Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 43 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHUSTORGI Bók dr. Magna Guðmundssonar: 'Mí „Hagfræði og stjórnmál eftir Torfa Ásgeirsson Nýlega gaf dr. Magni Guð- mundsson út bók sem lætur lítið yfir sér, en virðist eiga erindi til allmargra. Hann nefnir bók sína „Hag- fræði og stjórnmál", og byrjar á því að bera saman tvö tímabil í hagsögu landsins, árin 1919—1939 og 1960—1980, og þá sérstaklega með tilliti til verðlagsþróunar. Á fyrra tímabilinu, að mestu undir fjármálastjórn Eysteins Jónssonar, var verðbólga frekar lítil, en á seinna tímabilinu tólf- faldaðist gengi á Bandaríkjadoll- ar. Með þessum samanburði tveggja tímabila er sleginn grunntónn bókarinnar. Dr. Magni er maður dreifbýlissjónarmiða og tekjujöfnunarstefnu. Hann er andstæðingur verðtrygginga fjár- málaskuldbindinga og forsvars- maður lágvaxtastefnu. Segja má því að hann sé að flestu á öndverðum meiði við það sem aðrir íslenskir hagfræðingar undanfarið hafa látið frá sér fara um verðbólguvandann og senni- legustu leiðir til hagvaxtar. Ýmis sjónarmið dr. Magna hafa komið fram í blaðaumræðum, bæði hans og annarra, en mér vit- anlega ekki áður verið gerð eins ítarleg skil og hér. I aðalmáli bókarinnar tekur höfundur fyrir þrjú svæði hag- stjórnar, verðlagsstjórn, stjórn peningamála og skattkerfið. Kaflarnir eru nokkuð líkt byggðir upp. Fyrst eru skýrð þau hugtök sem höfundur notar og síð- an eru tekin fyrir íslensk fyrir- brigði innan hvers svæðis og gagnrýnt þar sem að mati höfund- ar hefði betur getað farið hin síð- ustu ár. I kafla um verðlagsstjórn er bent á margt sem að dómi flest- allra mætti betur fara, sérstak- lega er bent á hve illa hefir tekist að staðfæra hinar dönsku reglur um „Monopoltilsynet" að okkar staðháttum. Æskilegt væri að stjórnvöld tækju tillit til ábend- inga dr. Magna um þessi mál. Undirritaður vill þó lýsa sig ósammála þeirri tillögu að „dreifbýlisverslun verði sérstak- lega studd með rekstrarlánum með kjörum (lágvaxta) afurðalána til landbúnaðar og sjávarútvegs, svo og stofnlánum til að byggja kjörbúðir eftir þörfum tímans", enda held ég að forsvarsmenn landbúnaðar og sjávarútvegs myndu varla samþykkja að versl- un yrði gert jafnhátt undir höfði. I kafla um stjórn peningamála gerir höfundur skýra og ítarlega grein fyrir tækjum og tækni pen- ingastjórnar. Þarnæst er pen- ingapólitík undanfarinna ára tek- in til meðferðar og að nokkru til gagnrýni. I kafla um skattkerfið er lýst markmiðum, þar á meðal tekju- dreifingu og aukningu samneyslu, og síðar eru skattar skilgreindir (beinir og óbeinir skattar o.s.frv.) og fjallað um þá mælikvarða sem nýta þarf þegar skattstofnar eru valdir. Hér eru ýmsar almennar ábendingar sem flestir myndu taka undir, t.d. að tekjuskattur til ríkis og útsvar til sveitarfélags verði reiknað af sama stofni, en ekki tveimur sem nú. Dr. Magni er talsmaður virðis- aukaskatts í stað núverandi sölu- skatts, enda mun hann vera manna fróðastur um þá ágalla, skattatæknilega og siðferðislega, sem núverandi kerfi fóstrar. Dr. Magni gagnrýnir gildandi Dr. Magni Guðmundsson tekjuskattalög frá 1981 fyrir hve óljós, tvíræð og flókin þau eru, og geta víst allir framteljendur undir það tekið. í ályktunarorðum sínum leggst höfundur óbeint gegn ströngu peningalegu aðhaldi og niður- skurði ríkisframkvæmda sem besta vopninu gegn verðbólgu vegna þeirrar hættu á atvinnu- leysi sem slíkum aðgerðum fylgir, en mælir með frekar óljósum orð- um með því sem hann kallar tekjustefnu (incomes policy) en viðurkennir þó að „tekjustefna á ævinlega erfitt uppdráttar í landi ójafnaðar" sem ísland mun vera. Einhvern veginn finnst mér að gagnrýni dr. Magna sé ekki nógu markviss, og er það skaði, því á flestum málum tekur hann af góðri kunnáttu. Hversvegna ekki að koma með heildartillögur sem að sjáifsögðu — og það ætti ekki að vera neitt feimnismál — væru mótaðar af al- mennu pólitísku viðhorfi dr. Magna, það hefir sama rétt á sér og viðhorf svonefndra frjáls- hyggjumanna