Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 48
verið örugg verslið við fagmenn! nííFljíWinMfifoiifo Veist þú umeinhverja H;________góöafrétt? ringdu þá í 10100 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Reykjavík: Eftirspurn mun minni en vonast VERÐ Á landbúnaðarvörum hækkar að meðaltali um 22,5% í dag, en algengustu tegundir hækka á bilinu 22—33%, samkvæmt útreikningi sexmannanefndar. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að mjólkur- fernan hækkar um 31%, eða úr 12,55 krónum í 16,45 krónur. Þá hækkar kílóið af smjöri úr 144,40 krónum í 192,70 krónur, eða um 33%. Kílóið af 45% osti hækk- ar úr 135,25 krónum í 165,95 krón- ur, eða um 23%. Þá má nefna, að kílóið af blönduðu súpukjöti hækkar úr 86,10 krónum í 106,25 krónur. Sjá ennfremur bls. 26. var til Á ANNAÐ þúsund umsóknareyðu- blöð vegna væntanlegrar lóðaút- hlutunar í Reykjavík hafa verið af- hent á skrifstofu borgarverkfræð- ings í Reykjavík, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið hefur afl- að sér. MorgunblaðiA/ KEE Með léttri sveiflu ... LIONEL Hampton lék við hvurn sinn fingur og það var ekki að sjá að maðurinn væri kominn á áttræðisaldurinn á tónleikum hans í Háskólabíói í gærkvöldi. Sjá blaðsíðu 3. Hafnarfjörður: Hamarinn friðaður og bænum færð stórgjöf HAFNARFJARÐARBÆR varð 75 ára í gær eins og komið hefur fram í fréttum. í tilefni afmælisins boðaði bæjarstjórn til hátíðarfundar í íþrótta- húsinu við Strandgötu í gærkveldi. Á þeim fundi samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu um friðlýsingu og skipulagningu Hamarsins og tillögu um að stefna bæri að byggingu nýs bókasafnshúss fyrir Bókasafn Hafnar- fjarðar. Þá kvaddi Sverrir Magnússon, lyfsali í Hafnarfirði, sér hljóðs og færði ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Hafnarfirði að gjöf fasteignina Strandgötu 39, þar sem apótek Hafnarfjarðar er til húsa, ásamt miklu málverka- og bókasafni til stofnunar menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, sem bera á nafnið Hafnarborg. Fundurinn hófst með því að þeim drengjum sem nú eru að séra Gunnþór Ingason fór með vaxa upp, önnur þeim stúlkum bæn, Öldutúnskórinn söng „Þú sem nú eru að vaxa upp og sú hýri Hafnarfjörður". Vigdís þriðja óbornum kynslóðum til að Finnbogadóttir, forseti Islands, minna þau á gildi þeirrar náttúru færði bænum þrjár birkihríslur og umhverfis sem þau taka í arf. sem gróðursetja á í gróðurreitn- Sjá bls. 25. um á Hamrinum. Ein helgast Engin veiði fyrsta daginn ENGINN lax var kominn á land úr Norðurá um kvöld- matarleytið í gærkveldi, þeg- ar Morgunblaðið hafði sam- band við veiðihúsið þar, en stangveiði hófst í ánni í gær. Að sögn Friðriks D. Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra Stangveiðifélags Reykjavík- ur, er áin mjög köld og var hann því ekki bjartsýnn á að úr rættist fyrr en hitnaði í veðri, það væri ekki um ann- að að gera en að vona hið besta. Veiði hófst einnig í Laxá á Ás- um í gær. Haukur Pálsson, bóndi á Röðli, vissi ekki um kvöldmatarleytið í gær, hvort einhver lax hefði veiðst frá því um hádegi en þá hófst veiði í ánni, en sagði að gífurlega kalt væri og gæfi það ekki tilefni til bjartsýni. Hins vegar væri mjög mikið vatn í ánni, sem væri jákvætt. Edda komin og farin Farþegaskipiö Edda kom til Reykjavíkur um kvöldmatarleytiö í gær- kvöldi. Skipiö hélt síðan í sína fyrstu ferð á miðnætti og fóru um 400 farþegar meö skipinu, en 120 manna áhöfn er á því. Það er Farskip, sem rekur skipið og er mikill áhugi fyrir ferðum þess í sumar. Meðfylgj- andi mynd var tekin er Edda lagðist að bryggju í Sundahöfn í gær- kvöldi. Sjá bls. 24. Morgunblaðift/Ól.K.M. Mun það vera nokkuð minna en vonast var eftir af borgaryfirvöld- um, en þess ber þó að geta, sam- kvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, að af reynslu und- anfarinna ára megi sjá, að fjöl- margir þeirra sem ætla sér að sækja um byggingarlóðir, geyma sér að skila inn umsóknareyðu- blöðum til siðasta dags auglýsts umsóknarfrests. Umsóknarfrestur rennur út á morgun, föstudaginn 3. júm'. Skiptar skoðanir um samkomudag Alþingis RADDIR ERU UPPI um það innan Sjálfstæðisflokksins að kalla eigi Alþingi saman í júní- eða júlímánuði. Aðrir þingmenn flokksins og flestir þingmenn Framsóknarflokksins eru aftur á móti þeirrar skoðunar að ekki eigi að kalla þing saman fyrr en á reglulegum tíma, þ.e. 10. október. Þingflokkar stjórn- arandstöðunnar vilja hins vegar að Alþingi verði kallað saman hið fyrsta og rituðu forsætisráðherra bréf þess efnis í gær. „Ég sé ekki að það sé ástæða til þess að kalla þing saman að svo stöddu, ekki af þessum ástæðum," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, þegar Morgun- blaðið bar samþykktina undir hann. „Þessir tveir flokkar, sem að ríkisstjórninni standa, hafa ómótmælanlega mikinn meiri- hluta á þingi, og báðir þingflokk- arnir samþykktu ráðstafanirnar sem gerðar hafa verið. Þetta er að öllu leyti samkvæmt lögum og venjum, en ég mun leggja þessa samþykkt fyrir ríkisstjórnina á morgun," sagði Steingrímur Her- mannsson. Þeir þingmenn stjórnarflokk- anna, sem vilja að Alþingi komi saman fljótlega, vilja að þar verði um að ræða reglulegt þinghald, sem standi í 2—3 vikur, en verði síðan frestað til hausts. Þeir telja brýna nauðsyn á að fá forseta þingsins kosna og kosið í helztu nefndir, t.d. fjárveitinganefnd, en undirbúningur fjárlagafrumvarps þarf að fara að hefjast. Þeir sem telja 10. október æskilegri sam- komudag Alþingis, segja að stjórnarandstaðan muni tefja af- greiðslu bráðabirgðalaganna fram á haust ef þau yrðu lögð fyrir Al- þingi. Þingflokkarnir hafa ekki tekið endanlega afstöðu um þetta mál. I bréfi stjórnarandstöðunnar til forsætisráðherra segir, að það sé eðlileg og sanngjörn krafa, að Al- þingi starfi að minnsta kosti venjulegan starfstíma á þessu ári og verði kallað saman hið fyrsta eða þeim mun fyrr í haust. í bréf- inu segir, að stjórnarandstaðan vilji í mörgu fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin hafi valið og hafi umfram allt lagt áherzlu á að tek- ið verði með samræmdum hætti á öllum þáttum efnahagslífsins, en slíkt hafi ekki verið gert. Mjólkurlítrinn í 16,45 krónur Búvöruverð hækkar um 22% — 33%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.