Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 I ! I>AÐ IILAUT auðvitað að koma að því að Everton tapaði sínum fyrsta leik. I>að serðist á Hijíh- field Road í Coventry á laugar- dajíinn. I>á fóru nokkrir leikir fram í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar, en nokkrum var frestað. Einn var leikinn á föstudagskvöldið, leikur náttrannanna Bolton og Man. Utd. Bolton vann þar írekar óvantan stórsigur, 3—0 og MU átti aldrei glætu í leiknum. Staðan var 2—0 eftir aðeins 20 mínútur og þriðja markið lét ekki híða lengi eftir sér. Frank Worthington skoraði tvö og Alan Gowling eitt. En nú skal vikið að leik Coventry og Everton á ný. Liverpoo) átti frí á laugardaginn og Everton, sem var aðeins einu stigi á cftir, átti því möguleika á að jafna stigatöiuna og jafnvel að ná forystu í deildinni með sigri. Möguleikinn átti ekki að vcra minni, þar sem Covcntry hafði tapað sínum síðasta leik 0—4 fyrir Southampton. Coventry komst í 3—0 Everton sótti mun meira í fyrri hálfleik og tvívegis björguðu leikmenn Coventry af marklínu. í síðari hálfleik tóku heimamenn sig hins vegar á og skoruðu þrívegis, Wallace, Thompson og Hunt. Virtist sigur vera í höfn, en Everton skoraði tvívegis skömmu fyrir leikslok og hleypti það mikilli spennu í leikinn. Leikmenn I • Peter Eastoe spyrnir knettinum yfir markið í leik QPR og Man. City fyrir skömmu. Það kom ekki að sök, því að Rangers vann eigi að síður 2«1. EVERTON EKKI ÓSIGRANDI Coventry héldu þó haus og urðu fyrstir til að leggja að velli Everton. Það voru þeir Mick Lyons og Bob Latchford sem skoruðu mörk Everton. Arsenal í ham Yfirburðir Arsenal komu vægast sagt á óvart, en það var einkum stórkostlegur leikur Liam Brady sem skóp sigurinn. Hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú, en Alan Sunderland skoraði þrennu í leiknum. Frank _ Stapelton skoraði fimmta markið Sog var nærri því að bæta því sjötta við á lokamínútunum, en skot hans úr dauðafæri fór í þverslána. Leeds á uppleið Lið Leeds Utd. hefur hægt og sígandi veríð á mikiili uppleið. Mark Proctor náði þó forystunni fyrir Boro eftir aðeins tæpan hálftíma. Leeds náði þó betri tökum á leiknum, og fyrir hlé tókst John Hawley að jafna. 10 mínútum fyrir ieikslok náði Eddy Grey síöan forystunni fyrir Leeds og á síðstu mínútu leiksins skoraði Ton.v Currie þriðja markið. Lítið um mörk. Þremur ieikjum lauk í fyrstu deild þennan dag án þess að nokkur á vellinum fyndi leiðina í netið. Chelsea varð að gera sér að góðu jafntefli á heimavelli gcgn Bristol. Chelsea lék þó vel og sýndi að ýmislegt býr í liðinu. Leikur Man. City og Notthingham Forest var mjög fjörugur framan af, en slappaðist er á leið. Sama er að segja um leik Derby og Aston Villa, Steve Carter, útherji Derby átti stangarskot í byrjun leiks, *en I síðan jafnaðist allt saman. Ken Swain sendi nokkru síðar knöttinn í netið hjá Derby, en var rang- stæður. Efstu liðin í basli Efstu lið 2. deildar áttu í umtalsverðum erfiðleikum á laugardaginn. Bæði Stoke og Crystal Palace léku á útivöllum, Stoke gegn Bristol Rovers og Palace gegn Cambridge. Og enn var lítið skorað, eða alls ekkert mark, báðum leikjunum lauk 0—0. Leik Luton og West Ham var frestað, en Newcastle, Sunderland og Brighton drógu á toppliðin. Newcastle vann öruggan sigur á Burnley með mörkum Shoulder, Withe og Cassidy, en Malcolm Poskett skoraði þrennu fyrir Brighton er liðið vann Charlton örugglega. Þá krækti Sunderland í 1 stig, þrátt fyrir að fyrirliðinn Mike Docherty væri