Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjðrn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Verra að búa í Reykja- vik en á Seltjamamesi r Ibúar Reykjavíkur hafa nú hrokkið upp við það, að verulegur munur er orðinn á skattbyrði þeirra borið saman við nágrannabyggðir eins og Seltjarnarnes. Fram að þessu hafa Seltirningar að vísu haft lægri útsvör, en sömu reglur hafa gilt um aðstöðugjald og fasteignaskatta í þessum tveim sveitarfélögum. Seltirningar hafa því búið við nokkru betri kjör, en munurinn hefur ekki verið verulegur. . Með tilkomu nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík hefur þessi samanburður skekkst. Ibúar höfuðborgarinnar munu fá 1777 millj. kr. í viðbótarskatta á næsta ári, miðað við þær álagningarreglur sem gilt hafa í Reykjavík og áfram gilda á Seltjarnarnesi. Þannig verður t.d. ekki gefinn afsláttur af fasteignaskatti einstaklinga í Reykjavík eins og áður, þótt það sé gert á Seltjarnarnesi. Á Seltjarnarnesi verður áfram veittur sami afsláttur og áður af aðstöðugjaldi og fasteignasköttum á atvinnureksturinn. í Reykjavík verður hvort tveggja eins hátt og lög frekast leyfa. Það er eftirtektarvert, að fulltrúi Alþýðubandalagsins á Seltjarnar- nesi var svo ólmur í að hækka álögurnar á bæjarbúa, að hann greiddi atkvæði gegn því að hafa álögurnar innan sama ramma og verið hefur, en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Stundum er sagt, að það skipti engu máli, hvort sjálfstæðismenn bera skjöld fyrir borgarana, þegar þeir hafa til þess meirihluta eins og verið hefur í Reykjavík og nú sýnir sig á Seltjarnarnesi. Hvað skyldu þeir vera margir Reykvíkingarnir sem hefðu í fyrsta skipti á ævi sinni óskað sér þess að eiga fremur heima á Seltjarnarnesi? Fjöldi manna hefði hagnazt fjárhagslega á því að búa utan höfuðborgarinnar í fyrsta skipti vegna þess að sjálfstæðismenn hafa ekki lengur meirihluta í Reykjavík en halda honum t.d. á Seltjarnarnesi, þar sem íbúarnir eru nú að uppskera það, sem meirihluti þeirra sáði til í síðustu kosningum. Þar sem Sjálfstæðismenn eru annars staðar einir í meirihluta á höfuðborgarsvæðinu er einnig veittur afsláttur af fasteignaskatti 20% í Garðabæ og 25% í Mosfellshreppi eða eins mikill og lög heimila. Þar eru sömu reglur um aðstöðugjöld og á Seltjarnarnesi, en það liggur enn ekki fyrir í Garðabæ. „Við ætlum að hafa fjármálin í lagi” Alþýðuflokkurinn hefur tvo borgarfulltrúa. Annar þeirra, Björgvin Guðmundsson, hefur sýnt það, að hann er sannur fulltrúi skattheimtunnar og sómir sér vel sem slíkur í borgarstjórnarmeirihlut- anum. „Það er stefna hins nýja meirihluta að hafa fjármálin í lagi,“ segir Björgvin Guðmundsson í blaðaviðtali nýlega. Þetta hljómaði vel, ef fyrir honum hefði vakað að halda útgjöldunum innan hæfilegra marka til þess að skattbyrðin ykist ekki úr hófi fram. En það var síður en svo að nokkuð þvílíkt vekti fyrir honum. Hin góða fjármálastjórn Björgvins Guðmundssonar er fólgin í því að hækka allar álögur á atvinnurekstur- inn eins mikið og lög frekast heimila og fella niður afslátt af fasteignaskatti á íbúðum. Það kallar hann „að hafa fjármálin í lagi“. En hann gleymir einu í þessu sambandi eða varðar kannski ekkert um það. Borgararnir geta ekki lagt á nýja skatta til að standa undir heimilisrekstri sínum heldur verða að takmarka útgjöldin við tekjurnar. Hið sama er að segja um atvinnureksturinn. Og við þá erfiðleika, sem siíku er samfara á verðbólgutímum eins og núna, verða þessir aðilar fyrirvaralaust að taka á sig þá gífurlegu hækkun opinberra gjalda frá borg og ríki, sem nú er að dynja yfir. Það þarf sannarlega „góða fjármálastjórn“ ti! að mæta slíku, — fjármálastjórn sem er'jafn ólík fjármálaóreiðu