Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 ERGO-DATA stóllinn frá DRABERTheldur þérígóðu skapi allandaginn I Drabert siturðu rétt ERGO-STYLE stóllinn frá DRABERT heldur þérígóóu skapi allandaginn I Drabert siturðu rétt HALLARMÚLA 2 HALLARMÚLA 2 Bladburöarfólk óskast! Austurbær Óðinsgata Þórsgata r '&uáMic L 1UICK L V PONTIAC J L ■0- □PEL n r, Bílasala CHEVROLET Tegund Árg. Ch Chevette 1976 Km. 71.000. Verð 10 þús. Ch Monte Carlo 1979 Km. 58.000. Verð 315 þús. Ch Citation 4 cyl. sjálfsk. 1981 Km. 10.000. Verö 350 þús. Ch Malibu Classic 4 d. 1981 Km. 37.000. Verö 430 þús. Ch Malibu Classic Station 1981 Km 34.000. Verð 600 þús. Ch Malibu Classic Station 1979 Km. 83.000. Verð 295 þús. Ch Malibu 2 d. Landau 1979 Km. 66.000. Verð 310 þús. Ch Malibu Classic 4 d. 1979 Km. 50.000. Verð 265 þús. Oldsm. Cutlass diesel 1979 Km. 40.000. Verð 270 þús. Oldsm. Delta 88 diesel Ný vél. Verð 390 þús. 1980 0L0SM0BILE irrsi w ■'U-'' tt: ■: 1 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR PÉTURSSON Vörður er dag og nótt við allar brýr. Sérhæfðar sveitir eru þess albúnar að mæta áhöfnum neðansjávarfarkosta af hvaða tagi sem er, ef þær freisti þess að ganga í land. Dularfullir kafbátar í sænska skerjagarðinum Nú rétt fyrir miðjan febrúarmánuð hófst áköf leit að meintum óvina- kafbáti eða kafbátum í skerjagarðinum rétt fyrir utan Karlskrona, þar sem ein af flotastöðvum sænska sjóhersins hefur aðsetur sitt. Undanfarin tvö ár hafa menn orðið varir við kafbáta á ýmsum stöðum við strendur Svíþjóðar og einkum við hernaðarlega mikilvæg svæði eins og Karls- krona og í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm þar sem aðalflotastöð Svía er við Hársfjörðinn. Hér er um að ræða svæði sem af hernaðarlegum ástæðum er algerlega bannaður aðgangur að, einkum útlendingum og jafnvel ferðamönnum. Ekki hafa aðrir atburðir vakið jafnmikla athygli og ugg hér í Svíþjóð eftir stríð nema ef vera skyldi þegar Stig Wennerström, háttsettur yf- irmaður í flughernum, var af- hjúpaður árið 1963 sem njósnari Sovétríkjanna. Athyglin beindist að þessu sinni einnig að grannan- um í austri, einkum vegna þess að kafbáturinn sem strandaði á skeri fyrir framan flotastöðina í Karlskrona 27. október 1981 var einmitt sovéskur. Sá atburður vakti heimsathygli á sínum tíma og einnig hinar umfangsmiklu tilraunir Svía ári seinna til að ná upp á yfirborð meintum kafbát- um langt inni í landhelgi. Flestir ganga að því sem vísu að þá og síðar hafi einnig verið um sovéska kafbáta að ræða. Nú hefur harka færst í leikinn og Olof Palme, forsætisráðherra Svía, hefur tekið það skýrt fram, að herinn hafi fengið skipun um að sökkva meintum kafbátum eða öðrum neðansjávarfarartækjum hiklaust. Ekki verði látið við það sitja að skjóta viðvörunarskotum einum saman. Þessum hótunum hefur bæði beint og óbeint verið beint til sovéskra yfirvalda. Kafbátar í sambandi við njósnastarfsemi í landi Fyrstu merkin að þessu sinni um óþekktan aðskotahlut innan við skerjagarðinn við Karlskrona komu fram 10. febrúar. Það var meðal annars að fiskinet fannst sundurtætt á allt öðrum stað en því hafði verið lagt kvöldinu áður. Við nánari athugun komu í ljós för á botninum sem bentu til þess að þar hefði kafbátur farið um, en svipuð för hafa áður fundist og verið sett í samband við ferðir kafbáta. Síðan hafa hernaðaryf- irvöld látið á sér skiija að fleiri vísbendingar hafi fengist um til- veru kafbáts eða annars óviðkom- andi