Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 27 Nýr föstuhökull í Hallgrímskirkju VIÐ MESSU í Hallgrímskirkju nk. sunnudag kl. 11 verður tekinn í notkun nýr og forkunnarfagur fostu- hökull, sem Kvenfélag Hallgríms- kirkju hefur gefið kirkjunni. Hökul- inn gerði frú Unnur Ólafsdóttir, listakona, og eftir fráfall hennar á síðastliðnu sumri lauk aðstoðarmað- ur hcnnar, Ásdís Jakobsdóttir, verk- inu. Hökullinn er gjörður úr fjólu- bláu flaucli, með silfurkrossi og ígreyptum íslenskum steini. Á kirkjan nú skrúða í öllum lit- um kirkjuársins. Auk hins nýja á hún tvo aðra, sem frú Unnur hefur gert, rauðan og svartan. Grænn hökull og samstætt altarisklæði er unnið af frú Sigrúnu Jónsdóttur, og hvítur hátíðarhökull er dansk- ur. Allur þessi skrúði er gjöf Kvenfélags kirkjunnar, að undan- skildum svarta höklinum, sem frú Unnur og maður hennar, Óli fs- aksson, gáfu kirkjunni. Sá hökull er aðeins notaður einu sinni á ári, á föstudaginn langa, og er einstök gersemi. Frá upphafi hefur það verið efst á stefnuskrá Kvenfélags Hallgrímskirkju að fegra og prýða kirkju sína, auk þess, sem félags- konur hafa stutt kirkjubygging- una dyggilega, með ráðum og dáð. Nú í vetur afhentu þær kirkjunni minningargjöf um látnar féiags- systur: moldunarsá til notkunar við útfarir, mikinn kjörgrip, sem Björgvin Svavarsson, silf- ursmiður, smíðaði. Er hann sam- stæður moldunarspaða, sem Björgvin gerði einnig og góðir vin- ir kirkjunnar færðu henni fyrir nokkrum árum. Prestar og forráðamenn Hall- grímskirkju færa Kvenfélagi kirkjunnar heilshugar þakkir fyrir þessar góðu gjafir, og stuðn- ing allan fyrr og síðar. Helgur skrúði og fögur list ljóðs og lita og tóna er ómetanlegur þáttur í til- beiðslunni, ómissandi hluti þeirra hátíðar er maðurinn gengur til samfunda við Guð sinn og föður á himnum. Við prýðum heimili okkar er við fögnum góðum gest- um, prýði helgidómsins er tjáning mannssálarinnar er býður Drottin velkominn og fagnar honum. Þetta var frú Unni Ólafsdóttur vel ljóst. Með list sinni markaði hún tímamót í sögu kirkjulistar á landi hér, handbragð hennar og listsköpun mun um ókomin ár lofa Guð á sinn hljóðláta hátt og lyfta lofgjörð safnaðanna í hæðir. Blessuð sé minning hennar. Karl Sigurbjörnsson Athugasemd Þess skal getið, vegna afmæl- iskveðju til Björgvins Jóhannes- sonar hér í blaðinu í gær, að heim- ilisfang hans er nú hér í Reykjavík á Ægisíðu 125. FERÐAMIÐSTÖÐIN við Aðalstræti hefur kynnt ferðamannastað sinn Beni- dorm í Þórscafé á sunnudagskvöldum. Boðið er upp á skemmtiatriði hússins auk þess sem sýnd er kvikmynd frá Benidorm og spilað ferðabingó þar sem vinningar eru ferðir til Benidorm. Þá er farið í samkvæmisleiki sem Guð- laugur Tryggvi Karlsson stjórnar og sést hann á meðfylgjandi mynd ásamt glöðum gestum. Næsta ferðakynningarkvöld Ferðamiðstöðvarinnar verður nk. sunnudag, 9. mars nk. Imbrudagar í Fjöl- brautum Garðaskóla INBRUDAGAR Fjölbrauta Garða- skóla verða settir mánudaginn 5. mars. Mun skólinn verða opinn fjög- ur kvöld vikunnar. Á mánudags- kvöld leikur „Jazzbandið“, ásamt ýmsum öðrum. Árshátíð nemenda verður í húsakynnum Óðins og Þórs þriðjudagskvöldið 6. mars. Valgeir Guðjónsson stuðmaður verður á staðnum á fimmtu- dagskvöld, og þar verður einnig létt jazzkynning í höndum Gérard Chinotti. Föstudagskvöldið 9. mars munu „Gómar á vegum Tannlæknafé- lagsins" og Hvítasunnupopp- hljómsveitin þeyta Ijúfum tónum um salarkynni skólans. Hápunktur vikunnar er svo frumsýning óperettunnar „Lags- þvælu", eftir Þór Jónsson, sem verður í félagsmiðstöðinni Garða- lundi, Garðaskóla v/Vífilsstaða- veg, laugardaginn 10. mars kl. 20.00. Önnur sýning Lagsþvælu verður sunnudagskvöldið 11. mars kl. 20.00. Einnig má geta þess að þriðju- daginn 6. mars munu nemendur reyna við heimsmet, sem felst í því að koma sem flestum persón- um inn í eina Wartburg-bifreið. | 'W * LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð viö birtingu auglysingar kr. 213.600.- Lán 6 mán. 107.000.- Þér greiðið Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 106.600.- Verðlisti Lada 1300 . 163.500 Lada 1300 safír 183.000 Lada 1200 station 175.500 Lada 1500 station 196.500 Lada 1600 198.500 LadaSport . 299.000 IJ 27 15 sendibíll . 109.500 UAZ 452 frambyggður 298.000 UAZ 452 m/S-kvöð 234.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.