Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 í Sumarbústaðinn og ferðalagið Olíulampar Olíuofnar Olíuhandlugtir • Garöyrkjuáhöld SKÓFLUR ALLSKONAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GAROSLÖNGUR SLÖNGUVAGNAR VATNSÚÐARAR HRÍFUR, ORF, BRÝNI GARÐSLÁTTUVÉLAR Garðyrkjuhanskar TONKINSTOKKAR Handverkfæri ALLSKONAR KÚBEIN, JÁRNKARLAR, JARDHAKAR, SLEGGJUR MURARAVERKFÆRI Málning og lökk FERNISOLÍA, VIOAROLÍA HRÁTJARA CARBÓLÍN BLAKKFERNIS PLASTTJARA PENSLAR, KÚSTAR RÚLLUR RYOEYDIR — RYÐVÖRN íslenskir FÁNAR Allar stæröir Fánalínur Fánalínufestingar Kuldafatnaöur KULDAÚLPUR ULLARPEYSUR STILL LONGS Ullarnærföt NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA Ullarleistar Vinnuskór Klossar SVARTIR OG BRÚNIR MEO OG ÁN HÆLKAPPA Gúmmístígvél Smábátaeigendur STÝRISHJÓL SIGLINGALJÓS ÁTTAVITAR SJÓNAUKAR BÁTADÆLUR, M. GERDIR BOTNSIGTI DEKKFLANGSAR BLAKKIR, M. TEG. KEFAR, FESTLAR BÁTSHAKAR RYÐFRÍIR SKRÚFLÁSAR ÁRAR, ÁRAKEFAR • NÆLONTÓG NÆLONGARN, M. TEG. KEÐJUR, SVARTAR og GALV. DREKAR, AKKERI STÁLVÍR, M. SVERLEIKAR • LUGTIR M. RAFHLÖÐU VASALJÓS BÁTAPRÍMUSAR • NORD 15 ÞURR- BJÖRGUNAR- BÚNINGAR OG VINNUBÚN- INGAR Björgunarhringir Björgunarbelti Björgunarvesti Alpokar Nælonlínur Handfæraönglar MEO GERVIBEITU Handfærasökkur 1125—2000 GR. TIL SJÓSTANGAVEIDI Handfæravindur MEO STÖNG Sjóveiðistengur MED HJÓLI Sjóspúnar og Pilkar MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL Kolafæri og vindur Kolanet Silunganet Ananaustum SÍMI 28855. Opið laugardag 9—12. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HENRY KAMM Frá Tírol Suður-Tirol — Þrætuepli í ítölsku kosningunum „Ég tel mig líka vera Auslurríkismann," scgir Silvius Magnago, hér- aðsforseti í Bolzano á Norður-Ítalíu, sem annars er þekkt sem sjálfstjórn- arhéraðið „Bozen-Siidtirol". Og hann bætir við: „Jafnvel enn þann dag í dag, þá er Austurríki föðurland mitt en Ítalía rikið sem ég bý í. Mér finnst ég ekki vera ítalskur.“ Magnago, sem er 69 ára að aldri, er með þessum orð- um að verjast hvassri gagnrýni stjórnarandstððunnar, en í þessu héraði jafnt sem annars staðar á Ítalíu fara fram almennar þing- kosningar 26. og 27. júní nk. Kosningabaráttan er þegar í algleymingi í þessu blómlega Alpahéraði, sem sigurvegararnir í heimsstyrjöldinni fyrri slitu frá Austurríki 1919 og innlim- uðu síðan í Ítalíu í þakklætis- skyni fyrir að Ítalía fór í stríðið gegn Þýzkalandi og Austurríki 1915. En öfugt við alla aðra hluta Ítalíu, þar sem kosninga- baráttan nú mun skera úr um, hvaða stjórnmálaflokkar munu mynda næstu ríkisstjórn í land- inu, þá eru flokkarnir í Suður- Tírol og leiðtogar þeirra varla nefndir á nafn annars staðar á Italíu. Úrslit kosninganna munu hins vegar ráða því, hverjir verða í forystu fyrir þýzkumælandi meirihluta héraðsins, sem er um 280.000 manns af alls 430.000 íbúum þar, en aðrir íbúar þar eru flestir ítalskir. Magnago hefur um árabil ótví- rætt verið sá stjórnmálaforingi, sem borið hefur ægishjálm yfir aðra stjórnmálamenn í hérað- inu. Hann er leiðtogi Þjóðar- flokksins, sem nýtur stuðnings mikils meirihluta þýzkumælandi manna í héraðinu. Hann er um margt dæmigerður Austurríkis- maður og var í þýzka hernum í síðari