Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLj 1984 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir C. Spurningin er: Hverja varöar um arfleifð Evrópu og vestræna menningu á meðan nóg er að eta og drekka, og öllu er fórnað fyrir bílinn? Varla yrði stætt á að telja ýkj- ur, þó að hreyft væri að almenn- ur áhugi Vesturlandafólks á mannkynssögu, mannfræði og landafræði, sé af fremur skorn- um skammti. Áhugaleysið má að mestu rekja til tómlætis stjórn- vaida og hirðuleysis aðstand- enda verðar.di þjóðfélagsþegna. Á þeirra reikning ber að skuldfæra vígstöðu vinstrafólks í stjórnstöðvum uppeldis- og menntamála, og þess vegna flesta sigra, sem það hefir unnið á þrautreyndum siðum og venj- um við uppfóstran og þekk- ingarleit barna og unglinga. Sú aðstaða og þeir sigrar eru enginn hégómi. Það staðfestir ríkjandi eymd í alltof mörgum mennta- stofnunum. Hnignun fylgir hrun Með alltraustri vissu má eigi að síður ætla, að flestir aðrir en þeir, sem hafa orðið örkumla í hrærivélum samlagsfræðanna (rekstur kaupfélagsbúa í Tanz- aníu, kynlífshegðun bavíana, matarlyst verkalýðshreyfingar- innar) hafi einhvers staðar rek- izt á einhvers konar sögulanda- bréfabók einhvern tíma á 10—20 ára skólagöngu. Þær bækur af þessu tagi, sem ég hefi skoðað, hefjast venjulega á örfáum uppdráttum af landa- skipan á forsöguöld. Þeim fylgja síðan drjúgir kaflar uppdrátta af Persíu, Egyptalandi, Litlu- Asíu og Miðjarðarhafslöndum. Aþenu og Hellas, Róm og Róm- arríki er þar að sjálfsögðu gerð ítarleg og verðug skil. Dalmatía, Gallía, Germanía og Norður- Afríka hljóta ávallt skilmerki- lega umfjöllun. Sama á einnig við um „Hið heilaga rómverska keisararíki þýzkrar þjóðar", Rússland, Ameríku o.s.frv. á ýmsum tímaskeiðum. Nýjustu útgáfurnar helga „Ríkjaskipan veraldar eftir lok Heimsstyrj- aldar 11“ rækilegt rými, og lýkur oftast með kaflanum „Afríka: Heimsálfa i sköpun". Allar slíkar sögulandabréfa- bækur, sem eru betri en í meðal- lagi, geyma ennfremur fjölda uppdrátta, línurita og skýr- ingamynda, er útlista sam- gönguleiðir og þjóðflutninga, íbúafjölda og náttúruauðlindir, útbreiðslu og áhrifasvæði helztu kynþátta, kynkvísla, þjóða og trúarbragða. Einnig landnám og nýlendur Evrópuríkja árin 1790, 1884, 1914, 1920, 1939, 1946 og 1960; sömuleiðis hernaðar-, stjórnmála- og efnahagsbanda- lög á ýmsum tímum. Hér hefir aðeins verið drepið á meginatriði og farið mjög hratt yfir sögu. Þegar skilmerkilegri sögu- landabréfabók er flett, fær eftir- tektarsamur athugandi afar nýtilegar hugmyndir um vöxt og viðgang, hnignun og hrun hinna ýmsu ríkja og heimsvelda. Hann kemst ekki undan að álykta, að mannkynssagan sé stríð um völd, takmarkið staðgóð drottn- un yfir löndum og þjóðum. Evrópa var heimurinn ólíklegt er, að nokkur hugs- andi Vesturlandabúi leggi slíka bók frá sér, án þess að renna augum á ný yfir rás viðburðanna síðustu 4—5 aldirnar eða nálægt því. Einkum hlýtur honum að verða starsýnt á yfirráðavett- vang stórveldanna til ársins 1920, þegar Þjóðabandaiagið var sett á laggirnar; Mið- og Aust- ur-Evrópu árið 1945, eftir lok síðari heimsstyrjaldar og hinn sovézk/bandaríska sigur yfir vestrænni menningu; Asíu og Kyrrahafslönd árið 1949, eftir að Bandaríkjamenn höfðu brugizt skjólstæðingum sínum og Kína hafði orðið kommúnismanum að bráð; og Afríku á árunum 1960—1973, eftir að Bandaríkja- mönnum og kommúnistum hafði tekizt að tortíma evrópskum yf- irráðum þar með rógi og gengd- arlausum hatursóhróðri gegn öllu, sem