Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 15 Voyager I tók þessa mynd af Júpiter úr 52 milljón mflna fjarlægð. Hún já að sýna stóran rauðan blett á reikistörnunni (neðarlega til hægri). Sýnilegt yfirborð Júpiters samanstendur af mörgum skýjalögum sem si'ðan samanstanda af ískristöllum. Þetta geröist 1974 — Innrás í jólaboð sendiherra Bandaríkjanna í Managua; þrír verðir myrtir og nokkrir gísiar teknir. 1972 — Fjórir Arabar halda sex í gíslingu i sendiráði ísraels í Bangkok í 19 tíma; sleppa þeim síðan og fljúga til Kaíró. 1971 — Hörðustu loftárásir á Norður-Víetnam í þrjú ár. 1970 — Herréttur á Spáni dæmi sex Baska til dauða. 1969 — ísraelskar loftárásir á skotmörk við Súez-skurð og egypzk flotaárás á ísraelskar stöðvar. 1968 — Árás ísraelsmanna á Beirút-flugvöll: 13 arabískar flugvéiar eyðilagðar. 1950 — Kinverskur liðsafli sækir yfir 38. breiddargráðu í Kóreu. 1948 — Nokrashy Pasha, for- sætisráðherra Egypta, ráðinn af dögum. 1942 — Japanskar flugvélar ráðast á Kalkútta. 1933 — Síðasta greiðsla Breta til Bandaríkjamanna fyrir stríðslán. 1917 — Bessarabía lýsir yfir sjálfstæði sem Molda- víu-lýðveidið. 1908 — Jarðskjálftinn mikli í Messina á Sikiley. 1836 — Spánverjar viðurkenna sjálfstæði Mexíkó. Afmæli dagsins: Woodrow Wilson, bandarískur forseti (1856-1924). - Sir Arthur S. Eddington, brezkur vísindamað- ur (1882-1944). - Wilson Steer, brezkur listmálari (1882-1944).' Andlát dagsins: María II Eng- landsdrottning 1694. — Macaulay lávarður, sagnfræð- ingur, 1859. — Maurice Ravel, tónskáld, 1937. — Viktor Emmanuel III konungur 1947. Innient: Braut Hóladómkirkju 1393. — D. Oddur Einarsson biskup 1630. — Isleifur sterki Torfason 1668. — Verzlunar- ákvæði liðkuð 1836. — „Nýárs- nóttin" frumsýnd 1865. — Fyrsti sjúklingurinn fluttur í Borgar- sjúkrahúsið 1967. — F. Magnús A. Árnason 1894. Orð dagsins: Dálítil þekking er hættuleg, en dálítil vanþekking er líka hættuleg. — Samuel Butler, enskur rithöfundur (1835-1902). Fjöldamorðin í Chicago: Níu lík fundin undir húsinu Chicago, 27. desembcr, Reuter — AP. LÖGREGLA skýrði frá því í dag að fundist hefðu lík níu drengja undir íbúð John Wayne Gacy sem hélt því fram við handtöku í síðustu viku að hann hefði myrt 32 ungmenni á síðustu þremur árum. Gacy sagðist hafa komið fram að ræða eitt mesta morð af vilja sínum við drengina og myrt þá síðan. Hann segir lík 26 þeirra að finna undir húsi í Northwestern Norridge í Chicago, en sex líkum hafi hann hent í nærliggjandi ár og fljót. Gacy er tvívegis fráskil- inn og hefur hann setið í fangelsi í 18 mánuði fyrir kynvillu. Hann er 36 ára. Ef það reynist rétt vera að Gacy hafi myrt 32 drengi, og að lík 26 finnist undir húsi hans, þá er um kynferðislegum ástæðum í sögu Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og hafa hundruð foreldra sem sakna barna sinna haft sambánd við lögreglu í Chicago til að ganga úr skugga um hvort einhver hinna myrtu séu þeirra synir. Ennfremur hefur fólk í Bretlandi, Ástralíu og víðar haft samband við lögregluna af sama tilefni. Verkfall áfram á Las Palmas, 27. desember, AP, Reuter. FULLTRÚAR starfsmanna á hótel- um og veitingahúsum samþykktu í gærkvöldi með tveggja atkvæða meirihluta að halda áfram verk- falli sínu sem lamað hefur alla þjónustu við ferðamenn á Kanarí- eyjum að undanförnu. Verkfall