Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBfccAtHQ, flMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Hulda Einarsdóttir kaupkona — Minning FORSPJALL Sumir kvedja og .síðan ekki söfruna meir aðrir með söng sem aldrei deyr. Þannig orti Þorsteinn Valdi- marsson um listamanninn aust- firska Inga T. Lárusson. Þessi orð koma í huga mér er ég minnist konunnar Huldu Einarsdóttur, sem kvödd verður hinstu kveðju hérna megin grafar í dag, fimmtu- daginn 2. september 1982. Hulda Einarsdóttir hafði til að bera þann persónuleika, bjó yfir þeirri auðlegð, reynslu og baráttu, átaka og sigra, að líf hennar ómar í vit- und okkar sem stórbrotinn óður, sérstæð hvatning í ógleymanleg- um minningum. Hulda Einars- dóttir var ein hinna íslensku kvenna sem eggjaði aðra til dáða með fordæmi sínu að gefast aldrei upp. Líf hennar, þrá hennar, vonir hennar og draumar búa okkur vin- um hennar og ættingjum í sál og sinni sem „söngur er aldrei deyr“. (■uð er í hverjum Kewla sem cegnum nóttina brýst. Sama hver eldinn annast ef af honum blessun hlýst. Þannig kveður Davíð um Vita- vörðinn er gætir þess að ljós leið- sagnarinnar slokkni aldrei. Ljós leiðsagnar Huldu Einarsdóttur mun aldrei slokkna. í BORGARFJARDARBYGGÐUM Hulda Einarsdóttir fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 18. júní 1914. Hún var því nýlega orðin 68 ára er hún lést 25. ágúst síðastlið- inn. Foreldarar Huidu voru Einar Jónsson þá ráðsmaður og kennari á Hvanneyri, Austfirðingur að ætt, og Guðbjörg Kristjánsdóttir kona hans, ættuð af Snæfellsnesi. Hulda var önnur í röðinni í hópi níu systra, en af þeim voru sjö fæddar á Hvanneyri. Hulda er fyrsta systirin sem hverfur yfir landamæri lífs og dauða, fyrsti hlekkurinn í systrakeðjunni sér- stæðu er brostinn. Hulda Einarsdóttir elst upp á Hvanneyri til níu ára aldurs, þeg- ar foreldrar hennar flytja að Krossi í Innra-Akraneshreppi. Hún geymdi því alla tíð í huga sínum minninguna um hið óvenju- lega menntasetur sem Hvanneyri var á þessum árum í styrkri stjórn Halldórs Vilhjálmssonar skóla- stjóra og hins mikla mannvals í kennaraliði og starfsliði bænda- skólans. Hugljúfar voru minn- ingarnar og urðu greindu barni og stórlyndu að fyrirheitum og fögr- um draumum. Mjög skipti um til erfiðleika og andstreymis á Krossi, en þar ólst Hulda Einarsdóttir upp næstu fjögur árin eða til þrettán ára ald- urs. Viðkvæmt æviskeið hlaut fyrstu eldskírnina. Mikil vinna og miklar kröfur til barns á umbrota- tíma urðu Huldu í senn ótti og efling. Hún hlaut að leggja sitt fram og líklega meira en hóf er að til að tryggja afkomu og öryggi. Auðvitað leiddi allt þetta til þroska, en það skildi líka eftir ör í ungri sál. Arið 1927 flytor móðurbróðir minn, Einar Jónsson, með fjöl- skyldu sína, eiginkonu og sjö börn, til Akraness. Hulda, næstelsta dóttirin var þá sem fyrr segir þrettán ára. Akranes átti eftir að skapa frænku minni og mágkonu forlög, margslungnari og litríkari en auðið reynist að greina frá í fáum orðum á kveðjustund. Hulda Einarsdóttir býr á Akra- nesi rúman áratug eða til ársins 1938. Aldrei urðu andstæðurnar í lífi hennar meiri en einmitt á þessum árum. Aldrei varð ástin og ólgan að djúpstæðari veruleika. I þeim eldi urðu gáfur hennar og raunsæ greind að þeirri kjölfestu lífs hennar er aldrei brást henni síðan. Hulda var fullþroska kona á þeim aldri er stöllur hennar byggðu sér óvitrænar