Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 31 Heimsmynd okkar tíma eftir Gunnar Dal VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Heimsmynd okkar tíma eftir Gunnar Dal í tilefni sextugsafraælis höfundar 4. júní. Heimsmynd okkar tíma er 33ja bók Gunnars Dal. Á bókarkápu seg- ir m.a. „Skipta má öllum mönnum í tvo hópa. Þá sem vita hvað gerst hef- ur í vísindum, stjörnufræði, eðlis- fræði og líffræði eftir 1965, og hina sem vita það ekki. Þessir tveir hópar lifa í ólíkum heimum. Hvers vegna? Vegna þess að síð- ustu tvo áratugi hefur þekkingin, að dómi sumra vísindamanna, hundraðfaldast. Heimspekingar, trúmenn og vísindamenn hafa á öllum öldum sett fram ákveðna heimsmynd. Það sem gerir okkar heimsmynd frábrugðna fyrri heimsmyndum er, að hún byggist í fyrsta sinn á mælanlegum stað- reyndum. Nútímamaðurinn getur notað nýja tækni og á aðgang að upplýsingum sem engin kynslóð á undan honum gat þekkt. Bókin er í samræðuformi svo hægt sé að koma að ólíkum sjón- arhornum. Sviðsetningin er íbúð við Vesturbergið í Breiðholti III. Þar er heimsmynd okkar tíma rædd næturlangt af nemendum, fræðurum í raunvísindagreinum, trúmönnum og öðrum hugsuðum. Gunnar Dal. Bókin er tileinkuð nemendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Breiðholti." Heimsmynd okkar tíma er 195 blaðsíður og skiptist í tólf kafla; Inngang, Hvert er upphaf heims- ins?, Hvað gerist í stórusprengju?, Framtíð alheimsins, Hvernig myndast vetrarbrautir?, Vetr- arbrautin, Sólkerfið, Hvað er svarthol?, Hvað er ljós?, Hvað er efni?, Hvað er líf? og Hvernig verður líf til?. Vorfagnaður Nemenda- sambands MA VORFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri verður haldinn á Hótel Sögu, fóstudagskvöld- ið 3. júní, kl. 19.30. Nemendasambandið, sem er núna 9 ára, var stofnað í því skyni að stúd- entar og gagnfræðingar að norðan hefðu tækifæri til þess að viðhalda og endurnýja gömul kynni. Formaður Nemendasambandsins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, setur hátíð- ina. Veislustjóri verður Hörður Ein- arsson, tannlæknir. Ræðumaður kvöldsins verður nýkjörinn alþingis- maður, Kristín Halldórsdóttir. Söng og fjöri stjórnar Reynir Jónasson, tónlistarmaður. Sem vænta má verða gömlu lögin sungin fullum hálsi. Norðanmenn eru hvattir til að fjölmenna til fagn- aðarins og láta Rammaslaginn hljóma hátt og snjallt. (frétutilk{) Kristín Halldórsdóttir Ljósm. JS Talsverð aukning hefur orðið undanfarið á reiðhjólaslysum og að sögn lögreglunnar stafar það af því að nú með vorinu hafa hjólreiðar stóraukist. Ekki hafa alvarleg slys orðið, en lögreglan vill beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir sýni ýtrustu varkárni í umferðinni, einkum þar sem vænU má hjólandi fólks og barna. Meðfylgjandi mynd var tekin, þegar lögreglan vann að rannsókn á einu reiðhjólaslysinu, en ekki urðu þar nein meiðsli. Steinþór Einarsson lands- forseti JC-hreyfingarinnar TUTTUGUSTA og öðru landsþingi JC á íslandi er nýlega lokið, var það haldið á Höfn í Hornafirði, dagana 19. til 22. maí sl. Um 290 manns mættu á þetta landsþing og fluttu Flugleiðir hf. meginhluta þeirra gesta sem sóttu þingið. Landsþing JC hreyfingarinnar byggist mest upp á námskeiðum á meðan þingið stendur yfir. Einnig er veittur fjöldi viður- kenninga til hinna ýmsu félaga sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. Að þessu sinni hlaut JC Grindavík viðurkenningu sem besta JC-félag á Islandi starfsár- ið 1982 til 1983. Á þetta lands- þing komu margir erlendir gest- ir, þ.á m. komu landsforseti Sví- þjóðar, lf. Noregs, lf. Danmerkur Steinþór Einarsson og alþjóðlegur varaforseti, sem kom alla leið frá Ástralíu til að taka þátt í þessu þingi á Höfn í Hornafirði. Skipulag þingsins var til fyrir- myndar hjá Hornfirðingum, seg- ir í frétt frá JC hreyfingunni. Heildarfjöldi félaga í JC á ís- landi er 1.260. Kosin var ný landsstjórn fyrir starfsárið 1983 til 1984, en hana skipa: Steinþór Einarsson, lands- forseti, JC Hafnarfjarðar, Ari Þór Árnason, fráfarandi lf., JC Reykjavíkur, Albert Már Steingrímsson, með svið stjórn- un, JC Hafnarfjarðar, Björn Antonsson, með svið einstakl- ings, JC Garður, Björn Gíslason, með svið málefni byggðarlagsins, JC Selfoss, Marta Sigurðardóttir, landsritari, JC Reykjavíkur, Magnús Ólafsson, gjaldkeri, JC Grindavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.