Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Jón Guðnason — Minningarorð í dag, fimmtudaginn 2. septem- ber kl. 2 e.h., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju Jón Guðnason, pípugerðarmaður, Öldugötu 26, Hafnarfirði. Jón lést eftir stutta sjúkrahús- legu síðla dags þann 25. ágúst, en langvarandi sjúkdómur hafði hrjáð hann um nokkurra ára skeið. Jón var fæddur 26. desember 1903 að Nýjabæ í Garðahreppi, sonur hjónanna Guðna Jónssonar og Hólmfríðar Þórðardóttur, yngstur níu systkina, ein systirin er eftirlifandi, Þorbjörg Hólmfríð- ur. Fimm systkini Jóns dóu í bernsku. Föðurmissir, er Jón var aðeins fjögurra ára gamall, fannst mér alltaf hafa átt sinn þátt í lífsmót- un svo og lífsvenjum Jóns, en móð- ir hans, af einstakri eljusemi og dugnaði, kom Jóni og systrum hans þremur, Maríu, Valgerði og Þorbjörgu, til fullorðinsára. Snemma mátti Jón fara að vinna °8 leKRja heimilinu lið og ein- kenndi þetta lífsviðhorf hans til vinnu og áræðni. Árið 1930 stofnaði hann Pípu- gerð Jóns Guðnasonar. Fyrirtæki sitt rak hann með miklum mynd- arbrag og mátti aldrei heyra ann- að en að varan væri vönduð og viðskiptin heiðarleg. Þrátt fyrir vanheilsu síðustu árin fylgdist Jón með öllum rekstri fyrirtækis síns, en Einar sonur hans hefur annast rekstur fyrirtækisins um alllangt árabil. Hinn 4. júlí 1925 kvæntist Jón Kristínu Sigríði, dóttur Einars Einvarðssonar frá Hítarnesi og konu hans, Guðbjörgu Árnadótt- ur. Sú jákvæðasta kona og ljúfasta eí ég hef fyrirhitt, „Stína mín“, eins og flestir kalla hana, lifir mann sinn, og dvelst hún nú á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Jóni og Kristínu varð átta barna auðið og komust fimm þeirra til Aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi Jakob V. Hafstein lög- fræðingur — Minning Fæddur 8. október 1914. Dáinn 24. ágúst 1982. Þegar vinir falla fyrir sigð sláttumannsins slynga, þá er manni tamt að staldra við um stund og líta yfir farinn veg í fylgd hins látna. Þegar sonur Jak- obs V. Hafstein tjáði mér lát hans leiftraði í huga mér minningin um okkar fyrsta fund. Þá var Jakob ungt glæsimenni, sem lífsorkan geislaði af, en ég aðeins feiminn smádrengur og þorði ekki upp að líta. Hann gekk þá til mín, tók fast í höndina á mér, klappaði ofan á kollinn á mér og sagði: — Sæll og blessaður glókollur litli. Við eigum ábyggilega eftir að verða góðir vinir. Þetta ávarp fékk mig til að líta upp og finna hlýj- una frá handtaki hans. Hann varð sannspár um vináttu okkar og hlýjan frá hans fyrsta handtaki hvarf aldrei á lífsins leið, enda mátti um hann segja „hjartað var gott, sem undir sló“ Jakob var fæddur á Akureyri hinn 8. okt. 1914, sonur hinna kunnu ágætishjóna Þórunnar Jónsdóttur Havsteen og Júlíusar Havsteen, sem lengi var sýslu- maður Þingeyinga með búsetu á Húsavík. Jakob lifði sín æskuár á Húsa- vík á vinmörgu allsnægtaheimili foreldra sinna í stórum og glað- værum systkinahópi. Mér hefur verið sagt að aldrei hafi fyrr eða síðar borið skugga á það heimili, nema þegar frá Þór- unn lést slysalega um aldur fram. En svo mikið er víst, að minn- ingar Jakobs frá Húsavík voru margar og bjartar, vinahópurinn stór og tryggð hans til alls, sem í átthögunum bjó, var oft við brugð- ið. Jakob var maður ákaflyndur og hugfrjór, enda færðist hann margt í fang strax á ungum aldri og var félagsmálastarfsemi löng- um ofarlega í huga hans. Hann var sem unglingur einn af stofn- endum íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík og fyrsti formaður þess. Á námsárunum hafði hann einnig mörg járn í eldinum, var m.a. einn af félögunum í M.A.