Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 55 Hraundríli á Selvogsheiði. Innviðir gjallgígs. Vindsorfið móberg. ein þúsund ár. Nú er mál að taka sér hádegishlé og snæða nesti að ferðamanna sið. Stígurinn í Eldborg sést greini- lega neðan af veginum. Hæðar- munur er um 70 m og varla ofraun flestumn að ganga þar upp. Komið er upp á barminn að sunnan. Gíg- urinn er djúpur og hlaðinn upp úr þunnum hraunslettum. Hraunið er að hluta apalhraun og hefur runnið um göng til vesturs. Marg- ar hrauntraðir eru í því. Nú er rétt að ganga eftir barminum til norð- urs, en þar má sjá minni gíga, einn með stirðnuðum skörum eftir hrauntjörn og einnig i enda gossprungunnar í fjallshlíðinni. Stígur liggur til austurs niður af eldborginni í átt að bílum; yfir eina hrauntröðina. Heim á leið Fyrst er ekið framhjá enn einni gígaröðinni og síðan út með fjallshlíð, víða hömrum girtri. Þetta eru gömul brimklif frá því að sjór náði hingað upp í lok síð- asta jökulskeiðs. Víða hafa fallið fram hraunfossar, þegar gos hafa orðið á nútíma, og hraunin hafa hjálpaö til við landmyndunina fyrir neóan. Það hefur vafalítið verið stórkostleg sjón að fylgjast með gló- andi elfunum. Þarna hefur gosið síð- ast á miðöldum. Vegurinn liggur um óslétt hraun fram hjá Herdísarvík, í átt að Hlíð- arvatni. Bæði vötnin eru lón við sjó, þ.e. vötn sem skilin eru frá sjó með malareiði. Þegar komið er út fyrir vatnið beygir vegurinn meira í austur en áður. Leiðin liggur nú upp á mishæðótta heiði. Þar, eins og víða á leiðinni, má sjá jarðvegs- eyðinguna; rofabörðin og örfoka mela. Heiðin þessi er i sannleika eldstöð. Víða sést í helluhraun, enda er mishæðin dyngja, sem varð til í flæðigosi fyrir mörg þús- und árum. Hún nefnist Selvogs- heiði. Uppi á henni miðri eru ræf- ilslegar leifar af gíg, en einnig margir uppmjóir hólar, Kvenna- gönguhólar. Örnefnið er þannig til komið að konur úr Selvogi munu hafa farið þarna upp, kannski með luktir, til að fylgjast með og leið- beina mönnum sínum á sjó þegar þeir komu inn á brothættum bát- um fyrri tíma. Hólana ættu menn að skoða. Bílana má geyma á móts við hólana og ganga í einar 15 mín. að þessum fyrirbærum. Þetta eru hraundrfli. Þau mynduðust við gas- útstreymi í hraununum meðan á upphleðslu dyngjunnar stóð. Eitt þeirra, hið nyrsta og einna minnsta, er holt að innan og þar við hliðina er þokkalegur hellir. Annars er útsýnið harla gott þarna ofan að og snjallt að hafa með sér kort til að átta sig á mó- bergsstöpum og hinni stóru dyngju, Heiðinni há. Eftir gönguferðina til baka er haldið beint til Þorlákshafnar. Tilgangurinn með króknum til Hafnar er fyrst og fremst sá að skoða helluhraunið við veginn niðureftir. Hraunið er komið úr Leitinni fyrir um 5800 árum og rann hluti þess til Reykjavikur. Að vísu hafa menn skoðað hellu- hraun áður, en ekki jafn augljósa vindsvörfun og þarna er. Hraun- reipin í hrauninu eru viða ótrúlega mikið sorfin og sérkennilegir margflötungar (lausir steinar) eru einkenni vindrofs og eyðimarka. Þarna er líka unnt að skoða