Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Banaslys við Bláfjallaveg 25 ÁRA gamall Selfyssing- ur beið bana í umferðar- slysi á Suðurlandsvegi skammt frá afleggjaranum í Bláfjöll í gærkvöldi. Tildrög slyssins voru þau að pilturinn sem lést var á Borinn Jötunn leigður til Fœreyja? MÖGULEIKAR eru á því að Orkustofnun leigi borinn Jöt- un til Pæreyja á næsta ári. Færeyingar hafa hug á að bora 3000 metra djúpa holu til að rannsaka jarðlög og er þarna eingöngu um jarð- fræðilega könnun að ræða. Hafa þeir rætt við forstöðu- menn Orkustofnunar um leigu á Jötni, en einnig kemur til greina að þeir fái bor annars staðar frá. Viðræður um þetta mál eru á frumstigi og skýrist það varla fyrr en eftir nokkrar vikur. austurleið á bíl sínum og er hann nálgaðist Bláfjallaaf- leggjarann fór hann fram úr vörubifreið. Afturljós vörubifreiðarinnar voru óhrein og sáust illa. Nam pilturinn því staðar fyrir framan vörubifreiðina til að vekja athygli ökumanns hennar á þessu. Þeir gengu saman aftur fyrir vörubílinn, en á leið fram með honum aftur bar að þriðju bifreiðina á austurleið og lenti á mönnunum tveimur. Öku- maður vörubifreiðarinnar kastaðist í götuna, en slasaðist lítið. Selfyssingur- inn mun hins vegar hafa látist samstundis. UNG stúlka slasaðist talsvert í bflveltu á Grindavíkurvegi aðfararnótt Þorláksmessu og var hún flutt á sjúkrahúsið í Keflavík. í bifreiðinni voru þrjú ungmenni á leið frá Reykjavík og missti stúlkan, sem ók bflnum. vald á honum í hálku. Bifreiðin tókst á loft og kastaðist á mikilli ferð upp á klettinn, sem sést á myndinni. Bifreiðin er mikið skemmd og var mildi að slys skyldu ekki verða meiri. Stúlkan sem ók hafði ekki ökuréttindi. (ljósm. Guðfinnur). Mosfellssveit og Garóabær: Óbreyttur afsláttur á fasteignasköttum í MOSFELLSSVEIT og Garðabæ hefur verið ákveðið að afsláttur af fasteignaskatti verði óbreyttur á næsta ári miðað við það sem var á þessu ári. í Mosfellssveit verður hann 25%, sem þýðir að álagningarhlutfallið verði 0.375 af fasteignamati. I Garðabæ verður afslátturinn 20% eða 0.4% álagning. Til samanburðar má geta þess að í Reykjavík hefur verið ákveðið að fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði verði 0.5% á næsta ári í stað 0.421% áður. Reynt að ná Álafossi út 1 ÐAG verður gerð tilraun til að ná Álafossi, skipi Eimskipafélags íslands, af strandstað í innsigling- unni til Hornafjarðar. Flóðhæð verður í dag svipuð og var er skipið strandaði viku fýrir jól. Björgunar- skipið Goðinn hefur verið eystra siðan fyrir jól og á að reyna að losa skipið af strandstaðnum. Ekkert tjón er talið hafa orðið á skipinu, en það situr á sand- og leirbotni. Að sögn Salóme Þorkelsdóttur varaoddvita sveitarstjórnar Mos- fellssveitar lagði meirihluti sjálf- stæðismanna í Mosfellssveit til að afsláttur af fasteignagjöldum yrði óbreyttur og var það samþykkt samhljóða. í Garðabæ var hins vegar ekki eining um afsláttinn og fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn lagði til 0.5% álagn- ingu eins og í Reykjavík og einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði Yfirvöld í Skotlandi: Banna innflutning á laxahrognum héðan FYRIRTÆKIÐ Norðurlax gerði á síðasta sumri samning við skozkt fyrirta'ki um sölu á 100 þúsund augnhrognum til Skotlands og áttu þau að afhendast í febrúarmánuði næst- komandi. Fyrir nokkru barst fyrirtækinu bréf um að samningar gætu ekki staðið. þar sem yfii*völd í Skotlandi heíðu synjað um innfiutning á laxahrognum frá íslandi þar scm þar hefði fundist nýrnaveiki í laxi. Að sögn