Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 13 Edward Gíslason Winnipeg: Stórgjöf til Islenzk- kanadíska sjóðsins ÞAU tíðindi gerðust fyrir skömmu, að Edward Gislason, sem búsettur er á Gimli í Manitóba, afhenti ('anada-lceland Foundation peningjagjöf að upphæð fimmtíu þúsund dollara (um 560 þúsund krónur). Hefur hann mælt svo fyrir, að peningum þessum verði varið til að styrkja námsfólk, sem búsett er í Kanada, til námsdvalar á íslandi. Og er það von hans, að fólk þetta muni við heimkomu til Kanada vinna að menningartengslum þess- ara tveggja landa. Edward Gíslason, sem nú er rúmlega áttræður, fæddist á ís- landi, en fluttist ungur vestur til Kanada og hefur lengst af verið búsettur i Árborg, þar sem hann hefur stundað búskap. Hann hefur eldlegan áhuga á að islenskur menningararfur megi dafna meðal íslendinga í Kanada og hefur sýnt það áþreifanlega með þessari stórmannlegu gjöf. Canada-Iceland Foundation var stofnað fyrir tuttugu og fimm ár- um. Á stefnuskrá þess félags er að styrkja með fjárframlögum þau málefni sem varða menningarleg samskipti Islands og Kanada. M.B. Annar hæsti úr Grindavík PÁLL Hreinn Pálsson, annar hæsti skattgreiðandi einstaklinga í Reykjaneskjördæmi, er búsettur i Grindavík en ekki Garðabæ, eins og Mbl. var tjáð og sagt var i laugar- dagsblaði. Áð beiðni Skattstjóraembættis- ins í Reykjaneskjördæmi er þetta hér með leiðrétt og viðkomandi beðnir velvirðingar. Síðasta sending af SKODA seldist upp á örfáum vikum, en með lagni tókst okkur að kría út 100 bíla til viðbótar á algeru TOMBÓLUVERÐI eða frá kr. 63.790. Þeir eru væntanlegir núna um miðjan mánuð og miðað við fyrri reynslu er nauðsynlegt að panta sér bíl strax. Þú ættir því að hringja í hann Halla og heyra í honum hljóðið. Varömiðaöviðgengi 1.7.-82 JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 < 1 l \ \ i I i I < ( ( I - BEINT FLUG I SOLINA OG SJOIN 3. & 24. AGUST 14.SEPT. 5.0KT0BER AÐALSTRÆTI9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.