Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 192. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Táragasský svífa enn yfir Varsjá: 4.500 manns í haldi eftir óeirðirnar Götuvígi hlaöin í Varsjá á þriðjudag er minnst var tveggja ára afmælis Sam- stööu um allt Pólland, þrátt fyrir aö yfirvöld í landinu hefðu varað sterk- lega við öllum samkund- um. Símamynd AP. Gasleiðslan mikla: Foríuetisríðherra Grikklands, Andreas Papandreou, fagnar leiðtoga PLO, Yasser Arafat, er hann kom f stutta heimsókn til Grikklands í morgun á leið Ninni fri Beirút. Simamynd AP. Tha.tcher „sár“ vegna aögerða Ronald Reagan Washington, Glaagow, 1. aeptember. AP. HALDIÐ var áfram í Glasgow í dag útskipun i hlutum er framleiddir eru í Bretlandi og ætlaðir í gasleiðsluna miklu, og framleiðendurnir segjast ekki hafa í hyggju að taka mark i fyrirhuguðum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. bæði skipað fyrirtækjum í löndum sínum að virða að vettugi sölubann Bandaríkjastjórnar varðandi bandaríska tæknikunnáttu í sov- ésku gasleiðsluna, en Reagan setti bann þetta á sem andstöðu við her- lögin í Póllandi. Margrét Thatcher sagði á blaða- mannafundi með framleiðendunum í dag að hún væri „særð“ vegna að- gerða stjórnar Ronald Reagans í Bandaríkjunum í máli þessu og hvatti bresk fyrirtæki til að halda gerða samninga þrátt fyrir fyrir- hugaðar refsiaðgerðir. Breski forsætisráðherrann er nú í fimm daga ferðalagi um Skotland og sagði á áðurnefndum blaða- mannafundi í dag; „Mér finnst ég hafa verið særð af vini mínum. Við höfum verið tryggir vinir Banda- ríkjanna og við munum halda áfram að vera það.“ Frönsk og bresk stjórnvöld hafa Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að fyrirhugaðar refsiaðgerðir gagnvart breska fyrirtækinu myndu koma til framkvæmda um leið og löglega hefði verið staðfest að hlut- irnir væru komnir um borð í sovéskt skip í Glasgow, en ekki mun enn liggja ljóst fyrir í hverju þessar refsiaðgerðir verði fólgnar. Szczecin. Einnig kom fram í frétt- um pólsku fréttastofunnar að 22 bifreiðir hefðu verið eyðilagðar er barist var við „hópa ungmenna" er köstuðu að þeim grjóti. Mikil reiði ríkir meðal alþýðu i landinu í dag vegna skothríðar- innar er varð mönnunum tveimur að bana í Lubin í gær og einnig vegna yfirlýsinga stjórnvalda þar sem þau hrósa sigri yfir hinum ólöglegu verkalýðsfélögum Sam- stöðu. Jozef Glemp erkibiskup kom í dag í heimsókn til Vestur-Þýska- lands og sagði þar á kirkjuþingi að „ofbeldishneigð komi aldrei til með að leiða til samkomulags", en boðskap þessum mun ekki hafa verið beint að óeirðum gærdags- ins. Sovéska fréttastofan TASS til- kynnti í dag að kyrrð væri komin á í Póllandi og stjórnvöld þar hefðu brugðist við óeirðunum af mikilli hörku og skynsemi. Varajá, Póllandi, 1. september. AP. PÓLSK yfirvöld í Gdansk fundu í dag lík 22ja ára gamals manns með sár á höfði í „óeirðahverfunum" þar og segjast þau þegar hafa byrjað rannsókn á máli þessu. Þar að auki var tilkynnt í kvöld af talsmanni stjórnarinnar í pólska sjónvarpinu að 4.500 manns væru nú í haldi eftir óeirð- irnar í gær sem urðu valdar að dauða tveggja leiðtoga Samstöðu í borginni Lubin og þar sem tólf manns særðust, þar af þrír alvar- lega. Áður hafði verið tilkynnt að 1500 manns hefðu verið handtekin í óeirðunum. Fréttastofa stjórnarinnar sagði einnig að 108 lögreglumenn hefðu særst í átökunum, þar af hefði 41 verið lagður inn á sjúkrahús tals- vert særðir. óeirðirnar í gær munu hafa ver- ið mjög víðtækar og mikil mót- mæli voru í meira en tólf borgum í landinu, en hvergi urðu þau jafn hörð og í Lubin í Suðvestur-Pól- landi þar sem mennirnir tveir létu lífið. Engar fréttir hafa borist þaðan eftir atburðina í gær. í Varsjá, þar sem táragasský svifu enn yfir borginni, var í dag myndaður kross á þeim svæðum, þar sem barist var í gær, úr tóm- um táragashylkjum og borðum þar sem á var letrað: „Til minn- ingar um þá er létu lífið í Lubin þann 31. ágúst.