sköpunarverkið hafði ekki ætlað varanlegan samastað i úrtíningsdeildinni. Síðan hafa veraldarinnar voluðustu, einmitt af þeim sökum. En, samt sem áður, Evrópa hafði það, sem öllu skipti: valdið og völdin. Vesturlönd stóðu föstum fót- um á eigin vettvangi, móðurjörð siðmenningarinnar. Ennfremur drottnuðu þegnar þeirra, þjóðir og ríki yfir allri Ameríku, allri Afríku, allri Ástralíu/Eyjaálfu, og bróðurhluta Asíu. Japan var reyndar án vestrænna yfirráða, þó að Vesturlönd hefðu einnig þar látið vita af sér. Kína var líka að nafninu til utangarðs, en þó höfðu Evrópuríki náð þýð- ingarmestu hlutum þess í sina tauma, aðallega með hyggilegum íhlutunar- og hlunnindasamn- ingum, þannig að nálega öll nýti- legustu héruð og fylki Kína voru a.m.k. hálfnýlendur. „The Germans to the Front!“ Víst sýndu Kínverjar við og við hvimleiðan mótþróa. Síðari hluta 18. aldar gerðist yfirgang- ur þeirra sífellt óbærilegri og náði hann hámarki í svokallaðri artilburðum lokið með uppgjaf- arsamningum hinn 7. september 1901. Evrópa ætlaði sér að lifa. (Minnisverður útúrdúr: Ein- hverju sinni, er uppreisnin stóð sem hæst, og Bretar voru í slæmri klípu, örvænti Sir Edward um að fá sér og mönnum sínum borgið og taldi sig ekki eiga aðra úrkosti en að leita ásjár Þjóðverja með neyðarkall- inu: „The Germans to the Front!" Annað sögufrægt óp Breta í nauð: í örlagaorrustunni við Waterloo, 15 km sunnan Brússel, hinn 18. júní 1815, á enski hershöfðinginn Wellington (herstyrkur 93.000 manns) í vonlítilli varnarbaráttu gegn árásarher Napoleons (herstyrk- ur 125.000), og er að áliðnum degi tekinn að hugleiða, ef ekki undirbúa undanhald, stundi hann upp yfir sig, þegar klukkan var að nálgast 5, og Prússar enn ókomnir til hjálpar honum: „Ég vildi að Guð gæfi að myrkrið skylli á eða að Prússarnir kærnu!" Og honum varð að bæn Þeir böröust gegn syndinni og — sigruðu! „Frelsi ti) tjáningar, frelsi til trúariðkana, frelsi frá skorti, frelsi frá ótta.“ Á milli böðla og hræsnara Maðkur Leiftur Varhuga- í mennta- liðinna verðir málum alda verndarar þeir, sem ekki máttu án velvilj- aðrar handleiðslu og miskunn- semi vera, engzt sundur og sam- an í uppáþrengdu „frelsi og sjálfstæði". Alveg sérstaklega hlýtur ár- talið 1914 að verða ógleyman- legt. Þá var heimurinn allur, eða næstum allur, háður vilja og valdi Evrópuþjóða, og þess vegna njótandi vestrænnar menningar. Laukrétt er það, að sums stað- ar voru vestræn áhrif og yfirráð aðeins formleg. Þjóðfélags- og lífshættir innfæddra höfðu víða verið látnir blessunarlega af- skiptalausir og gátu þegnarnir því yfirleitt unað glaðir við sitt Boxarauppreisn árið 1900, unz Evrópumenn töldu mælinn loks fullan hinn 20. júní það ár, þegar hinn keisaralegi sendiherra Þýzkalands í Peking, barón von Ketteler, var myrtur á götu um hábjartan dag þar í borginni. Þá rann stórveldum Evrópu blóðið til skyldunnar og sendu þau typtunarhersveitir til Kína. í hlut Breta kom forystan að mestu, og hvíldi hún aðallega á herðum Sir Edward Seymour, flotaforingja, sem reyndist ekki valda hlutverki sínu með neinum ágætum, þótt að lokum færi bet- ur en á horfðist í fyrstu. Að rösku ári liðnu höfðu Kinverjar lært sína lexíu, og var uppreisn- sinni, von Blúcher og Prússar hans (herstyrkur 120.000 manns) komu á vettvang í tíma, börðust og sigruðu Napoleon með hinum ensku vopnabræðrum sínum. Wellington bjargaðist og hlaut frægðina (47.000 hermenn sam- tals lágu í valnum).) Að lokinni þessari stórstígu yfirferð og lauslegu