Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1984 39 Fór til Cannes að gerast í París. Eins og allir kvikmyndaunnendur vita komst Atómstöðin á kvikmyndahátíðina í Cannes. En þangað komust auð- vitað ekki allir, þannig að Cinémathéque Francais gekkst fyrir tveimur sýningum á At- ómstöðinni í París. Sú fyrri var í menningarmiðstöðinni Centre G. Pompidou og sú síðari sem undir- rituð sá var í Salle du Palais de Chaillot í París. Nokkrir Islendingar voru á sýningunni, þar á meðal sendi- herra íslands í París. En þar er ekki sögð öll sú kvikmyndasaga, því Útlaginn hans Agústs var sýndur í franska sjónvarpinu á Tf. 3., í kvikmynda- þætti sem nefnist Cinema sans Visa. Umræðuþáttur var á eftir um kvikmyndina og sátu Ágúst og Laufey Helgadóttir fyrir svörum. Menn voru mjög ánægðir með myndina, þar á meðal var talað um að búningar í kvikmyndinni væru fullkomnir og gætu varla verið betri. Söguþráður þótti at- hyglisverður og leikur góður. Það kom meðal annars fram að í myndinni hefðu konur haft sterk itök, ætli íslenskar konur hafi verið meiri rauðsokkur og sterkari á þessum tíma en í dag? Karl Óskarsson kvikmyndatöku- maður Atómstöðvarinnar, Okkar á milli, og A hjara veraldar er staddur í París, en hann er á tveggja mánaða ferðalagi eftir tveggja ára stanziausa vinnu. Auðvitað kom hann við í Cannes á kvikmyndahátíðina, en þar sem hann birtist i lok hátiðarinnar voru flestir frægir farnir nema sólin, Jane Birkin og félagar hennar úr nýjustu kvikmyndinni, sem hún leikur í, „Les Pirates". Eg hitti Kalla eins og ég hef allt- af kallað hann í París (ég sleppi því alveg að uppnefna hann eins og ég gerði alltaf þegar við vorum krakk- ar) og fyrsta spurningin var auð- vitað: Varstu ánægður með útkom- una á Atómstöðinni í Cannes? „Já, það að hún komst á kvik- myndahátíðina sjálfa er skemmti- legur heiður fyrir okkur sem að henni stóðum. Viðtökurnar sem hún fékk á fyrstu sýningu í festivalhöllinni í Cannes lofuðu strax góðu, enda kom á daginn að skrifstofa kvik- myndaféiagsins Óðins í Cannes fékk allann tímann meðan á hátíð- inni stóð mikið af tilboðum og fyrirspurnum um myndina, sem tíminn einn á eftir að leiða i Ijós hvað úr verður. Þarna í Cannes virtust strax all- ir vita af Atómstöðinni frá íslandi. Alheimskvikmyndagerðin virðist fylgjast vel með kröfum og skrifum sem koma inná slíkar hátíðir sem i Cannes. I ár var talað um Nýja Sjáland, Ástralíu, Danmörku og Island í sömu andrá. Nýsjálendingar eru staddir á sömu krossgötum og við hvað varðar nánustu framtíð okkar eigin kvikmyndaiðnaðar. Þeir voru þarna með mjög góðar myndir." Hvað tekur svo næst við hjá þér? „Með haustinu koma nýir hlutir, eftir þetta rólega ferðasumar í Evrópu. Ég reikna með að fara með Jakobi Magnússyni og félögum i gerð á breiðtjaldskvikmynd, sem Jakob leikstýrir sjálfur. Annars er erfitt að tvinna saman langanir og lifibrauð en einhvern timann i framtíðinni sé ég fyrir mér dvöl á erlendri grund til að læra meira um það sem ég hef ver- ið að gera og hef áhuga á... en þangað til er góður og nógur tími, núna eru það ég og bakpokinn sem eigum ekki eftir að skilja næstu 2 mánuði." Sambandið og Iceland Seafood Ltd. Iceland Waters Cd Mants Corporítjon Sölusamband hraðfrystihúsanna. GmbO Bókasafnið í Skálholti: „Búðdælingar“ og rödd úr Kópavogi eftir Pétur Þorsteinsson Þótt þvert sé um geð getur und- irritaður ekki lengur látið undir höfuð leggjast að svara í örstuttu máli grein dr. theol. Sigurbjörns Einarssonar, sem birtist i Morg- unblaðinu i lok janúar sl. En grein þessi verður að teljast alvarleg áminning frá okkar ágæta fyrr- verandi biskupi svo alvarleg, að í hug kemur refsivald kirkjuhöfð- ingja miðalda, sem áttu ráð á for- boði og banni gegn þeim sem ekki töldust þóknanlegir. Orsök þess að færð eru á blað þessi orð er naumast mikill mein- ingarmunur viðmælenda heldur sá óvænti háttur og smekkur, sem þessi rödd úr Kópavogi (sbr. orða- lag dr. theol. í tilvitnaðri grein í Morgunbl.) kynnir um viðhorf