Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Vinnumarkaðurinn og fjöl- skyldan Undirstaða og hornsteinn þióðfélagsins „Því aðeins stenst hið fornkveðna að vinnan göfgi mann- inn...“ Sigurlaug Bjarnadóttir formaður Landssambandsins setti ráðstefnuna og sagði þá m.a.: „Við, sem að þessari ráðstefnu stöndum gerum okkur fulla grein fyrir, að i hér er annars vegar um að ræða ' svo yfirgripsmikið og margþætt viðfangsefni, að það verður engan vegin krufið til mergjar á einni dagstund og þaðan af síður fundin nein örugg lausn á þeim margvís- legu vandamálum, sem það felur í sér. Tilgangur okkar er hins vegar sá að vekja athygli á og umræðu um ýmis atriði, er tengjast íslenzku atvinnulífi og hinum almenna vinnumarkaði okkar í dag — og þá sérstaklega með tilliti til fjöl- skyldunnar sem félagslegrar einingar. Vinnan er undirstaða velmegunar, en því aðeins er fjárhagsleg velmegun eftirsóknar- verð, að hún tryggi um leið jafnvægi og lífshamingju ein- staklings og samfélags. Og því aðeins stenst hið fornkveðna að vinnan göfgi manninn, að hún vaxi honum ekki yfir höfuð, þannig að maðurinn verði þræll vinnunnar en ekki herra. Það er haft fyrir satt, að vinnudagur fólks á Islandi sé lengri, yfirvinna og vinnuálag meira en þekkist annars staðar. Við vitum vel, að þetta er eitt af sjúkdómseinkennum hinnar trylltu verðbólgu og efnahagslega jafnvægisleysis, sem einkennir þjóðlíf okkar í dag. Okkur kann að greina á um hvað er orsök eða afleiðing í þessum efnum, þótt öll séum við sammála um, að sjúkdón- inn verði að lækna. Gæti ekki ein hugsanleg lækningaraðferð verið fólgin í bætty og breyttu skipulagi vinnunnar — meiri sveigjanleik, auknu tilliti til persónulegra þarfa einstaklingsins til barnanna okkar, heimilanna og fjölskyld- unnar, — að ógleymdum þeim hópi. fólks að meðal okkar, sem vegna einhverra áfalla býr við skerta. starfsorku — starfsorku, sem það vill og á rétt á að fá að nýta?“ Síðan þakkaði Sigurlaug öllum þeim, er staðið höfðu að undir- búningi ráðstefnunnar og þá sérstaklega framsögumönnum. Að svo mæltu sagði hún ráðstefnuna setta og fól Ragnheiði Guðmunds- dóttur stjórn hennar. 99 Frelsi með ábyrgð“ Gcir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpaði því næst ráðstefnugesti og sagði hann m.a. að okkur hætti til að líta á fjölskylduna og vinnumarkaðinn sem tvö óskyld atriði. Aður fór framleiðslan og fjölskyldulífið1 fram á sama stað og var þá hugsanlega meiri möguleiki til sveigjanleika á vinnutíma. Geir sagði einnig, að okkur hætti til að líta um of á fortíðina í rómantísku ljósi. Sem dæmi nefndi hann, að Þórður Tómasson safnvörður hefði eitt sinn sýnt sér, ásamt fleira fólki hlóðareldhús, sem var í endurbyggingu. Gömul kona, sem hafði í eina tíð unnið í slíku eldhúsi, var þar stödd. Hún lýsti undrun sinni yfir því að verið væri að endurbyggja hlóðareldhús þetta og sagði: „Þið vitið ekki hversu erfitt var að vinna í því.