Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Verzlanir í Reykjavfk: Lokað á laugar- dögum frá 20. júní TVÆR verzlanir sérhverrar sölugrein- ar í Reykjavík hafa haft heimild til að hafa opið til kl. 16 á laugardögum. Frá 1. júní fellur sú heimild niður. Sam- kvæmt kjarasamningum verða verzl- anir lokaðar á laugardögum frá 20. júní. I ■samtali við Mbl. sagði Magnús Grímsvötn: Áíítvið það sama ALLT virðist vera við það sama við eldstöðvarnar í Grímsvötnum og undanfarna daga. Ekki var hægt að fljúga yfir eldstöðvarnar í gær vegna skýjafars, en gufu- mökkur hefur sést í nokkurri hæð, ofar skýjum, sennilega í svona 7—8 þúsund feta hæð. Það fer mikiö eftir veðri, vindura og hita- stigi, hvernig gufumökkurinn er, eða hvort hann er yfirleitt. E. Finnsson, framkv.stj. Kaup- mannasamtakanna, að skv. lögum frá 1936 hefðu sveitarfélögin rétt til að gefa út reglugerðir um af- greiðslutíma verzlana. I endurskoð- aðri reglugerð er Reykjavíkurborg setti 1982, væri kveðið á um, að fram til 1. júní mættu tvær verzlan- ir sömu greinar hafa opið til kl. 16 á laugardögum, en annars væri af- greiðslutíminn frá kl. 9—12. Hins vegar væri einnig heimild til að hafa opið allt að 8 klst. umfram venjulegan afgreiðslutíma, auk þess sem vörusýningar féllu ekki undir almennar reglur um afgreiðslutíma verzlana. Magnús sagði, að enda þótt lögin frá 1936 gæfu sveitarfé- lögunum kost á að ráða starfstíma verzlana, nýttu þau sér hann ekki öll. Væri þetta mjög bagalegt, en stefna Kaupmannasamtakanna væri að samræma reglur er um þessi mál gilda. Ennfremur sagði Magnús, að laugardagslokun hæfist 20. júní nk. og stæði fram til ágúst- loka. Væri lokunin skv. ákvæðum kjarasamninga við verzlunarfólk og tæki til verzlana um land allt. Asgeir Gíslason skipstjóri látinn LÁTINN er Ásgeir Gíslason skip- stjóri frá Hafnarfírði. Ásgeir var einn af kunnustu og afíasælustu skipstjórum okkar um langt árabil. Lengst var hann skipstjóri á togaranum Röðli frá Hafnarfirði og setti hann þá hvað eftir annað aflamet og sölumet erlendis enda var það hans aðall að koma með úrvalsfisk á sölumarkað. Síðustu árin var hann skipstjóri á togar- anum Rán. Ásgeir átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu tvö árin og lést á Borgarspítalanum sl. sunnudag 57 ára. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Hildi Frímann frá Norð- firði, og fjögur uppkomin börn. Utför Ásgeirs fer fram nk. mánu- dag. Ásgeir Gíslason. JEPPI valt á Suðurlandsbrautinni í gærdag um klukkan 16.00. Hann var á leið austur Suðurlandsbraut, þegar bíll virtist ætla að aka í veg fyrir hann á móts við hús nr. 16. Okumaður jeppans sveigði við það til vinstri, yfir á vinstri vegarhelm- ing en umferð kom á móti. Öku- maðurinn sveigði því jeppanum skyndilega aftur til hægri með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki urðu alvarleg meiðsli á mönnum. Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Nær er að hækka hlut í tannlækningum barna „ÁSTAND og horfur í fjármálum ríkisins eru með þeim hætti, að ég tel að það sé ekki hægt, bara eftir því hvað mönnum dettur í hug, að bæta við nýjum útgjöldum sem ekki eru inni í fjárlagadæminu, nema afla til þess fjár á móti. Þessi reglugerð sem Svavar gaf út 11. apríl átti að taka gildi 1. júní og það var engin fjáröflun til að standa undir þessu. Þegar séð var að svona stóð, sá ég mér ekki fært annað en nema hana úr gildi," sagði Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra, er Mbl. ræddi við hann um afnám reglugerðar þeirrar sem Svavar Gestsson setti um greiðslu 20% tannlæknakostnaðar. Samkvæmt því sem Mbl. kemst næst mun kostnaður samfara reglugerðinni vera áætlaður á annað hundrað milljónir króna. Matthías sagði að hins vegar stæðu greiðslur vegna barna-, elli- og örorkulífeyrisþega óbreyttar og sagði síðan: „Ég tel nú að það væri nær, ef eitthvað rættist úr fjár- málum ríkissjóðs, að hækka hlut- deildina í kostnaðinum til barna á aldursskeiðinu 6 til 15 ára heldur en borga fullfrísku, vinnandi fólki og þar með fólki með há laun, 20% af greiðslum. Þetta er mitt viðhorf og ég ber miklu meiri kvíðboga fyrir ýmsum öðrum þáttum heil- brigðisþjónustunnar sem vantar stórfé." Aðspurður um röksemdafærsl- una að með reglugerðinni hefði tekist að koma í veg fyrir skatt- svik, sagði Matthías: „í fyrsta lagi vil ég ekki leggja neinn dóm á að heil stétt steli undan skatti, það hljóta að vera stálheiðarlegir menn og vonandi sem allra flestir í öllum stéttum og tannlækna- stéttinni einnig." Matthías sagði að lokum: „Ég legg aftur á móti mikla áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi tannheilsumál. Við beittum okkur fyrir stofnun Tannverndarsjóðs, sem stofnaður var með samningi á milli Tannlæknafélags íslands og Tryggingastofnunarinnar 19. apríl 1975, en hann annast kostnað við fræðslu um tannhirðu og tann- vernd. Fyrir nokkru var ráðinn tannlæknir í hlutastarf við heil- brigðisráðuneytið og hann kemur til með að starfa að fyrirbyggj- andi aðgerðum og ferðast um læknishéruðin í því skyni." Spurt og svarað um garðyrkju LESENDUR eru minntir á aö Morg- unblaðið býður lesendum sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesenda- þjónustu um garðyrkjumál. Geta les- endur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli kl. 11—12 og raunu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síð- ar. Fyrirspurnir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Haf- liða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. 978 byggingarlóðum verð- ur úthlutað í byrjun júlí 858 í einbýli -120 í raðhúsum NÍU HUNDRUÐ sjötíu og átta byggingarlóðum verður úthlutaö í Reykja- vík í byrjun júlímánaðar, en af þessum lóöum eru 858 einbýlishúsalóðir og 120 raöhúsalóðir, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Hjörleifí B. Kvaran, skrifstofustjóra borgarverkfræðings. Umsóknareyðu- blöð liggja nú frammi hjá borgarverkfræðingsembættinu í Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út á morgun, fíistiidaginn 3. júní. Lóðirnar skiptast þannig eftir hverfum, að á Ártúnsholti eru til úthlutunar 9 lóðir undir einbýl- ishús og verða lóðirnar bygg- ingarhæfar á þessu ári. í Selja- hverfi eru 34 lóðir til ráðstöfun- ar, 24 eru fyrir einbýlishús og 10 eru raðhúsalóðir og verða þær allar byggingarhæfar á þessu ári. Á Selási er um að ræða 134 lóðir, 77 þeirra eru fyrir einbýl- ishús og 57 fyrir raðhús og verða þær byggingarhæfar í ár. Flestar lóðirnar sem í boði eru, eru á hinu nýja bygg- ingarsvæði Reykjavíkurborgar við