skattheimtuflokkanna eins og hvítt er ólíkt svörtu, eins og Ijós er andstætt myrkrinu. Að græða á jólunum Utsölur Áfengisverzlunar ríkisins eru lokaðar á laugardögum. Það vakti því í senn undrun og reiði, þegar það var auglýst af fjármálaráðherra að hann ætlaði að brjóta þessa reglu og hafa áfengisútsölurnar opnar sl. laugardag, á Þorláksmessu, í von um, að salan yrði meiri en ella fyrir jólin og hagur ríkissjóðs að sama skapi betri sem víndrykkjan yrði meiri yfir hátíðarnar. Þetta framtak er forkastanlegt. Fjölmörg heimili eiga við áfengisvandamál að stríða. Ekkert á eins illa saman og drykkjuskapur á jólunum, hátíð barnanna. Það er vonandi að slíkt og þvílíkt endurtaki sig ekki. Einhvers staðar verða takmörkin að vera á óhæfilegri ásókn ríkisvaldsins í fé horgaranna. Houari Boumedienne, hinn iátni forseti Alsírs, var múhameðskur hugsjónamað- ur og sósíalisti og ríkti sem einvaldur í 13 ár. Hann var landvarnaráðherra í stjórn Ahmed Ben Bella forseta og tók völdin í herbyltingu 19. júní 1965, þremur árum eftir að Frakkar veittu landinu sjálfstæði. Boumedienne var mjög fjandsamlegur vestrænum ríkjum í stefnu sinni og hugmyndafræði enda þótt Bandaríkjamenn hati keypt meira af olíu og jarðgasi frá Alsír en aðrar þjóðir og var einn af Ieiðtogum þeirra ríkja sem mynduðu með sér samtök til þess að berjast gegn tilraunum Anwars Sadats forseta til að semja frið við ísraelsmenn. Fljótt á litið er líklegasti eftirmaður Boumediennes utanríkisráðherrann, Abdelaziz Bouteflika, skjól- stæðingur Boumediennes síð- an þeir börðust saman sem skæruliðar í frelsisstríðinu gegn Frökkum á árunum fyrir 1960. Enn er ekki ljóst hve mikil völd væntanlegur eftirmaður Boumediennes mun hafa til þess að breyta þeirri stefnu sem hann fylgdi. Herinn hefur lýst yfir „óhagganlegum stuðningi" við svokallaða „sósíalista- byltingu" Boumediennes og vísað á bug öllum hugmynd- um um að breytingar á valdaforystunni kunni að breyta stuðningi Alsírs- manna við Polisario-skæru- liðahreyfinguna sem hefur hækistöðvar í Alsír og berst engin röskun yrði þótt Boumedienne félli frá og tryggt að fylgt yrði sömu stefnu og áður, þar á meðal stuðningi Boumediennes við byltingar í þriðja heiminum. A valdaárum Boumedi- ennes stóðu Alsírsmenn fremstir í flokki „baráttunn- ar gegn heimsvaldastefnu" og hörð andstaða hans gegn friðarsamningum í Miðausturlöndum getur nokkur áhrif haft að minnsta kosti á tilraunirnar til þess að koma á friði í þeim heimshluta. „Sósíalistabyltingin" sem Boumedienne stóð fyrir í Alsír hefur valdið nokkrum kurr í landinu, einkum meðal kaupsýslumanna og land- eigenda. Jafnvel áður en hann lézt voru venjulegir Alsírsbúar farnir að opna sig fyrir útlendingum og segja þeim frá vonum sínum og óánægju án þess að sýna ótta í garð leynilögreglu Boumedi- ennes. fór til Washington í apríl 1974 til viðræðna við Richald Nixon þáverandi forseta um ástandið í Miðausturlöndum neitaði hann að taka aftur upp stjórnmálasamband við Bandaríkin, en því sleit hann í sex daga stríðinu 1967 Boumedienne var stuðningsmaður Ben Bella í valdabaráttunni áður en Alsír fékk sjálfstæði 3. júlí 1962. Ben Bella hafði verið í haldi í Frakklandi og aðal- andstæðingur hans var Ben Khedda sem var áhrifamest- ur í byltingarstjórninni eftir að Ferhat Abbas, leiðtogan- um úr frelsisstríðinu, var vikið úr henni 1961. Byltingarráðið samþykkti stefnu Ben Bella þrátt fyrir andstöðu Ben Khedda sem naut stuðnings skæruliða í Alsír sjálfu en ekki aðalherja þeirra í Túnis og Marokkó. Þegar Alsír fékk sjálfstæði fór Ben Bella og tók við stjórninni í Algeirsborg, en Boumedienne var eldheitur þjóðernissinni og skæruliða- foringi áður en hann hrifsaði völdin og eitt helzta