mel- grashóla og sjá hvernig melgresið er nýtt til að hefta sandfok. Næst liggur leiðin upp Þrengslaveg. Þegar komið er upp fyrir brúnirnar ofan við Þorláks- hafnarveg verða menn að vera á „útkíkki" til hægri handar eftir hringmyndaðri girðingu úti í hrauni, um 100 m frá veginum. Þar leynist nefnilega Raufarhóls- hellir, næstsíðasta stansið í ferð- inni. ( helluhraununum er algengt að hluti hraunsins renni I lokuðum rásum. Rásirnar nefnast hraun- hellar að afloknu gosi og þekkjast t.d. vel úr Hallmundarhrauni (Surtshellir, 1600 m, og Stefáns- hellir). Raufarhólshellir (um 850 m langur) er af þessari gerð. Auð- velt er að komast niður um munn- ann (ekki götin í loftinu!) og fáein hundruð metra inn eftir stórgrýtt- um botninum. Þar er ratljóst vegna raufanna í loftinu. Ekki er ráðlegt að fara inn í myrka hlut- ann, nema vel búinn Ijósum og minnugur þess að grjóthrun er al- gengt í hellinum. Hellirinn er merkileg náttúrusmíð og geta menn gefið sér góðan tíma til að skoða veggi og loft. Ferðin inn að Þrengslum gengur vel, enda vegurinn góður. Síðasti áfanginn er malarnám rétt utan við Þrengslin. Þar má sjá lítt harðnað móberg með bergæðum, hlykkjóttum innskotum sem hrísl- ast um gamla gjóskuna, út frá gosrás Lambafells. Þarna hefur kvika smeygt sér inn ( lina gjósk- una. Svínahraun er yngsta hraunið á Hellisheiði og er nokkuð víst að það rann einhvern tíma á 10. öld, úr stuttri gígsprungu, sem sést inni í hrauninu, vinstra megin vegar. Margt fleira ber fyrir augu, en varla er þörf á að stansa oftar, enda degi tekið að halla. Eftirmáli Jarðfræðilegar skoðunarferðir sem þessi eru skemmtilegar og enginn vandi að velja sér góðviðr- isdag. Fleiri leiðir svipaðar eru til í nágrenni Reykjavíkur, t.d. um Þingvelli, Grafning og Grímsnes. Því er líkt farið með marga þétt- býliskjarna annars staðar á land- inu. Góða ferð — Gangið vel um landið! Ari Trausti Guómundsson er kenn- ari rið Menntaskólann rið Sund. Bréf frá Gulko 1 Morgunblaðinu 30. júní sl. var greint frá beiðni Boris Gulko stórmeistara og fyrrum sovétmeist- ara í skák til vestrænna skák- bræðra sinna um hjálp til að kom- ast frá Sovétríkjunum. Blaðinu hefur nú borist afrit af bréfinu, sem Gulko skrifar landa sínum, Lev Alburt, sem nú er bú- settur í Bandaríkjunum. Fer bréfið hér á eftir í lauslegri þýðingu og þar á eftir kafli úr skákþætti, sem Alburt sér um í bandarísku blaði, þar sem hann segir frá bréfi vinar síns. HARMLEIKUR „Kæri skákvinur. Nú þegar í hönd fer hin mikla keppni milli liðs Sovétríkjanna og bestu skákmeistara utan þeirra, langar mig til að minna þig á dapurlegt hlutskipti mitt, Boris Gulko harmleik sem snertir alla fjöl- skyldu mína. Val og heiti liðsins, sem er frá „öðrum löndum heims“ en Sovétríkjunum, felur í sér anda einingar. Og það er í krafti þess einingaranda, að ég skrifa þér. Allar götur frá 1979, þegar við hjónin óskuðum formlega eftir því að fá að flytjast frá Sovét- ríkjunum, hefur okkur verið meinað að taka þátt í skákmót- um. Stundum hefur þó verið slakað örlítið á