Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 48
~m ! Askrifuiniminn cr X3033 1‘HIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 12.000 lestir af skreið í landinu: V erðmætið 500 milljónir SAMKV7KMT upplysingum Kiskifélags íslands eru birgAir af skreið í landinu nú um 9.000 lestir. Kirgðir af hertum þorskhausum eru taldar um 3.000 lestir og samanlagt verðmæti í kringum 500 milljónir. Kkkert hefur verið flutt út af skreið eða hausum síðan í maí, en þá voru fluttar út um 900 lestir og enn er beðið eftir úthlutun leyfa í Nigeríu. Hannes Hall hjá Skreiðarsamlag- inu sagði, að ekkert hefði verið flutt út á þess vegum í tvo mánuði og enn væri beðið eftir leyfum á Nígeríu. Ekkert væri flutt frá þeim til ann- arra landa. Hannes sagði, að mjög erfitt væri að gera sér grein fyrir verðmæti þesara birgða þar sem ekkert væri farið að semja um verð. Það væri ekki hægt fyrr en ljóst væri hverjir fengju innflutningsleyfi til Nígeríu, því væri það út í loftið að gizka á verð. Aðspurður sagði hann, að þetta væru ekki óvenju miklar birgðir af skreið og hausum miðað við árstíma, vertíðarskreiðin væri enn að þorna. Engin afurðalán fengjust út á skreið nú, enda væri sjaldnast hengt upp á sumrin og það gæti verið farið að sverfa að fisk- vinnslunni vegna þess að ekkert hefði verið flutt út svo lengi, heil- mikið hefði verið farið á þessum tíma, væri Nígería ekki lokuð. Þá sagði hann að horfurnar væru þær, að líða færi að því aö leyfin yrðu veitt og þá gæt útskipun þegar haf- izt. Landsmenn hafa notið sólar og blíðu undanfarna daga og ekki eru stórfelldar breytingar sjáanleg- ar. l»ó er lægð að búa sig undir að renna upp að landinu og gæti gert austan og síðan norð-austanátt á miðvikudag með skúrum um sunnanvert landið, en síöan verður væntanlega aftur hægviðri. Myndina tók Kristján Örn í góða veðrinu á I'ingvöllum um helgina. Viðræður um hreinsun stallanna í Óshlíðinni Þingflokksfundir um efnahagsmálin (■l'OMtlNIM'K Kristjánsson, bæjarstjóri i Bolungarvík, sagði í samtali við Mbl. í ga*r, að hann myndi á næstunni eiga viðræður við Vegagerð ríkisins um hreinsun stallanna fyrir ofan Oshlíðarveginn. Vegurinn um Óshlíð hefur verið með versta móti síðustu vikur að sögn Guðmundur Kristjánssonar, bæjarstjóra í Bolungarvík, og þeirra sem um veginn hafa farið. Ástæða þessa er óvenjulega mikil þurrkatíð og hefur mikið hrunið úr hlíðinni og afleiðing þess m.a. það slys sem varð sl. föstudag og Mbl. hefur sagt frá. Guðmundur sagði, að reiknað væri með að framkvæmdir hæfust í haust við breikkun vegarins. Þá hefur bæj- arstjórn Bolungarvíkur sent Vega- gerðinni áskorun um að nú þegar yrðu hreinsaðir stallar ofan vegar- ins, sem gerðir voru fyrir nokkrum árum, en koma nú að litlum notum þar sem þeir hafa ekki verið hreins- aðir. Slysið á föstudag er annað stór- slysið frá því að vegurinn um Óshlíð var tekinn í notkun. I fyrra slysinu féll skriða niður á rútubifreið með þeim afleiðingum að tveir farþegar létust. Þó hefur það nokkru sinnum komið fyrir að steinar hafa lent ofan á bifreiðum og þá á stundum munað litlu að illa færi. Jón E. Friðriksson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, sagði ástand vegarins um Ólafsfjarðarmúla svipað og verið hefur. Unnið er að rannsóknum á Banaslys á Sandskeiði FJÖRTÍU og eins árs gamall maður beið bana á Sand- skeiði laust eftir klukkan 21 í gærkvöldi. Hann lenti í skrúfu flugvélar og beið samstundis bana. Maðurinn var við æfingar í fallhlífar- stökki þegar slysið átti sér stað. hagkvæmni jarðgangna sem yrðu 3 km löng, en það er sú eina leið sem talin er geta leyst vandann þar. Jón sagði að mesta hættan væri á vetr- um vegna snjóflóða. Jarðgöngin eru að sögn Jóns á langtímaáætlun. Orkustofnun vinnur að borun fjórðu rannsóknarholunnar til könnunar aðstæðna og virtust niðurstöður þeirra lofa góðu. Þá sagði Jón að auðvitað slægi óhug að fólki við fréttir af slysi eins og varð á Óshlíð- arvegi og væri það geysimikið mál fyrir íbúa Ólafsfjarðar að fá um- rædd jarðgöng. Jóhannes Pétusson, sveitarstjóri í Ólafsvík, sagði að versti tíminn hvað varðar hættu á skriðuföilum í Ólafs- víkurenni væri þegar rigningarveður stæði á ennið. Til stendur að hefja framakvæmdir við veginn um Ólafs- víkurenni í sumar. Vegurinn verður að sögn Jóhannesar færður niður í fjöru og byggður vegkantur 20—30 metra frá skriðufætinum. Ákveðið er að vinna fyrir 6 milljónir króna í sumar, en heildarkostnaður var áætlaður 46 milljónir króna um síð- ustu áramót. Jóhannes sagði að mik- il áhersla væri lögð á lagfæringu vegarins af íbúum á norðanverðu Snæfellsnesi, því umferð hefði auk- ist um veginn ár frá ári. Þá sagði hann að engin stórslys hefðu orðið á veginum, en bílar skemmst og oft verið teflt á tæpasta vaðið, eins og hann orðaði það. Sj.