sitt til varðveislu á menningarverð- mætum og menningararfi I is- lenskum byggðum. Upphafi þessa máls skal lítil- lega getið. En það var þannig að dugandi læknir i Dalabyggð, áhugasamur um fleira en að lækna Iíkamleg mein í þessu sögu- héraði, greindi frá sinni skoðun um varðveislu bókasafns tengt nafni fyrrverandi sýslumanns Dalamanna. Skoðun mótaðri af kynnum við heimamenn. Hann taldi að viss áhugi væri fyrir því að bækur þær sem þar hafði verið safnað og þar hefðu varðveist um áratugi og aldir yrðu a.m.k. að ein- hverjum hluta færðar til' sinna upphaflegu heimkynna þegar sýnt væri um aðstöðu til hæfilegrar viðtöku og varðveislu. Segja má að þessi hugmynd læknisins muni njóta verðskuld- aðs áhuga þeirra, sem best þekkja málsástæður, þar með fjöldi manna utan Dalasýslu. Hins vegar var þessari hug- mynd meira en fálega tekið af höf- undi áðurnefndrar Morgunblaðs- greinar, sem felur í sér missagnir, rangtúlkun og jafnvel lítilsvirð- ingu til byggjenda og byggðar sem undirrituðum er annt um. Þar sem minnst er á „Búðardal" og „búðdælsk" sjónarmið eða raddir mun trúlega ætlað til lít- ilsvirðingar. Þótt slíkt höfði naumast til þeirra er þekkja sögu tveggja staða í Dalasýslu, sem Búðardalsnafn ber og hafa borið frá öndverðu með sæmd, þ.e. Búð- ardalur í Laxárdal og Búðardalur á Skarðsströnd. (M.a. setinn af höfuðskörungnum Magnúsi Ket- ilssyni.) Slíkar tilraunir til van- virðu á íbúum ákveðins byggðar- lags er lítt sæmandi þeirri rödd úr Kópavogi sem þorri íslendinga þekkir einkum að snilld í meðferð efnis og máls og það svo, að ýms- um kemur helst í hug til saman- burðar Jón biskup Vídalín. En jafnvel slíkt álit afsakar ekki óréttmætar fullyrðingar og virðingarleysi fyrir sjónarmiði manna sem leggja sig fram til að Pétur Þorsteinsson „ ... forn þjóðleg verð- mæti, þar á meðal bæk- ur prentaðar eða skrif- aðar, eiga í nútíð og um alla framtíð sitt rétta heimili þar sem þær hafa lengst verið varð- veittar ... “ halda við mannlífi í byggðum sem nú verjast í vök á þessu landi. Þess var getið í greinarstúf um sama efni i Morgunblaði 21. janú- ar sl. að farsælast mundi að sneiða hjá deilum um framtíð margnefnds bókasafns. Þetta álit skal hér áréttað, en jafnframt minnt á að forn þjóðleg verðmæti, þar á meðal bækur, prentaðar eða skrifaðar eiga i nútíð og um alla framtíð sitt rétta heimili, þar sem þær hafa lengst verið varðveittar, svo lengi sem land er þar byggt. Þá rætt er um kröfur „Búðdæl- inga“ f bókasafn Skálholtsstaðar eða mat þessara bóka til peninga- verðs er því til að svara, að allt slíkt spjall er neðan og utan við þá umræðu sem hér ber að hafa við að svo stöddu. Hvorki „Búðdælir" eða aðrir Dalamenn hafa mér vitanlega gert kröfur til, eða ásælst bókasafn Skálholtsstaðar, heldur aðeins getið um hugsanlegan siðferð- ilegan rétt til endurheimtu á hluta þeirra bóka sem fluttar voru brott úr heimabyggð vegna sérstakra aðstæðna. I sumum tilvikum munu bækur hafa verið látnar af hendi í þeirri trú að þær hyrfu ekki úr héraði og þeir sem afhentu munu naumast hafa gert sér i hugarlund að þær yrðu lokaðar inni i lítt aðgengilegum turni án raunverulegra nytja eða ánægju- auka fyrir þann fjölda fólks sem notið gæti þessara verðmæta, væri af meiri forsjá um búið. Með alúðarkveðju og virðingu. Pétur Þorsteinsson er sýslumaður Dalamanna. Skemmdarverk á styttum í Róm Kóm, 16. júlf. AP. UMRENNINGUR gekk ber- serksgang í Villa Borghese í dag og velti um koll eða olli skemmdum á 86 myndastyttum af frægum ítölum í garðinum. Myndastytturnar sem skemmdust voru aðallega frá öndverðri 19. öld og voru m.a. af Kristófer Kólumbusi, Lór- enso de Medici og Machiavelli. Lögreglan sagði fyrst að maðurinn virtist hafa notað kúbein við iðju sína, en sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni að hann hefði notað stóran hnull- ung. Engin skilríki fundust á manninum, en hann hélt því fram að hann væri fertugur Pólverji, fæddur í Lublin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.