Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Gebut&o- sta)SiJ> á, c'&rum feeti f" Ast er ... ... aðfallafyrir rómant- íkinni. TM Reg U S Pal Oft — all rights reserved «1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Þakkaðu þínum sæla fyrir að hætt er að rassskella óþæga krakka. Farðu með hjólið þitt og seldu það á fornsölunni! Þessir hringdu .. . Margar ástæður fyrir mismunandi vörurverði á laxi Pétur Pétursson í kjötbúrinu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar hér með til að svara spurningum Axels Clau- sen, sem birtust í pistli hans um hátt vöruverð á laxi, hér í Vel- vakanda laugardaginn 14. júlí, sl. Ég vil byrja á því að benda á, að laxinn sem Axel keypti hlýtur að hafa verið reyktur, af verðinu að dæma. Axel gerir verðmism- un á laxi að umtalsefni en ef á allar hliðar málsins er litið, þá er sá mismunur mjög skiljanleg- ur. Kaupmenn kaupa laxinn af óskyldum aðilum og er inn- kaupsverð á honum því mjög mismunandi. Taka verður mið af því hvort laxinn er eldislax eða göngulax, því sá síðarnefndi er dýrari. Ekki skiptir minna máli, hvort kaupmenn hafa tök á því að verka og reykja laxinn sjálfir eða hvort þeir þurfa að láta gera það fyrir sig. Ekki er heldur sama hvernig laxinn er verkað- ur. Sumir selja hann með beinum en aðrir kaupmenn beinhreinsa hann og pakka honum í loftþétt- ar umbúðir, sem gerir vöruna dýrari í sölu. Loks er það til í dæminu, án þess að ég fullyrði nokkuð um það, að þar sem laxinn var hvað ódýrastur, gæti hafa verið um gamlan lax að ræða, en hann er að sjálfsögðu mun ódýrari en nýr. Vona ég nú að ég hafi að ein- hverju leyti getað svarað spurn- ingum Axels Clausen. Bensíntankarnir í Hvalfirðinum Asta Þorsteinsdóltir hringdi, og sagði: Fyrir skömmu lá leið mín vestur á Snæfellsnes og vita- skuld ók ég fyrir Hvalfjörðinn. Þar er mikil náttúrufegurð og jarðmyndanir sáust eins og þeim er lýst í skólabókum, eða svo sýndist mér þar til augun stað- næmdust við stóru bensintank- ana sem standa t grasigrónum lautunum. Þar gat að líta ýmsis vörumerki þessa dýrmæta vökva og ekki voru það nein kotungs- nöfn. Einnig var vel gætt að ekki færi fram hjá neinum hver átti hvað, því stærri auglýsingaskilti og stafir fyrirfinnast ekki á ís- landi. Þau voru og eru líkiega enn í öllum regnbogans litum. Ég veit að þessir flennumerki- miðar hafa lengi „prýtt" tank- ana en nú fer ég á stúfana því að svo virðist sem ekki standi til að fjarlægja þá eða mála. Mig langar til að beina eftir- farandi fyrirspurnum til for- ráðamanna tankanna um þetta mál. 1. Af hverju eru tankarnir ekki hafðir nær höfuðborginni, þ.e.a.s. ef bensínið á að nota til almenningsnota? 2. Stendur til að fjarlægja þá? 3. Ef ekki hver er tilgangurinn með að mála þá svona glennu- lega, þeir eru eins og skratt- inn úr sauðarleggnum. Væri ekki ráð að láta þá falla betur inn í umhverfið? Ég mælist eindregið til að íbú- ar höfuðborgarinnar og aðrir sem þurfa að hafa þessa hörm- ung fyrir augunum taki höndum saman og kaupi málningu og gefi eigendum þessara tanka, til að fegra þá. Þeir gera það ekki af sjálfsdáðum, eins og reynslan hefur sýnt. Séra Hallgrímur var fluttur af landi brott Skagfirdingur hringdi og sagði að ekki væri rétt frá skýrt í grein í Morgunblaðinu 8. júlí þar sem segir að séra Hailgrímur Thorlacius í Glaumbæ hefði vik- ið sér undan að syngja yfir bein- um Sólveigar frá Miklabæ árið 1937. Sagði hann að séra Hall- grímur hafi þá verið farinn frá Glaumbæ, hefði flust til Noregs 1935. Skagfirðingurinn sagðist vera síðasta fermingarbarn séra Hallgríms (1935) og ekki síst þess vegna teldi hann sér skylt að koma á framfæri leiðréttingu. Sagði hann að séra Lárus Arn- þórsson hefði þjónað Glaumbæj- arprestakalli ásamt með sínu brauði þar til nýr prestur var kosinn þar. Bíðum enn eftir erlendri hljómsveit Strætisvagnarnir ómetanleg þjónusta Selfyssingur skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar til þess að beina til- mælum mínum til listahátíðar- nefndar í sambandi við þá hljómsveit sem koma átti á Lista- hátíð ’84, en er ekki komin enn. Ég las um daginn að til hefði staðið að einhver hljómsveit myndi koma seinna í sumar, því að allar þær hljómsveitir sem talað hafði verið við, voru bókaöar þann tíma sem Listahátíð stóð yfir. Stendur til að fá hingað ein- hverja hljómsveit seinna í sumar eða á að svíkja okkur unglingana um þennan lið Listahátíðar? Ég veit að hljómsveitin Duran- Duran er á hljómleikaferðalagi um Bandaríkin í sumar. Væri ekki möguleiki að fá þá til þess að spila hér á íslandi þegar því ferðalagi er lokið? Að lokum langar mig til að bera fram spurningu í sambandi við hljómleikahald. Það hefur komið fyrir að hljómlistarmenn eins og t.d. David Bowie hafi hætt við að hínssð íii lands. veírna hesa að það er ekki til neitt nógu stórt hljómleikahúsnæði fyrir þá. Væri ekki bara hægt að halda hljóm- leikana úti undir beru lofti? Nóg er plássið. Gestur skrifar: Það gerir ekkert til þó að ég minnist enn á strætisvagnana svo merk og góð er sú starfsemi. Það er oft rætt hér um ýmislegt, sem olrlrí pr prntt hví oj ví!! veita ölíum tækifæri til að tjá sig. Mig langar að geta þess, að mér finnst fólk ekki nota vagnana eins mikið og gott væri fyrir það. Það myndi spara mörgum mikið fé, ef þeir gerðu það og jafnframt efla fyrirtækið, en kannski er það úr tisku nú að tala um að spara. Mér hefur heyrst á mönnum að það væri og jafnvel undirokun. Ég Unl/J 1» 4 n X kí "»**• » * »*linrrn • «H» -•• .......... H.I I Hin...Ta. P** **'' t-j-*** --------------o“ þetta mál nánar. Hvað sem þessu líður, þá er það víst, að strætisvagnarnir eru ein- hver sú besta og nauðsynlegasta þjónusta sem borgarbúar fá notið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.