Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Stjórnstöð Almanna- varna ríkisins — eftir Guðjón Petersen Upplýsingar, sem birtar voru í Morgunblaðinu í maí sl. um stjórnstöð Almannavarna ríkisins virðast hafa vakið nokkra athygli. Má ráða af ýmsum fyrirspurnum og vangaveltum fólks að rétt sé að gera nokkurra grein fyrir stjórn- stöðinni, hlutverki hennar og starfsháttum. Hlutverk Almannavarnir eru opinber stofnun á vegum ríkis annars veg- ar og sveitarfélaga hins vegar, samkv. lögum frá Alþingi. Þær eru mannúðarstofnun með það hlutverk eitt að annast og skipu- leggja viðbúnað til að vernda líf og eignir þegar vá verður, hvort sem er af manna völdum eða af nátt- úrufarslegum orsökum, og veita líkn og aðstoð eftir að áfall hefur orðið. Mannúðarhlutverk al- mannavarna hefur verið viður- kennt í viðbótarbókun árið 1977, við Genfarsáttmálann frá 1949 um réttindi manna í stríði, sem 100 þjóðir undirrituðu þá strax með fyrirvara um staðfestingu þjóð- þinga. Þessi viðurkenning alþjóð- legra réttinda er byggð á því að almannavarnir séu óvopnaðar stofnanir til verndar óvopnuðum borgurum í stríði. Er m.a. kveðið á um í viðbótarbókuninni, að tæki og stöðvar almannavarna, svo og staðir, sem fólk leitar skjóls á og eru merktir með alþjóðamerki al- mannavarna, skuli ekki sæta árás- um né vera skotmörk. MarkmiÖ Til að uppfylla framangreint hlutverk miðast heildarskipulag almannavarna á íslandi við að ná eftirfarandi átta markmiðum eftir því sem unnt er: 1. Þekkja þær hættur, sem ógnað geta lífi og eignum almenn- ings, líklegt umfang þeirra og hugsanlegar afleiðingar. (Hættu- mat.) 2. Sjá hættuna fyrir með sem lengstum mögulegum fyrirvara. (For-aðvörun.) 3. Koma upplýsingum um hætt- una til fólks í tíma ásamt leiðbein- ingum um viðbrögð og viðbúnað. (Viðvörun.) 4. Hafa áætlanir um brottflutn- ing og um skipulagðan flótta fólks undan væntanlegri hættu, viðbún- að til að samhæfa og stýra skipu- lögðum flótta eða brottflutningi og veita skjól og líkn brottfluttum á áfangastað. (Brottflutningur.) 5. Hafa viðbúnað til að þeir, sem ekki komast undan hættunni eigi í skjól að venda. (Skýling.) 6. Hafa viðbúnað til að bjarga og veita fyrstu hjálp þeim sem hvorki komast undan hættu í tíma, né fá fullnægjandi skjól og verða því fórnarlömb viðkomandi hættu. (Björgun og fyrsta hjálp.) 7. Veita líkn þeim sem bjargast. (Umönnun.) 8. Skipuleggja, samhæfa og stýra ofangreindum viðbúnaði og neyðaraðgerðum áður og eftir að áfall verður. (Samhæfing.) Að framansögðu sést að vá og viðbrögð til varna er ekki einka- mál fárra hvort sem um er að ræða hernað, náttúruhamfarir eða aðrar orsakir. Því miðast skipulag Almannavarna við að samhæfa í samstæða fylkingu, þar sem hver hefur sitt hlutverk, allt það afl i þjóðfélaginu sem búist getur til varnar, og veitt getur lið á hættu- tímum. Má segja að orðið al- mannavarnir séu að nokkru sam- heiti yfir þetta afl. Auk skipulags á samhæfingu ber almannavörn- um ríkis og sveitarfélaga einnig að byggja upp tæknilegan viðbúnað, þjálfa menn, æfa áætlanir og hafa á reiðu búnað, sem er það sérh- æfður tál þessara hluta, að’ekki er eðlilegt að þeim viðbúnaði sé kom- ið upp og hann rekinn af öðrum. Einn þessara þátta er bygging og starfræksla stjórnstöðva þar sem unnt er að stýra ofangreindri samhæfingu varnar- og björgun- araðila. Stjórnstöö Almanna- varna rfkisins Til að stjórnstöð almannavarna geti gegnt þessu hlutverki þarf hún að vera eftirfarandi kostum búin: 1. Skipuð sérþjálfuðu liði til úr- lausnar á þeim málaflokkum, sem upp koma á hættutímum. 2. Hafa fullnægjandi vinnu- aðstöðu fyrir það lið og nauðsyn- leg vinnugögn. 3. Hafa fullkominn tæknibúnað til sambands við byggðir landsins, hjálparlið á vettvangi, stofnanir og hópa, auk viðvarana og upplýs- inga til almennings. 