“ I lok ræðu sinnar sagði Geir: „Fjölskyldan er mikilvægasti hlekkurinn í samfélagsmyndinni og okkur ber að leggja aðaláherzlu á varðveizlu hennar. I frjáls- hyggjuhugsjón Sjálfstæðisflokks- ins felst, að einstaklingurinn geti verið sinnar eigin gæfu smiður — hafi valfrelsi innan veggja fjöl- skyldunnar og á vinnumarkaði. Því þarf að skapa aðhlynningu og aðstöðu til þessa valfrelsis og aðlaga vinnumarkaðinn að fjöl- skyldulífinu umfram allt, fremur en fjölskyldulífið að vinnu- markaðinum." Lokaorð Geirs voru: „Frelsi með ábyrgð". staðreynd að æ fleira fólk leitar út á vinnumarkaðinn — bæði hjónin í stað annars áður og einnig fólk með skerta starfsorku. Þetta kæmi einnig fram í vaxandi eftirspurn eftir hlutastörfum og væri á Islandi í dag um 25% ríkisstarfs- manna í hlutastarfi, ef miðað væri við þá sem væru á mánaðarlaun- um. Hér ættu hlut að máli aðallega konur í kennarastétt og skrifstofufólk. Baldur taldi, að hingað til hefði gætt nokkurrar tregðu hjá vinnu- veitendum til að skipta störfum, þegar um er að ræða störf, er vinna þarf allan daginn. Þeir teldu að starfsnýting yrði lakari heldur en í heilsdagsstarfi. Þó væri þetta að breytast. A undanförnum árum hefir víða um lönd verið skorin upp herör gegn hinum fasta vinnutíma og í hans stað tekinn upp sveigjanleg- ur vinnutími. Utbreiddust mun þessi vinnutilhögun vera í Sviss, þar sem talið er, að u.þ.b. 30% launþega eigi kost á sveigjanlegum vinnutíma, en hún á jafnframt vaxandi fylgi að fagna í V-Þýzka- landi og fleiri löndum V.-Evrópu, þ.á m. á Norðurlöndum of* einnig í Bandaríkjunum og Japan. Hér á landi varð Olíufélagið Skeljungur fyrst íslenzkra fyrirtækja til að . Sigurlaug Bjarnadóttir Sveigjanleg- ur vinnu- tími. „Fengin reynsla hér- lendis báð- um aðilum í hag.“ Baldur Guðlaugsson lögfræð- ingur var fyrri framsögumaður- inn, er fjallaði um sveigjanlegan vinnutíma. Hann skýrði í upphafi máls síns hvað „sveigjanlegur vinnutími" merkti í reynd. Þar væri um að ræða fráhvarf frá föstum, óumbreytanlegum vinnu- tíma. Einnig væri talað um „breytitíma" eða „fleytitíma". Hugmyndir um þetta fráhvarf frá föstum vinnutíma hefðu þróast út frá ákveðnum meginsjónarmiðum. Bæri þar fyrst að nefna þá starfsfólki sé gefinn kostur á að „skulda" eða „safna“ vinnustund- um frá degi til dags, þannig að nóg sé, að tímafjöldi vikunnar sé 40 klst. eða jafnvel miðað við réttan vinnustundafjölda mánaðarins." Baldur benti á að því væru vitanlega takmörk sett, hvar sveigjanlegum vinnutíma væri við komið. Honum yrði t.d. ekki við komið í sjávarútvegi, í skólum og á sjúkrahúsum og ekki mörgum greinum byggingar- og verk- smiðjuiðnaði, þar sem störf hvers einstaks eru hluti af vinnukeðju — og ekki í vaktavinnu. Baldur dró saman helstu kosti og ókosti sveigjanlegs vinnutíma fyrir vinnuveitandann annars veg- ar og starfsmannsins hinsvegar. Kostir fyrir vinnuveitandann væri m.a.: a) deilum við starfsfólk um mætingu þess og viðveru fækkar, b) starfsmanni reiknast einungis viðverutími til tekna, c) auðveldara reynist að fá fólk til1 starfa, d) fjarvistum fækkar. Reynslan hefur sýnt, að einsdagsfjarvera minnkar, því að nú getur starfs- maður með góðri samvizku „komið of seint", e) minni yfirvinna er unnin, f) vinnuandi breytist til batnaðar. Geir Hallgrímsson taka upp þessa tilhögun — á aðalskrifstofu sinni fyrir þremur árum. Flugleiðir og Olíuverzlun Islands hafa nú einnig tekið hana upp. Þá nefndi Baldur einnig Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Skýrsluvélar ríkisins. Þá sagði Baldur: „En hvað er sveigjanlegur vinnutími? Fyrst og fremst það, að vikið er frá föstum óumbreytanlegum vinnutíma og getur það frávik verið með ýmsu móti. T.d. þannig, að í stað þess að vinnutími allra sé frá 9—17 dag hvern, með klukkutíma matarhléi, er starfsfólkinu gefinn kostur á að ráða því sjálft