skýjaborgir. Vafalaust átti skólavist hennar á Laugavatnsskóla í tvo vetur á árunum 1930—1932 sinn þátt í hinum öra þroska og hinum hik- lausu ákvörðunum. Þar kynntist hún héraðsskólamótuninni eins og hún gat best orðið á þessu blóma- skeiði nýs skólaforms í landinu. Bóknám, verknám og líkamsrækt var hugsjónagrundvöllur hér- aðsskólanna, en vakning til dáða og lífstjáningar þau markmið, sem stefnt var að. Að skapa lista- menn orðs, lita og tóna, hagleiks- menn í verklegum greinum, af- reksmenn í íþróttum og atgervi, þannig áttu héraðsskólarnir að gera sögu fortiðar og lífssýn fram- tíðar. Vistin á Laugarvatni varð Huldu Einardóttur að þroskatíma meiri en hægt er að rekja á skammri stundu. En nú tók lífið sjálft við hinni ungu konu í stofnun heimilis og sköpun eigin veraldar. Hulda Ein- arsdóttir giftist sumarið 1932 Gísla Eylert Eðvaldssyni, ættuð- um frá Norðurlandi en stundaði þá rakaraiðn sína á Akranesi með miklum glæsibrag í vinsældum hinna nýju heimkynna. — Þau Gísli Eylert og Hulda Einarsdótt- ir eignuðust þrjú börn á Akranesi þau sex ár er þau áttu þar fagurt heimili. Þau voru Einar Eylert elstur, þá Rósa og loks Birgir. Það vita allir að árin sex sem þau hjón áttu heimili á Akranesi bjuggu yfir andhverfum ljóss og skugga, unaðar og andsteymis. Hafa ber það líka í huga að ein- mitt á þessum tíma fer kreppan mikla um landið og breytir á fáum árum forsendum öllum til afkomu og sjálfsbjargar. Því fer svo að Gísli Eylert hvetur til brottfarar frá Akranesi og telur nánd heima- slóða sinna á Norðurlandi ákjós- anlegri samastað. „An gallanna værum við ekkert," segir leikrita- skáldið bandaríska Arthur Miller. Ef til vill voru áform þeirra hjóna, Gísla og Huldu, ekki gallalaus, en í þeim fólst lífsþrá og leit á vit hins óþekkta. AKUREYRARDVÖL Hulda og Gísli flytja með börn sín þrjú til Akureyrar síðsumars 1938. Þar átti Hulda Einarsdóttir heima næsta áratuginn eða til haustnótta 1948. Á Akureyri átti Hulda í vænd- um erfitt tímaskeið, þótt hinu myndi hún aldrei hafa neitað að það veitti henni lífsskilning djúp- an og gaf henni samúð og sátt „við allt lítið og lágt sem lifað er fyrir og barist er móti“. — Hér kynntist Hulda hinni sáru sorg barnamiss- isins, þegar dóttir hennar, Rósa, deyr af slysförum og bar hun í lífskviku sinni síðan sár er aldrei hvarf. Rósa var efnilegt barn og nálgaðist skólaaldur þegar hér er komið sögu. Ekki leið hins vegar á löngu þar til þeim hjónum fæddist aftur dóttir og var hun skírð eftir systur sinni og ömmu, Rósa Guðbjörg. í endurminningu Huldu var Ak- ureyrardvölin engin óskatími. og væri henni engan veginn að skapi að við hana yrði dvalið sérstak- lega. Svo mun heldur ekki gert. Upplausnartímar hafa einnig bjartar hliðar þótt það verði að- eins síðar sem þær koma í ljós í skerpu, hiklausri ákvarðanatöku og miskunnarlausu endurmati. I»<*gar NÓIin dvelur bak við drunualeg nký, þá er hún aó gráta meó (>uói yfír því, hvaó myrkriA er elakað mannheimum í. Þetta litla ljóð Davíðs frá Fagraskógi heitir Að skýjabaki. Sólin, lífið og ljósið er að skýja- baki. Líklega hefur Huldu fundist hið fegursta að skýjabaki þegar hún tekur þá ákvörðun að slíta samvistum við eiginmann sinn og fara með börnin sín þrjú til Reykjavíkur haustið 1948. í REYKJAVÍK k(( *eit þn sitt besU hver vinur mér e»f og viljandi hlekkti mig enginn. Kn til þetw »A skafa þaó allt saman af er ævín aA helminKi íívnícin Mér