Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 39 Helga Kristjáns- dóttir — Minning Fædd 19. marz 1903 22. júni 1982 Það er óhætt að fullyrða, að hvenær sem dauðinn drepur á dyr, kemur hann manni ætíð jafnt á óvart, jafnvel þótt von hafi verið á honum um einhvern tíma. Svo fór það einnig á dögunum, þegar frænka mín og föðursystir, Helga Kristjánsdóttir, kvaddi þennan heim eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu á Elliheimilinu Grund þriðjudaginn 22. júní sl., hátt á áttræðisaldri. Helga er ein af þeim manneskjum sem ég man fyrst eftir sem barn, og fljótt skapaðist á milli okkar hlýja og vinskapur, sem entist alla tíð. Fyrst man ég glögglega eftir henni á Hringbraut 37 hér í borg, en þar bjó hún ásamt manni sín- um og stórum barnahópi á efstu hæð í fjölbýlishúsinu við hliðina á Björnsbakaríi. í þá daga fannst manni húsið vera skýjakljúfur og af svölum efstu hæðar hafði ungur sveinn það á tilfinningunni, að hann sæi allan heiminn. Helga var fædd á ísafirði 19. marz 1903, þar sem faðir hennar, Kristján Asgeirsson frá Skjald- fönn í Nauteyrarhreppi við Djúp, starfaði við Asgeirsverslun. Móðir Helgu var Þorbjörg Guðmunds- dóttir, sem var fædd í Höll í Haukadal í Dýrafirði. Helga flutti ung til Flateyrar með foreldrum sínum, þar sem Kristján tók við starfi faktors við Ásgeirsverslun. Börn Þorbjargar og Kristjáns voru tíu, en nokkur dóu ung, og var Helga elst þeirra er náðu full- orðinsaldri. Eftir eru á lífi þrír bræður, Magnús Guðjón, fyrrum skrifstofustjóri Slippfélagsins í Reykjavík, Guðmundur, skipa- miðlari, og Steinarr, skipstjóri. Helga giftist vestur á Flateyri 18. okt. 1925, Guðmundi Sigurðs- syni, en hann kom þangað sem ungur maður sunnan úr Keflavík til að taka að sér skrifstofustörf hjá Sameinuðu ísl. verslununum, en það fyrirtæki tók við af Ás- geirsverslun. Guðmundur, sem lést 21. sept. 1974, var sonur Sig- urðar Þ. Jónssonar, sem á sínum tíma var faktor í Keflavík og síðar kaupmaður við Laugaveginn í Reykjavík, og konu hans, Hólm- fríðar Guðmundsdóttur. Lengst af starfaði Guðmundur við embætt- is- og bankastörf í Reykjavík. Þau hjón áttu sex börn, sem öll eru á lífi, en elst þeirra er Ástríður, gift Ingvari Emilssyni, haffræðingi hjá Sameinuðu þjóðunum í Mex- ico. Hólmfríður, banka- starfsmaður, gift Árna Þor- grímssyni, flugumferðarstjóra í Keflavík, Sigurður Þ. Guðmunds- son, læknir, kvæntur Ragnheiði Aradóttur, sem lést 1. júlí sl., Gylfi, framkvæmdastjóri inn- flutningsdeildar LÍÚ, en kona hans er Ása Hjartardóttir, hús- móðir, Þorbjörg, auglýsingastjóri hljóðvarpsins, sem gift er Baldvin Ársælssyni, prentara, og loks Gerður, sem löngu er þjóðkunnur þulur hljóðvarpsins, en maki hennar er Sveinn A. Bjarklind, loftskeytamaður. Barna- og barnabarnabörnin eru orðin fjöl- mörg og dreifð víða um lönd. Það má geta þess, að Helga lést á af- mælisdegi Hólmfríðar dóttur sinnar, en þann sama dag ól dótt- urdóttirin Helga fyrsta barn sitt, sem er stúlkubarn. Helga var einhver lífsglaðasta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst og það var sama, að þótt oft hafi verið erfitt að ala upp stóran hóp barna á efnalitlu heim- ili, var húsmóðirin ætíð björt og hress. Hún naut þess að greiða götu annarra og miðla af þekkingu sinni úr skóla lífsins, en aldrei heyrði ég hana fjalla um sjálfa sig eða sín vandamál. Helga, eins og fólk hennar ailt, naut þess að vera innan um annað fólk og því stærri sem hópurinn var, því betra fannst henni. Með krafti og þreki komu þau hjón börnum sínum öll- um til menntunar og frama á lífsbrautinni, þótt oft hafi verið knappt í búi, en á heimilinu var samt alltaf til nóg af gleði, hjarta- hlýju og vinskap. í Helgu ólgaði alltaf þessi bjargtrausti vestfirski kraftur, sem enginn sem um- gekkst hana komst hjá að taka eftir og smitast af. Helga naut þess mest af öllu að vera innan um fjölskyldu sína, ekki aðeins börn og maka, heldur einnig systkini og systkinabörn, og raunar alla aðra ættingja sína vestan af fjörðum. Metorð eða veraldarauður skipti hana engu máli í samskiptum við annað fólk, heldur einstaklingur- inn sjálfur, hver svo sem hann var. Mestan hluta ævi sinnar var Helga heilsugóð og hraust, en síð- ustu árin reyndust henni erfið sökum öldrunarsjúkdóms og mest- an þann tíma dvaldi hún á Elli- heimilinu Grund. Hún kvaddi þennan heim á sinn hæverska og hljóðlega hátt, eftir að hafa lokið heilladrjúgu dagsverki. í dag verð- ur þessi gagnmerka og góða frænka mín til moldar borin og lögð til hinstu dvalar við hlið eig- inmanns síns við Fossvoginn. Fyrir fönd föður míns og ann- arra ættingja sendi ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum Helgu okkar innilegustu samúð- arkveðjur á sorgarstundu. Blessuð sé minning hennar. Jón Hákon Magnússon Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI auglVsinoasíminn er. 22480 JRirtmbhkit Aðalskipulag Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar. Tillaga að aðalskipulagi fyrir Keflavík, Njarövík og Keflavík- urflugvöll fyrir tímabiliö 1982—2002 liggur nú frammi á bæjarskrifstofunni í Keflavík, Hafnargötu 12 á venjulegum skrifstofutíma. Uppdráttur sem sýnir hið skipulagða svæði sem er Keflavík, Njarðvík og Kefla- víkurflugvöllur ásamt fylgiskjölum liggur frammi til 1. september 1982. Athugasemdum við tillöguna skulu sendar undirrit- uðum fyrir 1. september 1982. Þeir sem eigi gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telj- ast samþykkir henni. Keflavík, 2. júlí 1982, Bæjarstjórinn í Keflavík, Hafnargötu 12, Keflavík. Þúertekklá Þessvcgna spyijum við - Væri ekki þjóðráð að nýkjörnar bæjar- og sveitar- stjórnir viðs vegar um land byðu kjósendum sæti I fögrum lundi, eöa i iöandi mannlifi á gangstétt — á bekk fráokkur?? Við framleiðum garðbekki I mörgum stærðum sem henta alls staðar lúnum fótum, eða bara þeim sem vilja tylla sér andartak og ræða landsins gagn og nauðsynjar, taka I nefiö, eða horfa á elskuna sína. Og vel á minnst: Við eigum lika bekki I heimilisgarð- inn. Hafið samband við Landssmiðjuna. Við viljum endi- lega leiða ykkur til sætis á bekk frá okkur — og I all- an sannleikann um verð og gæði áöur en sumarið eráenda. LANDSSMIOXAN 20-6-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.