heimsstyrjöldinni, þar sem hann missti annan fótinn og eins og nær allir þýzkumælandi menn í Suður-Tírol er hann kaþ- ólskur og íhaldssamur. Flokkur hans hefur fjögur sæti í fulltrúa- deild ítalska þingsins og þrjú í öldungadeildinni. f fyrsta sinn í sögunni hefur það samt gerzt nú, að forystu- hlutverk Þjóðarflokksins á með- al þýzkumælandi fólks í Suður- Tírol hefur verið vefengt. Þar er að verki svonefnt „Átthagasam- band“ (Heimatbund), sem er enn þá þjóðernissinnaðra fyrir hönd þýzkumælandi manna en sjálfur Þjóðarflokkurinn. „Við búum við hreinræktað nýlenduástand," segir Eva Klotz, 31 árs gamall framhaldsskólakennari, en hún er einn af frambjóðendum þessa nýja flokks. Og hún bætir við: „Hvort sem ég vil eða ekki, þá verð ég að vera ítalskur ríkis- borgari." Síðan segir hún með áherzlu: „Því miður.“ Nýi flokkurinn ber fram mjög afdráttarlausa kröfu um það í kosningabaráttunni nú, að Suður-Tírol verði veittur sjálfs- ákvörðunarréttur í stað þeirra víðtæku sjálfstjórnarréttinda, sem héraðið hefur öðlazt jneð samningum eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Fyrri áfanginn í þeirri þróun var samkomulag milli Ítalíu og Austurríkis, sem var bætt við friðarsamninginn 1947 milli ít- alíu og bandamanna. Sá síðari náðist með beinum samningum milli íbúa Suður-Tírols og stjórnvalda í Róm 1972. Þá var það gert að skilyrði, að allir opinberir starfsmenn í héraðinu yrðu að geta talað bæði þýzku og ítölsku og að öll kennsla skyldi fara fram á þýzku fyrir þá sem þess óskuðu. „Það er hægt að afturkalla og ónýta sjálfstjórnarréttindin," segir Eva Klotz, sem rök fyrir kröfunni um sjálfstæði handa héraðinu. Og hún dregur enga dul á þá ósk sína, að héraðið muni að lokum sameinast Aust- urríki að nýju. „Víst voru þau landamæri óréttlát, sem dregin voru upp 1919,“ segir Magnago. „Flestir íbúar Suður-Tírols kysu helzt að búa þar, sem þeim finnst vera heimaland sitt. En það er bara ekki raunsætt að hugsa þannig, því að eins og er þá verður landamærum ekki breytt í Evr- ópu. Við viljum ekki varpa frá okkur kröfunni um sjálfsákvörð- unarrétt, en það er óskhyggja ein, að ætla sér að fylgja þeirri kröfu eftir nú.“ Andstætt Átthagabandalag- inu hefur Þjóðarflokkurinn ein- beitt sér að því að fá stjórnvöld- in í Róm til þess að flýta fyrir fjárframlögum til héraðsins og fylgt því fast eftir, að áður feng- in loforð varðandi réttarstöðu þýzka minnihlutans yrðu efnd, þar á meðal að öll réttarhöld og yfirheyrslur yfir þýzkumælandi fólki fari fram á þýzku. ítölskumælandi mönnum i héraðinu finnst aftur á móti, að sem þeir séu hafðir útundan og séu nánast orðnir að minni- hlutahópi í sínu eigin landi. Þannig býsnaðist ritstjóri ít- alsks blaðs í héraðinu yfir þvi fyrir skömmu, að taugadeild á sjúkrahúsi, sem lokið var við fyrir tveimur árum, hefði ekki enn tekið til starfa, þar sem ekki hefði fengizt sérfræðingur af þýzkumælandi uppruna til þess að veita henni forstöðu. Vandi ítalanna er mestur í borginni Bolzano, sem Mussolini átti hvað mestan þátt í að efla, en hann kom á sínum tíma á fót talsverðum iðnaði í héraðinu og lét flytja þangað ítalskt fólk. (New York Times, Ncws Service),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.