Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Halvard Jensen, Norðmaður í útlegð í Svíþjóð, söng gamanvísur svo áheyr- endur veltust um af hlátri. Gerd og Jalle frá Finnlandi léku lög af eldra taginu „með sveiflu". nægilegu fé til að standa straum af ferðakostnaði milli Islands og Skandinavíu og sú opinbera að- stoð, sem vísnavinir hafa notið á Norðurlöndum, er ekki ýkja mikil. Þetta er þeim mun sorglegri stað- reynd, þegar þess er gætt, hversu mjög vegur vísunnar hefur aukist á undanförnum árum og vinsældir hennar orðið stöðugt meiri. Aukin hljómplötuútgáfa á öllum Norður- löndunum með vísum jafnt af eldra sem yngra tagi sýnir það og sannar svo ekki verður um villst. Það er þvi ekki að ástæðulausu, að farið sé að tala um það, að „norræn vísnaalda" sé á leiðinni, svo notað sé orðfæri sænska vísnasöngvarans Sid Janssonar. Hann lætur sér ekki nægja að trúa staðfastlega á norrænu vísnaöld- una, en leggur sitt af mörkum í ríkum mæli til að flýta fyrir þróuninni; en Sid hefur unnið um tuttugu ára skeið í þágu vísunnar sem vísnasöngvari, eins og áður er nefnt, sem útgefandi vísna- hljómplatna, vísnavert (sem er ívið fínna orð en kynnir) á vísna- konsertum, og síðast en ekki síst sem einn af þremur dagskrár- stjórum Norrænu vísnahátíðar- innar í Stokkhólmi, ásamt Git Magnusson, visnasöngkonu og vísnavert frá Svíþjóð, og Norð- manninum Kalle Zwilgmeyer, sem hefur kynnt vísur í útvarpi og sjónvarpi í Noregi og einnig sung- ið og samið vísur. Þetta einvalalið stjórnaði þeim fimmtán opinberu konsertum sem haldnir voru á hátíðinni, og það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvernig þremenningunum fórst það úr hendi; þau kynntu Hanne Juul er íslendingum að góðu kunn. Hér er hún að syngja gömul íslensk þjóðkvæði án undirleiks. vísnasöngvarana fyrir áhorfend- um og gerðu það bæði vel og skemmtilega og þeim var einnig sá vandi á höndum að gæta réttlætis og jöfnuðar við samsetningu hverrar dagskrár fyrir sig, bæði með tilliti til þess að hvert land fengi hæfilegt rúm í dagskránni og eins að hver vísnasöngvari og efni hans fengi að njóta sín — og þetta vandasama hlutverk leystu þau með prýði. Flestir konsertarnir voru haldn- ir á Mosebacke etablissement. Þar er eins konar mekka vísna- söngvara og blues- og jazzhljóm- listarmanna á Norðurlöndum eftir að vísnaprámurinn Storkurinn lagði upp laupana, en hann lá við festar í Stokkhólmshöfn á sínum tíma. Auk konsertanna á Mose- backe voru svo konsertar í Kultur- huset, menningarmiðstöðinni við Sergelstorg í miðborginni, í Farsta, sem er úthverfi suður af Stokkhómi og í Hásselby Slott, sem er norræna menningarmið- stöðin í borginni. Eins og nærri má geta, var ógerlegt að mæta á alla konsertana, en eftir því sem best er vitað, tókust þeir allir með ágætum. Yfirleitt var fjölmenni áheyrenda og viðtökur þeirra eins og best varð á kosið — sem bendir vart til annars en að norræna vísnaaldan, sem fyrr var á minnst, sé skemmra undan en ætla mætti í fyrstu. Og það er reyndar ekkert skrýt- ið, þótt vegur vísunnar fari vax- andi. Visnasöngurinn er ljúfur fyrir hlustirnar og góður hjart- Git Magnusson er ekki aðeins skemmtileg vísnasöngkona, hún syngur einnig og túlkar vísur víðs vegar úr heiminum. Sid Jansson, vfsnasöngvari og þús- undþjalasmiður hvað vísuna varðar. Ljósm.: V. Pilroe. 33 anu, eins og einn ónefndur vísna- söngvari hefur komist að orði. Söngvararnir eru jafn mismun- andi á að hlýða og þeir eru margir og sama er að segja um efnið, sem þeir flytja. Það var t.d. afskaplega gaman að hlusta á Axel Falk, sautján ára ungling frá Gauta- borg — hann réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en flutti vísur eftir Evert Taube og Birger Sjöberg og tókst skínandi vel. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann gefið út hljómplötu með túlkun sinni á nokkrum ljóða Sjöbergs. Þá var Ulla Rosengren frá Danmörku ekki síður heillandi söngkona, en hún flutti hugljúfar og ljóðrænar vísur danskra nú- tímaskálda. Frá Finnlandi kom m.a. Olle Söderholm, sem söng og nánast lék gömul þjóðkvæði víðs- vegar frá Skandinavíu og minnti um margt í sviðsframkomu og lát- bragði á hinn íslenska Megas. Og Halvor Jensen frá Noregi býr í út- legð í Lundi og tekst í gamanvís- um sínum að segja frá Norðmönn- um, lífinu og tilverunni á þann hátt að áheyrendur halda um magann og veltast um af hlátri — sviðsframkoma þessa Norðmanns er með eindæmum, enda er hann leikari að atvinnu. Birgitta Hylin söng fyrir hönd Færeyja á vísna- hátíðinni og hún flytur einkum þjóðvísur — en hefur þó sungið fleira, þar á meðal fallegt eigið lag við kvæði Steins Steinarr um barnið við ströndina. Fyrir hönd íslenskra vísnavina voru mætt, auk undirritaðs greinarhöfundar, Hanne Juul, sem þarf vart að kynna íslenskum vísnavinum, og Ging Kutchback, sem hefur búið í Gautaborg sl. 30 ár og sungið þar mikið. Hún hefur m.a. samið mjög vinsælt lag við eitt af ljóðum Hjalmars Gullberg, „Kyssande vind“. Það mætti lengi halda áfram að telja upp snjalla vísnasöngvara og segja frá vísum þeirra. Þetta verð- ur þó látið nægja að sinni ásamt meðfylgjandi ljósmyndum — það er aldrei að vita, nema norræn vísnahátíð verði haldin innan skamms á ísiandi, og þá munu væntanlega margir af þeim ágætu vísnasöngvurum sem þöndu radd- bönd sín og strengi á Mosebacke nú í marsbyrjun flytja efni sitt fyrir íslenska áheyrendur. Þá mun vísnaaldan norræna enn magnast og vaxa og vísan hljóma enn víðar en nú er og þá verður gaman. — jsj. Pantaðu bílinn °9 feróin er haf in Með þjónustutölvunni CORDA veitum við þér upplýsingar um bílaleigur um allan heim, pönt- um rétta bílinn á svipstundu og staðfestingin kemur á stund- inni. Flugfélag með ferskan blæ ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Corda örugg leiósogn allaleid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.