-kvartetting- um sem þekktur er af miklum vin- sældum. Jakob var lögfræðingur að mennt, en valdi sér ekki störf í samræmi við það nema að litlu, enda tæpast þess að vænta því áhugamálin voru svo mörg og hæfileikarnir fjölþættir. Hann var náttúruunnandi í þess orðs bestu merkingu og snemma bar á list- rænum hæfileikum hans. Dísir ljóðs og laga voru honum hand- gengar og pensillinn lék í höndum hans. Hann var listamaður með hárnæma skapgerð, sannur vinur vina sinna, örlátur sem soldán og hugsaði oft upphátt. Ég minnist þess, er hann eitt sinn á sólfögrum sumarmorgni benti mér á hið sér- stæða nátturufyrirbrigði „Sól- arkrossinn í Kinnarfjöllum". Eftir að hafa horft lotningarfullur á þetta fyrirbrigði um stund sagði hann eins og við sjálfan sig. — Svona getur enginn málað nema drottinn. Oft stóðu stormar um Jakob og lét hann sér það vel líka því hann var maður orustunnar, ef því var að skipta. Hann gat verið ham- hleypa til vinnu og bjartsýnin nóg til að láta ekki bugast við mótgang og vonbrigði. Er hann á sl. vetri varð fyrir þungbæru heilsufars- legu áfalli mætti hann því með bjartsýni og dug og hafði, er hann lést, náð miklum árangri í að endurhæfa sig. Jakob var gæfumaður í fjöl- skyldulífi sínu. Konan hans, frú Birna Ágústdóttir Hafstein, reyndist honum traustur lífsföru- nautur, sem hann mátti ekki án vera, bæði á sælum og sárum stundum. Þá eru börnin þeirra þrjú, Jakob, Júlíus og Áslaug, öll vel mennt og mannvænt ágætis- fólk. Fjölskylda Jakobs var hamingja hans svo og listin, sem hann helg- aði sig mest á seinni árum. Listin hans var litrík og fjölþætt eins og hann sjálfur. Hún mun lengst forða honum frá gleymsku. Söng- ur, ljóð og lög svo og málverk munu um langan aldur halda áfram að minna á listamanninn frá Húsavík, sem í huganum gekk daglega á vit hinnar þingeysku náttúru, er hann unni svo mjög. Við Jakob áttum margt saman að sælda, enda fóru áhugamál okkar oft saman. Við vorum auð- vitað ekki alltaf sammála eins og gengur, en það breytti engu um vináttuna, sem hann spáði okkur forðum, því hún var á bjargi byggð. Það var ekki meining mín með þessum fáu línum að rekja fjöl- þætt lífshlaup, afrek og störf Jak- obs V. Hafstein. Þær eru fyrst og fremst hugsaðar sem hinsta kveðja til listamanns og ljúfs vin- ar, sem ég þakka kærar stundir og kynni góð. Hann bað mér oft guðs- blessunar og þess hins sama bið ég nú honum til handa á ókunnri strönd. Ástvinum hans og aðstandend- um öllum sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Vigfús B. Jónsson, Laxamýri. Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi hófst í Valaskjálf í morgun. Formaður sambandsins, Vil- hjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, setti fund- inn og minntist tveggja aust- firskra sveitarstjórnarmanna er létust á árinu, þeirra Jóns Gunnlaugs Sigurðssonar, sveit- arstjóra á Fáskrúðsfirði, og Bjarna Þórðarsonar, fyrrum bæjarstjóra í Neskaupstað. Fundinn sitja 52 fulltrúar, 5 konur og 47 karlar, frá 30 sveit- arfélögum á Austurlandi — auk þingmanna kjördæmisins og annarra gesta, en á Austurlandi eru 34 sveitarfélög með samtals 12.940 íbúa. Fundarstjórar voru kjörnir Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Guðmundur Magnússon, sveit- arstjóri á Kgilsstöðum. Ávörp við fundarsetningu fluttu Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum; Ölvir Karlsson af hálfu Sambands íslenskra sveit- arfélaga, Friðjón Guðröðarson af hálfu sýslumanna á Austur- landi og Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga á Norðurlandi. í skýrslu formanns kom fram að starf stjórnar SSA hefur að nokkru borið keim af efnahags- ástandi þjóðarinnar — en höfuð- verkefni stjórnarinnar hefur eink- um verið á sviði orkumála, iðn- þróunar, samgöngu- og fræðslu- Vilhjilmur Hjálmarason, formaður SSA, I ræðustól. mála auk ýmiss konar rannsókn- arverkefna, t.d. varðandi fiskeldi í ám, vötnum og sjó. Þá fjallaði formaður um innri málefni SSA í skýrslu sinni. Framkvæmda- stjóraskipti verða nú um mánaða- mótin. Bergur Sigurbjörnsson, sem gegnt hefur starfinu í 10 ár, lætur nú af störfum, en við fram- kvæmdastjórninni tekur Sigurður Hjaltason, sem verið hefur sveit- — og mun framkvæmdastjórinn verða þar til viðtals a.m.k. einu sinni í mánuði. Formaður þakkaði fráfarandi framkvæmdstjóra 9törf hans í þágu SSA og bauð nýjan fram- kvæmdastjóra velkominn til starfa. Þá harmaði formaður að iðnráðgjafi hefði enn eigi fengist til starfa þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar um starfið — en Hall- Frá aðalfundi SSA. arstjóri á Höfn í Hornafirði síð- astliðin 18 ár. Þar með flyst aðal- skrifstofa SSA frá Egilsstöðum til Hafnar — en þó verður rekið eins konar útibú hennar á Egilsstöðum dór Árnason, sem gegnt hefur starfinu í 2 ár, lét af störfum í sumar. Hins vegar taldi hann lík- legt að iðnráðgjafi fengist til starfa nú er búsetuskilyrðum Ljóam. ÓLG. hefði verið aflétt. í ávarpi Friðjóns Guðröðarson- ar, sýslumanns Austur-Skaftfell- inga, kom fram að sýslumenn á Austurlandi hafa sótt um aðild að SSA með rétt til setu á fundum sambandsins með a.m.k. tillögu- rétti og málfrelsi. Meginmál fundarins í dag voru framsögur og umræður um iðnað- ar- og vegamál. Fyrir fundinum liggur m.a. tillaga um Iðnþróunar- félag Austurlands og Iðnþróun- arsjóð Austurlands. Þá höfðu vegamálastjóri, Snæbjörn Jóns- son, og umdæmisverkfræðingur, Einar Þorvarðarson, framsögu um langtímaáætlanir í vegagerð. í máli þeirra kom m.a. fram að ástand vega er hvergi á landinu jafn slæmt og á Austurlandi. Á yfirstandandi ári er áætlað að leggja bundið slitlag á 53 km. Árið 1986 er áætlað að vegir með bund- ið slitlag verði orðnir 160 km að lengd. I kvöld verður greint frá rann- sóknarstarfsemi á vegum SSA, flutt skýrsla stjórnar Safnastofn- unar Austurlands og kynntar til- lögur nefndanefndar. — Ljómn. ÓL G. Fundinum verður fram haldið á morgun. _ ö,afur Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.