Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Kirkjuvörður/ meðhjáipari óskast aö Hallgrímskirkju í Reykjavík. Umsóknir sendist fyrir 15. mars nk. til Sóknarnefndar Hallgrímssafnaöar Pósthólf 1016, R. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 3. mart verða til viðtals Mark- ús örn Antonsson og Gunnar S. Björnsson. Sæludagar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti: í fyrsta sinn þrír dagar til ráðstöfunar Ljóam. Mbl. KSe Hluti þeirra sem starfað hafa að undirbúningi Sæludaganna. í efri röð eru talið frá vinstri: Viðar Ágústsson kennari, Elín Eiríksdóttir, Rafn Rafn, Jóhann Hiíðar Harðarson formaður nemendafélagsins, Sigurgeir Kristjáns- son og Kristín Ólöf Jansen. Sitjandi eru frá vinstri: Sif Sigurðardóttir, Bára Jónasdóttir, Hilraar Sigurðsson og Árni Þorsteinsson. SÆLUDAGAR hafa staðið yfir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá því á miðvikudag. Er hér um að ræða þrjá daga þar sem hefðbundin kennsla fellur niður og í staðinn vinna nemendur saman í hópum að verkefnum sem þeir hafa valið sér og óskað eftir að vinna að þessa þrjá daga. Auk þess er boðið upp á ým- iskonar skemmtidagskrá alla dag- ana, svo sem tónleika, kvikmynda- sýningar, gjörninga og fleira. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum þrjá daga til ráðstöfunar," sagði Rafn, nemandi í fjölbrauta- skólanum og meðlimur sæludaga- nefndar. „Áður hafa verið einn eða tveir dagar sem ráðstafað hefur verið á þennan hátt. Við stefnum að því að hafa sæludaga í heila viku næsta ár, en það var ekki tal- ið ráðlegt að hafa þá fleiri en þrjá að þessu sinni. Nemendur völdu fulltrúa í hinar ýmsu nefndir sem nú hafa starfað af fullum krafti að undirbúningi og framkvæmd sæludaganna. Kjörið var í sæludaganefnd, upp- ákomunefnd sem sér um að skipu- leggja skemmtidagskrá, umhverf- isnefnd sem hefur unnið að því að gera skólann aðeins huggulegri og hlýlegri og að lokum voru nem- endur kjörnir í nefnd sem sér um allt sem viðkemur almennings- tengslum. Sú nefnd hefur meðal annars gefið út fréttabréf með upplýsingum um Sæludagana, drögum að dagskrá og hugmynd- um um framkvæmd þeirra. Kennnarar taka virkan þátt í þessu með okkur og allir fastráðn- ir kennarar hafa skráð sig þátt- takendur í einhvern hinna 28 hópa sem í boði eru. Meðal þeirra verk- efna sem hóparnir vinna að eru verkefni sem tengjast matargerð, líkamsrækt, kennslu í grunnskól- um, blaðamennsku, eiturlyfjum, námi að loknu námi hér í fjöl- brautaskólanum og fleiru. Þátt- taka í síðastnefnda hópnum var geysilega mikil, þetta er fjölmenn- asti hópurinn, um 200 nemendur eða nærri 20% allra nemenda skólans. Þetta teljum við sýna vel hversu upplýsingaskortur um svokallað æðra nám er mikill til Borö fyrir skermtölvur Borö fyrir tölvuvinnu Vinna viö skermtölvur og innsláttarborð krefst sérstakrar vinnuaðstööu. Komiö í húsgagnadeild okkar, Hallarmúla 2, og skoöið B8 tölvuboröin. Skrifborö á sérstöku afsláttarveröi í nokkra daga. Tölvuhópurinn að störfum. Myndir: Kristján Einarsson. Árdagar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla: „Spor í lýðræðisátt“ efnin eru þannig valin af nemend- um sjálfum og eiga fæst þeirra nokkuð skilt við hinar hefðbundnu kennslugreinar innan skólans, — segir einn nemandi skólans „Ég tel að árdagarnir séu spor í lýðræðisátt, hvað varðar kennslu- skipulag í skólanum. Þá á ég við að nemendur hafi meiri áhrif á skipu- lagið en verið hefur, til dæmis kennslugreinar og kennsluaðferðir," sagði Heimir Már Pétursson blaða- fulltrúi árdaga sem nú standa yfir í fjölbrautaskólanum við Ármúla. Árdagar hófust föstudaginn 24. febrúar og þeim lauk fimmtudag- inn 1. mars. Hér er um að ræða vinnuviku, þar sem nemendur starfa saman í hópum að einhverj- um þeirra 28 verkefna sem í boði eru. Auk þess var á hverjum degi og hverju kvöldi boðið upp á ým- iskonar skemmtiatriði, leiksýn- ingu, tónleika og fleira. „í haust var kjörin sjö manna árdaganefnd, sem vann að undir- búningi þessara daga af fullum krafti frá ársbyrjun. Nemendur komu með uppástungur um verk- efni sem þeir höfðu áhuga á að vinna að og síðan var gerð könnun meðal allra nemenda þar sem þátttaka þeirra var könnuð. Verk- sem falla niður á meðan á árdög- um stendur. Langflestir hóparnir hafa orðið sér úti um leið- beinendur og fyrirlesara um þau verkefni sem hver hópur vinnur að, en meðal þeirra eru leiklist, leðurvinna, fatahönnun, ræðu- Leiklistarhópurinn á leiklistarnámskeiði. Hann vinnur einnig að leikþáttum sem sýndir verða á árshátíð skólans í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.