Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBE& 1982 Norðmenn semja um mikla gassölu Stavanger, I. Neptember. AP. SJÖ vestræn gasfyrirtæki rituðu undir samning í dag um kaup á 3,5 milljörðum rúmmetra af gasi árlega af Norðmönnum frá og með árinu 1986, að sögn talsmanna Statoil. Hér er um að ræða stærsta samning, sem Norðmenn hafa gert á sviði útflutningsviðskipta, en hann gefur Norðmönnum 11,2 milljarða dollara í aðra hönd. Verðið, sem um samdist, er hið hæsta sem fengizt hefur í við- skiptum af þessu tagi, að sögn talsmanns Statoil. Hann vildi ekki gefa upp hvert hið umsamda verð væri, en sagði það örlítið undir því verði sem fengist fyrir sama magn af Norðursjávarolíu. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir gassölu fram á næstu öld. Gasið er unnið á Staffjord- svæðinu undan Noregsströndum. Fjögur fyrirtækjanna, sem samið hafa um kaup á gasinu, eru frá V-Þýzkalandi, hin frá Belgíu, Hollandi og Frakklandi. Gasið verður flutt í neðansjáv- arleiðslum frá Statfjord um Ekof- isksvæðið til Emden í V-Þýzka- landi. Nú þegar er í notkun neð- ansjávarleiðsla frá Ekofisk til Emden. Vaxandi flóð á Indlandi: Rúmlega þúsund hafa drukknað Nýju l)elhí, I. .september. Al*. OTTAST er að á annað þúsund manns hafi drukknað í miklum flóð- um, sem sögð eru hin mestu í manna minnum, í fylkinu Orissa i austur- Sirius siglir til hafnar AmMterdam, I. september. AP. SKII' (ireenpeace-samtakanna, Sirius, er nú á leið til hafnar í Brest í Frakklandi til að taka vistir og undirbúa næstu aðgerð- ir, en skipið hefur undanfarið reynt að koma í veg fyrir losun úrgangsefna frá kjarnorkuverum undan ströndum Spánar. Sirius hætti aðgerðum gegn hollenzku skipi á svæði, sem er 700 kílómetra undan Spán- arströndum, en haldið verður til svæðisins á ný til móts við tvö önnur hollenzk skip, sem nú lesta kjarnorkuúrgang í Zeebrugge. Svæðið, þar sem úr- ganginum er varpað í hafið, er viðurkennt sem slíkt á alþjóða- vettvangi. hluta Indlands, að því er haft er eftir opinberum heimildum. Einnig er óttast að rúmlega tvö þúsund nautgripir hafi drukknað í flóðunum. Flestar borgir í fylkinu eru umluktar vatni eftir að ár flæddu yfir bakka sína vegna monsúnrigninga. Jafnframt eru stórir hlutar fylkjanna Bihar og Uttar Pradesh í norðurhluta landsins undir vatni vegna gífurlegra rigninga. Meðal fljótanna sem flætt hafa yfir bakka sína í Bihar er Ganges, áin heilaga, en hún hefur ekki flætt yfir bakka sína í Bihar í sjö ár. Vatnshæðin í Ganges eykst með degi hverjum og nálgast ört vatnshæðina sem áin komst í 1975 í flóðunum miklu, sem þá urðu. í flóðunum á Indlandi að þessu sinni hafa hundruð þúsunda misst heimili sín og uppskera hefur eyðilagst. ERLENT Aftökum fiölgar (ienf. I. neplember. AP. AMNESTY International sagði í dag, að aftökum hefði fjölgað verulega á siðasta ári, og hefðu langflestar þeirra farið fram í íran og Irak. Að sögn Amnesty er vitað um 3.278 aftökur í 34 löndum í fyrra, miðað við 1.105 aftökur í 30 lönd- um árið áður. Samtökin segja yfirvöld í íran hafa skýrt frá því að þar í landi hafi 4.500 manns verið leiddir fyrir aftökusveitir frá því keisar- anum var steypt 1979 fram til júlí-loka í fyrra. Talið er að mikl- ar aftökur hafi átt sér stað í millitiðinni og að leynilegar af- tökur geri að verkum að talan sé enn hærri. Þá væri vitað um 300 aftökur eftir leynileg réttarhöld í írak í fyrra, og hermt er að líflátum sé haldið áfram þar í landi. Efni í heilanum veldur byltingu IíOs Angeleti, I. seplember. AP. UPPG()TVUN efnis, sem heilinn notar til eigin viðgerða, kemur til með að valda gerbyltingu í sífellt vaxandi rannsóknum vísinda- manna á flutningi heilahluta, sem gætu e.t.v. einn daginn komið í veg fyrir sýkingu á taugasjúkdómum og taugasjúkdóma af völdum slysa. „Ástæðan fyrir því að þetta virðist vera svo langsótt," sagði Carl Cotman við Irvine-háskól- ann í Kaliforníu, „er sú að fólk misskilur þetta og heldur að ver- ið sé að tala um flutning alls heilans, en ekki örlitla hluta hans. Slíkt ætti ekki að hljóma of ógnvekjandi." Rannsóknir hafa farið fram á rottum þar sem hluti heila þeirra hefur verið fjarlægður og heilavefir úr ófæddum rottum hafa verið græddir í í staðinn. Gáfu þær tilraunir góða raun. iU&Xi'Xf’' ><!"*£ r** ?*$-•;* i>ti ■) í > i' ■/• Jp/CAí?