rekinn af leikvelli. Wayne Entwhistle skor- aði eina mark Sunderland, en Ray O’Brian svaraði fyrir Notts County. Urslit leikja á föstudag og laugardag urðu þessi: 1. deild: Bolton — Man. Utd. Chelsea — Bristol City Coventry — Everton Derby — Aston Villa Leeds — Middlesbrough Man. City — Nott. Forest Tottenham — Arsenal Notts County — Sunderland i-i Orient — Millwall 2-1 3. deildi Blackpool — Chester 3-0 Colchester — Watford 0-1 Lincoln — Chesterfield 0-1 Mansfield — Peterbrough 1-1 Rotherham — Tranmere 3-2 Shrewsbury — Swansea 3-0 Southend — Brentford 1-1 4. deildi Aldershot — Stockport 3-2 Bournemouth — Wimbledon 1-2 Darlington — Scunthorpe 2-2 Grimsby — York 3-0 Hartlep<M)I — Barnsley 1-1 Portsmouth — Rcading 4-0 3-0 0-0 3-2 0-0 3-1 0-0 0-5 2. deild: Bristol Rovers — Stoke 0—0 Cambridg? — Crystal Palace 0—0 Cardifí — Fulham 2—0 Charlton — BrÍRhton 0—3 Leicester — Preston 1 — 1 Newcastle — Burnley 3—1 i Keegan skoraði þrjú V Þrír leikir fóru fram í skora. Nú mun hann hafa ákvei ..u ' .1... j : : A __X S vestur-þýsku deildarkeppninni. Úrslit þeirra urðu sem hér segir. Köln — Stutttrart ]—2 IlamhurKcr — liirlrtrldt 3 — 1 NurrmbrrK — Mönchrnt;l. bach 1—0 Kevin Keegan skoraði öll mörk Hamburger gegn Bielefeldt, en þó að kappinn hafi leikið vel í vetur, hefur hann verið ragur viö að ákveðið að gera breytingu á. Köln náði forystunni gegn Stuttgart með marki Okudera. Tvö mörk frá Höness í síðari hálfleik tryggðu hins vegar Stuttgart sigurinn. Þá tapaði Mönchengladbach mjög óvænt fyrir neðsta liðinu Nuremburg, Ebert skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Liverpool óstöðvandi Liverpool átti frí á laugardegin- um og leikmenn liðsins mættu fyrir vikið ferskir eins og nýrunnir laxar á Old Trafford á annn í jólum. Tvennt hjálpaðist að til að gera leik þennan að litlum keppnisleik: Bæði var lið MU ólýsanlega lélegt og lið Liverpool sýndi algera snilldartakta. Liverpool hafði skorað eftir aðeins 5 mínútur, en þá urðu markverðin- um unga Gary Bailey á slæm mistök og Ray Kennedy skoraði. Skömmu síðar bætti Jim Case öðru marki við og Liverpool lék MU sundur og saman. Framan af síðari hálfleik lék MU þokkalega og Gordon McQueen átti þá þrumuskalla í þverslá. Um miðjan hálfleikinn einlék Dave Fairclough í gegnum staða vörn MU og skoraði fallega. Eftir það hefðu leikmenn Liverpool hæglega getað bætt við álitlegum slatta af mörkum, en létu 3 þó nægja að sinni. Dularfullt lið Manchester Utd. Með Everton á hælunum Þrátt fyrir slíka sniildarleiki hefur Liverpool ekki tekist að hrista af sér nágranna sína Everton. Everton vann nauman sigur á Manchester City, 1—0, með marki hins unga Billy Wright. MC, sem nú hefur aðeins hlotið 1 stig af síðustu 14 mögulegum lék þó sinn besta leik í langan tíma. Skin og skúrir hjá Arsenal Ekki var Arsenal fyrr búið að leggja Tottenham á útivelli, heldur en að liðið tapaði heima fyrir WBA. Miðlandaliðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik, Bryan Robson skoraði á 4. mínútu og Ally Brown mínútu síðar, Robson skaut auk þess í þverslána og skoti frá Laurie Cunningham var bjargað af marklínu. í síðari hálfleik snerist leikurinn hins vegar algerlega við og máttu þá leikmenn Albion margbjarga af marklínu til þess að verja forskotið. Eina mark Arsenal skoraði Liam Brady úr víti á 55. mínútu. Síðbúin víti í tísku Tveimur geysimikilvægum leikj- um lauk bókstaflega með víta- spyrnum, sem skiptu sköpum í leikjunum. Úlfarnir unnu þján- ingabræður sína frá Birmingham