innan ákveöinna marka, hvenær það hefur störf á morgnana og hvenær það hættir á daginn. Auðvitað þarf ákveðna festu og reglu í starfsemi fyrir- tækisins, því er svo um hnútana búið, að tiltekinn hluti dags, t.d. frá kl. 10—15, verða allir að vera til staðar og myndar sá tími dagsins svokallaðan „kjarna". Hins vegar er starfsfólkinu í sjálfsvald sett, hvenær það hefur störf, t.d. milli kl. 7 og 10 á morgnana og hvenær það fer heim á milli 15 og 18 síðdegis. Algeng- asti vinnutími verður gjarnan milli kl. 8 og 16. Það er svo ýmist, að starfsmanni sé skylt að vinna 8 klst. á degi hverjum, eða hitt, að Baldur Guðlaugsson Ókostir fyrir vinnuveitandanni a) aukinn rekstrarkostnaður, t.d. ljós og hiti vegna dreifingar sömu vinnu á lengri tíma, b) aukin vinna við tímaskrift og eftirlit með tímaskráningu, e) almenn tilhneiging starfsmanna til að hætta snemma á föstudög- um, d) krafa þeirra, sem ekki njóta sveigjanlegs vitinutíma, um kaup- auka af þeim sökum. Kostir fyrir starfsmanninn> a) Möguleiki á að laga vinnutím- ann að breytilegum persónulegum þörfum og fjölskyldulífi, b) möguleiki á að velja sér vinnutíma með hliðsjón af umferð- arþunga, annatíma í verzlunum o.fl. c) . brottfall kröfunnar um stund- vísi hvað snertir vinnubyrjun og vinnulok, d) möguleiki á auknum vinnufriði í „valtímanum", þ.e. á undan og eftir skylduvinnutímanum, e) aukið sjálfstæði varðandi tíma- setningu vinnunnar. Ókostir fyrir starfsmanninn. a) Lenging virks vinnutíma, þar sem minni grundvöllur verður fyrir fjarvistum í vinnutíma til að reka persónuleg erindi, b) minni yfirvinna, þar sem tilhenigingar gætir til að laga vinnutímann að vinnuálaginu, þ.e. að vinna skemur þegar lítið er að gera, en jafna það upp, þegar meira liggur við, c) brottfall sérréttinda, sem ein- staka starfsmenn kunna að hafa verið búnir að öðlast „samkvæmt hefð“ innan tilhögunar hins fasta vinnutíma, d) andstaða við upptöku tíma- skráningar, sem e.t.v. hefur ekki tíðkast áður. Baldur taldi, að fengin reynsla hérlendis af sveigjanlegum vinnu- tíma væri báðum aðilum í hag, þ.e. vinnuveitendum og starfsfólki, þegar allt kæmi til alls. Áberandi væri að minna bæri á streitu og óánægju á vinnustað. Af reynslu, sem fengin væri erlendis af þessari tilhögun virtist Ijóst, sagði Baldur í lok erindis síns, að kostir hennar yfirgnæfðu ókostina, bæði fyrir vinnuveitand- ann og starfsmanninn, þótt við ýmsa byrjunarörðugleika væri auðvitað að etja. Hann kvaðst því vona, að hún yrði tekin upp í auknum mæli hér á landi. „ Vona að sem flest fyrirtœki á íslandi taki upp breytilegan vinnutíma.“ Anita Knútsdóttir starfsmaður hjá Flugleiðum fjallaði einnig um breytilegan vinnutíma og lýsti þróun‘mála og hver reynsla Flugleiða væri af þessari vinnutilhögun. Verða hér rakin helstu atriði úr ræðu Anitu: I upphafi máls síns sagði hún: „Fyrir 11 árum síðan var fyrsta tilraun með breytilegan vinnutíma gerð hjá vestur-þýsku flugvéla- verksmiðjunni Messersc- hmidt-Bölkow-Blohm, sem staðsett er í útjaðri Munich. Forstjórinn hafði fundi það út, að umferðaröngþveitið, sem skapað- ist í nágrenni verksmiðjunnar á hverjum morgni klukkan hálf átta og aftur klukkan hálf fimm síðdegis, hafði mjög neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins. Þjónusta almenningsvagna 4 hverfinu var • •c:<* Umsjön: Fríöa Proppé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.