/‘ <32 Mannfjölda dreift í Krakow, Póllandi Mannfjölda dreift með aðstoð öflugra vatnsbíla á götu í borginni Krakow í gær, þriðjudag, en þá kom til mikilla óeirða vegna tveggja ára afmælis Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna. Wladyslav Gomulka, fyrrum leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, látinn: Rekinn úr flokknum en braust til forystu á nýjan leik Varsjá, I. september. AP. WLADYSLAW Gomulka, leiðtogi pólskra kommúnista um langt árabil, lést í gær í Varsjá, 77 ára að aldri. Gomulka var sá, sem stöðvaði framsókn sovéskra skriðdreka í októberhreinsuninni 1956, en féll frá völdum 1970 eftir langvarandi ólgu. Dánarorsök Gomulka, sem var keðjureykinga- maður, var sögð hjartaáfall. Gom- ulka hafði um eins árs skeið verið í meðferð vegna krabbameins í hálsi. Gomulka fæddist þann 6. febrúar 1906. Hann hóf störf í verksmiðju 14 ára að aldri. Er hans minnst af kunningjum, sem ungs manns með öra skap- gerð, sem hafði lítinn tíma af- lögu til félagsstarfa. Hann hóf stjórnmálaferil sinn 22 ára gamall og var nokkrum sinnum tekinn höndum af stjórnvöldum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Fékk hann fjögurra ára fang- elsisdóm árið 1932 og var gefið að sök að hafa hvatt til verk- falls í Lodz. Var honum sleppt þegar heilsa hans gaf eftir. Að- eins fjórum árum síðar fékk hann 7 ára fangelsisdóm. Var honum haldið í einangrun í 18 mánuði, en sleppt þegar heims- styrjöldin síðari braust út. Þessi fangelsisvist bjargaði að öllum líkindum lífi hans því Stalín lét taka flesta leiðtoga pólska kommúnistaflokksins af lífi. Gomulka var leiðtogi pólska kommúnistaflokksins á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrj- öldina, en vék síðar fyrir Boles- law Bierut um það leyti er Stal- ínisminn hóf innreið sína. Gom- ulka var fangelsaður árið 1951. Var honum gefið að sök að vera ekki stefnu flokksins trúr og gerður brottrækur úr honum. Honum var sleppt úr haldi þremur árum síðar, en var í ein- angrun þar til 1956 að Pólverjar fundu lyktina af frjálsræðinu þegar draga tók úr áhrifum Stalínismans. Þegar Bierut lést á meðan 20. þing pólska kommúnistaflokks- ins stóð yfir, þar sem Stalín var hafnað tók Gomulka við for- mennskunni í flokknum á ný. Er hann jafnframt sagður hafa stöðvað framrás sovéskra skriðdreka við Varsjá. Gomulka þótti aldrei mikill ræðumaður, en hafði þá náð- argjöf að vera einarður og jafn- framt slyngur. Hann vann þó hug allra Pólverja í ræðu, sem hann hélt þar sem hann hét því að reisa pólskan efnahag úr rústunum. Tókst honum enn- fremur að sefa ótta sovéskra ráðamanna, sem stóð ekki á sama um endurbæturnar í Pól- landi, á sama tíma og hann hélt góðu sambandi við Kremlverja. Halla tók undan fæti hjá Gomulka þegar götuóeirðir hóf- ust í Varsjá 1968. Ekki bætti úr skák þegar lögregla hóf skot- hríð á mannfjöldann, sem mót- mælti matvælaskorti fyrir utan skipasmíðastöðvarnar í Gdansk. Fjöldi manns lét lífið og leiddi það til frekari ólgu. Eftir að hafa fengið vægt áfall tók Edward Gierek við af Gom- ulka. Hefur hann síðan haft hægt um sig í kommúnista- flokknum. Átök milli Dana og innflytjenda Kaupmannahöfn, 1. september. AP. LÓGREGLAN sagði í dag, að kveikt hefði verið í diskóteki í eigu tyrkneskra aðila í Nsrrebro-hverfinu, þar sem fólk af ýmsu þjóðerni býr. íkveikjan er talin verk ungra Dana, sem að undanförnu hafa átt í útistöðum við innflytjendur, en í kjölfar átaka af þessu tagi liggja fjórir menn hættulega særðir á sjúkrahúsum og 22 hafa verið handteknir. Eigandi diskóteksins á Norre- bro er nú í haldi lögreglu, en hann er sakaður um að hafa höfuðkúpu- brotið 16 ára Dana í götuóeirðum sl. föstudag. Er Tyrkinn, sem er 32 ára, sagður hafa haft kylfu að bar- efli. Talið er að kveikt hafi verið í diskótekinu í hefndarskyni. Lögreglan er að reyna að graf- ast fyrir um hvort átökin á föstu- dag séu afleiðingar kynþáttahat- urs, eða innbyrðis uppgjör hópa danskra öfgamanna og tyrkneskra innflytjenda. Gæzla í hverfinu hefur verið efld, en þar má lesa veggskrift eins og „Veldi hvítra", „Ku klux klan“ o.s.frv. Jafnframt fannst í morgun brúða í snöru í einni götu hverfisins, og stóð lag- hnífur í brjósti brúðunnar, en þar var á letrað „Drepum Tyrkina". Í Danmörku er að finna um 50 þúsund svokallaðra farand- verkamanna, sem flestir eru inn- flytjendur frá Tyrklandi, Júgó- slavíu og Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.