Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 21 Bandalag kvenna: Bygging is fyrir AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í Reykjavík samþykkti eftirfarandi um ellimál: 1. Aðalfundurinn beinir þeim til- mælum til borgarstjórnar Reykja- víkur að nú þegar eða sem allra fyrst verði hafist handa um bygg- ingu á húsnæði fyrir aldraða, þar sem hjón og/eða einstaklingar geti keypt sér íbúð við sitt hæfi og ennfremur væru þar leiguíbúðir. Borgin sjálf ætti það og ræki þjón- ustumiðstöð, svo að íbúðirnar yrðu sem kallað er „verndaðar". Dag- heimili fyrir aldraða hafa þegar sannað ágæti sitt og ættu að vera til staðar í hverri byggingu sem byggð er og ætluð fyrir aldrað fólk. Heimili aldraðra ættu að vera f kjarna Reykjavíkurborgar, en ekki í úthverfum borgarinnar. 2. Aðalfundurinn leggur til við forráðamenn Ríkisútvarps/sjón- varps, að senda út daglegar ábend- ingar til aldraðra um að gæta sín f umferðinni, svo og að hafa öðru hvoru þætti um mataræði og annað sem við kemur líkamlegri og and- legri heilsu manna, er þeir komast á efri ár. 3. Aðalfundurinn beinir þeim til- mælum til heilbrigðisráðs Reykja- víkurhéraðs og annarra forsvars- manna ellimála, að stefnt verði að því, að koma upp samlækna- þjónustu á elliheimilum og jafn- framt að tryggja að reglubundin heyrn- og augnskoðun fari fram innan stofnananna. AHir fái sömu lífeyrisréttindi Um tryggingamál voru gerðar eftirfarandi samþykktir: 1. Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni með ný samþykkt lögum mál- efni aldraðra. I þessu sambandi vekur nefndin sérstaka athygli á 6., 7. og 8. gr. í 1. kafla nefndra laga. Vonast nefndin jafnframt til þess, að með framkvæmd laga þessara komist heilbrigðis- og félagsleg þjónusta aldraðra í það horf sem viðunandi getur talist. 2. Aðalfundinn vill enn, sem oftar áður, leggja áherslu á það við heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, að hjón fái greiddan ellilíf- eyri sem tveir einstaklingar. 3. Aðalfundurinn skorar á Tryggingastofnun ríkisins, að auka upplýsingastreymi sitt til almenn- ings og hvetja ábyrga starfsmenn sjúkrahúsa til að veita upplýsingar um réttarstöðu sjúklinga að lokinni sjúkrahúsvist. 4. Aðalfundurinn leggur áherslu á, að til framkvæmda komi loforð ríkisstjórnarinnar 1980 við aðila vinnumarkaðarins, sem er svohljóð- andi: Wterkur og L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! húsnæð- aldraða „Hraðað verði undirbúningi sam- fellds lífeyriskerfis fyrir alla lands- menn. Sú endurskoðun hafi það að megin markmiði, að lífeyriskerfið tryggi öllu fólki á vinnumarkaði sömu lífeyrisréttindi, óháð því hjá hverjum það starfar." Fri aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík. CAMRY er bíll sem hvarvetna hefur vakiö athygli fyrir fágaö útlit utan sem innan. CAMRY er árangur færustu hönnuöa TOYOTA til að koma meö sparneytinn Lúxusbíl. — CAMRY er vissulega bíll sem vert er að kynna sér nánar. • Mesta rýmið miðað við stærð • Minnsta eyðslan míðað við stærð • Framhjóladrif • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • Tveir yfirgírar • Vökvastýri • Stílhreinar línur • Lúxus innrétting MeW» TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 c Ipiðíl kvc ildl ifll kl.2 ffl O oo o o © o o ® O °o ° 0 0 Orj O ' ° o O ° o _ o O o o O ° o O , HAGKAUP °Skeifunni15 c t o.° o . o „ ° a * c o 0 o o 0 o a " 2 ° ».0 o O O °o 0 ' o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.