Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 39 Jónasar og konu hans, Sigríðar Jó- hannesdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, hve heimili þeirra var fallegt og heimilislegt, sást þar að þau lögðu metnað sinn í að búa sér og börnum sínum gott at- hvarf, þar sem gott var að koma. Börn þeirra eru Jóhannes, lög- regluþjónn í Reykjavík, og Elín Mjöll, fóstra í Reykjavík. Eftir lát konu sinnar, sem Jónas syrgði mjög, bjó hann með börn- um sínum og síðan einn. Þá helg- aði hann LL alla sína starfskrafta, því hann unni þessum félagsskap, m.a. kom Jónas á skrifstofu LL flesta daga. Vafasamt er að nokkur annar lögreglumaður starfi nokkurn tíma jafn mikið fyrir Landssam- bandið og eru Jónasi hér færðar þakkir fyrir störf sín. Veit ég að lögreglumenn um land allt hugsa til hans með þakkiæti fyrir þau margvíslegu störf sem hann vann fyrir þá og LL. Jónas hafði forystu í samninga- málum lögreglumanna og átti hann þar mjög gott samstarf við fulltrúa fjármála- og dómsmála- ráðuneytis, er virtu hann og mátu. Jónas var fulltrúi LL á þingum BSRB og sat í stjórn þar í nokkur ár. Hann gegndi einnig ýmsum öðrum trúnaðarstörfum bæði fyrir stétt sína og aðra. M.a. var hann fulltrúi lögreglumanna í NPF (Norræna lögreglusambandinu) og sat í stjórn þess meðan hann gegndi formennsku í LL. Eg vil færa Jónasi þakkir fyrir að hafa átt hann að vini og félaga. Þegar ég lít til baka sé ég að gott er að hafa kynnst sumum mönnum og Jónas var einn af þeim sem höfðu góð áhrif á mig, miðlaði mér fróðleik og vakti áhuga minn á ýmsum málum. Stjórn Landssambands lög- reglumanna færir Jónasi þakkir fyrir trausta forystu og leiðsögn þessi fyrstu ár sambandsins. Börnum Jónasar og öðrum ætt- ingjum vottum við innilega sam- úð. Minningin um góðan vin og fé- laga geymist hjá okkur öllum. Olafur K. Guðmundsson Að kynnast fólki, lifa með því og starfa, er ákveðin lífsreynsla og lærdómur, burtséð frá hvern per- sónuleika það hefur að geyma. Við tileinkum okkur flest það sem til eftirbreytni er vert, en sniðgöng- um hitt sem miður fer. ótal mis- munandi manngerðir verða á vegi okkar á lífsleiðinni en flestir líða hjá án þess að eftir þeim sé tekið og rísa vart upp úr meðalmennsk- unni. Hinir sem eftir standa marka spor í tilveru okkar. Jónas Jónasson varðstjóri var einn af þeim sem eftir stóð þegar fjöldinn fór hjá. Ég minnist Jónasar fyrst fyrir liðlega sex árum er ég þá sem ný- liði hóf störf í lögreglunni í Reykjavík. Kynni okkar hófust þó ekki að ráði fyrr en ári seinna á vettvangi félagsmálanna, sem alla tíð var ríkur þáttur í lífi Jónasar. Hann var þá formaður Lands- sambands lögreglumanna en ég nýkjörin í stjórn Lðgreglufélags Reykjavíkur. Er það skemmst frá að segja að þar kynntist ég traust- um og vandvirkum félgsmála- manni. Var hreint með ólíkindum þekking hans á hinum ýmsu svið- um félagsmála. Það væri synd að segja að einatt hefðu þýðir vindar blásið í samskiptum félgsmanna við Jónas. Oft var á hann deilt og menn ekki á eitt sáttir um vinnu- brögð hans. En er það ekki svo að oft bera óánægjuraddirnar ofur- liði það sem vel er gjört? Þegar upp er staðið tel ég þó að flestir hafi verið sammála um að for- mennsku sína rækti hann af stakri samviskusemi og hans innstu sannfæringu. Ég þekki það af eigin reynslu að oft eru störf að félgsmálum vanmetin og starfar það af þekkingarleysi, því oft er hægara um að tala en í að komast. Jónas var fysti formaður Lands- sambands lögreglumanna allt frá stofnun þess árið 1968 og fram til þessa árs. Að öðrum ólöstuðum tel ég hann hafa mótað stefnu þess og rutt brautina fyrir okkur hin sem við taka. Fyrir mig sem kom lítt reynd og snauð af allri þekkingu inn í völ- undarhús félagsmálanna, er ómet- anlegt að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með slíkum manni. Ég þakka Jónasi samfylgd- ina þann stutta tíma sem ég varð hennar