kæmi það ekki á óvart að frænku minni og mágkonu Huldu Einarsdóttur hafi oft verið hugsað til hinna óvenjulegu ljóðlína Þor- steins Erlingssonar þegar hún síð- ar leit yfir líf sitt og mat það í nýrri stöðu. Hún var þrjátíu og þriggja ára er hún fluttist til höf- uðborgarinnar og þar átti hún síð- an heimili í þrjátíu og fimm ár. Það er ekki ætlun mín að rekja nákvæmlega sögu Huldu þá hálfa ævi er hún býr í Reykjavík. En eitt er ljóst varðandi þá sögu að hún hófst í andbyr og henni lyktaði í lífssigri. Þar kom margt til og verður fátt rakið hér, en þessa skal getið sérstaklega. Börn Huldu og Gísla Eylerts reyndust móður sinni gleðigjafar og það því meir sem árin liðu. Hvert á sínu sviði sóttu þau á brattann. Einar Eylert, elsti son- urinn ruddi sér að verulegu leyti sjálfur braut til mennta og frama. Hann er nú stórbóndi í Skagafirði, jafnframt því sem hann er ráðu- nautur í héraðinu í trausti mennt- unar sinnar, en hann er búfræði- kandidat frá Hvanneyri. Síðari kona Einars er Ásdís Sigrún Sig- urjónsdóttir handavinnukennari frá Skörðugili í Skagafirði. Birgir er mjólkurfræðingur að mennt og stundar þann starfa í Borgarnesi. Hann er kvæntur Lilju Jónasdótt- ur. Birgir hlaut einnig að stunda nám við harða kosti, en sýndi þá og sannaði hvað í honum bjó. Rósa Guðbjörg stundaði nám í Sam- vinnuskólanum í Bifröst og lauk þaðan verslunarprófi vorið 1960. Hún er gift Reyni Þorgrímssyni, kaupsýslumanni. Bæði Rósa og maður hennar áttu eftir að veita Huldu hina margvíslegustu aðstoð er hún sjálf ákvað að setja á stofn eigin verslun. Þá eignaðist Hulda, frænka mín, þriðju dótturina árið 1951, Bryndísi Benediktsdóttur, ástarbarn er sannaði móður sinni að „blessun fylgir barni hverju“. Bryndís er læknir að mennt einnig eiginmaður hennar Þórarinn Gíslason og stunda þau nú bæði framhaldsnám í fræðum sínum í Svíþjóð. Þá hafði það í annan stað mikla breytingu í för með sér á högum Huldu Einarsdóttur og leiddi líf hennar til nýs fagnaðar, treysti og fryggði framgang og sókn er hún giftist eftirlifandi manni sínum, Kláusi Eggertssyni frá Leirár- görðum í Melasveit í desember- mánuði 1961. Kláus Eggertsson, síðar maður Huldu, er hið mesta góðmenni, af traustum ættstofni borgfirskum, vammlaus maður, greindur og réttsýnn. Með þessum síðari ráðahag gat Hulda notið hæfileika sinna, gáfna og gervi- leika meir og betur en nokkru sinni áður. Þau Kláus festu kaup á eigin íbúð á Kjartansgötu 4 og í sama húsi tryggðu foreldrar Huldu sér samastað, Einar og Guðbjörg. Má segja að þá yrðu Hulda og Kláus verndarvættir þeirra og verður þeim seint þökk- uð hin margvíslega hjálp og hinn ómetanlegi stuðningur sem hinum aldurhnignu var í té látinn. Bæði Einar og Guðbjörg bjuggu á Kjartansgötu 4 til æviloka í skjóli og umönnun Huldu og Kláusar. Ef til vill er það einmitt þess vegna sem Kjartansgata 4 er í vitund okkar flestra, skyldra og tengdra ættarreiturinn, samkomustaður- inn, griðastaðurinn. Þriðja breytingin á lífsferli Huldu Einarsdóttur, sem verður við komu hennar til Reykjavíkur, er barátta hennar að hljóta stöðu á vinnumarkaði. Sú barátta var ekki auðveld. Það var hetjubar- átta ungrar konu að berjast ein áfram með börnin sín. En miklir sigrar voru unnir í þeirri baráttu engu að síður. Það var stór áfangasigur er elsta systir hennar, Þóra, fékk því til vegar komið að Huldu var falið trúnaðarstarf á saumastofu Landspítalans. Hand- brögð