athugunum á glæsiferli og fjallháum yfir- burðum Evrópuþjóða, hrýs hug- ur við samanburð á leiftrandi birtu þessa liðna sumars og helmyrkri hins nær linnulausa, nálega 60 ára langa hausts, sem við nú lifum og óðum nálgast fimbulvetur. Engum fær duiizt, að framvindan hefir, með stutt- um hiéum, aðeins orðið á einn veg: Fyrir áhrif einhverrar öldung- is óskiljanlegrar, skyndilegrar sálarskorpnunar hafa Vestur- landabúar látið frjálslyndinga, rótleysingja og annað vinstri- ættað telja sér trú um, að þeir gætu því aðeins orðið hólpnir með þeim hætti að útvega sér samvizkubit sökum atgervis síns, afreka og yfirburða um ár- þúsundaskeið. Svo langt er þegar komið úrkynjun og aumingja- skap, að þeim virðist fróun í að yfirstíga hvern annan í að kal- níða, eða a.m.k. sniðganga eftir megni, lífsveglegustu menning- arhugtök, s.s. vald, ríki, stjórn, svo að ekki sé minnzt á baráttu; alveg án tillits til allra hugrenn- ingatengsla. Sannfæring stórmennis Á því leikur þess vegna lítill efi, að hinn frjálshuga, enski sagnfræðingur og stjórnmála- maður, Lord Thomas Babington Macaulay (1800—1859), hefir ekki skotið yfir markið, þegar hann komst þannig að orði: „Þjóð, sem þykir enginn sómi að göfugum afrekum löngu liðinna forvera, mun aldrei áorka neinu, sem óbornir afkomendur geta talið þess virði að vera hreyknir af.“ Því miður bendir margt til, að fullvissa hins mæta öðlings: „Ég hefi lengi verið sannfærður um, að óbeizlað lýðræðisskipulag muni fyrr eða síðar gera út af við frelsið eða siðmenninguna eða hvort tveggja," sé að nálgast að verða sannspá — fyrr en flesta grunar eða gat grunað. Þeir, sem ekki óttast þetta, mættu að skaðlausu minnast þess, að síðan árið 1945 hefir Rauði herinn staðið alvopnaður 50 km frá Hamborg, og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Og allir þeir, sem ýmist, (1) birgðu Rauða herinn upp að vist- um og vopnum, (2) börðust af alefli og lögðu líf sitt og limi og eignir í sölurnar til þess að Rauði herinn næði sem allra mestu af Austur- og Mið-Evrópu undir blóðhramm sinn, og síðast en ekki sízt (3) fögnuðu sigrum Rauða hersins og sungu „hetju- dáðum" hans lof og dýrð, ættu aldrei að taka sér í munn orðin frelsi, mannréttindi, mannúð og réttlæti. Slíkt ætti ekki bara sómatilfinningin eða almenn háttvísi að fyrirbjóða, heldur ekki síður þó að ekki væri meira en meðalgreind. Nema, náttúrlega, að þeir hefðu áður lýst yfir iðrun og gert yfirbót sennilega. Að öðrum kosti verður afar erfitt að leggja trúnað á, að slíkt lið myndi sýna af sér umtals- verðan garpsskap, ef og þegar sovétmenni teldu sig þurfa að beita vopnum til þess að drýgja „hetjudáðir" gegn Vestur- Evrópu. Mig minnir að ekki séu liðnir 2 mánuðir siðan öldunga- deild Bandaríkjaþings felldi með naumum atkvæðamun tillögu um að hefja brottflutning her- liðs síns frá Evrópu, 90.000 manns fyrst í stað. Tillagan náði reyndar ekki al- veg nægum stuðningi í 1. at- rennu eins og þegar er getið. En þær verða trúlega fleiri, og ekk- ert gefur tilefni til að ætla, að Bandaríkin sýni samherjum sín- um í NATO meiri drengskap en vinum sínum í Vietnam, Kína og víðar í Asíu (einu sinni voru SE- ATO og CENTO), ennfremur á Kúbu, í Mið- og Suður-Ameríku o.s.frv. Óhlutdrægni mín býður mér að bæta við, að mér er ekki kunnugt um annað en að banda- rísk stjórnvöld hafi fullkomlega staðið við öll loforð, skuld- bindingar og samninga, sem þau hafa gert við sovétmenni og samherja þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.