alls almennings er líka í samræmi við það. Hér á landi hefur réttur- inn til að stofna og starfrækja verkalýðsfélög verið löghelgaður og talinn til mannréttinda. Að sama skapi er ábyrgð verkalýðsfé- laga mikil og alvarlegt mál þegar þau standa ekki undir þeirri ábyrgð. Undanfari og upphaf Hér á eftir verður rakið mál sem mun leiða í ljós alvarleg af- glöp formanns stéttarfélags vél- stjóra á Suðurnesjum. Sá sem þetta skrifar kýs að nefna þessi afglöp óheilindi, óheiðarleika og svik. Kann að vera að einhverjum þyki djúpt í árinni tekið en af- styrmin skulu ljótum nöfnum heita. Um það hvort málið sé eins- dæmi eða eigi sér hliðstæður skal ekki fullyrt. Hvort heldur sem er liggja ríkar ástæður fyrir því að það skuli gert opinbert. Nánar um það í niðurlagi. í upphafi er rétt að kynna aðal- persónur málsins: Ásgeir Torfa- son annar vélstjóri á mb. Stafs- nesi KE 130, Oddur Sæmundsson skipstjóri á Stafsnesi, Jón Kr. Olsen formaður Vélstjórafélags Suðurnesja og tveir ónefndir skipverjar á Stafsnesi. Átburðarásin hefst föstudaginn 20. janúar sl. Að kvöldi þess dags hringir Oddur Sæmundsson í ann- an vélstjóra sinn, Ásgeir Torfa- son, og segir honum upp starfi. Ásgeir spyr hvað valdi. Oddur seg- ir að tveir skipverjar á Stafsnesi hóti að ganga frá borði nema Ás- geir fari úr skipsrúmi. Þá segir Asgeir við Odd að hann geti ekki rekið sig rétt si svona. Oddur svar- ar því til að hann segi honum upp með viku fyrirvara. Slíta þeir svo samtali. Ásgeir, sem bjóst við að fara í róður daginn eftir, er agn- dofa. Á dauða sínum átti hann von en ekki þessu. Hann vissi ekki annað en að hann hefði staðið sig í stykkinu og jafnvel gott betur. Hér ber að geta þess að Ásgeir var að byrja þriðju vertíðina með Oddi og hinum tveim ónefndu skipverj- um. Ekkert benti til þess að þar yrði breyting á. Hann var nýbúinn að festa kaup á húsnæði og gerði ráð fyrir þeim tekjum sem skips- rúm á Stafsnesi gefur. (Stafsnes hefur verið með aflahæstu neta- bátum í Keflavík undanfarin ár. Var hæstur nýliðna vertíð.) Það versta var þó að honum fannst hann hafa fengið rýtinginn 1 bak- ið. Án fyrirvara eða formála var Páll Vilhjálmsson „í upphafi þessarar greinar var tæpt á því mikilvæga hlutverki sem verkalýðsfélög hafa að gegna. Það mál sem hér hefur verið rakið sýnir þetta mikilvægi í hnotskurn og þá um leið hversu alvarlegar afleið- ingar það getur haft ef verkalýðsfélag bregst hlutverki sínu.“ honum sagt upp, — rekinn. Niður- lægingin svíður. Loks tók Ásgeir það ráð að hafa samband við formann stéttarfé- lags síns, Jón Kr. Olsen. Ásgeir rekur málsatvik. Jón segist ætla að tala við Odd. í bréfi sem Jón ritaði seinna (dags. 7/2 ’84) kemur fram að Oddur hefur efnislega endurtekið það sem hann sagði við Ásgeir fyrr um kvöldið. Segir síð- an í bréfinu: „Ég (þ.e. Jón Kr. Olsen) benti þá Oddi á að Ásgeir aetti kröfu á þriggja mánaða upp- sagnarfresti nema réttindamaður krefðist stöðu hans, sem var ekki.“ Eftir að hafa talað við Odd hringdi Jón í Ásgeir og lagði að honum að fara í róður daginn eft- ir, þ.e. laugardaginn. Ásgeir sagð- ist ætla að gera það. En hann fór ekki. Eftir að hafa legið andvaka um nóttina og hugsað málið út í æsar taldi hann sér ekki fært að fara í róður á Stafsnesi. Honum fannst það sem á undan var geng- ið útiloka að hann færi um borð og léti sem ekkert væri. Lái honum hver sem vill. Óheilindi Mánudaginn 23. janúar boðaði Jón Kr. Olsen málsaðila til fundar á skrifstofu sinni. Skipverjarnir tveir voru spurðir hverju það sætti að þeir krefðust þess að Ás- geir færi frá borði og hótuðu upp- sögn ella. Hér verður að koma fram að Jón lét Ásgeir um að spyrja þessarar spurningar. 