afrek hans var að skipa sér og þjóð sinni í forystusveit þriðja heimsins. Hann var samt alltaf feiminn og hógvær maður og reyndi, oft án Ben Khedda sem barðist við Ben Bella um völdin. árangurs, að draga úr persónudýrkun sem undir- menn hans ýttu undir. Þrátt fyrir eindregna bar- áttu hans fyrir sósíalistabylt- ingu heima fyrir og gegn heimsvaldastefnu út á við slakaði hann gjarnan til gagnvart öflum sem stóðu í vegi hans og taldi það skyn- samlega baráttuaðferð. Þannig veittist hann alltaf harkalega að Bandaríkja- mönnum en gerði ekkert til þess að draga úr hinum miklu viðskiptum við þá. Það þótti til marks um raunsæi hans að þegar hann Ben Khedda veitti mót- spyrnu. Boumedienne var yfirmað- ur þjóðfrelsishersins með aðsetri í Marokkó og Ben Khedda reyndi að festa sig í sessi með því að víkja Boumedienne. Ben Belle fór til fundar við Boumedienne og þeir sóttu inn í Alsír 11. júlí og komu sér upp bæki- stöðvum í Tlemcen. Þeim tókst að einangra Ben Khedda í Algeirsborg en yfirmenn nokkurra her- stjórnarumdæma gerðu upp- reisn. Sá hluti þjóðfrelsis- hersins sem studdi Boumedi- enne tók Constantine og Bone en andstæðingar stjórnarinn- ar höfðu Algeirsborg á sínu valdi. Þegar Boumedienne sótti til Algeirsborgar frá Oran í septemberbyrjun lá við borgarastríði, en Ben Khedda varð að lúta í lægra haldi og í kosningum sem fóru fram í september var enginn stuðn- ingsmaður hans í kjöri. Abbas varð forseti, Ben Bella forsætisráðherra og Boumedienne landvarnaráð- herra. Þannig kom Boumedienne Ben Belle til valda og hann steypti honum einnig af stóli. Til þess notaði hann tækifær- ið þegar Ben Belle var önnum kafinn við undirbúning ráð- stefnu Asíu- og Afríkuríkja sem átti að fara fram í Algeirsborg sumarið 1965. Raunar ætlaði Ben Bella að taka sér alræðisvald um sama leyti og koma á marxistísku stjórnarfari en Boumedienne varð fyrri til og fylgdi svipaðri stefnu og Ben Bella hugðist framfylgja. Boumedienne Ben Bella og Boumedienne Bouteflika sem er talinn líklegasti eftirmaður Boumediennes. gegn yfirráðum Marokkó og Máritaníu yfir Vest- ur-Sahara sem Spánverjar réðu áður. Stjórnin í Alsír hefur ítrekað stuðning sinn við Polisario og magnað áróðursherferð sína gegn Marokkómönnum sem hún sakar um að grafa undan jafnvægi í Alsír. Sérfræðingar segja að inn- an byltingarráðsins sem mstu ræður í Alsír og kemst næst því að vera ríkisstjórn hafi menn skipzt í fjórar fylkingar sem deili um völdin þótt Bouteflika sé almennt talinn líklegasti arftaki Boumediennes. Meðan Boummedienne lá á dánar- beðinu héldu helztu aðstoðar- menn hans því ákveðið fram að þess yrði vandlega gætt að Trúaður sósíalisti og hugs jónamaður Jónas Haralz bankastjóri: Upplýsingar um fjölda nafnlausra bóka riúfa enga leynd „HEIMILD til að opna nafn- lausa bankareikninga er ótvíræð samkvæmt reglugrð Landsbanka íslands og sam- svarandi ákvæða í reglu- gerðum annarra banka,“ sagði Jónas Haralz banka- stjóri í samtali við Mbl. „í 7. grein reglugerðarinn- ar í öðrum málslið stendur> „Sparisjóðsinnstæður skulu að jafnaði bera nafn eigenda þeirra en heimilt er einnig að auðkenna þær eða að þær séu nafnlausar án auðkenna.