Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 • Rögnvaldur Gíslason HSS hljóp léttilega með sandpokann þó í honum væru 14 kíló. Morgunbiaðiö/Bjarni HSK vann blakið LID HSK sigraði í blakkeppni landsmótsins. Liðið sigraði UMFK í úrslitaleik 3:2 eftir æsi- spennandi og stórskemmtilega viðureign sem stóð í rúmar tvær klukkustundir. Það er 2. deildarliö Samhygöar sem leikur fyrir HSK en fyrir UMSK leikur 1. deildarliö HK. Ekki mátti á milli sjá hvort liðiö var betra í úr- slitaviöureigninni — eins og áöur sagöi var leikurinn mjög skemmti- legur og lögöu leikmenn beggja liða sig alla fram til aö knýja fram sigur. Því náöu 2. deildarleikmenn- irnir í úrslitahrinu. Áhorfendur voru vel meö á nót- unum í úrslitaleiknum og hvöttu sína menn óspart. íþróttahúsiö í Keflavík var troðfullt af fólki meö- an leikurinn fór fram og var þaö mál manna sem fylgst hafa meö blakiþróttinni hér á landi undanfar- in ár aö sjaldan eöa aldrei hafi ver- iö svo góö stemmning á blakleik innanlands. Liö UMSK var í A-riöli blak- keppninnar — lék þar við UÍA og UMFK og vann báöar viöureignirn- ar 3:0. HSK var í riðli meö USVS, UNÞ og UMSE og vann alla leiki sína einnig 3:0. Liöin sem léku til úrslita voru því meö áberandi bestu liöin á mótinu og voru vel aö efstu sætunum komin. Þess má geta aö liö UNÞ, Ung- mennasambands Noröur-Þingey- inga, var með skemmtilegt liö á mótinu — liöiö vann einn leik, sigr- aöi USVS 3:2 og tapaöi naumlega fyrir UMSE, 2:3. Liö UNÞ hefur aldrei tekiö þátt í islandsmóti í blaki. • Leikmenn HSK glaðir og reifir eftir sigur í blakkeppni landsmótsins. Eyþór vann glímukeppnina Skemmtileg keppni í starfshlaupinu Starfshlaup er íþróttagrein sem keppt hefur verið í á lands- mótum UMFÍ í mörg ár og svo var einnig núna. Keppninn var æsi- spennandi og skemmtilegt aö fylgjast með því þetta er allt svo- lítiö óvenjulegt og keppendur þurftu að leysa ýmsar þrautir á leiðinni sem margar hverjar vöfö- ust fyrir mönnum. Hlaupiö er i þvi fólgiö aö kepp- endur þurfa aö hlaupa 1100 metra og á leiöinni eru fimm stöövar þar sem þeir þurfa aö leysa ákveönar þrautir. Keppendur voru 36 aö þessu sinni og fjölmarglr áhorf- endur sem meö hlaupinu fylgdust skemmtu sér hiö besta. Á fyrstu stööinni þurftu kepp- endur aö klifra yfir hliö sem varö á vegi þeirra og var þaö um þaö bll 2,5 metrar á hæð og meö vírneti í, flestir komust klakklaust yfir þessa hindrun og brunuöu aö næstu stöö. Þegar aö annarri stööinni kom áttu menn aö reyna aö geta upp á því hversu margir metrar væru frá jörö og upp í efri brún á glugga sem var á efstu haBö Gagnfræöa- skóla Keflavíkur og auk þess Durftu menn aö segja til um hversu margir rúmmetrar ákveöinn kassi var sem þeir sáu úr fjarlægð. Fróö- legt heföi veriö aö sjá hversu mis- munandi tölurnar voru sem kepp- endur skrifuöu niöur. Þriöja stööin var staösett þar sem hlaupiö var um þaö bil háifn- aö. Þar bar mönnum aö segja starfsmönnum til um hversu marg- ir fermetrar ákveöinn flötur var og máttu menn stika skikann ef þeim sýndist svo, en fæstir gáfu sér þó tíma til þess enda skipti tíminn miklu máli. Á fjóröu stööinni fengu kepp- endur sandpoka sem þeim var gert aö hlaupa meö næstu 100 metrana og segja síöan hvaö pok- inn væri þungur. Sumir hlupu meö pokann undir hendinni, aörir höföu hann í fanginu og enn aörir á bak- inu. Flestir hafa trúlega veriö mjög nærri réttri tölu en nú má upplýsa þaö aö pokinn mun hafa veriö 14 kíló aö þyngd. Síöasta stööin reyndist mörgum erfiö. Þegar keppendur nálguöust markiö fengu þeir í hendur fimm mislangar fjalir, hamar og nagla. Úr þessu áttu þeir aö byggja kassa sem átti aö vera opinn á eina hliö- ina. Þessi stöö reyndist mörgum geysilega erfiö og skemmtu áhorf- endur sér hiö besta aö fylgjast meö óförum sumra við að klambra saman kassanum. Allir kláruöu þó kassann fyrir rest þó svo þeir væru misjafnlega vel unnir. Sigurvegari í hlaupinu varö Lár- us B. Þórhallsson, UMFK, annar Jónas Helgason, UMFD, og Ás- valdur Jónatansson, HSÞ, varö í þriöja sæti. EYÞÓR Pétursson, HSÞ, sigraði í eldri flokknum í glímu — hlaut Morgunblaöiö/Friöþjófur Að venju var keppt í þjóðaríþrótt Íslendínga, glímu, á landsmóti UMFÍ. A þessari mynd eigast tveir glímukappanna við sem þátt tóku í keppninni. fimm vinninga. Hann vann fjórar glímur en gerði tvö jafnglími. Gegn Pétri og Kristjáni Yngva- sonum, HSÞ. Keppendur í eldri flokknum voru ellefu talsins og var keppni skemmtileg og spennandi. Pétur Yngvarsson, HSÞ, varö annar í eldri flokknum meö 4'A vinning, Haildór Konráösson Víkverja þriöji með 4 vinninga og fjóröi var Krist- ján Yngvason HSÞ meö 3Vi vinn- ing. Til keppni í yngri flokknum voru skráöir tíu keppendur en til leiks mættu ekki nema sex. Arngrímur Jónasson, HSÞ, sigraöi meö 5 vinninga. Trausti Sverrisson, HSÞ, og Kjartan Ásmundsson, HSK, uröu jafnir í ööru til þriöja sæti en Trausti tryggöi sér silfuverölaun meö því aö sigra Kjartan i auka- glímu. Geir Guömundsson, HSK, varö fjóröi meö 2 vinninga, Arnar Tryggvason varö fimmti meö VA vinning og Davíö Jónsson, HSÞ, varö í 6. sæti meö V4 vinnlng. UÍA-stúlkur bestar LIÐ UÍA SIGRADI ( handboltakeppni kvenna á landsmótinu. Austanstúlkurnar eigruðu liö UMFK 11:9 í úrslitaleiknum. UÍA-stúlkurnar höföu talsveröa yfirburöi í sín- um riðli, unnu alla sína leiki og var markatala þeirra í riölakeppninni 59:11. HSÞ kom næst, markatala liösins var 59:16, en tapaöi fyrir UÍA og fékk því einungis fjögur stig. UMFK var meö yfirburöi í hinum riölinum, vann alla sína leiki og var meö markatöluna 53:23. UMSK varö í ööru sæti. Úrsiitaleikurinn var jafn og spennandi en stúlk- urnar úr UÍA stóöu uppi sem sanngjarnir sigur- vegarar í lokin. Myndin er tekin í úrslitaleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.