farkosts. Hinn mikli viðbún- aður sem að þessu sinni er fyrir utan Karlskrona bendir til þess að herinn sé viss í sinni sök, þó aðeins sé talað um líkur í þessu sambandi eins og svo oft áður á máli hersins. Nú er meiri leynd yfir þessum aðgerðum en áður af hálfu stjórnvalda og hersins, en ekki er vafi á því að eindrægur vilji er fyrir hendi af hálfu þess- ara aðila að sýna einhvern árang- ur af þessum víðtæku aðgerðum. Hingað til hefur ekki tekist að ná neinum kafbát upp á yfirborð- ið eða beinum sönnunargögnum um að um óvinakafbát sé að ræða. Hér eru aðeins um að ræða meira eða minna líklegar vís- bendingar, a.m.k. hefur fjölmiðl- um ekki verið sýnt annað. Eina óyggjandi sönnunin er í raun og veru sovéski kafbáturinn áður- nefndi, sem sjálfur sigldi í strand. Að þessu sinni ná varnaðarráð- stafanir hersins og flotans til landsvæðisins kringum Karls- krona. Sá möguleiki að hinn óþekkti óvinafarkostur sé í sam- bandi við og jafnvel stjórnað frá landi, er ekki útilokaður. Hér get- ur sem sagt verið um að ræða víðtækari njósnaaðgerðir en áður hefur verið gert ráð fyrir. Sænska öryggislögreglan er sögð leita að óvina-„agentum“ á svæðinu sem er mjög vel vaktað þessa dagana. Hugsanlegt er að áhafnir kaf- báta komi sér undan landveginn með skipulagðri aðstoð úr landi. Sögur sem herinn hefur tekið al- varlega eru á sveimi um að óvið- komandi kafarar og froskmenn hafi sést nálægt hernaðarlega mikilvægum stöðum. Fylgst er með öllum mannaferðum og kraf- ist skilríkja. Aðeins heimamenn fá að fara ferða sinna og svæðið er lokað sjónvarpsmönnum og fréttamönnum. I skerjagarðinum er mikill við- búnaður. Net hafa verið strengd milli smærri eyjanna og vopnað- ur vörður er við brýrnar. Skip með hlustunartæki eru við öllu búin og þyrlur svífa látlaust yfir yfirborðinu. Sjóherinn betur búinn til kafbátahernaðar Sjóherinn hefur fengið aukið fjármagn að undanförnu og lögð hefur verið áhersla á að búa hann betur til varnar gegn kafbátum. Yfirmaður sjóhersins segir: „Við höfum lært af mistökunum." Hann ræður nú yfir sérbúnum skipum til kafbátaleitar og sér- hæfðum sveitum og tækniútbún- aði. Jafnframt virðist herinn reiðubúinn til að taka meiri áhættu við valdbeitingu. Djúp- sprengjum er markvisst beitt í því skyni að þvinga kafbáta upp á yfirborðið eða sökkva þeim ef í það fer. Talið er að hér geti verið um mjög litla og sérhæfða kaf- báta að ræða, jafnvel fjarstýrða og búna flóknum tækjum til að villa á sér heimildir. Talið er að slíkur kafbátur geti verið allt að tveimur vikum undir yfirborði sjávar í einu. Gert er ráð fyrir að minni kafbátarnir hafi annan stærri móðurkafbát sem miðstöð. Tuttugu djúpsprengjum var varpað einn og sama daginn nú í vikunni og í gær (föstudag, 24. febrúar), sprakk tundurdufl sem lagt hafði verið milli tveggja eyja í skerjagarðinum. Talsmaður sjó- hersins játaði að hér væri vís- bending um það að „eitthvað væri fyrir innan sem reyndi að komast út“. En sem komið er (laugardag, 25. febrúar), hafa talsmenn hers- ins þó ekki sagt sig hafa orðið vara við að neitt sem líktist kaf- báti hefði orðið fyrir þessum sprengjum. Hér er ekki um gamanmál að ræða, en mér datt það svona í hug eftir endalausar vangaveltur talsmanna hersins og fjölmiðla um dularfulla kafbáta eða önnur óþekkt neðansjávarfyrirbæri, að nú vantaði Svíum konunglegan skrímslafræðing. HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÓRU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.