starfsmannanna, sem eru um 30 þúsund talsins, hefur komið verulega niður á jólaleyfi um 200 þúsund ferðalanga frá Vestur-Þýzkalandi og Skandinavíu. Starfsmennirnir hafa krafist þess að fá um 8.000 peseta eða um 35 þúsund króna launahækkun, á mánuði og að vinnuvika þeirra verði takmörkuð við 40 klukkustundir. Talsmenn ferðaskrifstofa sögðu að ef ekki yrði fundin lausn á deilunni í kvöld yrðu gerðar ráðstaf- anir til að koma ferðamönnum á Mjúk lend- ing á Venusi Moskvu, 27. desember. AP. Reuter. Seinna geimfarið sí síðasta Venusarleiðangri Sovétmanna lenti mjúkri lendingu á Venus á mánudag og sendi vísindalegar upplýsingar til jarðar í 95 mínútur, að sögn Tass-fréttastofunnar, Samkvæmt fregnum Tass hafa nýjustu upplýsingar frá Venusi komið sovéskum geimvísinda- mönnum verulega á óvart og mætti af þeim ráða að verulegur munur væri á efnauppbyggingu Venusar og Jarðarinnar. Fremja flóttamenn- imir sjálfsmorð? Ilong Kong, 27. desember. Reuter, AP. TALSMAÐUR 2.700 víet- namskra fióttamanna sem haf- ast við í flutningaskipinu Ilai Ilong frá Formósu fyrir utan hafnarmynni Hong Kong, sagði í dag að flóttamennirnir væru örvæntingarfullir og hugsanlegt væri að þeir fremdu sjálfsmorð með því að stökkva fyrir borð ef máli þeirra yrði ekki gefinn gaumur. Flóttamennirnir sem komu til Hong Kong á laugardag, hafa farið fram á það að fá landvist- arleyfi í Hong Kong, a.m.k. til bráðabirgða, en yfirvöld hafa ekki sinnt þeirri beiðni. Verið er að gera tilraunir til að fá landvistarleyfi fyrir flótta- mennina á Formósu, þar sem um 2.400 flóttamannanna eru af kínversku bergi brotnir, en ólíklegt er talið að yfirvöld á Formósu verði við beiðninni. Ástandinu um borð í flótta- manhaskipinu hefur af einum flóttamannanna verið lýst sem lifandi helvíti. Hann sagði og að krakkar og kornabörn grétu í kór dag sem nótt og matarskort- ur væri mikill. Tvö kornabörn létust á ferðalaginu yfir Suð- ur-Kínahaf og gamall maður framdi sjálfsmorð méð því að stökkva fyrir borð. Þá er haft eftir flóttamönnum um borð að þeir hyggist taka skipstjóra skipsins af lífi ef skipið verður látið sigla. Blöð í Hong Kong hvöttu í dag stjórnvöld landsins til að veita flóttamönnunum um borð í Hai Hong landvistarleyfi í landinu. Hermt er að annað flutninga- skip sé á leiðinni til Hong Kong með' um 2.000 flóttamenn, og ennfremur hafa fregnir borist af því að yfirvöld í Malasíu hafi veitt 33 flóttamönnum af Hai Hong leyfi til að setjast að í flóttamannabúðum í Malasíu. Skip með um 2.700 flóttamenn innanborðs kom til Manila á Filipseyjum, en í opinberum tilkynningum er sagt að engum flóttamannanna verði veitt landvistarleyfi. Þá var um 160 flóttamönnum á smábátum frá Vietnam ýtt á haf út við Suður-Thailand í dag eftir að yfirvöld í Bangkok höfðu gefið þeim matvæli og vistir til að halda áfram ferðalagi sínu. heldur Kanarí brott frá Kanaríeyjum til annarra sólskinsstaða eða heim. Verkfallið hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér fyrir daglegt líf eyjaskeggja. Meðal annars gætir nú vöruskorts í matvöruverzlunum vegna ágangs ferðamannanna í matvæli þar. Þá var sagt í dag að tap hótel- og veitingahússeigenda af verkfallinu væri nú orðinn tæpur tugur milljóna Bandaríkjadala, en verkfallið hefur staðið í tæpa viku. Páfi miðl- ar málum Bucnos Aires, 