Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Egilsstaðir: Skattskráin 1982 lögð fram Kgilsstoðum, 27. maí. SKATTSKRÁ Austurlandskjördæmis fyrir árið 1982 vegna gjalda ársins 1981 var nýlega lögð fram hjá skattstjóraembættinu hér. Að sögn skattstjóra, Bjarna Björgvinssonar, námu heildar- gjöld í umdæminu samtals kr. 214.475.051,-. Gjöld einstaklinga námu alls kr. 171.262.552,- og eru barnabætur þá ekki dregnar frá; gjöld lögaðila ífélaga) alls kr. 42.429.705,-. Gjöld einstaklinga hafa hækkað um 72,1% milli ára, lögaðila um 61,8% og barna 75,3% milli ára. Meðaltalsálagning á gjaldanda er hæst í eftirtöldum sveitarfélögum: Eskifirði kr. 26.272,-; Neskaupstað kr. 25.512,-; Búðahreppi kr. 24.820,-; Hafnar- hreppi kr. 24.453,-; Stöðvarhreppi kr. 24.287,- og Seyðisfirði kr. 23.472,-. Eftirtaldir einstaklingar eru hæstu gjaldendur skv. skattskrá 1982: Þorsteinn Kristjánsson, skipstj., Eskifirði, kr. 392.167,-, Sigurjón Valdimarsson, skipstj., Neskaupstað, kr. 366.440,- Eggert Brekkan, yfirlæknir, Neskaupstað, kr. 353,142,-. Eftirtaldir lögaðilar eru hæstu gjaldendur: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, kr. 4.235.877,-, Síldarvinnslan, Nes- kaupstað, kr. 3.630.200,-, Hrað- frystihús Eskifjarðar, kr. 2.740.627,-. Að sögn skattstjóra, Bjarna G. Björgvinssonar, verður skattskrá yfirstandandi árs að líkindum lögð fram innan skamms um mitt sumar vegna skattalagabreytinga er samþykktar voru á síðasta löggjafarþingi. — Ólafur. Nýja flugstöðin á Hornafjarðarflugvelli. Ný flugstöð á Hornafirði vígð i FLUGLE/DIR m „ÞESSI nýja flugstöð er gjör- bylting fyrir farþega sem um völlinn fara og starfsmenn, því hún tekur við af eldgömlum timburskúr, sem alls ekki hélt hita,“ sagði Ingólfur Arnarson umdæmisstjóri Flugmálastjórn- ar á Austurlandi um nýja flug- stöð, sem vígð var á Hornafjarð- arflugvelli á fimmtudag. Séra Önundur Björnsson prestur í Bjarnanesi vígði nýju flugstöðina, en ávörp við vígsluathöfn fluttu alþingis- mennirnir Egill Jónsson og Helgi Seljan, Pétur Einarsson flugmálastjóri, Friðjón Guð- röðarson sýslumaður og fleiri. Nýja flugstöðin er 420 fer- metrar, og er þar farþegaaf- greiðsla, aðstaða fyrir farþega, snyrting, flugturn, aðsetur fyrir starfsmenn og tækja- geymsla. Smíði hófst í sept- ember 1980 og er heildarkostn- aður stöðvarinnar um átta milljónir á núgildandi verð- lagi, en í þeirri upphæð er hlað fyrir flugvélar og bíla. Hönn- uður stöðvarinnar er Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson innréttinga. „Það verður ekki meira gert á Hornafjarðarflugvelli á þessu ári, fjármagn er af skornum skammti. Þessi fram- kvæmd er í raun og veru fyrstu úrbæturnar sem gerðar eru á Hornafirði síðan 1965, er þessi flugvöllur var tekinn í notk- un,“ sagði Ingólfur. vid hofum fönri SEM FARA ÞER VEL Ljósir sumarjakkar úr léttum bómullarefnum. Snið: eínhnepptir og tvíhnepptir Einnig mikið úrval af léttum sumarbuxum. Komdu og sjáðu „solid" föt sem fara þér vel. Stykkishólmur: Minkur og vargur gera usla í eyjum Stykkishólmi, 27. maí. SEINUSTU daga hefir verið góð tíð hér í Hólminum. Margir hafa notað þá til að sinna um eyjarnar, en þær eru nú fáar í byggð en flestar nytjað- ar af fólki úr landi. Varp byrjaði seinna en oft áður og áttu kuldar og erfið tíð sinn þátt í því. Þá hefir minkur og vargur gert mikinn usla í varpinu og þær eru margar eyjarnar sem dúnn hefir minnkað mikið í og þá sérstaklega eftir að byggð lagðist þar niður. Jafnvel í eyjum þar sem dúnn var áður um 25 kg hefir hann hrapað niður í 5 kg. Gestur Sólbjartsson, áður bóndi í Hrappsey, sagði mér að nú í vor hefðu þar verið unnir 24 minkar og bjóst hann við að nærliggjandi eyjar færu ekki var- hluta af þessari plágu. FrétUriUri Flautuleikur Tónlist Jón Ásgeirsson -• Gunnar Guðmundsson, flautu- lcikari, og Guðrún Guðmundsdótt- ir, píanóieikari, héldu tónleika í Hafnarfjarðarkirkju síðasta dag maímánaðar og léku verk eftir Bach, Schubert, Poulenc, Berkeley og Goddard. Gunnar er slingur flautuleikari með fallegan og tal- andi tón. Fimmta sónata i e-moll eftir Bach, er yndislegt verk með þeim undarlegustu tónvafning- um sem Bach lék sér að glingra með. Bæði í Bach og Inngangi og tilbrigðum eftir Schubert, vant- aði töluvert í samspilið því sam- leikarinn á píanóið var allt of hlédrægur. Vera má að sá litli stofuflygill, sem leikið var á, hafi verið svona tóndaufur. Það er ekki beint vel til fallið að nota svo lítið hljóðfæri, sem hér var gert, því þessi stærð af flygli er sú minnsta sem heppileg er til notkunar í heimahúsum, hvað þá í tónleikasal. Það er ekki viðeig- andi þegar halda skal upp á 75 ára afmæli að skera svo við nögl að til leiðinda horfi. Seinni hluti tónleikanna var léttari og t.d. margt fallega gert í Sónötunni eftir Poulenc. Gunnar er góður flautuleikari og hefur lagt mikla vinnu í þessa erfiðu efnisskrá og því svolítið meinlegt hversu hljómleikagestir ætluðu honum lítinn frið. Þarna voru einhverjir músíksnauðir Ijósmyndarar að skjóta með „flasssmellum" Gunnar Gunnarsson framan í flytjendur og ruddust meira að segja upp f predikunar- stólinn til að taka myndir af áheyrendum meðan leikið var. Auk þess sem fólk stundaði ráp og hurðaskelli eins og á „fimm- bíó“, þurftu ljósin að slokkna og var í rauninni merkilegt hversu einleikarinn hélt ró sinni. Tón- leikar eru stund hlustunar, tón- rænnar íhugunar og því eru öll umferð og óviðkomandi hljóð truflandi, bæði fyrir flytjendur og hlustendur og vægast sagt til- litsleysi, svo nærri stappar dónaskap, að nokkrum hljóm- leikagesti skuli detta í hug að haga sér eins og einn í heimin- um. Undirritaður vill stinga því að Gunnari, að leika þessa efnis- skrá og stilla svo til að á tónleik- ana komi fólk, sem getur og vill hlusta á góða tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.