Grafarvog, eða 801 alls, sem til úthlutunar koma að þessu sinni, en fleiri lóðum verður út- hlutað þar síðar, en þá verður einkum um að ræða raðhúsalóðir og Ióðir fyrir fjölbýlishús. Hluti þeirra lóða sem nú verður út- hlutað, verður byggingarhæfur á þessu ári, eða 228 einbýlishúsa- lóðir og 53 raðhúsalóðir. Hins vegar verður einnig úthlutað 520 einbýlishúsalóðum, sem verða byggingarhæfar árin 1984 og 1985, 260 lóðir hvort ár, að sögn Hjörleifs B. Kvaran. Sem dæmi um gatnagerðar- gjald nefndi Hjörleifur einbýlis- húsalóð við Grafarvog, en þar er viðmiðunargjaldið 280,3 þús- und krónur fyrir einbýlishús af stærðinni 650,7 rúmmetrar. Gert er ráð fyrir því að gatna- gerðargjaldið af þeim lóðum sem byggingarhæfar verða í ár verði greitt á þessu ári, en gatna- gerðargjald af lóðum sem bygg- ingarhæfar verða árið 1984 verði greitt á tveimur árum, og gjald þetta greiðist á þremur árum fyrir lóðir sem byggingarhæfar verða árið 1985. Við það er miðað að vextir af þeim hlutum gatna- gerðargjaldsins sem greiðast á árunum 1984 og 1985 verði þeir Hjörleifur B. Kvaran, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, við líkan og kort af byggingarsvæðinu við Grafarvog. Ljósm. Mbl. KEE. hæstu lögleyfðu á hverjum tíma, en þessir vextir eru nú 47%. Hjörleifur sagði að bygging- arskilmálar á Grafarvogs- svæðinu væru mjög rúmir og væri aðeins ákvæði um há- markshæð húsanna og stærð grunnflatar og nýtingarhlutfall. Hvað hæð húsanna varðar fer það eftir landslagi hvort heimilt er að byggja einnar hæðar hús, einnar og hálfrar hæðar hús eða tveggja hæða hús. Borgarstjórn samþykkti ný- lega reglur um lóðaúthlutun í Reykjavík, en með þeim reglum er punktakerfi það sem vinstri meirihlutinn fyrrverandi kom á, lagt niður. í hinum nýju reglum, sem Iiggja frammi á skrifstofu borgarverkfræðings, eru sett venjuleg almenn skilyrði um fjárræði, íslenskan ríkisborgara- rétt og skuldleysi við borgarsjóð, og ennfremur að þeir einir komi til greina við úthlutun sem skila tæmandi útfylltum umsóknar- eyðublöðum innan umsóknar- frests. Ennfremur er áskilið, að hætti umsækjandi við bygging- arframkvæmdir eftir að þær eru hafnar, skuli borgarsjóður leysa til sín byggingarframkvæmdir, samkvæmt nánar tilfærðum reglum. Umsækjandi sem áður hefur hlotið úthlutun á aðild að fjölbýlishúsi, getur sótt um út- hlutun á ný 3 árum eftir að fjöl- býlishúsið varð fokhelt. Um sérbýli er tímamarkið 7 ár. Hjörleifur B. Kvaran benti á að það væri eftirtektarvert hvað ekki stæði í reglum þessum, en sem dæmi má nefna að ekícert ákvæði er um búsetuskilyrði í Reykjavík, eins og var í punkta- kerfinu, heldur eiga nú allir, bæði íbúar utan sem innan Reykjavíkur, jafnan rétt á að fá lóð í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hafa á annað þúsund umsóknar- eyðublöð vegna þessarar lóða- úthlutunar verið afhent á skrifstofu borgarverkfræðings. Mun það vera minna en vonast var eftir af borgaryfirvöldum, en þess ber þó að geta að af reynslu undanfarinna ára má ráða, að fjölmargir lóðaumsækjendur geyma að skila inn umsóknum til síðasta dags auglýsts um- sóknarfrests, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Síðasti dagurinn er á morgun, föstudag- inn 3. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.