Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 31 Ingigerður Guðjóns- dóttir — Minning Fædd 1. maí 1897 Dáin 19. febrúar 1984 Þegar ég kvaddi Ingigerði ömmu mína fyrir sjö mánuðum hvarflaði ekki að mér, að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur, þrátt fyrir háan aldur hennar og þrátt fyrir þá staðreynd rað veikindi fyrir rúmu ári hefðu lamaö að mestu helming líkama hennat. En hún barðist og hún bað til Guös og kraftur hennar stórjókst og var svo komið að hún gat gengið ef hún var studd og það var gaman að sjá gleði hennar og þökk við hverja nýja framför. En hún virt- ist þekkja sín takmörk betur en ég, því þegar hún kvaddi fjölskyld- una, kvaddi hún okkur með tárum; hún vissi að hún fengi aldrei að sjá okkur aftur. Því miður hafði hún rétt fyrir sér. Svo þegar fréttin barst okkur um að hún væri alvarlega veik og degi síðar að hún væri látin var komið að okkur að fella tárin. Þeg- ar ég sagði fjögurra ára syni mín- um að Ingigerður langamma væri dáin og við fengjum aldrei að sjá hana meira, myrkvaðist andlit hans en þegar ég flýtti mér að segja að nú væri hún komin til Guðs, breiddist bros yfir andlit hans. Þetta benti mér á að það er eigingjarnt af manni að syrgja þá, sem eiga öruggt athvarf hjá Guði, því hvergi getur verið eins gott að vera og að vera hjá Guði. Að sleppa við erfiða elli er náðargjöf, svo fyrir hennar hönd þakka ég Guði fyrir að hann hefur tekið hana til sín; að hafa tekið hana heim. Ég vildi aðeins þakka henni ömmu minni fyrir þau áhrif, sem hún hefur haft á mig með hisp- urslausri trú sinni og ég bið Guð þess að þau áhrif megi dafna og vaxa svo ég muni líka koma til með að eiga athvarf hjá Guði. „Drottinn frelsar líf þjóna sinna, enginn sá, er leitar hælis hjá honum, mun sekur dæmdur." (Sálm. 34.23.) Hvíl í Guðs friði. Dóttursonur f dag er kvödd hinstu kveðju mín ástkæra tengdamóðir, Ingi- gerður Guðjónsdóttir, sem lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 19. febrúar sl., eftir skamma legu. Ingigerður var fædd að Guðna- stöðum í Landeyjum þann 1. maí 1897. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Guðnadóttur og Guð- jóns Jóngeirssonar en þau hjónin fluttust að Brekkum í Hvolhreppi, þegar Ingigerður var á fyrsta ári og þar ólst hún upp. Ingigerður ólst upp í stórum systkinahópi. Hún átti 4 systur og 4 bræður. Tvær systur hennar eru látnar. Á unglingsárum sínum fór Ingi- gerður til starfa í Reykjavík, þar sem hún kynntist Guðna Markús- syni, sem hún svo giftist þann 14. maí 1918. Guðni var fæddur og uppalinn í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Þar hófu þau búskap og bjuggu alla sína tíð. Þann 4. mars 1973 missti Ingigerður sinn ást- kæra eiginmann og var það henni mikið áfall. Eftir það dvaldist hún í Kirkjulækjarkoti aðeins á sumr- in en hjá dætrum sínum á vetrum, lengst af hjá dóttur sinni Oddnýju. Á árunum 1918 til 1937 ól Ingi- gerður manni sínum 9 börn, sem öll hafa reynst dugnaðarfólk. Tal- in eftir aldri eru börn þeirra: Guðni, Magnús, Markús Grétar, Guðrún, Guðbjörg Jónína, Oddný Sigríður, Margrét, Þuríður og Guðný. Synirnir búa allir í Kirkjulækjarkoti, Guðbjörg býr í Orlando í Flórída en hinar dæt- urnar á höfuðborgarsvæðinu. Öll hafa börnin stofnað til hjúskapar og eru afkomendur orðnir 121 talsins. Þau Ingigerður og Guðni hafa því sannarlega ekki brugðist skyldum sínum við að viðhalda ís- lensku þjóðinni. Þegar Ingigerður missti mann sinn, var