Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 41 Strönd mannlegra dranga Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ivar Orgland sem tvímælalaust er afkastamesti þýðandi íslenskra ljóða hefur einnig getið sér gott orð sem skáld. Fyrsta ljóðabók hans Lilje og sverd kom út 1950. Síðan hefur hann sent frá sér margar ljóðabækur og er ástæða til að minna á Natstill fjord frá árinu 1973, en fyrir hana fékk hann kunn bókmenntaverðlaun i Noregi. Nýjasta ljóðabók Ivars Orgland nefnist Hovs hallar, útg. Dreyer 1982. Þetta er ljóðaflokkur í þrem- ur hlutum ortur á árunum 1962—69 þegar Ivar Orgland var sendikennari í norsku við háskól- ann í Lundi. Á þessu tímabili kynntist hann Hovs hallar, kletta- dröngum á norðvestur Skáni. Þessi strönd með dröngunum sérkennilegu birtist á sínum tíma hjá Ingmar Bergman í kvikmynd Susan Sonntag og Czeslaw Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson A Susan Sonntag Reader. Intro- duction by Elizabeth Hardwick. Penguin Books 1983. Czeslaw Milosz: The Seizure of Power Translated by Celina Wien- iewska. Faber and Faber 1982. Milosz eða frásögn Milosz. En í bókarlok er þó von, í eftirmálanum er Gil prófessor að þýða Þúkidites, ein- angraður og afskiptur, en hann hlýtur vissan stuðning frá alþýð- unni, fólkinu sem enn veit hvað er „rétt og rangt“. Og þessi von glæddist í ágúst 1980 — um tíma. Þetta er hrikaleg saga, en þó ekki eins hrikaleg og raunveruleikinn var. ívar Orgland hans Sjöunda innsiglinu. Drang- arnir minntu Orgland á svipað landslag frá íslandi og Færeyjum og þeir vöktu hjá honum þörf til að tjá sig í ljóði, freista þess að lýsa manni og náttúru, tengslum sem eru í senn ný og ævarandi. Ivar Orgland kallar Hovs hallar ljóðaflokk um hafið og strendurn- ar, manninn og ástina. 1 dálitlum inngangi lýsir hann því hve drang- arnir höfðu mikil áhrif á hann; hann ímyndar sér að þeir hafi ver- ið þarna aila tíð, ströndin hafi ekkert breyst. Aldirnar hafi runn- ið saman í eitt: bronsöld orðið nú- tíð og nútíð bronsöld. Raddir náttúrunnar tala í Hovs hallar. Þar er að vonum sjávar- hljóðið sterkast. En ljóðaflokkur- inn fjallar ekki síst um samband karls og konu. Það er í senn sökn- uður og gleði í þessum ljóðum um ástina: Havet syng i meg. Eg er sá glad du finst. Sá lenge havet susar i meg skal eg göyma dei ordi, göyma dei til minne om dég- som gav deg all og kravde minst av alle. (Konkylie.) Yfirleitt eru ljóðin í Hovs hallar órímuð og meitluð, önnur eru rím- uð og kliðmjúk. Yfir bókinni er klassískur blær, jafnvægur þrátt fyrir tilfinningaátök. Enda þótt einfaldleiki í formi sé áberandi, er bókin á margan hátt flóknari en aðrar bækur skáldsins, það er eins og meira búi undir en áður. Vissu- lega ræður miklu þar um vitundin um fallvaltleik, það myrkur sem færist að lokum yfir alla menn. Þar eru víða eftirminnileg ljóð í Hovs hallar. Ég nefni sem dæmi Konkylie, Steinar som ventar, Voggesong ved havet, Mörkt skip, För mörkret kjem, Hovs hallar og Steinkatedralen, en í síðastnefnda ljóðinu er kraftur og ástríðuhiti. Nefna mætti dæmi um ljóð sem koma ekki á óvart, eru ekki bein- línis frumleg, en í heild sinni er bókin merkur áfangi í skáldskap Ivars Orgland. Það sem hefur gerst í þessari bók er að hin ljóð- rænu