Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Virtur lögfræðingur í Póllandi yfirheyrður \ arsjá, 2. marz. AP. LÍjGí'RÆÐINGlJR, sem getið hefur sér orð fyrir afskipti af mannréttinda- málum, var yfirheyrður í dag til þess að hægt verði að úrskurða að hann hafi rægt ríkið er hann sakaði herstjórnina um að hafa logið sökum á annan lögfræðing til þess að hylma yfir meinta aðild lögreglunnar að láti tánings, sem studdi Samstöðu, í maí i fyrra. Lögfræðingurinn, Wladyslaw Sila-Nowicki, sem er sjötugur, var látinn laus eftir yfirheyrslurnar, að sögn PAP-fréttastofunnar, en AP-fréttastofunni tókst ekki að fá það staðfest. Rannsókn af þessu tagi fer jafnan fram áður en form- leg ákæra er gefin út. Reynist Sila-Nowicki sekur á hann yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi. Sila-Nowicki sat í fangelsi í ára- tug snemma á valdatíma komm- únista í Póllandi. Á hann var ráð- ist i pólskum blöðum í gær. Sila- Nowicki sendi 11. febrúar Jaruz- elski herstjóra bréf þar sem hann sakaði lögregluna um að hafa bor- ið rangar sakir á lögfræðinginn Maciej Bednarkiewicz, fulltrúa móður Grzegorz Przemyk, ungs stuðningsmanns Samstöðu, sem lést í vörslu lögreglunnar í fyrra- vor. Bednarkiewicz var handtekinn 11. janúar sl. sakaður um að hafa gefið liðhlaupa úr hernum pen- inga. Þremur vikum eftir hand- tökuna tilkynnti herstjórnin að frestað hefði verið um óákveðinn tíma réttarhöldum yfir tveimur lögregluþjónum, tveimur læknum og tveimur sjúkraflutninga- mönnum, sem sagðir eru bera ábyrgð á láti Przemyk, en þau áttu að hefjast 3. febrúar sl. Tony Benn fær oröið þegar úrslit í aukakosningunni í Chesterfield hafa veriö kynnt. Bouterse óttast innrás í Surinam Paramaribo, Surinam, 2. mars. Al*. DESI Bouterse leiötogi herstjórn- arinnar í Suöur-Ameríkurfkinu Surinam staöhæfði í dag að innrás frá nágrannaríkinu Frönsku Guy- ana væri í bígerð og kvað fyrrum herforingja og hermenn frá Surin- am taka þátt í samsærinu. Bouterse sagði að tveir menn, sem hann nefndi ekki á nafn, hefðu verið handteknir vegna þessa máls. Hann kvaðst búast við því að árásin yrði gerð jafn- vel þegar á laugardag. Bouterse rændi völdum í Sur- inam árið 1980, en fram til 1975 var landið hollensk nýlenda. Desi Bouterse Gróðurhúsinu viö Sigtún, símar: 36770-86340 Kynning* Palmar 1 pessahelgiefnumvi^—" kVnningarapélmuraVWgott úrval af þessum serstæou oy pouaplörturn' vefður sérfræöingur I dag millikl-1 .. faq»ega ráðgjof og ^"^-ameð,erðÞeirr3' Tilboð i tilefni l'n'9arlknrn^.0o Dvergpalmar. aðunt"kr 960o Komið við i Blómavali um helgma Aukakosningarnar í Chesterfíeld: Oruggur sigur Tony Benns ('hesterHeld, 2. mars. AP. TONY Benn, frambjóðandi Verkamannaflokksins, vann mikinn sigur í auka- kosningum sem fram fóru í bænum Chesterfield í Miö-Knglandi í gær. Hann hlaut tæplega 25 þúsund atkvæöi eöa 46%, frambjóðandi Bandalags jafnaö- armanna og frjálslyndra hlaut rösklega 18 þúsund atkvæði eða 35%, og frambjóöandi íhaldsflokksins hlaut um 8.000 atkvæöi eöa 15%. Fjögur pró- sent atkvæöa féllu í hlut 14 