1 stað þess að taka röggsamlega afstöðu með skjólstæðingi sínum eins og honum ber skylda til þá var hann frá öndverðu tvöfaldur í roðinu. En takið nú eftir og haldið ykkur fast. Hverju skyldu skipverjarnir tveir hafa svarað til um ástæður fyrir kröfu sinni? Jú, annar sagði að Ásgeir hefði ekki staðið vakt í siglingu fyrir rúrau hálfu ári, þ.e. um vorið 1983. Hinn, kokkurinn, sagði að hann hefði heyrt að Ásgeir kvart- aði undan matseld sinni. Þetta voru ástæðurnar fyrir því að þeir bol- uðu skipsfélaga sínum frá borði! Þeir höfðu verið með Ásgeiri á sjó á þriðju vertíð og þetta höfðu þeir upp á hann að klaga. Hvor á sína vísu eiga þessir menn bágt. Þvi verða nöfn þeirra ekki nefnd, — a.m.k. ekki í fyrstu atrennu. En hvernig skyldi Jón Kr. Olsen, formaður Vélstjórafélags Suðurnesja, hafa skilið furðuleg- heitin? Hér hefði maður vandur að virðingu sinni og heill í afstöðu kveðið upp úr um að krafa skip- verjanna tveggja væri byggð á al- gjörlega ófullnægjandi forsend- um, svo vægt sé tekið til orða. Heiðarlegur maður hefði saumað að Oddi, skipstjóranum sem hafði verið hafður að fífli, og gert hon- um ljóst, hafi Oddur ekki haft gáf- ur til þess sjálfur, hversu alvar- legt brot hans var. En Jón er hvorki vandur að virðingu sinni, heill í afstöðu, né heiðarlegur gagnvart skjólstæðingi sínum. Eins og þurs biður hann menn að sættast og ætlast til að Ásgeir slái striki yfir misgjörðirr við sig og gleymi því óréttlæti sem hann var beittur. Jón Kr. Olsen þykist svo hissa þegar Ásgeir hafnar þessum sáttum. Menn skulu hafa í huga að tvennt er það sem ekki verður aft- ur tekið, töluð orð og tapaður mey- dómur. Glæpurinn hafði verið framinn. Ásgeir hafði verið rekinn úr starfi að ófyrirsynju. I því felst ekki aðeins að brauðið var frá honum tekið heldur og gróf móðg- un og niðurlæging. Einungis mað- ur sem á ekki til snefil af stolti og þekkir sjálfsvirðingu aðeins af af- spurn gæti látið sér detta í hug að nokkur sem sætt hefur þeirri með- ferð sem Ásgeir fékk að kenna á hafi geð í sér að taka við fyrra starfi þótt það byðist. Svik Það þarf varla að taka fram að fundurinn leystist upp án þess að niðurstaða fengist. Jón hafði sagt Ásgeiri að ef ekki yrði ráðinn vél- stjóri með réttindi í stað hans þá skyldi Jón sjá um að rukka inn laun fyrir hann. (Eins og áður kom fram á Ásgeir rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti.) Þegar Ásgeir hermir þetta upp á Jón fær hann stutt og laggott svar: Nei. Hann vill þvo hendur sínar af þessu máli. Eftir orðahnippingar við Ásgeir rýkur formaður Vél- stjórafélagsins í bræði í símann og nær í iögfræðing og biður hann að taka málið að sér. Siðan ritar hann bréf til lögfræðingsins þar sem hann lýsir málinu eins og hann segir það hafa komið sér fyrir sjónir. I bréfinu hallar mjög réttu máli. Annar maður, ólíkt merkari en Jón Kr. Olsen, afneit- aði hlutverki sínu í þrígang en sá að sér og leitaði fyrirgefningar. Jón forherðist. I stað þess að segja umbúðalaust frá þeim léttvægu og heimskulegu ástæðum sem lágu að baki aðförinni að Ásgeiri þá klæð- ir hann þær í snotran og snyrti- legan búning. Hann segir að hinir ónefndu skipverjar „töldu sig ekki lengur geta unnið með Ásgeiri, þeir ættu ekki skap saman, töluð- ust ekki við og aðra umgengniserf- iðleika væri um að ræða“. Yfir þessu og þvílíku er að- eins hægt að fórna höndum og spyrja: Hvers vegna? Málið hefur nú legið í salti hjá lögfræðingi í rúmt hálft ár. Ástæða er til að skýra frá þeim þætti en það verður að bíða um sinn. Niðurlag í upphafi þessarar greinar var w tæpt á því mikilvæga hlutverki sem verkalýðsfélög hafa að gegna. Það mál sem hér hefur verið rakið sýnir þetta mikilvægi í hnotskurn »u. og þá um ieið hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef verkalýðsfélag bregst hlutverki sínu. Hér er um að ræða einstakl- ing sem brotið hefur verið á og þegar hann leitar réttar síns þá mætir hann óvild, óheiðarleika og jafnvel svikum hjá þeim sem síst skyldi, formanni eigin stéttarfé- lags. Séð í samhengi er athæfi Jóns Kr. Olsens skemmdarverk gegn hornsteinum þess samfélags sem við búum í. Með orðum sínum og gerðum grefur hann undan virðingu manna fyrir lögum og rétti. Menn fara að efast um hvort það skipti nokkru máli að hafa lögin og réttinn sín megin. Hvort þeim sé ekki betur borgið sem temja sér ósvífni, samviskuleysi og níðingshátt i samskiptum við náungann og samfélagið allt. Þeg- ar svo er komið er skammt í upp- lausn þar sem villimennskan má sín mest. Keflavík 8. júlí 1984 Pill Yilhjilmsson er sagnírædi- nemi rið Hiskóla fslands, húsettur í Kedavík. — Eyðslugrannur — Stór smábíll með mikla aksturseiginleika Framhjóladrif Verð frá 260.000.- Hagstæöir greiösluskilmálar ! | j | j j | HÖFÐABAKKA 9 IE4 R6YKJAVÍK 5ÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.