náttúrukvæði fyrri bóka hafa vikið fyrir persónulegri og ágengari yrkisefnum. I Mörkt skip er saman dreginn kjarni þessara ljóða Ivars Orgland, og það er einnig gott dæmi um vinnubrögð hans: Landet vil lyfta seg opp or havet. Men du er ikkje med. Hjarta mitt skal sakna landsyn nár det djervast bed. Heim till strandi skulle havet bode djervt sitt spel. Slökk ut ljosi. Mörkt skal skipet sigla med mi sjel. Heim i ljos det skulle fört mi dyre von i hamn. Næk, mitt skip, mot nye stormars blinde slag din stamn! ★ Susan Sonntag er meðal fremstu gagnrýnenda í Bandaríkj- unum og auk þess skáldsagna- smásagnahöfundur. Hún hefur einnig unnið að kvikmyndagerð. Ritgerðir hennar um bókmenntir, listir og kvikmyndir eru alkunnar. Elizabeth Hardwick skrifar formála að þessu safni ritgerða og hluta úr skáldsögum hennar. Með- al efnisins eru kaflar úr skáldsög- um hennar „The Benefactor" og „Death Kit“, einnig úr greinasöfn- um hennar. Meðal kunnra greina sem hér eru birtar eru: Simone Weil, sem er skrifuð frá sjónar- horni, sem er vægast sagt of tak- markað til þess að Weil séu gerð nokkur viðhlítandi skil, en frá sjónarmiði Sonntag og lífsviðhorfi er það henni ógerlegt. Aftur á móti nýtur skilningur hennar sín fyllilega í „The Aesthetics of Silence", tungan og þögnin, með- vitundin og málið. „On Photo- graphy" er snilldarlega skrifuð ritgerð. „Under the Sign of Sat- urn“, grein um Walter Benjamin, hinn kunna gagnrýnanda, sem sumir álíta þann snjallasta i þýska heiminum það sem af er þessari öld. Þetta safnrit er gott sýnishorn greina og sagna Sonntags. Milosz hlaut Nóbelsverðlaunin 1980, hann er meðal kunnustu pólskra rithöfunda, fæddur 1911 og hlaut menntun sína f Vilna og París. Hann dvaldi í Varsjá á stríðsárunum og tók þátt í and- spyrnuhreyfingunni. Hann starf- aði i utanríkisþjónustunni eftir valdatöku kommúnista, en eftir fimm ára starf sleit hann öll tengsl við pólsku stjórnina og sett- ist að í Frakklandi. 1961 varð hann prófessor i slavneskum mál- um og bókmenntum í Berkeley i Kaliforníu. Hann er einnig kunnur sem ljóðskáld og einnig fyrir „The Captive Mind“ 1953, sem er meðal merkustu bóka um vissa hrað- frystingu hugarfarsins. Milosz skynjaði manna best þá staðreynd að alræðisvald krefst afneitunar arfhelgra gilda og inn- an sliks stjórnarfars verða þeir einir gildir, sem afneita ekki að- eins arfhelgum gildum heldur hljóta þeir að móta með sér rök- helda réttlætingu fyrir uppgjöf sinni. Samkvæmt skoðunum Mil- osz voru vestræn samfélög óvarin og engan veginn undirbúin til þess að veita alræðisvaldinu öflugt við- nám 1944. t þessari skáldsögu get- ur engin persónanna andmælt „hinni sögulegu nauðsyn" með andstæðri hugmyndafræði. Þvi er valið: dauði, einangrun, flótti eða samvinna við kerfið. Þetta er hlutskipti persónanna i skáldsögu FLUORIDE: AIK sérfræðinganna liggur fyrir. tecáy fW improvi rSterkar/ tínar’ hjá mérp(/ða . sterkar/ tennur Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. í henni er þó 40% meira af flúorupplausn. Sérfræðingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). Þeir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982). . ,.v «v • ■ v - uorbeprotectwn MOREFLt XPSIG 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.