aðnjótandi. Ragnheiður Davíðsdóttir. ég heyri jjóAn minns getió glaónar yfir mér um sinn. I'á er eins og dögun dafni, drýjji bjarma um himininn; vonum fjölgi, vedur batni, vökni af döggum jardar kinn. Þannig kveður Guðmundur Friðjónsson á Sandi í Aðaldal, frændi Jónasar Jónassonar, mannsins sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Það er líkt og skáld- bóndinn úr Aðaldal hafi haft frænda sinn í huga er hann samdi þetta fagra kvæði. Lýsingin á því hvernig hinn góði maður hefur mannbætandi áhrif á umhverfi sitt kemur vel heim og saman við þá mynd sem samferðarmenn Jón- asar Jónassonar geyma í hugskoti sínu um hann. Hann var boðinn og búinn til þess að rétta hjálpar- hönd hvenær sem þess var þörf. Til hans þurfti ekki að leita. Hann var gæddur þeim eðliskostum hins hjálpfúsa manns að bjóða fram aðstoð sína. Ástvinamissir er alltaf sár. Þó er varla nokkuð erfiðara að sætta sig við en missir góðrar og ástríkr- ar móður. I*ví hvad er ástar og hróðrar dí.s og hvaó er engill úr paradÍM hjá góóri og göfugri móóur kveður séra Matthías Jochumson. Fyrir tveimur árum urðum við fyrir þeirri þungbæru raun að missa móður okkar sem alla tið hafði verið okkur stoð og stytta og vinur í raun og gleði. Á slíkri stundu finnur maður fyrir van- máttarkennd og tómleikatilfinn- ingu, sem erfitt getur reynst að bægja burt, svo sem vonlegt er. En fátt er þá mikilvægara en að eiga einhvern að, sem af hlýhug og innileika mælir til manns. Jónas sýndi það svo sannarlega á þess- um tíma að hann var okkur sann- ur vinur. Við munum aldrei gleyma þeirri umhyggju sem hann sýndi föður okkar þá og æ síðan. Milli þeirra ríkti trúnaðartraust og vinskapur, sem við vitum að var báðum mikilvægur. Á þessari sorgarstundu viljum við nota tækifærið til þess að þakka Jónasi vinsemd þá sem hann sýndi föður okkar. Hún var honum styrkur og hjálp. Jónas var kvæntur móðursystur okkar, Sigríði Jóhannesdóttur. Hjónaband þeirra var alla tíð einkar farsælt, enda voru þau hjón samstíga í' öllu því er þau tóku sér fyrir hendur. Ætíð var samgangur mikill á milli heimila okkar og þeirra. Kom þar hvort tveggja til; skyldleiki og sá vin- skapur sem jafnan-var á milii fjöl- skyldnanna. Við eigum öll ljúfar endurminningar frá samfundun- um með fjölskyldunni á Hagamel 36. Þar ríkti jafnan gleði og ástúð, eins og alls staðar þar sem kær- leikur og tillitssemi situr í fyrir- rúmi. Seint á haustdögum árið 1969 dró ský fyrir sólu. Sigríður kenndi lasleika, sem við í fyrstu töldum ekki alvarlegan. En því miður kom annað á daginn. Um alvarlegan sjúkdóm var að ræða og lést hún 2. desember sama ár. Má nærri geta hvílíkt áfall þetta var fyrir Jónas. En á þessari stundu kom í ljós karlmennska hans og æðruleysi. Til marks um það annaðist hann heimilið og kappkostaði að þar væri allt sem áður. Hélt hann há- tíðleg jól þetta ár og breytti í engu frá þeim venjum sem ríktu á með- an kona hans lifði. Við sem næst honum stóðum vissum þó að fráfall konu hans hafði snortið hann djúpt. En harm sinn bar hann þó alltaf í hljóði og lét ekki bilbug á sér finna. Góður og traustur vinur er nú genginn. Hann skilur eftir sig skarð sem seint verður fyllt. Fjöl- skyldan á Kaplaskjólsvegi 39 sendir börnum Jónasar og tengda- dóttur, Elínu Mjöll, Jóhannesi og Kolhrúnu Helgadóttur innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jónasar Jónassonar. Jafnvel þó í foLspor fonni fjúki í .skjólin hoimarannN, goll er aó signa göfugmonni, fýalda blestmn minning han.s, dreifa skini yfir enni, ilmi um brjÓNt hins fallna manns. ((■uómundur KridjónsNon, frá Sandi) Kjölskyldan Kaplaskjólsvegi 39 Minning: Kistján Krist- mundsson kaupmaður Kristján Kristmundsson er lát- inn. Hann lést í Borgarspítalanum 24. ágúst sl. eftir stutta legu. Kristján fæddist í Bolungarvík 16. nóvember 1908 og var næst- yngstur tólf systkina, sem nú eru öll látin, nema