með víti Peter Daniels á 90. mínútu, áður hafði Ken Hibbitt skorað fyrir Úlfana, en Alan Buckley jafnað. Vítaspyrnan sem Tottenham fékk gegn QPR kom hins vegar ekki fyrr en að komið var 4 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Colin Lee náði forystunni fyrir Tottenham í fyrri hálfleik, en fyrir hlé tókst Stan Bowles að minnka muninn. Don Shanks náði síðan forystunni fyrir heimaliðið með fallegu marki. Síðan kom vítið umtalaða, en úr því skoraði Peter Taylor. Aðrir leikir Joe Royle var í jólaskapi, þegar Bristol City saltaði lið Coventry niður í tunnu. Þess ber einnig að geta, að varnarmenn Coventry voru í hlutverkum gjafmildra jólasveina. Royle skoraði þrennu og þeir Tom Ritchie og Peter Cormack sitt hvor. John Gregory skoraði tvívegis í fyrri hálfleik fyrir Aston Villa gegn Leeds, en í síðari hálfleik varpaði liðið sigrinum fyrir borð með slökum leik. Gamla kempan Eddy Grey jafnaði með 2 góðum mörkum. Forest varð að gera sér að góðu jafntefli gegn frísku liði Derby. Gerry Daly skoraði í fyrri hálfleik úr víti, en í síðari hálfleik tókst Tony Woodcock að jafna með glæsilegu skallamarki. Á sama tíma bjargaði Stan Cummins andliti Middlesbrough með því að jafna gegn Bolton þegar aðeins 4 mínútur voru til leiksloka. Frank Worthington skoraði mark Bolton, sautjánda mark hans í vetur. Ipswich hafði algera yfirburði gegn Norwich, en varð eigi að síður að sætta sig við jafntefli. Ian Davies, ungur bakvörður náði forystunni fyrir Norwich snemma leiks, en í síðari hálfleik jafnaði Mick Mills eftir hornspyrnu. Úrslit á annan í jólum urðu þessi: 1. deildi Arsenal - WBA Aston Villa — Leeds Bristol City — Coventry Everton — Manchester City Ipswich — Norwich Man. Utd — Liverpool Middlesbrough — Bolton Nottingham Forest — Derby QPR — Tottenham Southhampton — Chelsea 2. deildi Brighton — Cardiff Burnley — Blackburn Cr. Palace — Bristol Rovers Fulham — Cambridge Millwall — Luton Oldham — Notts County Preston — Wrexham Sheffield Utd — Newcastle Stoke — Charlton Sunderland — Leicester West Ham — Oricnt 3. deildi Brentford — Plyinouth Bury — Rotherham Chester — Carlisle Chesterfield — Sheffield Wed Exeter — Walsall Gillingham — Southend IIull City — Mansfield Oxford — Colchester Peterbrough — Lincoln Swansea — Swindon Tranmere — Blackpool Watíord — Shrewsbury 4. deild« llarnsley — Port Vale Bradlord — Rochdale Doncaster — I larliliKmi Iluddersfield — Balifax Newport — Torquai Northampton — Aldershot Reading — Bournemouth Scunthorpe — Grimsby Stoekport — Hereford Wigan — Crewe Wimbledon — Portsmouth York — Hartlepooi 1.2 2.2 5,0 1.0 1.1 0.3 1.1 1,1 2.2 0.0 5.0 2.1 0.1 5.1 0.2 3.3 2.1 1.0 2,2 1,1 0.2 2.1 3.2 1.2 3.3 3.1 1,0 3,0 2,0 0.1 1.2 0.2 2.2 6.2 1.0 2,3 2.0 1.1 2.3 1,0 2,1 0,2 1.0 2.4 1.1 Jóhannes í sviðsljósinu IIEIL umferð var lcikin 1‘skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þar bar það helst til tíðinda, að Rangers komst í fyrsta skiptið í vetur upp fyrir Celtic. sem tapaði einum leiknum enn. Morton lagði Celtic að þessu. sinni og kom Jóhannes Eðvalds- son þar verulega við sögu. Þegar aðeins rúm mínúta var til leiksloka, var staðan enn jöfn. Koipst þá einn leikmanna Morton inn í vítateig Celtic með þeim afleiðingum, að Jóhannes felldi hann. Vítaspyrna og sigurmark Morton í höfn. Úrslit leikja urðu þessi: Dundee Utd — Hibcrnian Ilearts — Aberdeen Morton — Celtic Motherweil — Partick RanKers — St Mirren 2,1 0,0 1.0 1,1 1.0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.