hinn stóri hópur afkom- enda henni mikill styrkur í djúp- um söknuði eftir ástkæran eig- inmann, sem í senn var dugmikill og framtakssamur húsbóndi og hjartkær og innilegur eiginmaður. Þau ellefu ár, sem Ingigerður lifði mann sinn, hafa án efa verið sá tími, sem hún naut mestrar upp- skeru ævistarfs síns. Framtakssemi og dugnaður Guðna, eiginmanns Ingigerðar, varð til þess, að hún fékk rennandi vatn inn í eldhúsið árið 1925 og rafmagn til ljósa, eldunar og hit- unar árið 1936 en Guðni var með þeim fyrstu í sveitinni til að virkja bæjarlækinn. Þegar Ingigerður sagði frá þeirri stundu, þegar fyrsta kaldavatnsbunan kom inn um vegginn, duldist manni ekki, að það var stór stund í lífi hennar. Við sem teljum svo sjálfsagt að hafa bæði heitt og kalt vatn á ekki aðeins einum stað í íbúðinni, held- ur mörgum, munum sennilega aldrei geta gert okkur grein fyrir hinni miklu gleði og þakídæti, sem ríkti í huga Ingigerðar, þegar hún fékk rennandi vatn. Ingigerður var einstaklega þakklát fyrir allt, sem fyrir hana var gert. Um það á ég margar dá- samlegar minningar. Þau rúm 30 ár, sem leiðir okkar lágu saman, átti ég oft því láni að fagna að geta rétt henni hjálparhönd. Enda þótt Ingigerður hafi verið frekar dul og ekki borið tilfinningar sín- ar á torg, var hún örlát á að tjá þakklæti sitt, þegar eitthvað var fyrir hana gért. Ingigerður hafði mikla ánægju af því að fá gesti og voru þau hjón- in þar mjög samrýnd. Það var notalegt eftir akstur úr Reykjavík að mæta brosi þeirra í ganginum í „Gamla koti“ og ganga beint í út- breiddan faðm þeirra. Ingigerður hafði mikla ánægju af því að þjóna öðrum og var þá óspör á sporin þrátt fyrir það, að fótasár þjáðu hana oft. Hún kunni betur við að vera á hlaupum í kringum aðra en að láta snúast í kringum sig. Það var einstaklega notalegt að dveljast hjá þeim hjónum því á heimili þeirra ríkti mannkærleik- ur og hjartahlýja. Ingigerður var mjög myndarleg húsmóðir og heimili þeirra hjóna hreinlegt en laust við veraldlegan auð. Þau báru nefnilega gæfu til að kjósa að verja ævitekjum sínum í að koma upp stórum barnahópi og veitti sú fjárfesting þeim meiri ánægju á efri árum en nokkur veraldieg auðæfi hefðu getað gert. Ingigerður átti því láni að fagna að vera heilsuhraust alveg til efri ára. Fyrir rétt rúmu ári brast heilsan er hún fékk heilablæðingu og lamaðist á hægri hlið. Var hún á sjúkrahúsi í nokkra mánuði og náði það miklum bata, að hún gat útskrifast og dvalið hjá dætrum sínum. Hjá okkur dvaldi hún um tíma sl. sumar og mun ég lengi minnast allra þeirra ánægjulegu samverustunda, sem ég og fjöl- skylda mín áttum með henni. Ekki spillti, að hjá okkur dvaldi þá einnig mágkona mín frá Banda- ríkjunum, sem kom að heimsækja móður sína. Hún Ingigerður var afar dugleg að þjálfa sig og hafði náð það miklum styrk, að hún gat gengið smá stund við staf, ef stutt var við hana. Það gladdi hana eðlilega mikið að finna, að styrkurinn væri að koma. Hjá henni var enga upp- gjöf að finna því hún hafði mikla lífslöngun, þótt á níræðisaldri væri. Gönguferðir okkar Ingigerð- ar um íbúðina, út á stétt og út í garð eru mér dásamlegar minn- ingar um síðustu samverustundir okkar. Þegar hún svo spurði, ljóm- andi eins og barn: „Hvernig var ég núna“? var eins og maður væri að leika við barnið sitt, fullt af lífs- krafti og vilja. Þakklæti Ingigerð- ar og hið hýra bros hennar veitti svo mikla ánægju, að vandséð var, hvort okkar hafði meiri