Huldu sviku engan og hún hafði um árabil forstöðu á örugg- um vinnustað. Svo fór þó að Hulda kaus ekki að vera í forsvari saumastofunnar, enda miklar breytingar fyrirhugaðar á stað- setningu hennar og rekstrartækni. Þá var það sem Hulda árið 1973 ákveður að stofnsetja eigið fyrir- tæki Rýjabúðina, verslun með margvíslegar hannyrðavörur. Rýj- abúðin var smá í upphafi í þröngu húsnæði á Laufásvegi. En í útsjónarsemi Huldu óx hún og var þegar Hulda dó mun öflugri á góð- um verslunarstað við Lækjargötu. Því mundi Hulda ekki una að gleymt væri hve börn hennar og tengdabörn studdu hana af mikilli ósérhlífni og þá alveg sérstaklega Rósa Guðbjörg í verslunarrekstr- inum. „En nú fór sól að nálgast æginn“ eins og segir í fagurri vísu eftir Þorstein Erlingsson. Hulda Ein- arsdóttir gekk ekki heil til skógar síðustu árin. Hún bar þó aldrei þrautir sínar á torg. Henni fannst líka sjálfri að lífið hefði þrátt fyrir allt fært sér svo mikla ham- ingju og veitt gleðistundir sem aldrei liðu úr minni. Ekki voru það síst barnabörnin hennar sem gáfu henni sólskinsstundirnar. Þau voru nú orðin ellefu talsins. Það var bros á vör og birta í augum er hún hafði þau á heimili sínu eða heimsótti, þótt dreifð væru í fjór- um byggðarlögum, þrem á íslandi og einu í Svíþjóð. Hulda Einarsdóttir elskaði lífið. Hún vildi lifa að veita manninum, sem hún unni, aðstoð og skapa honum fögnuð á fögru heimili. Hún vildi lifa og fagna sigrum barnanna sinna, hvetja þau til drengskapar og dáða. Og hún vildi lifa að fylgjast með þroska, vexti og framsækni barnabarnanna, vera þeim gleðigjafi og ráðgjafi hollur og heill. VIÐ LEIÐARLOK l»ú s<*m eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir þo þú deyir. Vald þitt cykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú deyir. Þetta er hluti síðasta erindis í ljóði Davíðs: Þú, sem eldinn átt í hjarta. Eg hygg að margt af því sem skáldið dregur fram í því ljóði sé þess eðlis, að fella megi að lífi Huldu Einarsdóttur. Ég hygg líka að þarna komi fram margar af sérhugmyndum hinnar þöglu kynslóðar er hlaut þroska sinn og mótun á árunum 1920—1940. Eitt skal rakið hér, að það eru hinar furðulegu andstæður rómantískra viðhorfa og raunsæis í stefnumót- un. Undirstraumurinn þungi í persónuleikamótun þöglu kynslóð- arinnar var raunsæi, borgaralegt eða félagslegt, en yfirborðskvikan var rómantísk í sjálfsafneitun og sjálfsfórn. Hulda Einarsdóttir var trú kynslóð sinni og lífsviðhorfum hennar. Fulltrúi kynslóðar, sem byggði trú sína á forsendum sem aldrei kom aftur, er horfinn. En eilífðin og ódauðleikinn sem Hulda trúði á er henni nú stað- reynd og okkur huggun. Eiginmanni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum færum við einlæga samúð og biðjum Guð að blessa þau í þeirri trú sem var hinni látnu hæli og styrkur. Guðmundur Sveinsson Þegar litið er til baka frá degi tölvu- og tæknivæðingar til hand- verkfæra aldamótamanna, þá á ungt fólk í dag erfitt með að skilja þær aðstæður, sem þjóðin lifði við á þeim tíma. Hörmungar seinni hluta síðustu aldar höfðu fellt marga, landflótti til Vesturheims, fátækt, basl og hungur. En þeir, sem af lifðu og eftir stóðu, sérlega unga fólkið, fylltist þjóðfélags- kennd, mynduðu ungmennafélög, þeyttu lífslúðra sjálfstæðis og frelsis. Ný von kviknaði. Einhugur var til framfara, baráttuandi í sérhverjum einstaklingi, jafnvel listagyðjan bjó um sig í