á viAtal vid (iuðmund KósmundHNon á mióopnu og ummæli \1atthía.sar Bjarnasonar á bls. 2. ÞINGFLOKKUR og framkvæmda stjórn Alþýðubandalagsins komu sam- an til fundar í gær og var staða efna- hagsmála þar til umræðu. Menn voru ekki á eitt sáttir hvað varðar niðurstöð- ur útreikninga Þjóðhagsstofnunar og var hart deilt á kafla hennar varðandi útgerð og fiskvinnslu, sem margir töldu byggða á allt of mikilli svartsýni. Á ríkisstjórnarfundi í dag mun sjáv- arútvegsráðherra væntanlega leggja fram hugmyndir nefndar sem unnið hefur að athugun málsins frá þvi að skýrsla svonefndrar togaranefndar var lögð fram. í skýrslu nefndarinnar kem- ur m.a. fram samkvæmt heimildum Mbl. að um 200 til 300 milljónir króna þurfi til að koma útgerðinni á réttan kjöl á ný og munu hugmyndir sjávar- útvegsráðherra ganga út á aðstoð rikis- sjóðs í því efni. Ekki komu fram neinar tillögur um lausnir efnahagsvandans á þing- flokksfundi alþýðubandalagsmanna í gær og lauk fundinum með því að ákveðinn var annar fundur öðru hvoru megin við næstu helgi og mönnum falið að kynna sér málin fram að þeim tíma. Þingflokkur framsóknarmanna kemur saman um líkt leyti og er Mbl. kunnugt um, að þingmenn Framsóknarflokksins hafa ýtt mjög á það, að þeim fundi verði hraðað. í gær fjallaði þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins um stöðu efnahags- mála. Að sögn Ólafs G. Einarssonar formanns þingflokksins var fundur- inn fjölmennur og fór þar fram ítar- leg umræða um stöðu og horfur efnahagsmálanna. Bílaleiga Akureyrar: * Avísanir fundnar ÁVÍSANIR að upphæð um 100 þús- und krónur, sem stolið var af skrifstofum Bilaleigu Akureyrar i desember siðastliðnum, fundust undir brúnni yfir Reiðgil á Öxna- dalsheiði á laugardag og var þeim skilað til lögregíunnar á Akureyri á laugardagskvöld. Innbrotið á skrifstofur Bíla- leigu Akureyrar í Tryggvagötu 12 var framið aðfaranótt þor- láksmessu og var um 300 þúsund krónum í ávísunum og peningum stolið. Máiið er enn óupplýst. Geir Hallgrímsson í ræðu í Varðarferð: Eflum friðarstarf á grund- velli sameiginlegs öryggis Kaupum ekki viðskipti með víðtækari samningum við Sovétmenn „MEGINÞORRI manna í friðar- hreyfingum í Vestur-Evrópu er ekki í andstöðu við Atlantshafsbandalagið. Forystumenn hreyfingarinnar i Bandaríkjunum telja, að hugmyndir þeirra muni styrkja bandalagið en ekki veikja það. Beggja vegna At- lantsála eru friðarsinnar raunsærri en svo að fylgia einhliða afvopn- un ... Úrsögn Islands úr AtlanLs- hafsbandalaginu eða einhliða upp- sögn varnarsamningsins við Banda- ríkin yrði til þess að auka ófriðarlík- ur en ekki draga úr þeim. I þessum efnum verður okkur Sjálfstæðis- mönnum ekki hnikað. Við fórnum ekki friðarkerfi og friðarhreyfingu AtlanLshafsbandalagsins fyrir örygg- isleysi og aukna ófriðarhættu. Við Sjálfstæðismenn bjóðum öllum frið- arsinnum samstarf á þessum grundvelli." Þannig komst Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, m.a. að orði er hann fjallaði um friðarhreyfingar í Evrópu og Bandaríkjunum í ræðu í Varðar- ferð sl. laugardag. Geir Hall- grímsson sagði ennfremur í ræðu sinni, að það væru mikil öfugmæli, þegar forystumenn Alþýðubanda- lagsins og herstöðvaandstæðingar reyndu að tengja baráttu friðar- hreyfinga því stefnumáli sínu að gera Island varnarlaust. Formaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði einnig um sovézku samn- ingana í ræðu sinni og sagði: „Við viljum ekki kaupa viðskipti með því að gera víðtækari samninga, sem Sovétríkin geta notað til að beita okkur þrýstingi og til áróð- urs í eigin þágu ...“ Þá sagði Geir Hallgrímsson í ræðu sinni í Varðarferðinni, að reynsla síðustu fjögurra ára sýndi, að samstaða Sjálfstæðismanna tryggði forystu Sjálfstæðisflokks- ins í málefnum borgar og lands en sundrung Sjálfstæðismanna færði vinstri mönnum völdin í hendur. Sjá ræðu Geirs Hallgríms- sonar í heild á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.