Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 25 Frá opnun samsýningar hafnnrskra myndlisUrmanna f Háholti í gær. Meéal gesta rið opnuniaa var Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Hafnarfjörður 75 ára í gær: Samsýning listamanna og norrænt vinabæjamót HÁTÍÐAHÖLDIN vegna 75 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar hófust í gær með setningu norræns vinabæjamóts, þá var opnuð samsýning hafn- firskra myndlistarmanna í Háholti og um kvöldið var sérstakur hátíðar- fundur bæjarstjórnar í íþróttahúsinu og öllum bæjarbúum boðið til kaffi- samsætis. Raunar hafa hátíðahöld staðið yfir í bænum frá því á laugardag í síðustu viku og þeim lýkur með samfelldri afmælisdagskrá um helgina. Sjálfur afmælisdagurinn var hinsvegar í gær og hann hófst í Bæjarbíói kl. 10 árdegis með leik Lúðrasveitar Tónlistarskólans í Hafnarfirði. Að því loknu voru flutt ávörp og norræna vinabæja- mótið sett. Mótið er haldið sam- hliða afmælinu og það sækja 130 erlendir gestir. Samsýning hafnfírskra myndlistarmanna Samsýning 18 hafnfirskra myndlistarmanna var opnuð með hátíðlegri athöfn í Háholti kl. 14 í gær og meðal gesta við opnunina var forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir. Ellert Borgar Garð- arsson, bæjarfulltrúi, opnaði sýn- inguna. Á sýningunni eru verk málara, leirlistarmanna og gull- smiða. Auglýst var í blöðum bæj- arins eftir þeim listamönnum er áhuga hefðu á þátttöku og verk á sýningunni eiga bæði atvinnu- og frístundamálarar. Þeir sem verk eiga á sýningunni eru: Eiríkur Smith, Gestur Þorgrímsson, Guð- mundur Karl Ásbergsson, Gunnar Hjaltason, Gunnar Halldór Sigur- jónsson, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Haraldur Sigurjónsson, Haukur Sigtryggsson, Jón Gunnarsson, Jóna Guðvarðardótt- ir, Jónas Guðvarðarson, Jónína Guðnadóttir, Lára Magnúsdóttir, Níels Árnason, Sigrún Guðjóns- dóttir, Sigurbjörn Óskar Krist- insson, Sóley Eiríksdóttir og Sveinn Björnsson. Sýningin verð- ur opin til 12. þessa mánaðar. Síðdegis í gær var bátaleiga á Læknum í Hafnarfirði og í gær- kvöldi var efnt til sérstaks hátíða- fundar bæjarstjórnar í íþrótta- húsinu, en frá því er greint á öðr- um stað hér í blaðinu. Sögu- og sjóminja- sýning í Bryde-pakkhúsi Á laugardag í fyrri viku var opnuð sýning í hinu nýja Sögu- og sjóminjasáfni í Bryde-pakkhúsi við Vesturgötuna, en húsið hefur verið í endursmíði undanfarin ár. Húsið var reist 1865 af verslunar- og útgerðarfyrirtækinu P.C. Knudtzen og Sön. Að sögn Páls Bjarnasonar, arkitekts, er húsið mjög óvenjulegrar gerðar og stórt á þeirrar tíðar mælikvarða. Þetta Þau eiga sæti f afmælianefnd Hafnarfjarðarbæjar. Frá vinstri: Jóna Ósk Guójónsdóttir, Guðjón Tómaason, formaður, og Sjöfn Magnúsdóttir. I Bryde-pakkhúsi stendur nú yfir sýning á báta- og skipslíkönum á vegum Sjóminjasafns íslands og munum og myndum úr fórum Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið sjálft hefur verið í endurbyggingu undanfarin ár og er nú í fyrsta sinn opið almenningi. Ljósm. Kristján Einarsson. er í fyrsta skipti sem húsið er opið almenningi og er því sjálft einn helsti sýningargripurinn. Tvær sýningar eru í húsinu. Önnur er sýning báta- og skipalíkana á veg- um Sjóminjasafns Islands, en hin er sýning á munum og myndum úr fórum Byggðasafns Hafnar- fjarðar. Sýningarnar eru opnar alla daga til 19. þessa mánaðar. Áframhaldandi hátíðahöld Afmælisdagskránni verður fram haldið i dag og út þessa viku. Sýningar eru opnar í Háholti og í Flensborg, en þar er sýning 22 ungra myndlistarmanna og sýn- ingar úr skólum. Þessi sýning var opnuð á laugardag í fyrri viku. Hún er opin alla afmælisvikuna. I kvöld gangast skátar í Hafn- arfirði fyrir varðeldi á Hamrinum þar sem verður fjölbreytt skemmtidagskrá. Margt annað er til skemmtunar þessa dagana, s.s. íþróttakappleikir, siglingamót, diskótek, útvarpssendingar og sýningar á hafnfirskum kvik- myndum. Hápunktur hátíðahaldanna verður næstkomandi laugardag; þá verður samfelld skemmti- dagskrá frá því snemma morguns til miðnættis. Skátar verða með leiktæki á götum bæjarins, nor- rænt siglingamót verður haldið á höfninni, skemmtiatriði verða flutt við Félagsmiðstöðina og við Thorsplan, vinabæjamót í viða- vangshlaupi fer fram og um kvöldið verður útiskemmtun í miðbænum. 1 stjórn afmælishátíðanefndar eiga sæti Guðjón Tómasson, for- maður, Jóna ósk Guðjónsdóttir, Þórdís Albertsson, Sjöfn Magn- úsdóttir og Leó Löve. Með nefnd- inni hefur starfað Inger Helgason fyrir hönd Norræna félagsins í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.