4. Vera varin gegn þeim áföll- um, sem hún þarf að starfa við til að tryggja sem best ótrufluð af- köst liðs og tæknibúnaðar eftir því sem unnt er á hættutíma. Mannafla stjórnstöðvar Al- mannavarna ríkisins skipa 42 menn (konur og karlar). Mætir Y firstjórnarherbergi. þetta fólk, sem er sérstaklega út- nefnt, til þjálfunar og við æfingar um 6 sinnum á ári, endurgjald- slaust. Undir fullu álagi starfa í stjórnstöðinni 28 manns með 6 varamenn á staðnum, en 8 vara- menn eru til taks við útkall. Skiptist mannaflinn þannig inn- an stjórnstöðvarinnar undir fullu álagi: Yfirstjórn (Almannavarnaráð) Vegamálastjóri (formaður) Forstjóri Landhelgisgæslu Landlæknir Lögreglustjórinn í Reykjavík Póst- og símamálastjóri Samhæfð framkvæmdastjórn, ásamt gagna- og upplýsingasöfnun Framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins Fulltrúi Almannavarna ríkisins Ritari Almannavarna ríkisins Starfsmaður Flugmálastjórnar Starfsmaður Landhelgisgæslu Sérfræðingur (ráðgjafi). Fjarskiptadeild — Viðvörunardeild 3 menn frá félagi fjarskiptamanna 3 menn frá símamálastofnun (langlínumiðstöð, talsambandi við útlönd og bílasíma). Aðgerðarstjórn málaflokka Starfsmaður Almannavarna ríkis- ins Birgðamál: sérstakur birgðamað- ur Björgun: maður frá Slysavarnafé- lagi Islands Brottflutningur: maður frá Flugbjörgunarsveitum Brunamál: maður frá Brunamála- stofnun Fjölda- og félagshjálp: maður frá Rauða krossi íslands Flutningamál: maður frá Vega- gerð rikisins Fyrsta hjálp — sjúkraflutningar: maður frá Hjálparsveitum skáta Löggæsla: maður frá lögreglunni í Reykjavík. Rekstur stjórnstöðvar Húsvörður Maður útnefndur af Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur. Stjórnstöð Almannavarna ríkis- ins er búin öllum nauðsynlegum gögnum fyrir það lið, sem í stöð- inni starfar, s.s. landabréfum, neyðaráætlunum, tæknibókum og upplýsingum af mjög fjölbreyti- legu tagi. Tæknibúnaður stjórnstöðvar Almannavarna ríkisins til að stýra samhæfingu varnar- og hjálparstarfs á landsvísu er í höf- uðdráttum sem hér segir: Radíófjarskipti Út frá stjórnstöðinni liggur net fjarskiptastöðva, sem tengja hana við 50 byggðir með um 85% íbúa landsins, öll björgunarfélög, stærstu sjúkrahús, mikilvægar stofnanir og fyrirtæki, alls u.þ.b. 100 stöðvar. Á netið að stuðla að neyðarsamböndum milli þessara aðila ef sími bilar eða í of miklu álagi, og ef rafmagn fer af. Þar að auki er stöðin búin öflugu fjar- skiptatæki til sambands við strandstöðvar, skip og bíla, flug- fjarskiptatæki, metrabylgjustöð til sambands við skip og tæki landhelgisgæslu, stöð inn í fjar- skiptakerfi björgunarsveita, stöðvakerfi FR-félaga o.s.frv. Þá hefur stjórnstöðin aðgang að fjar- skiptakerfi Vegagerðar á hættu- Guðjón Petersen „Uppbygging stjórn- stöðvar vegna almanna- varna landsmanna í víð- asta skilningi veröur aö vera þannig aö starf- hæfni hennar megi treysta undir ýtrasta álagi á hamfaratímum af hvers völdum, sem vá veröur og aö svo miklu leyti, sem mannlega er fært.“ tímum, samkvæmt samkomulagi þar um. Símakerfi stjórnstöðvar al- mannavarna er tölvustýrt með fimm mismunandi öryggisþáttum til að tryggja það fyrir bilunum og skemmdum. Þeir öryggisþættir verða þó ekki skýrðir frekar hér. Innan símakerfis stjórnstöðvar Almannavarna ríkisins eru að auki 10 beintengdar forgangslínur til mikilvægustu stofnana, sem tengjast Almannavörnum ríkis- ins. Eru sumar þessara stofnana einnig tengdar stjórnstöðinni þráðlaust til aukins öryggis. Öll aðal sjúkrahúsin í Reykjavík eru samtengd með stjórnstöðinni á beinum forgangssíma, vegna samhæfingar í starfi þeirra á neyðartímum. Til að tryggja starfsöryggi þessa kerfis og stjórnstöðvarinnar í heild er tæknibúnaður hennar á þreföldu vararafmagni, sem hvað tekur við af öðru ef bilanir verða. Stjórnstöðin er sérstaklega styrkt þannig að hún á að standa af sér hrun þeirrar byggingar, sem hún er í. Er unnt að loka henni loftþétt frá umhverfinu, þannig að