Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI þessum slagoröum um fínu bæk- urnar og hlutina, sem allir verða að hafa á jólunum. Mjög svipaða sögu er að segja um útvarpið, þar fer allt úr böndunum vegna auglýsingaflóðs, en það gerir e.t.v. minna til, menn þurfa e.t.v. ekki endilega að hlusta á þá tónlist sem næst kemur á eftir auglýsingum og fastir þættir hafa oftast haldið sinum rétta tíma þrátt fyrir margar auglýsing- ar, — með undantekningum þó. En er líka hægt að takmarka auglýs- ingalengd í útvarpi? Og úr því að þessum spurningum er varpað fram verður einnig að leita svara við þeirri spurningu hvernig og hvort hægt er að bæta þessum fjölmiðlum upp tekjutapið? Tekj- urnar skipta miklu máli og jafnan er litlum tekjum borið við þegar við erum ekki ánægð með dagskrá þessara tveggja fjölmiðla. Við getum því ekki leyft okkur annað en að íhuga hvernig við getum bent á leiðir til tekjuöflunar. En getum við það? Eru nokkrar aðrar tekjuleiðir til nema auglýsingar? Er þá nokkuð hægt að gera? Verðum við ekki annað hvort að hafa auglýsingar í vaxandi magni ellegar samþykkja að seglin verði rifuð og dagskráin þar með e.t.v. gæðaminni? Allt þetta eru hugsanir sem leitað hafa á hugann síðustu daga en erfitt er að svara án efa. En gaman væri að vita hvað öðrum finnst um þær og þá á ég við bæði áheyrendur og áhorfendur svo 0| ráðamenn þessara stofnana. Spurull." • Draumsýn Richard Beck og Margrét kona hans hafa beðið Velvakanda fyrir eftirfarandi jóla- og nýárskveðju í ljóði Richards, Draumsýn: „Þótt haustsins blær mér hrjúfa strjúki vanga og héluð falli lauf af skógartré, þótt stynji þungan brim við björg og tanga, í bláma fjarskans land ég rísa sé, þar sem á vetrum blessuð blómstur anga, það brosfríð eru drauma minna vé.“ JOLATRES- SKEMMTUN Hins íslenzka prentarafélags veröur haldin í Lindarbæ, priöjudaginn 2. janúar 1979 og hefst kl. 15. Aögöngumiðar veröa seldir á skrifstofu félagsins 28. og 29. des. milli kl. 17 og 19. og viö innganginn ef einhverjir veröaeftir. Skemmtinefndin. Línubátur Þessir hringdu . . • Endursýnið Hamsunþáttinn Nokkrir sjónvarpsáhorfendur hafa beðið Velvakanda að koma ofangreindri ósk á framfæri við sjónvarpið, þar sem þeir kváðust hafa misst af þættinum og vildu gjarnan fá tækifæri til að sjá hann. Sögðust þeir hafa heyrt vel látið af honum, að þar hefðu farið fram merkilegar og jafnvel hvass- ar viðræður, sem vert væri að sjá enda væri umræðuefnið merkilegt. Er þessari ósk hér með komið til ráðamanna í sjónvarpi. • Lausaskuldir og föst lán Húsmóðir nokkur velti fyrir sér ummælum landbúnaðarráð- herra er hann lét falla á dögunum um lausaskuldir bænda. Sagði hún að hann hefði minnst á það í sjónvarpsþætti að breyta þyrfti lausaskuldum bænda í föst lán þar sem greiðslubyrði þeirra væri orðin svo erfið. Kvað konan þetta vera ágæta lausn á vandamálum bænda, en spurði jafnframt hvort hér væri um einhverja brellu að ræða eða hvort þetta væri leið sem aðrar stéttir gætu farið. Sagði hún það ekki ónýtt að menn er SKÁK Umsjón: Margeir Pitursson Á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires á dögunum kom þessi staða upp í viðureign hins nýbakaða enska stórmeistara, John Nunn, sem hafði hvítt og átti leik, og Piasetskis, Kanada. Síðasti leikur svarts var 31. ... h7—h5. Óskum eftir aö taka á leigu eöa fá í viðskipti línubát á komandi vertíð. Nánari uppl. veitir Siguröur Garöarsson i sima 92-6545 eöa 92-1260. Vogar h.f., Vogum. stunduðu ýmsan atvinnurekstur, eins og búskapur er nú flokkaður, að geta fjárfest í tækjum og síðan fengið lausaskuldum vegna fjár- festinganna breytt í föst lán. • Hver fann gleraugun? Fyrir viku síðan tapaði kona gleraugum sínum á Brávallagöt- 1 unni og kvaðst hún hafa auglýst eftir þeim og einhver hefði hringt og lýst gleraugum er hann fann. Sagði konan að krakkar sínir hefðu verið heima og sá er hringdi sagst ætla að hringja aftur. Biður hún þann hinn sama að hringja nú, þar sem lýsingin gæti átt við gleraugun og væri síminn 81197. Fyrri jólafundur SÍNE veröur haldinn fimmtudaginn 28. des. n.k. í Félagsstofnun Stúdenta v/ Hringbraut, og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Endurskoöun úthlutunarreglna, Aögeröir í endurgreiöslumálum. Önnur hagsmunamál. Starfsemi sambandsins. Fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu SÍNE frá 27. des., Þ- á m. nýjustu hugmyndir varöandi úthlutunarreglur. Dagsetning síöari jólafundinum veröur ákveöin á hinum fyrri, og auglýst síöar. Stjóm SÍNE. HÖGNI HREKKVISI HANH fLÍLAÐ GTOCaK ^ÓMöoWCA Fvm WMlkió- Á4UÖ4 lc£-rri! □ák dania braiding aP, Nylon síldarnet Einhnýtt, litað og bikað 31,5 mm. 250 möskva 1040 hnúta, garn nr. 4 (210/12) fellimöskvar ofan og neðan. Nylon porska- og laxanet Eingirni, tvíhnýtt 90 mm. 32 möskvar x 60 faömar, garn nr. 0,48 mm. litur: Ljósblár, Ijósgrænn og hvítur. Fellimöskvar ofan og neöan. Energivej 11 6700 Esbjerg, Danmark Sími 05-136160 MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF EG ÆTLA SKO AÐ VERA AFTURÍ, ÞÚ KEYRIR SVO GLANNALEGA. 32. Hxh5! - gxh5, 33. Rxh5+ - KI8, 34. g6 (Hvítur hótar nú einfaldlega 35. g7+ — Kg8, 36. Dh6) Rxe4, 35. g7+ - Kg8, 36. Rf6+! - Rxf6,37. exf6 - Rd5, 38. Dh6 og svartur gafst upp. BORN ÆTTU ÆTIÐ AÐ VERA I AFTURSÆTI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.