tvö. Foreldrar hans voru hjónin Kristmundur Snæ- björnsson, bóndi, og Anna Jónas- dóttir, er þá bjuggu í Þjóðólfs- tungu, bæði Vestfirðingar að upp- runa. Kristján sleit barnsskónum í Bolungarvík, en flutti með for- eldrum sínum til Reykjavíkur 12 ára gamall. Hann hlaut barna- og unglingamenntun eins og hún gerðist á þeim tíma og stundaði síðan alla almenna vinnu, aðallega þó verslunarstörf og trésmíðar. Rak um tíma eigin matvöruversl- un, og síðar húsgagnaverslun og verkstæði. Einnig starfaði hann við húsasmíðar og sölu í félagi við aðra. Árið 1948 keypti hann versl- unina Nóva á Barónsstíg. Verslaði hann þar með búsáhöld og mat- vörur í 30 ár eða til ársins 1978, er hann varð að hætta vegna heilsu- brests. Kristján kvæntist árið 1931 Kristínu Lilju Hannibalsdóttur frá önundarfirði og eignuðust þau sex börn, þrjá syni og þrjár dætur, sem öll hafa stofnað eigin heimili, fjögur hérlendis og tvö erlendis. Allt er þetta myndarfólk, sem ber foreldrunum gott vitni. Lífshlaup Kristjáns lá ekki fremur en annarra manna um beinan og breiðan veg. Það skipt- ust á skin og skúrir, hann átti við veikindi að stríða, bæði í æsku og um miðbik ævinnar. En honum tókst með þrautseigju og dugnaði að vinna bug á þeim og öðrum erf- iðleikum, sem á vegi hans urðu. Hann naut stuðnings góðrar eig- inkonu, sem ávallt stóð við hlið hans, styrk sem klettur úr hafinu, á hverju sem gekk. Hún reyndist honum og heimilinu sannarlega vel þau 51 ár, sem Drottinn gaf þeim saman. Árið 1956 urðu straumhvörf í lífi Kristjáns, er hann komst í nána snertingu við Guð. Var hann eftir það mjög trúaður og varð guðstrúin snar þáttur í lífi hans og styrkur í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Kristján var vel gefinn til hugar og handa og hagmæltur vel. Birt- ust eftir hann ljóð í blöðum og tímaritum. Hann lofaði Drottinn og trúna á Hann í ljóðunum sín- um, og árið 1978 gaf hann út ljóða- bókina Ljósbrot, sem er safn ljóða, trúarlegs eðlis, eftir hann. Kristján var fríður maður og snyrtimenni í hvívetna. Hann var dagfarsprúður og hógvær en þó ákveðinn í umgengni og vinnu- samur með afbrigðum. Féll honum ekki verk úr hendi á meðan heils- an entist. Hann var vel látinn sem kaupmaður og sómi sinnar stéttar, enda rak hann verslun sína af miklum dugnaði, drengskap og snyrtimennsku. Kristján dó sáttur við lífið og tilbúinn til fundar við Dottinn. Hann var viss um góðar viðtökur á fundarstað. Útför Kristjáns verður gerð í dag, fimmtudag 2. september kl. 15, frá Bústaðakirkju. SA Lokað Skrifstofur okkar veröa lokaðar kl. 10—12 í dag vegna útfarar BALDURS EYÞÓRSSONAR, prentsmiðjustjóra. Bókaútgáfan löunn, Bræöraborgarstíg 16. Lokað í dag vegna jaröarfarar BALDURSEYÞÓRSSONAR, prentsmiöjustjóra. O__t__1AI r\*4*4I kl UKIAnKal/La 7 Til smíðakennslu: SKRÚFSTYKKI HEFLAR FALSHEFLAR ÞVERSKERAR BAKKASAGIR ÚTSÖGUNARSAGIR BEIN- OG SILFURSAGIR JÁRNSAGARBOGAR JÁRNSAGARBLÖÐ ÚTSÖGUNARBLÖÐ SPORJÁRN fl. geröir ÚTSKURDARJÁRN, SVISSN. ÞJALIR MIKIÐ ÚRVAL TRÉRASPAR ÞJALARBURSTAR VINKLAR TRÉKJULLUR SIKLINGAR BORSVEIFAR RISSALIR, SNIÐMÁT SKRÚFJÁRN, fjölbr. úrval KLAUFHAMRAR PENNAHAMRAR KÚLUHAMRAR SLAGHAMRAR TRÉBORAR, alls konar JÁRNBORAR ÚRSNARAR HRINGFARAR SKRÚFÞVINGUR KLEMMUR KLEMMUÞVINGUR HORNAÞVINGUR BLIKKKLIPPUR KJÖRNARAR, SÍLAR MEITLAR, m. stæröir SKIPTILYKLAR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL LÓÐBOLTAR LÓÐBYSSUR, LÓDTIN SKÍFMÁT, MÁLBÖND GASSMÍDAT /EKI STÆKKUNARGLER HALLAMÁL SMERGELSTEINAR SMURKÖNNUR HÖGGPÍPUR REGLUSTIKUR TOMMUSTOKKAR VERKFÆRABRÝNI HVERFISTEINAR SKÆRI, margar geröir DÚKAHNÍFAR RAFM. SMERGELSKÍFUR RAFMAGSBORVÉLAR SMERGELAFRÉTTARAR SEGULSTÁL HERSLUMÆLAR ST ÁLST AFASETT SANDPAPPÍR SMEGELLÉREFT SLÍPIPAPPÍR STÁLULL TRÉFYLLIR RAFSUÐUHANSKAR HLÍFDARGLERAUGU ANDLITSHLÍFAR W iÁnanaustum Sími 28855 sirtv okV 3 anúr tare 67 I ner\ð 'n AUCLYSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.