Björns Jónssonar á Laxamýri voru hrognin tekin úr klaklaxi úr Laxá í Aðaldal á síðasta sumri er samningar höfðu verið gerðir um sölu á 100 þúsund augnhrognum til Vester Ross Salmon-klakstöðvarinnar í Skotlandi. Samningurinn hljóð- aði upp á 1.2 milljónir króna og sagði Björn að útlagður kostn- aður næmi nú um 600 þúsundum. Fyllstu varkárni hefði verið gætt í meðferð hrognanna. Þau hefðu verið sótthreinsuð við klakið og sömuleiðis hefði átt að sótthreinsa þau fyrir afhendingu. Páll Pálsson yfir- dýralæknir og Sigurður Helga- son fisksjúkdómafræðingur hefðu skoðað hrognin og sömu- leiðis héraðsdýralæknir. Ekkert hefði komið fram, sem benti á sjúkdóma og nákvæmlega hefði verið farið eftir öllum reglum. Síðan hefði það gerzt fyrir nokkru að hinu skozka fyrirtæki hefði verið synjað um inn- flutningsleyfi á laxahrognum héðan. Yfirvöld í Skotlandi greindu fyrirtækinu frá að algjörlega væri bannað að flytja inn laxaseiði frá íslandi, þar sem nýrnasjúkdóms hefði orðið vart í laxi í Iaxeldisstöð á Islandi. — Okkur finnst þetta óþarfa tortryggni, sagði Björn Jónsson í gær. — Við höfum farið nákvæmlega eftir öllum reglum og engin tengsl hafa verið á milli stöðvarinnar á Laxamýri og Laxalóni. Þetta setur okkur í stökustu vandræði, en þessari ákvörðun verður ekki breytt, þessi sjúkdómsstimpill virðist kominn á allan lax frá íslandi, sagði Björn. Þess má geta að frá Laxamýri hefur á undanförnum árum verið flutt út töluvert af laxaseiðum til Noregs. til að álagningin yrði 0.375 eins og í Mosfellssveit, en eins og áður sagði var ákveðið að hún yrði 0.4%. — Við hefðum gjarnan viljað ganga lengra í þá átt að minnka álögur á gjaldendur en því miður var það ekki hægt vegna aðkallandi framkvæmda, sagði Salome Þorkelsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. — Við teljum álögur í það miklu hámarki og skattheimta opinberra aðila virð- ist stefna í það að verða langt umfram það sem hægt er að bjóða fólki. Því miður hefur fólk ekki lengur ráðstöfunarrétt yfir eigin fé, sagði Salóme. í Mosfellssveit eru um 850 gjaldendur og ef allir tekju- stofnar sveitarfélagsins væru nýttir til fulls þýddi það 100 þúsund krónum minna ráðstöfun- arfé fyrir hvern gjaldenda að meðaltali. Daglegir fund- ir um fiskverð DAGLEGIR fundir standa nú yfir hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins um nýtt fiskverð sem'taka á gildi um áramótin. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar miðaði lítið á fundi í ga*r, cn annar fundur hefur verið boðaður kl. 14 í dag. Kristján Ragnarsson sagði að ákvörðun hefði verið tekin um það á fundinum í gær að falla frá hugmyndum um að afli skyldi verðlagður eftir meðalþyngd í farmi, en hugmyndir um það hafa verið til umræðu undanfarið. Sagði Kristján að menn vildu gefa sér tíma til að ræða þær hugmynd- ir nánar og athuga ýmsar hliðar á þeim áður en ákvörðun um hugsanlegar breytingar yrðu teknar, sem yrði þá e.t.v. meö vorinu. r Isafjörður: Stórinnbrot á árinu 1977 upplýst 1 gær RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins upplýsti í gær stórinn- brot í úrsmíðavinnustofu Axels Eirikssonar á ísafirði árið 1977, en þar var stolið úrum og skartgripum að verðmæti um hálf rniljón króna. Nýlega barst Rannsóknar- lögreglunni vitneskja, sem leiddi til þess að málið upplýstist. Var þjófurinn handtekinn í Reykja- vík, þar sem hann býr og játaði hann á sig afbrotið. Vísaði þjófurinn á þýfið, sem var í geymslu hjá kunningja hans, og komst það mestallt til skila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.