“ Vestrænir stjórnarerindrekar segja að pólsk yfirvöld hafi tjáð þeim að alls hafi 65.000 til 75.000 manns tekið þátt í mótmælunum í gær og pólska fréttastofan sagði að 600 manns væru í haldi í Varsjá, 645 í Wroclaw og 201 í Begin boðar til skyndifundar vegna nýjustu tillagna Reagan Beirút, Jerúulem, Aþenu, 1. neptember. AP. BEGIN forsætisráðherra fsrael hef- ur kallað ríkisstjórn sína til skyndi- fundar á morgun til að ræða nýjustu tilmæli Keagans Bandaríkjaforseta varðandi málefni PLO, þar sem hann mun fara fram á að ísraelar stöðvi allar framkvæmdir á vestur- bakka Jórdanár og þar verði mynd- art svæði Palestínumanna undir um- sjá Jórdaníu. Varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Caspar Weinberger, kom í morgun til Beirút til við- ræðna við þarlend yfirvöld og þrernur klukkustundum síðar sigldu síðustu liðsmenn PLO á brott frá borginni sjóleiðina til Sýrlands. Liðsmenn PLO sem fóru á brott frá Beirút í morgun voru 633 tals- ins, en einnig munu 45 konur og 33 börn verið með í förinni í þessum 14. og síðasta áfanga í brottflutn- ingnum. Weinberger átti í dag viðræður við forsætisráðherra Líbanon, Shafik Wazzan, og fleiri ráða- menn þar í landi og sagði henn eftir fundinn í dag að bandarískir landgönguliðar myndu verða kall- aðir heim frá Beirút „innan fárra daga“ og að hann vænti þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu auka hernaðaraðstoð við Líbanon til að styrkja þetta stríðshrjáða land. Weinberger flaug síðan áleiðis til ísrael eftir fundinn með líb- önsku ráðamönnunum í dag. Yasser Arafat kom til Aþenu í dag og þar tók á móti honum for- sætisráðherra Grikklands, Andr- eas Papandreou, sem tilkynnti að Grikkir styddu liðsmenn PLO í baráttu þeirra. „Það er okkur mik- ill heiður að Yasser Arafat og liðsmenn hans hafi valið að staldra hér við. Þeir munu ávallt eiga okkur að í baráttu þeirra," sagði hann eftir að hafa fagnað leiðtoganum. Egyptaland: Sjo nyir rao- herrar sóru embættiseið Kairó, Kgyptalandi, 1. aeptember. Al’. SJÖ nýir ráðherrar sóru í dag emb- ættiseið inn í stjórn Hosni Mub- arak forseta, en þetta er í annart sinn er hann gerir gagngerar breyt- ingar á stjórn sinni frá því hann tók við völdum fyrir ellefu mánuð- um. Vestrænir fréttaskýrendur telja þessar breytingar á stjórn Mubarak lið í tilraunum hans til að styrkja sig frekar í sessi og færa ábyrgð á efnahagsástandi landsins yfir á forsætisráðherr- ann, Fuad Mohieddin, og hina 32 manna stjórn. Mubarak sagði fréttamönnum á fundi er hann efndi til eftir fund með stjórn sinni að breyt- ingar þessar væru til þess gerðar að bæta efnahag landsins og auka erlendar fjárfestingar. „Nýju ráðherrarnir hafa hug- myndir sem munu koma til með að hafa mjög jákvæð áhrif á efnahagsástand landsins," sagði hann en neitaði að gefa nánari skýringar. Mubarak hefur oft bent á að efnahagsástand landsins sé hans aðaláhyggjuefni og sé Egyptal- and komið undir fjárhagsaðstoð vestrænna ianda að miklu leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.