andrúmsloft fer ein- göngu um tvöfaldan hreinsibúnað sé þess þörf. Undir slíkum kring- umstæðum myndast yfirþrýsting- ur í stjórnstöðinni, sem opnar ein- streymis loftloka, sem hleypa lofti út þegar réttum þrýstingi er náð. Allar loftrásir lokast sjálfkrafa verði hærri loftþrýstingur utan hennar, t.d. vegna sprenginga. Er skýlisstuðull stjórnstöðvarinnar gagnvart geislun frá 1500—4000, eftir því hvar verið er í henni. Með þessari grein hefur verið leitast við að kynna almenningi helstu atriði varðandi uppbygg- ingu, hlutverk og starfshætti stjórnstöðvar Almannavarna ríkisins, án þess að skýra af ná- kvæmni einstaka öryggisþætti. Nú geta verið deildar meiningar manna á meðal um réttlæti þess að byggja upp almannavarnir gegn kjarnorkuvá og þar á meðal stjórnstöð, sem ætlað er að sé sem mest starfhæf í slíkum hamförum. En óháð slíkum vangaveltum ættu menn að vera sammála um þörf fyrir öflugar almannavarnir til að mæta náttúruhamförum og öðrum stórslysum eða áföllum á friðar- tímum, afleiðingum hernaðarát- aka með öðrum vopnum, eða slysa í meðförum þeirra kjarnorku- vopna, sem nú eru til. Og þótt heimsbyggðinni bæri gæfa til að leggja niður öll kjarnorkuvopn nútímans með gagnkvæmum sam- ningum milli kjarnorkuvelda, sem er eina raunhæfa leiðin, ef lýðræði á ekki að líða undir lok, má aldrei gleymast að þekkingin til smíði og beitingar kjarnorkuvopna hvort sem er í hernaðarskyni eða hryð- juverkastarfsemi, mun áfram verða fyrir hendi. Því verður viðb- únaður gegn slíku ávallt nauðsyn- legur. Uppbygging stjórnstöðvar vegna almannavarna landsmanna í víðasta skilningi verður að vera þannig að starfhæfni hennar megi treysta undir ýtrasta álagi á ham- faratímum af hvers völdum, sem vá verður og að svo miklu leyti, sem mannlega er fært. Lestur þessarar greinar vekur eflaust spurningar um annan viðbúnað, s.s. skýlingar almenn- ings í stríði. Eins og fram kemur hér að framan þar sem rætt er um markmið Almannavarna, er þar efni í aðra grein. Styrkur al- mannavarnaviðbúnaðar gegn hernaði markast af öryggis- og varnarmálastefnu þeirri sem stjórnmálamenn setja. Þannig markar Alþingi árlega hversu miklum viðbúnaði skuli halda og hversu hratt skuli byggja upp viðbúnað til að verja líf og eignir í hamförum. Þeir, sem að almanna- vörnum starfa, setja eingöngu fram hvernig ná megi framan- greindum markmiðum og fara síð- an með faglega útfærslu á þeim ákvörðunum, sem Alþingi markar á hverjum tíma í þeim efnum. Guðjóii Petersen er framkræmda- stjóri Almannavarna. Rusl Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Re-Flex The Politics of Dancing Það er hreint ótrúlegt hversu leiðinleg tónlist getur verið. Hægt er að draga fram mismun- andi dæmi þar sem einhverjum finnst eitthvað leiðinlegt og ann- að skemmtilegt. En einhver leið- inlegasta og innantómasta plata sem undirritaður hefur sett á plötuspilarann lengi er breið- skífan „The Politics of Dancing" með hljómsveitinni Re-Flex. Einföld tónlist getur verið ágæt. Til dæmis voru sum pönk- lögin ekki upp á marga fiska en i þeim var eitthvað sem virkaði vel. Tónlistin og lögin hjá Re- Flex eru á sama hátt einföld en ekki að sama skapi heillandi. Taktföst og líflaus rennur tón- listin í gegn. Hvergi fer fyrir auðugt ímyndunarafl í útsetn- ingum. Hvergi kemur fyrir neitt sem krefst þess að lögin séu spil- uð aftur. Það hefur hingað til ekki verið venja mín að minnast á texta, þar sem þeir verða metnir af hverri persónu fyrir sig. En ekki get ég orða bundist yfir textun- um hjá Re-Flex. Þegar ég hafði gefið upp vonina um að tónlistin biði upp á eitthvað áhugavert leit ég yfir textablaðið og vonað- ist þar eftir uppörvun. En betur hefði ég sleppt því. Textarnir eru af sama saumahúsi og tónlistin og ef velja-á eitt orð yfir þetta alltsaman þá legg ég til nafnorð- ið rusl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.