ánægju af gönguferðunum okkar góðu. Þær minningar mínar um þessar síð- ustu samverustundir okkar Ingi- gerðar, sem ber hæst, eru um það, þegar ég kom heim frá vinnu, heilsaði henni og spurði, hvort við ættum nú ekki að fara í smá- göngu. Þá kom hún með faðminn á móti mér svo þakklát og broshýr að betri móttökur var ekki hægt að hugsa sér. Það hjarta, sem slík hlýja og slíkt þakklæti ekki bræð- ir, hlýtur að vera steinrunnið. Allt þetta tal mitt um ómerki- legar gönguferðir nefni ég hér til að reyna að lýsa því, hve þakklát Ingigerður var fyrir það smávægi- legasta, sem fyrir hana var gert. Einnig til að vísa á bug öllu tali um slæmar tengdamæður. Ingigerður var afar iðjusöm með prjónana sína og heklunál- arnar og liggja eftir hana margir fagrir hlutir, sem vinir og ættingj- ar bera og sem prýða heimili þeirra. Enda þótt heklunálin hafi stöðvast, þegar hún veiktist, var það aðeins í bili því ótrúlega fljótt fór hún að reyna að hekla á ný. Með miklum viljastyrk og þraut- seigju tókst henni að ná lagi á að halda heklunálinni með áföstu skafti með hægri hendinni svo til lamaðri og lipurlega sveifla garn- inu um nálina með þeirri vinstri. Þannig urðu margar fallegar „dúllur" til og stytti það henni mjög stundir og gaf henni trú á lífið. Ingigerður var vel gefin kona og var hugsun hennar fullkomlega skýr til æviloka. Hún fylgdist vel með því, sem var að gerast og oft var það undravert, hvað hún mundi margt betur en við hin, henni yngri. Hún var einstaklega orðvör enda heyrði maður hana aldrei tala illa um aðra. Hún Ingi- gerður var trúuð kona þótt ekki færi mikið fyrir því. Þær tilfinn- ingar sínar bar liún ekki á torg frekar en aðrar. Nú að loknu löngu, árangursríku og ánægju- legu ævistarfi er hún komin heim í ríki Drottins, þar sem ríkir frið- ur og ró og þar sem henni hefur verið fagnað með opnum örmum. Drottinn hefur tekið á móti henni og tekið hana undir sinn vernd- arvæng. Blessuð sé minning minn- ar ástkæru tengdamóður. Börnum Ingigerðar, eftirlifandi systkinum og öðrum aðstandend- um votta ég dýpstu samúð mína. Megi Drottinn blessa ykkur og fjölskyldur ykkar og varðveita um ókomna framtíð. Gísli Jónsson Er við í dag, laugardaginn 3. mars 1984, kveðjum hinstu kveðju Ingigerði ömmu, langar mig að minnast hennar í fáum orðum. Hún var komin langt á níræðis- aldur, er hún lést þann 19. febrúar sl. Fyrir utan það rúma ár, sem hún átti við veikindi að stríða, var amma alltaf hress á líkama og sál. Hún var ör og iðjusöm og þurfti alltaf að vera starfandi. Afkom- endur ömmu, sem í dag telja á annan tug yfir eitthundrað, voru henni svo mikiis virði. Sagði hún mér eitt sinn að hún á hverjum „Drottins degi“ bæði fyrir öllum sínum. Allir hennar afkomendur lifa hana og verður það að teljast einstakt í svo stórri fjölskyldu. Ég minnist þess, hve indælt það var að heimsækja ömmu í litla bjarta bæinn hennar, austur í Kirkju- lækjarkot. Þar undi hún sér og tók á móti okkur opnum örmum og stjanaði við okkur sem mest hún mátti. Megi hún hvíla í friði og blessuð sé minning hennar, sem lifir svo hlý meðal okkar, svo lengi sem við lifum. Helga Jósefsdóttir. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. og með því Hádegisverður frá kl. 11-14 Kaffi og kökur frá kl. 14-17. Kvöldmatur frá kl. 18. Gaukur á Stöng veitingahús, Tryggvagötu 22, sími 11556. Ath! Á fimmtud. og sunnud. er opið til kl. 1 e.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.