þessum hömlum, en við höfum aldrei haft full- komið frelsi til að tefla. Beiðni um að við fengjum að neyta eölilegs réttar okkar til að flytjast úr landi var neitað án viðhlítandi skýringa. Þannig höfum við verið slitin úr tengsl- um við skákheiminn í meira en fimm ár. Héraðssaksóknarinn aðvaraði okkur um, að vegna til- rauna okkar til að komast burt mættum við búast við að verða saksótt án fyrirvara. Jafnvel 38 daga hungurverkfall breytti engu um stöðu okkar. Á liðnum árum hafa ýmsir skákmeistarar, þ.á m. Bogolju- bov, Flohr, Korchnoi og Najdorf yfirgefið föðurlönd sín. Hversu mikils hefði skákheimurinn ekki farið á mis, hefði þeim ekki tek- ist að komast úr landi? Frumorsökin fyrir þeim hörðu kostum, sem ég er beittur, er, að ég hef, ólíkt ýmsum öðrum félög- um mínum, kosið að reyna að komast úr landi á löglegan hátt, þ.e.a.s. samkvæmt þeim reglum, sem Sovétstjórnin hefur sett. Nú sætum við hjónin, sem bæði er- um fyrrverandi sovétmeistarar I skák, ómannúðlegum kostum. Heiöraði skákvinur! Ég beini þeirri bón til kepp- enda í skáksveitinni frá „öðrum löndum heims“, að þeir fari þess á leit við sovésk stjórnvöld og skákforystumenn, að okkur verði leyft að yfirgefa Sovétríkin og veitt tækifæri til að sameinast skákheiminum að nýju. Virðingarfyllst. Boris Gulko stórmeistari.“ MJÖG VANSÆLL Alburth skákmeistari svaraöi þessu bréfl Gulkos vinar síns í skákdálki sínum og svar hans var á þessa leið: „Fyrir u.þ.b. viku barst mér bréf frá vini mínum, Boris Gulko, sem er ákaflega vansæll. í meira en fimm ár hefur hann, ásamt fjölskyldu sinni, barist fyrir að fá að flytjast frá Sovétríkjunum. Lev Alburt Gulko og eiginkona hans, Anna, sem eins og hann er fyrr- um Sovétmeistari í skák, fóru í hungurverkfall, þegar síðasta Ólympíuskákmót var haldið, í því skyni að vekja athygli skákbræðra sinna á Vesturlönd- um og þrýsta þannig á sovésk yfirvöld. En allt kom fyrir ekki. Nú beinir Gulko máli sínu til stórmeistaranna, sem keppa á móti sovésku sveitinni í London. Gulko hefur sagt, að skák sé eitt af fáum sviðum, þar sem sovéskum ráðamönnum sé um- hugað um almenningsálitið (á Vesturlöndum auðvitað). Ég held hann hafi á réttu að standa. Sovésku áróðursmeistararnir búast ekki við því orðið að finna neinn hljómgrunn hjá almenn- um borgurum, en þeir eiga enn vísan stuðning meðal mennta- manna. Og ekkert er liklegra en þessir sömu menntamenn kunni eitthvað fyrir sér í skák — og það er eins víst, að þeir fyrtust við, ef athygli þeirra yrði vakin á jafnaugljósum mannréttinda- brotum og Gulko hefur orðið að þola. Ég þekki persónulega nokkra ríka menn og vel menntaða, sem segjast vera „frjálslyndir". Þeir vilja ólmir verða „vinir sovésku þjóðarinnar" (les: sovéskra ráða- manna), en finna samt til ríkrar samúðar með Gulko og hafa jafnvel reynt að hjálpa honum. Þannig getur skákheimurinn á Vesturlöndum orðið að liði og haft áhrif á sovésk yfirvöld. Vonandi hjálpar það Gulko eins og Korchnoi-fjölskyldunni fyrir tveimur árum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.