27. desember, Reuter, AP. SÉRLEGUR sendimaður Jóhannesar Páls páfa annars, sem nú reynir að miðla málum í landamæradeilu Argentínumanna og Chilebúa, hefur nú þegar átt viðræður við stjórnvöld í Argen- tínu og hélt hann áleiðis til Santiago í Chile í dag. Ekkert var látið uppi um viðræðurnar. Forsíða nýjársheftis TIME TIME velur Teng New York. 27. desember. AP. Bandaríska fréttatímaritið TIME hefur útnefnt Teng Hsiao- ping varaforsætisráðherra Kína mann ársins 1978, og er það í fyrsta sinn frá árinu 1938 að tímaritið kýs Asíubúa mann ársins, en það ár útnefndi blaðið Chiang Kai-shek og frú hans fólk ársins. TIME kýs ár hvert mann ársins þann einstakling sem að mati blaðsins hefur á árinu haft mest áhrif á gang heimsmála. Útnefn- ing Tengs kemur í kjölfar þeirra fregna að Kínverjar og Banda- ríkjamenn hafi ákveðið að taka upp stjórnmálasamband í árs- byrjun 1979. í grein um Teng segir TIME að leiðtoginn hafi unnið að því öllum árum að binda enda á einangrun Kína og koma landinu í snertingu við samtímann. Ennfremur segir tímaritið að enginn kínverskur leiðtogi hafi jafn mikil „mórölsk“ áhrif og Tong, og sé það vegna þess að Teng hafi ekki viljað haga seglum eftir þeim pólitísku vind- um sem blásið hafa í Kína á síðustu áratugum. Teng er 74 ára að aldri. Hann hefur verið í kommúnistaflokki Kína í yfir 50 ár, en hann tók þátt í göngunni miklu á sínum tíma. Ræða vandamál þriðja heimsins Runaway bay, Jamaíka. 27. des., AP. LEIÐTOGAR sex ríkja koma í dag til viðræðna við Michael Manley forsætis- ráðherra Jamaíka og munu leiðtogarnir f jalla um ýmis efnahagsvandamál þriðja heimsins. Einkum verður fjallað um með hvaða hætti þróunarríki geti fengið greiðslufrest, eða jafnvel niðurfellingu á skuldum sínum við iðnaðarríki. Einnig verður reynt að ná samkomulagi um nýjan verðlagsgrundvöll fyrir hráefni þar sem markaðsverð lokaafurðar kemur til með að hafa áhrif á verð hráefnisins. Komist leiðtogarnir að einhverri sameiginlegri niður- stöðu á þessum fundi ætti að vera hægt að taka upp þráðinn að nýju í viðræðum iðnaðarríkja og vanþró- aðra ríkja, sem upp úr slitnaði í París í fyrra. Leiðtogarnir, sem hitta Michael Manley að máli næstu daga, eru Malcolm Fraser forsætisráðherra Ástralíu, Pierre Elliott Trudeau forsætisráðherra Kanada, Helmut Schmidt kanzlari Vestur-Þýzka- lands, Odvar Nordli forsætisráð- herra -Noregs, Olusegun Obsango Nígeríuleiðtogi og Carlos Andres Perez forseti Venezuela. Nauðgaði eiginkonunni? Salem. Oregon. 27. desember. AP-Reuter. JOIIN Rideout sagði fyrir rétti í dag að hann væri saklaus af þeim ásökunum eiginkonu sinnar að hann hefði nauðgað henni, þegar hún hafði neitað honum um blíðu sína dag nokkurn í október. John sagðist hins vegar viður- kenna að hafa barið konu sína þann dag, en eftir að hún hefði rekið hnéð í nárann á honum. „Ég bað konuna fyrirgefningar á högginu og við létum deiluna niður, og síðar nutumst við á eðlilegan hátt,“ sagði John. Eiginkona hans Greta, er á annarri skoðun og hefur stefnt John fyrir rétt og sakað hann um nauðgun. Er það í fyrsta sinn sem bandarískir dómstólar fá slíkt mál til umfjöllunar, en fyrir tveimur árum var numið úr lögum atriði um helgi hjóna- bandsins í kynferðismálum, sem áður hefði ekki gert slík mála- ferli sem þessi möguleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.