Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 Frakkinn Didier Pironi sigraði FRANSKI ökuþórinn Didier Pironi .sigraði í hollenska Grand Prix-kapp- akstrinum um helgina og skaust upp í annaö sætið í keppninni um heims- bikarinn. Kapparnir óku 306.144 km í keppninni og fór sigurvegarinn vegalengdina á 1 klst., 38 mín. og 03,254 sek. Meðalhraði hans var því 187.3 km á klst. Efstu menn í hollenska kapp- akstrinum urðu eftirtaldir: 1. Didier Pironi, Frakklandi. 2. Nelsin Piquet, Brasilíu. 3. Keke Rosberg, Finnlandi. 4. Niki Lauda, Austurríki. Þetta var 9. keppnin á tímabil- inu, en alls eru þær 16, keppnirnar um heimsbikarinn. Staðan eftir mótið um helgina er þessi: 1. John Watson, Bretlandi 30 2. Didier Pironi, Frakklandi 29 3. Keke Rosberg, Finnlandi 21 4. Riccardo Patrese, Italíu 19 5. Alain Prost, Frakklandi 18 6. Nelson Piquet, Brasilíu 17 7. Niki Lauda, Austurríki 15 • „Ég get aðeins sagt það, að ég hef hlotið slæma meðferð í keppninni og engum hefur verið refsað fyrir það,“ segir Maradona meðal annars. Hér er hann felldur gróflega af ítalanum Gentile, sem tók hann úr umferð í viðureign liðanna á dögunum. Gylfi lék af öryggi og varð meistari HELGINA 4. júlí fór fram á Jaðars- vellinum við Akureyri Unglinga- meistaramót Islands í golfi. Keppt var í piltaflokki 16—22ára, drengja- flokki 15 ára og yngri og í stúlkna- flokki, alls leiknar 72 holur. Mun þetta vera i 7. skipti sem haldið er slíkt sérmót unglinga, fyrsta mótið fór fram sumarið 1976. Keppenur á móti þessu voru alls 49 frá 8 klúbb- um og var keppnin iengst af spenn- andi í öllum flokkum þó stúlkna- flokkurinn hafi liðið fyrir hve þátt- takan var léleg. Mótsstjóri var Jón- ína Pálsdóttir og þótti henni og fé- lögum hennar takast vel til við móts- stjórnina en ekki verður sama sagt um blessaða veðurguðina sem „brugðust" rétt eina ferðina. Mest allan tímann börðust keppendur í roki og regni og fyrir vikið var „Stóri-Boli“ þungur yfirferðar. Höfðu margir keppenda á orði að hann væri alira valla erfiðastur við aðstæður sem þessar. Sem fyrr segir voru mótsdagar 2, voru leiknar 36 holur hvorn dag og var staöan í flokkunum eftir fyrri daginn á þessa leið: Stúlknaflokkur: högg Ásgerður Sverrisdóttir GR 169 Sólveig Þorsteinsdóttir GR 172 Þórdís Geirsdóttir GK 175 Drengjaflokkur: Hörður H. Arnarsson GK 156 Guðbjörn Ólafsson GK 159 Úlfar Jónsson GK 160 Ásgeir Guðbjartsson GK 161 Trausti Hafsteinsson GS 164 Piltaflokkur: Gylfi Kristinsson GS 154 Jón Þór Gunnarsson GA 156 Magnús Jónsson GS 157 Hilmar Björgvinsson GS 159 Páll Ketilsson GS 159 Staðan átti eftir að breytast all- verulega frá þessu enda gferist ým- islegt á 36 holum. Veðurguðirnir gerðu sitt til að stuðla að frekari breytingum þó veðrið hafi vissu- lega bitnað jafnt á öllum keppend- um. Úrslit urðu sem segir: Stúlknameistari íslands varð Sólveg Þorsteinsdóttir GR á alls 338 höggum en hún var sigurveg- • Gylfi Kristinsson GS Islands- meistari unglina í golfi. ari í kvennaflokki í fyrra eftir æsilega baráttu við Steinunni Sæmundsdóttur. Hér var engin Steinunn og sigurinn miklum mun auðveldari en þá, Þórdís Geirs- dóttir GK kom nefnilega inn á 344 höggum en 3. var svo Ásgerður Sverrisdóttir á 353 höggum. Henni gekk flest miður síðari daginn eft- ir ákaflega góðan fyrri dag. I drengjaflokki voru sviptingar allmiklar og sýndi hinn bráðefni- legi kylfingur Úlfar Jónsson stórkostleg tilþrif síðari keppnis- daginn og vann t.a.m. 11 högg á Hörð H. Arnarsson á 36 holunum og kom inn á 311 höggum. Úlfar var hinn öryggi sigurvegari og er vel að sínum titli kominn (gildir það að sjálfsögðu um alla sigur- vegarana). Einar Guðnason, gam- al kunnur kylfingur, stóð ásamt fleirum fyrir glæsilegum auka- verðlaunum Úlfari til handa, fekk hann forláta púttjárn áletrað. Úlf- ar ku vera yngsti þátttakandi frá upphafi í meistaraflokki, einungis 12 ára gamall í fyrra. í öðru sæti kom félagi Úlfars Hörður H. Arn- arsson GK á 318 höggum og 3. var Knattspyrnuursllt UM HELGINA var að venju mikið um leiki í 3. og 4. deild á Noröurlandi og var þar hart barist og ekkert gefið eftir. Úrslit leikj- anna urðu sem hér segir: 3. deild: Tindastóll — Sindri 3—0 (1—0) Mörk Tindastóls: Karl Ólafsson 2 og Hermann Þórisson 1. KS — Árroðinn 3—0 (3—0) Mörk KS: Jakob Kárason 2 og Óli Agnarsson 1. 