Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 47 • Wilkins, einn fremsti kringlukasUri heimsins, vill ólmur koma til íslands og fá að keppa hér á landi, í lok september. Mac Wilkins bióur um að fá að keppa á íslandi MAC Wilkins, heimsmethafinn fyrrverandi í kringlukasti, og Olymiumeistari frá 1976, hefur sett sig í samband við Frjálsíþróttasam- band íslands og óskað eftir því að fá að koma til Islands og keppa í kringlukasti 20. og 21. september næstkomandi. Wilkins hefur verið á keppnisferð um Evrópu og staðiö sig með ágæt- um. Hann hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur og kastað milli 67 og 69 metra á nokkrum mótum, þannig að ef hér yrði venjulegt haustveður 20. og 21. september, mætti allt eins búast við hans bezta í ár og þá um leið bezta kringlukasts- afreki heimsins. Og Wilkins hefur sjálfur sagst vera til alls líklegur. Hann þekkir mætavel til hér á landi, keppti hér á Reykjavíkurleikunum 1978 sæll- ar minningar og aftur seinna. Nú biður hann sérstaklega um að fá að koma til íslands og keppa hér, ætlar sér trúlega stóra hluti. Helzt kæmi Erlendur Valdi- marsson, ÍR, til að veita Wilkins keppni, því Óskar Jakobsson, ÍR, og Vésteinn Hafsteinsson, HSK, eru farnir til náms í Bandaríkjun- um. — ágás. Evrópukeppin í handknattleik: Víkingar drógust á móti Færeyingum, FH móti Rússum og lið KR situr hjá í GÆR var dregið i Evrópukeppnun- um í handknattleik. íslandsmeistar- ar Víkings fengu létta mótherja í fyrstu umferð, drogust á móti Vest- manna í Færeyjum. Lið FH sem tek- ur þátt í IHF-keppninni fékk rúss- neska liðið Zaporohje. Bikarmeistar- ar KR sitja hinsvegar hjá í fyrstu umferðinni vegna mjög góðrar frammistöðu l’róttara i keppninni á síðasta ári. „Handknattleikslega séð er þetta hagstætt, og ég ætla að okkur takist að komast áfram í keppninni. En fjárhagslega er þetta ekki spennandi. Ég get varla ímyndað mér að það komi margir áhorfendur á leik okkar hér heima. Ég reikna með því að sá möguleiki verði athugað að báðir leikirnir fari annað hvort fram hér á landi eða í Færeyjum," sagði formaður handknattleiksdeildar Víkings Jón Kr. Valdimarsson. „Það er gott fyrir okkur í KR að sitja hjá í fyrstu umferð. Það gef- ur okkur betri tíma til undirbún- ings, en við munum leggja mikla áherslu á að standa okkur vel í Evrópukeppninni í ár,“ sagði formaður handknattleiksdeildar KR Gunnar Hjaltalín. „Formaður handknattleiks- deildar FH Ingvar Viktorsson var síður en svo hress með mótherja FH, enda á liðið langa ferð og kostnaðarsama fyrir höndum verði það að leika á útivelli. Ingv- ar sagði að FH-ingar myndu 'reyna allt hvað þeir gætu til þess að báðir leikirnir yrðu leiknir hér heima. Þetta væri þriðja skiptið í röð sem FH-ingar væru svona FINNAR sigruðu Svía með 21 stigi í árlegu frjálsiþróttakeppni þjóðanna, sem fram hefur farið í áratugi og alltaf vakið jafnmikla athygli, en í ár greiddu 82.277 áhorfendur aðgangs- eyri báða dagana inn á Ólympíu- leikvanginn i Helsinki. Finnar sigruðu í karlagreinum með 22 stigum, hlutu 215 stig gegn 193, en Ann-Louise Skoglund, sem keppti á Reykjavíkurleikunum i sumar, tryggði Svíþjóð eins stigs sig- ur i kvennakeppninni á síðustu metr- unum, í 4x400 metra boðhlaupi, 79—78. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum keppninnar. Reijo Stahlberg varpaði kúlu 20,70 metra, sem er hans bezta í ár, Arto Hárkonen kastaði 88,14 metra í síðustu umferð og tók efsta sætið af Svíanum Kenth Eldenbrink, sem kastaði 87,96 metra, en sagt er að Finnar kjósi fremur að tapa landskeppninni en spjótkastskeppninni. Ann-Louise óheppnir með mótherja í Evrópu- keppninni. Fyrst voru það Finnar, síðan ítalir og nú Rússar," sagði Ingvar. Skoglund sigraði í báðum grinda- hlaupunum, á 13,53 og 56,25, báð- um sama daginn. Samdægurs fékk hún einnig 50,70 í millitíma í 4x400 metra boðhlaupinu, sem sýnir hversu mikill hlaupari hún er. Arto Bryggare hljóp 110 metra grindahlaup á 13,60 sek., Erik Josjö 400 á 46,53, Patrik Sjöberg, 17 ára strákur, stökk 2,22 metra í hástökki, hefur 17 sinnum stokkið yfir 2,20 á árinu, og Tiina Lillak, heimsmethafinn í spjótkasti, kast- aði spjótinu 65,54 metra. íþróttaþing ÍSÍ um helgina DAGANA 4. og 5. sept. nk. verður haldið í Reykjavík, íþróttaþing ÍSÍ í Kristalssal Hótel Loftleiða, og verð- ur sett kl. 10.00 laugardaginn 4. sept. — ÞR. Finnar sigruðu Svía í frjálsíþróttakeppni VERÐIÐ HJÁ OKKUR ER SKORIÐ NIÐUR Sjón er sögu ríkari. STÓRÚTSÖLUMARKAÐURINN Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara, sími 28640. t Buxur á alla fjölskylduna. • Herraskór. • Skíðavesti. • Peysur á alla, konur og karla. • Bolir. • Herrajakkar. • Unglingapils. • Sokkar. • Sængurver og barnafatnaöur. • Náttföt og margt, margt fleira. STÓR- UTSÖLUMARKAÐURINN KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.