Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 23 Kekkonen, sendiherra Finna í Varsjá, handtekinn í gær Varsjá, I. september. AP. TANELI Kekkonen, sendiherra Finna í Varsjá og sonur Urho Kekkonen, Finnlandsforseta, var handtekinn í gær ásamt þremur starfsmönnum finnska sendiráðs- ins og þeim haldið föngnum. Var þeim sleppt að klukku- stundu liðinni og fengu þeir að fara aftur til sendiráðsins. At- vikið gerðist síðla dags þegar sendiráðsmennirnir voru á heim- leið. Voru þeir stöðvaðir af óein- kennisklæddri lögreglu og fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Var þeim gefið að sök að hafa ljósmyndað óeirðirnar, sem urðu í Varsjá í gær. Ingrid Berg- man jarð- sungin í gær Lundúnum, I. Neptember. AP. B()RN Ingrid Bergman, fjögur að tölu, voru í hópi 30 nánustu ættingja þegar útför Ingrid Bergman fór fram í dag á látlaus- an hátt. Var útförin gerð frá sænsku kirkjunni í Lundúnum. Sænskir sálmar og hluti tón- verksins „Rómeó og Júlía" eftir Prokofiev voru leiknir við at- höfnina, sem þótti einföld og virðuleg í senn. Að athöfninni lokinni var lík hennar brennt að eigin ósk. Síðasta hlutverk hennar á glæstum leikaraferli var í sjónvarpskvikmynd um Goldu Meir. Hún átti við krabbamein að stríða síðústu átta ár ævinnar og gekkst undir að- gerðir bæði 1974 og svo aftur 1979. Minningarathöfn verður haldin um Ingrid Bergman, sem vann þrívegis til óskars- verðlauna, í Lundúnum þann 15. október næstkomandi. Pólska utanríkisráðuneytið baðst í gær afsökunar á þessu atviki. Kekkonen, sendiherra, sagði í dag í viðtali við finnska dagblaðið Ilta Sanomat, að ekki hefði skipt neinu þótt hann hefði framvísað sendiherraskilríkjum sínum. Voru starfsmenn sendi- ráðsins þrír, allir einnig með skilríki, sem sönnuðu hverjir þeir væru, en allt kom fyrir ekki. Kína: Pólitísk réttar- höld hefjast um leið og flokksþing Pcking, I. september. AP. PÓLITÍSK réttarhöld eru aft nýju hafin í Kína, og segja menn, sem málum eru kunnugir, að tímasetn- ingin sé engin tilviljun, heldur ná- skyld því, aft flokksþing kínverska kommúnistaflokksins er haldift um þessar mundir, en æftsti maður Íandsins, Deng Xiaoping, setti þingift í dag. í setningarræðu lýsti Deng yfir því, að áfram yrði haldið umbót- um í Kína. Hann sagði að helztu viðfangsefni Kínverja á níunda áratugnum yrðu að færa atvinnu- og efnhagslífið í nútímahorf og að endurheimta Formósu. Hann sagði að flokksþingið mundi af- greiða nýja umbótaáætlun, ný lög flokksins, og ákveða ýmsar aðrar breytingar, sem miða að því að styrkja stöðu Dengs óg stuðn- ingsmanna hans. Jafnframt hafa ýmis blöð sagt frá því í dag, að flokkurinn mundi grípa til víðtækra hreinsunarað- gerða í röðum vinstri sinna í kin- verska kommúnistaflokknum, og „leiðrétta" ýmsa í trú sinni, og breyta röngum hugsunarhætti al- þýðunnar. Hua Guofeng varaformaður flokksins, var í dag gagnrýndur í helzta málgagni flokksins, Dag- blaði alþýðunnar, fyrir að fylgja í blindni hugmyndum skjólstæðings síns, Maó Tse-tung. AEG veitt ríkisábyrgð Bonn, I. september. AP. OTTO Lambsdorf efnahagsmálaráð- herra tilkynnti í dag, aft AEG fyrir- tækinu hefði verið veitt 1,1 milljarða marka ríkisábyrgft til þess að bjarga fyrirtækinu út úr örftugleikum, en þaft lýsti sig gjaldþrota í síðustu viku. gjaldþrotaskipta. Hann sagði það hafa vegið þyngst á metunum, að fyrirtækið veitti eitthundrað þús- und manns atvinnu í verksmiðjum sínum, og tugþúsundir annarra hefðu beint eða óbeint atvinnu vegna starfsemi AEG. Lambsdorf sagði stjórnina and- snúna ríkisframlögum af þessu tagi, óg útilokaði ekki að fyrr en seinna yrði fyrirtækið tekið til Talið er að stjórnmál hafi einn- ig ráðið ferðinni, því stjórnar- flokkarnir hefðu eflaust orðið fyrir miklu atkvæðatapi ef fyrir- tækinu hefði verið lokað. Atvinnu- leysi hefur ekki verið meira frá því skráningar hófust 1950. Skráð- ir atvinnuleysingjar í Vestur- Þýzkalandi í júlí-mánuði voru 1,757,000 eða 7,2% vinnufærra manna. \T/ ERLENT, Ljóst er þó, að einhver þúsund manna missa vinnu sína hjá AEG í kjölfar hagræðingar og endur- skipulagningar, sem fyrirtækinu hefur verið gert að framkvæma. Fórnarlömb hins sviðsetta ráns í Frakklandi Rúmenski rithöfundurinn Virgil Tanase, til vinstri, svarar spurningum blaðamanna á fundi í gær eftir að kunngert hafði verið að rán á tveimur Rúmenum hefði verið sviðsett af frönsku leyniþjónustunni. — 1x2 1. leikvika — leikir 28. ágúst 1982 Vinningsröö: 2X1 — 1 1 2 — X 1 X — 1 2 X 1. vinningur: 11 réttir — kr. 15.940,00 2957 16808(1/10) 16883 61951(4/10) ' 66940(4/10)+ 75196(4/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 525,00 273 5733 12629 62120 66947+ 74022(2/10H 1013 6145 13122 64070 67803 75433(2/10) 1033 6186+ 13501 64271 68127 93576<2/10H 1415+ 6760+ 14096 64438 73755 94411(2/10) 1785 6919 16179+ 65117 73988 35. vika: 1880 7098 16886 65931+ 94243 6834 2101 10357 17216 66922 954(2/10) 36897 2946 10513 17495 66929+ 11579(2/10)+ 4293 10575 17788+ 66941+ 16758(2/10) 4948 11877+ 60451 66942+ 17573(2/10H 12442 Kærufrestur er til 20. september kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinnings- upphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GERA MÁ RÁD FYRIR VERULEGUM TÖFUM Á GREIDSLU VINNINGA FYRIR NÚMER, SEM ENN VERÐA NAFNLAUS VIÐ LOK KÆRUFRESTS. GETRAUNIR - Íþróttamíðstöðínni - REYKJAVÍK LP-plötur t'rá kr. Islenskar og erlendar kassettur frá kr. 49 79 FALKIN N LAUGAVEGI 24 SUÐURLANDSBRAUT8 HAALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.