“ Jónas sagði að af hálfu bankastjórnar Landsbankans hefði ekki verið talið rétt að afnema þessar bækur nema settar væru um það ákveðnar reglur í bankalögunum en bankalögin hefðu verið í endurskoðun árum saman. Frumvörp hefðu verið lögð fram hvað eftir annað en aldrei farið gegnum þingið. I síðustu frumvarpsdrögum hefðu þó ekki verið nein ákvæði varðandi þetta atriði enda þótt bankarnir hefðu lagt til að svo yrði. Jónas sagði ennfremur að nauðsynlegt væri einnig að gefa einhvern umþóættunar- tíma eða einhvern tímafrest til að breyta þessum bókum. Reyndar hefði skref verið tekið í þessa átt með því að vaxta- aukareikningar yrðu að vera á nafni og það væri alls ekki lítið atriði að ekki væri unnt að Jónas Haralz opna vaxtaaukareikning án nafns þegar þessir reikningar væru að verða eins mikilvægir og raun bæri vitni. Jónas ítrekaði, að í tilmæl- um Seðlabankans fælist ekki að verið væri að rjúfa banka- leyndina yfir þessum bókum heldur aðeins verið að biðja um að fá upplýsingar um það frá einstökum bönkum hvað mikið væri af svona bókum, því að ekki yrðu gefnar neinar upplýsingar um einstaka reikninga heldur aðeins gefnar upplýsingar um það hversu margar bækur af þessu tagi væru hjá bankanum í heild, ekki t.d. hve margar bækur væru hjá einstökum útibúum. Jónas sagði ennfremur, að í mörgum tilfellum væri í reynd alls ekki um nafnleynd að ræða. Sumar þessara bóka væru t.d. auðkenndar með nafnnúmeri viðkomandi reikn- ingseigenda, aðrar með heimilisfangi og stundum gæti verið um að ræða t.d. stúdenta- árganga eða jafnvel spila- klúbba sem auðkenndu bækur sínar með einhverjum öðrum hætti. „Við teljum hér og ég held að svo sé einnig í öðrum bönkum, að þessar bækur séu ekki neitt sem skiptir máli, því að það er svo lítið um þær,“ sagði Jónas. „Flest af þessu fólki sem er með þessar bækur er heldur alls ekki með þær út af því að það ætli sér að svíkja undan skatti heldur fólk sem af ýmsum öðrum ástæðum vill hafa leynd yfir sínum málum. Hinir alvarlegu skattsvikarar kunna betur að fara með sína peninga heldur en að láta þá liggja inni á sparisjóðsbókum. Með þessu er einungis verið að gera fólk, sem ekkert hefur til sakar unnið, óttaslegið og getur stuðlað að því að það taki út sína peninga algjörlega að ástæðulausu. Annað mun þessi fyrirætlun varla hafa í för með sér, en að sjálfsögðu munu bankarnir gefa umbeðnar upplýsingar. Þær verða hins vegar ekki þess eðlis að þær rjúfi neina leynd.“ Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri: Hina raunverulegu skattsvikara er ekki þarna að finna „ÞAÐ er áreiðanlega miklu minna um þessar nafnlausu bækur en menn halda, því að þetta er ekki í ncinum stórum stíl,“ sagði Baldvin Tryggva- son, sparisjóðsstjóri í Spari- sjóði Reykjavíkur og ná- grennis og formaður Spari- sjóðasambandsins, þegar Mbl. leitaði álits hans á tilmælum Seðlabankans um að fá upp- lýsingar um fjölda nafnlausra sparisjóðsbóka í bankakerf- inu. Kvaðst Baldvin gera ráð fyrir að þessar bækur væru ekki nema fáein hundruð í öllu sparisjóðskerfinu. Baldvin sagði ennfremur, að þeir, sem ættu þessar bækur, væru fyrst og fremst eldra fólkið, og þá ekki sízt það fólk sem myndi eignakönnunina, sem fór hér fram í kringum 1946 og varð þá óttaslegið. Baldvin benti einnig á, að margar svonefndra nafnlausra bóka væru alls ekki nafnlausar strangt til tekið. í sumum tilfellum væri kannski um það að ræða að afinn eða amman opnuðu sparisjóðsbók fyrir Baldvin Tryggvason nýfætt barn og hún væri þá merkt „Óskýrð Jónsdóttir" eða eitthvað í þá veru. Einnig væri mjög algengt í einkaskiptum á dánarbúi að fjármunir væru lagðir inn á ómerkta bók meðan verið væri að ganga frá skiptunum þar sem enginn einn vildi láta skrá sig fyrir peningunum, en að þeim lokn- um væri allt tekið út af bókinni. Baldvin sagði einnig, að hina raunverulegu skattsvikara væri áreiðanlega ekki að finna á þessum nafnlausu bókum, því að þeir kynnu betur að ávaxta sína fjármuni en að láta þá liggja inni á venjuleg- um sparisjóðsbókum í þessari verðbólgu. Baldvin ítrekaði einnig, að reikningseigendur þyrftu ekki að óttast neitt í þessu sambandi, því að ekki væri verið að rjúfa neina bankaleynd með því að veita þessar umbeðnu upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.