annarra frambjóöenda. Kjörsókn var 77 af hundraði. Benn, sem er leiðtogi róttæk- ustu aflanna í Verkamanna- flokknum og einn umdeildasti stjórnmálamaður Breta, var þing- maður fyrir Bristol í þrjá áratugi, en tapaði sæti sínu í þingkosning- unum í fyrra. Talsmenn Verkamannaflokks- ins hafa fagnað úrslitunum og eft- ir Neil Kinnock, formanni flokks- ins, er haft að þau sýni hvers flokkurinn er megnugur þegar all- ir flokksmenn standa saman. Skoðanamunur og klofningur í Verkamannaflokknum á undan- förnum árum er talin ein ástæðan fyrir ósigri hans í síðustu þing- kosningum. Chesterfield, sem er námabær, hefur um árabil verið öruggt kjör- dæmi Verkamannaflokksins og um þessar mundir er þar mikið atvinnuleysi, en engu að síður er litið svo á að úrslitin séu áfall fyrir stjórn Margrétar Thatchers, og Leon Brittan innanríkisráð- herra sagði í sjónvarpsviðtali er niðurstöður voru kunnar, að þau væru „augljóslega vonbrigði fyrir íhaldsflokkinn". Slökunarfundur í Suður-Afríku Jóhanncsarborg, 2. mars. AP. HALDINN var í dag fundur hátt- settra embættismanna Suöur-Afríku og Mósambík, í þeim tilgangi aö draga úr spennu í suöurhluta Afríku. Daginn áöur slepptu Suður-Afríku- menn þjóðernisleiðtoga úr fangelsi. Pietr W. Botha forsætisráð- herra tók þátt í fundunum í Höfðaborg, og er það í fyrsta skipti sem hann tekur beinan þátt í viðræðunum, sem staðið hafa yf- ir með hléum í 10 vikur. Leiðtogar viðræðunefndanna eru Jacinto Veloso efnahagsmálaráðherra af hálfu Mósambík og R. F. Botha utanríkisráðherra af hálfu S-Afr- íku. Búist var við að fundunum lyki á laugardag með samkomu- lagi um friðsamlega sambúð ríkj- anna. Á fimmtudagskvöld var Her- mann Toivo ja Toivo, stofnandi frelsishreyfingar Suðvestur- Afríku, SWAPO, látinn laus úr fangelsi, en hann hafði þá setið inni í 16 ár af 20. Toivo hét því að ganga til liðs við samtökin, sem berjast fyrir sjálfstæði Suðvest- ur-Afríku, Namibíu, og kvaðst álíta sig ófrjálsan þar til þjóð sín nyti óskoraðs frelsis. Litið er á náðun Toivo sem enn eina tilraun S-Afríkumanna til að bæta sambúðina við Angólu, þar sem SWAPO hefur bækistöðvar sínar, og ennfremur eykur náðun- in vonir um að hafnar verði við- ræður er síðar muni leiða til sjálfstæðis Namibíu. Til átaka hefur hins vegar kom- ið í norðurhlutum Namibíu síð- ustu daga og voru 23 skæruliðar felldir um síðustu helgi. Talið er að þeir hafi verið úr hópi 200 skæruliða, sem laumuðust inn í Namibíu frá Angóla. Videla ákærður BuenoN Aires, 1. mars. AP. JORGE R. Videla, fyrrum forseti Argentínu, hefur veriö sakaöur um að hafa misnotað völd sín í embættisrekstri viö yfirtöku flug- félagsins Austral, sem var í einkaeign, áriö 1980. Lögð var fram ákæra á hendur Videla í dag og einnig fyrrum ráðherrum og stjórn- endum þróunarbanka Argent- ínu. Videla varð leiðtogi þriggja manna herforingjastjórnar í kjölfar byltingar hersins í Arg- entínu 1976. Videla sat að völd- um þar til í marz 1981 er Rob- erto Viola hershöfðingi tók við af honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.