sérhverju brjósti og blómstraði, lífsbraut þjóðarinnar var mörkuð. Ungt fólk eignaðist von í fyrsta skipti í margar aldir. Það voru því ekki bara vonlaus augnagot, sem fóru á milli glæsilegrar, ungrar stúlku frá Eyrarsveit á Snæfells- nesi, Guðbjargar Kristjánsdóttur, og gjörvilegs mannkostamanns frá Austfjörðum, Einars Jónsson- ar, síðar vegavinnuverkstjóra. Framtíðin var þeirra. Hún var komin af vel gefnum, dugmiklum snæfellskum stofni, en hann hlað- inn eiginleikum sterkustu ætt- arstofna Austfjarða. Þau ákváðu að marka sína braut saman, sem entist þeim hamingjusamlega æfi- langt. Þau bjuggu á ýmsum stöð- um t.d. á Hvanneyri, en þangað fluttu þau með Halldóri Vil- hjálmssyni, skólastjóra, og hans glæsilegu konu, frú Svövu. Þar á milli var mikil vinátta og gagn- kvæm virðing. Síðar bjuggu þau á Akranesi og síðast í Reykjavík. En ekkert hefst án erfiðis. Þeirra til- vera byggðist á vinnu, hugviti og aftur vinnu. Brátt fjölgaði og dæt- urnar fæddust hver af annari. Samtals eignuðust þau 9 dætur. Hver þeirra erfði ríkulega eigin- leika og mannkosti þeirra merku stofna, sem að þeim stóðu. Dugn- aður þeirra og ótakmörkuð lífs- orka vakti strax mikla athygli enda eru þær nú flestar löngu þjóðkunnar fyrir dug sinn, atorku og hæfileika. Einar og Guðbjörg eru látin fyrir nokkrum árum. I dag er fyrsta systirin kvödd til annarra heima, Hulda Einarsdótt- ir, kaupkona. Hún var einstaklega vel gefin og vel gerð kona. Strax í æsku kynntist hún aðhaldi og vinnusemi, sem einkenndi hana allt hennar líf. Ung giftist hún Gísla Eylert Eðvaldssyni og bjuggu þau lengst af á Akureyri. Þar eignuðust þau 4 börn, en misstu eitt þeirra á 7. ári. Á þess- um tíma, búskaparárum Huldu og Gísla, geysaði styrjöld úti í hinum stóra heimi, sem þau urðu óbeinir aðilar að. Upplifði þjóðin miklar breytingar, upplausn, nýsköpun, framandi viðhorf og tækifæri. Að vissu leyti hófst upplausnartíma- bil, sem enn er ekki lokið. Og svo fór, að leiðir þeirra Huldu og Gísla lágu ekki lengur saman. Hún fluttist alfarin til Reykjavíkur með börnin sín þrjú, sem lifðu, drengina tvo, þá Einar Eylert, nú stórbónda á S-Skörðugili í Skaga- firði, Birgi, mjólkurfræðing í Borgarnesi, og Rósu, húsmóður í Kópavogi. Síðar eignaðist hún Bryndísi, sem er læknir við fram- haldsnám í Svíþjóð. Þegar Hulda fluttist suður var búið að full- kanna að ekkert gull fyrirfannst í Vatnsmýrinni né Esjuhlíðum. Framfærslan hafðist aðeins með dugnaði og elju. Ung kona með barnahópinn vann þá myrkranna á milli, oft saumaði hún allan sinn vökutíma. Lífskapphlaupið var að hefjast, sem kostaði enn meiri út- gjöld, það þurfti líka mikið til að koma börnum sínum til mennta og manns. Og því hlutverki skilaði hún með sæmd. Hún var frábær sauma- og hannyrðakona. í mörg ár var hún forstöðukona sauma- stofu Landspítalans eða þar til að sú starfsemi fluttist upp í Árbæ. Það fannst henni of langt frá hennar heimili svo þá tók hún enn eina stóra ákvörðun í sínu lífi og stofnaði eigið fyrirtæki, Ryabúð- ina, hannyrðaverslun, sem hún átti og rak til dauðadags. Árið 1961 giftist hún aftur og þá manni, sem hún hafði þekkt sem unglingur í Borgarfirði, Iíláusi Eggertssyni úr Leirársveit. Þessi ákvörðun þeirra reyndist báðum mikil hamingja og mikið gæfu- spor. Eiginleikar hans eru meðal annarra rósemd, djúphyggja og Ijóðaást enda tóku þau mikinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.