4. deild: Dagsbrún — Glóðafeykir 2—2 (0—1) Mörk Dagsbrúnar: Stefán Stefánsson 2. Mörk Glóðafeykis: Bjarni Konráðsson 1 og Reynir Jónsson 1. Reynir — Vorboðinn 2—1(2—1) Mörk Reynis: Guömundur Hermannsson 2. Mörk Vorboðans: Baldvin Harðarson 1. svo félagi þeirra beggja, Sigur- björn Sigfússon á 323 höggum. Þrefalt hjá Golfklúbbnum Keili. Keppnin í piltaflokki var ákaf- lega spennandi og ýmsum sorgleg. Akureyringurinn Jón Þór Gunn- arsson lék mjög vel lengst af og barðist um efsta sætið við Gylfa Kristinsson. En þegar á keppnina leið yfir- gáfu heilladísirnar Jón alfarið og eina von Akureyrar varð af verð- launum sínum á grátlegan hátt. Gylfi lét sér hvergi bregða og lék af öryggi fram á síðustu holu og kom inn á 310 höggum, tryggði sér titilinn Unglingameistari Islands annað árið í röð með nákvæmlega sama höggafjölda! Golfklúbbur Suðurnesja átti einnig tvo næstu menn þá Pál Ketilsson á 314 högg- um og Magnús Jónsson á 315 höggum en í 4. sæti kom svo lán- laus Jón Þór á 316 höggum, en sá hinn sami fékk dæmd á sig 4 víti á síðustu brautunum og tekur slíkt verulega á taugarnar. Stefán H. Stefánsson, með- stjórnandi í Golfsambandi Is- lands, afhenti verðlaun ásamt Jónínu Pálsdóttur og sleit sá fyrr- nefndi móti þessu eftir að hafa til- kynnt unglingalandsliðshóp okkar og voru efstu menn mótsins auð- vitað í þeim hópi. MÞ. • Hér má sjá samankomna efstu keppendur I drengja-, stúlkna- og ungl- ingaflokki á Unglingameistaramóti fslands í golfi sem fram fór á Akureyri um helgina. Ljósm. Ktynir. • Sigurvegarar i flokkunum þremur á Unglingameistaramótinu. Ljósm. Rcjmir. Maradona óánægður með sjálfan sig: „Það misheppnaðist allt hjá mér“ ARGENTÍNSKA knattspyrnustjarn- an Diego Maradona olli miklum vonbrigðum í HM-keppninni á Spáni, og hann gerir sér grein fyrir því. „Þaö misheppnaðist allt, ég gerði allt vitlaust," sagði hann eftir aö heimsmeistararnir höfðu verið slegnir út. „Ég hef enga afsökun. Því meira sem ég hugsa um þetta, kemst ég að þeirri niðurstöðu, að þetta hafi bara ekki verið minn tími.“ Maradona sagðist sérstaklega óánægður með frammistöðu sína í tapleikjunum við Ítalíu og Bras- ilíu. „Ég hafði vonast til að geta sýnt mínum nýju aðdáendum hvað í mér býr,“ sagði Diego, sem seld- ur hefur verið til Barcelona á Spáni fyrir 10 milljónir dollara, sem er að sjálfsögðu langmesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir knattspyrnumann. Eins og komið hefur fram, var hann rekinn af velli fyrir ljótt brot í leiknum gegn Brasilíu. „Ég átti það skilið. Taugarnar biluðu og ég sparkaði hann niður. Hann hlaut að reka mig út af,“ segir Maradona, og bætir við: „Ég get aðeins sagt það, að ég hef hlotið mjög slæma meðferð í keppninni og engum hefur verið refsað fyrir það.“ Að sjálfsögðu þykir Maradona slæmt að vera úr keppninni, en eitt bætir það upp segir hann: „Við vorum slegnir út af verðandi heimsmeisturum. Ég er ekki í vafa um að Brasilía verður meistari." Menotti, þjálfari Argentínu, sagði eina ástæðu fyrir slakri frammistöðu Maradona vera þá, hve þjálfarar annarra liða hefðu skoðað hann gaumgæfilega fyrir keppnina og einnig vildi hann kenna dómgæslu um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.