og gæti leitt til þeirra umræðna sem hann virðist óska eftir. Torfi Ásgeirsson er hagfrædingur. hans ráðþrota og mætti þjóðin nú vænta neyðarráðstafana til nokk- urra ára og þetta viðurkenndu þeir hver af öðrum stjórnarherr- arnir þá. Ég vil aðeins minna landsmenn á þessa ömurlegu upp- gjöf og viðurkenningu á mistök- um. Kannski er hægt að meta þessa hreinskilni að nokkru, en mistökin virðast gleymd hjá sum- um. Nú er deilt um launamisrétti, en það hafði fyrrverandi stjórn vald til að lagfæra, en hún bar það ekki við. Núverandi ríkisstjórn hefur reynt að jafna laun, en erfitt er um vik í minnkandi sjávarafla og verðfalli á þeim vörum erlendis. Þetta ættu menn fyrst og fremst að hafa í huga þegar krafist er hærri launa. Allir verða að taka þátt í við- reisn atvinnuveganna, sem er frumskilyrði þess að hægt sé að lifa í þessu landi. Það er að vísu eðlilegt að fólkinu finnist þrengt að sér þegar atvinna minnkar við aflabrest, en vegna minnkandi afla mun það fólk sem vinnur við fiskinn fyrst og fremst verða fyrir rýrnandi kjörum, en það er stór hópur. Éf á að knýja fram kauphækkun til að vega á móti fækkandi vinnu- stundum, þá mun illa fara, hver svo sem stjórnar landsmálum. Af' sögu landsmanna að dæma hefur fólkið orðið að spara og stundum svo um munar þegar illa hefur ár- að. Peningar verða ekki teknir upp af götunni. Að vísu er hægt að prenta peninga og það hefur verið gert, en þá kemur að því fyrr en síðar, að þá verður að greiða og það kemur að skuldadögunum. Nú er bara enn erfiðara að spara en áður var. Vaninn og kröf- urnar kalla. Ég hef áður drepið á hvernig hægt er að jafna laun verulega og ætla ég að sleppa því nú. Búið er að spenna allt verðlag uþp óg voru það ein verstu verk fyrrverandi ríkisstjórnar, svo að útflutningur stenzt ekki sam- keppni vegna þess að framleiðslu- kostnaður hjá okkur er of hár, gengisfellingar- fyrri ríkisstjórnar sönnuðu það. Eg hef nú farið talsvert út fyrir upphaflega ætlun mína í hugleiðingu minni um starfsemi herstöðvaandstæðinga, en byrja nú þar sem skildi á milli. Herstöðvaandstæðingar geta með engum rökum sagt að okkur skipti það litlu máli að vera í Atl- antshafsbandalaginu og í sam- bandi og tengslum við þjóðirnar vestan járntjalds, þar sem fólkið getur látið skoðanir sínar óhindr- að í ljós, ef það fer með friði. Friðsamleg samskipti er allt sem þarf, þá mun gott af leiða. Óteljandi dæmi mætti hér nefna, sem sýnt gætu hversu mikill kost- ur það er smáþjóð sem okkur að vera í tengslum við frjálsar þjóðir og geta starfað óháð, þó að hér sé varnarstöð erlends hervalds, sem virðir frelsi smáþjóðar. Ég skal láta það eftir hverjum og einum að gera sér í hugarlund hvernig hagur hvers og eins væri nú hér á landi, ef rússneskur her hefði haft hér aðsetur, vel 40 ára tímabil. Ég skal gefa smá vísbendingu: Hér væri veiðifloti Rússa allt í kring- um landið, að minnsta kosti upp að 12 milna mörkunum. Þá væri hér sægur af eldflauga- og kjarn- orkuvopnabyrgjum, Hvalfjörður væri flotastöð þeirra. En maður talar nú ekki um hvernig frelsi okkar væri háttað, það væri allt skelfilegt. Skelfilegt er líka til þess að hugsa, að hér á landi skuli vera til fólk sem aðhyllist þá hug- sjónavillu sem kommúnisminn er, þar sem allt afmarkast af vald- beitingu og kúgun gegn víðsýnum sjónarmiðum. Þorieifur Kr. (luðlaugsson er af- greiðslumaóur hjá Húsasmiðjunni, Reykjayfk. í þök og veggi Sparið peninga með minni byggingar- og viðhaldskostnaði og lægri kyndingarkostnaði. Sparið tíma með styttri byggingartíma og varanlegum frágangi. Þak- og veggeiningar: Stálplötur beggja megin með pólýúreþaneinangrun á milli. Hentar sérlega vel fyrir verksmiðjuhús, vélageymslur, gripahús o.m.fl. _______ Framfaraspor - framtíðarlausn • Færri ásar • Léttari burðargrindur • Styttri byggingartími • Minni viðhaldskostnaður • Lægri kyndingarkostnaður Hríngið eöa skrifiö eftir islenskum bæklingi BÖRKURhf. HJALLAHRAUNI 2 • SIMI 53755 • POSTHOLF 239 ■ 220 HAFNARFIROI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.