Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 25 fclk í fréttum + IIEIMSNÖFN. Hér mætast tvö heimsnöfn sitt á hvoru sviðinui Carter Bandaríkjaforseti og hinn aldni píanósnillingur Arthur Rubenstein. Hann var meðal nokkurra frægra listamanna. sem forsetahjónin í Ilvi'ta húsinu buðu heim til sín, í tilefni af því að í skaut listamannanna hafði fallið viðurkenning Kennedy-Center-stofnunarinnar. Meðal gestanna voru ennfremur söngkonan Marian Anderson og kvikmyndaieikarinn og dansstjarnan Fred Astaire. + FANGELSISDÓMUR. bessi 15 ára piltur, sem heima á í Rómaborg, var fyrir nokkru sekur fundinn um morð og dæmdur í 8 ára fangelsi. Mái hans, en hann heitir Marco Caruso, hefur mikla athygli vakið suður þar. Það eru kringumstæðurnar í morðmáli þcssu, sem fólk hefur einkum litið á. Faðir piltsins var drykkjumaður. sem oft og iðulega hafði lagt hendur á konu sína og barið börn þeirra í ölæði. Dag nokkurn fyrir um það bil ári, er maðurinn kom ölóður heim, hafði hann ætiað að misþyrma konu sinni. Þá hafði Marco skorizt í leikinn, dró upp skammbyssu og skaut föður sinn til bana. Við réttar- höld hafði pilturinn skýrt frá því. að hann hefði verið búinn að stela skammbyssunni og hann hefði skotið föður sinn til þess að bjarga móður sinni. Það hefur komið fram í hlöðum Rómaborgar, að forseti lands- ins. Sandro Pertini, hafi hug á því, verði til hans lcitað, að hafa áhrif til mildunar refs- ingarinnar. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. + HÖRKULEG á svipinn virð- ist hún vera, brúður Lord Snowdons fyrrverandi prins- essueiginmanns. — Myndin er tekin al brúöhjónunum er þau komu úr borgarfógetaskrif- stofu í London að lokinni giftingarathöfn þar. Ilún heitir Lucy Lindsay, 37 ára að aldri, fráskilin. llin Iátlausa athöfn nú. minnti Breta á hið mikla umstang og þá pomp og pragt, sem var er Snowdon giftist Margréti prinsessu drottn- ingarsystur þar í borg árið 1900. Brúðhjónin kynntust suður í Ástralíu árið 1975. Frú Lucy skildi við eiginmann sinn árið 1971 og voru þau barnlaus. Snowdon lávarður heldur sam- bandi við brezku konungsfjöl- skylduna, segja blöðin. Var hann t.d. í afmælisveizlunni, sem haldin var í konungshöll- inni er Karl prins varð þrítug- ur í haust. Brúðhjónin voru umsetin af blaðamönnum og ljósmyndurum eru þau komu út á götuna og sögðu blaða- mönnunum að þau vonuðust til að geta lifað hamingjusömu óbrotnu lífi. 1979 BILAR FRÁ CHRYSLER Hjá okkur færð þú eitthvað mesta bilaúrval, sem völ erá hér á landi. Eftirtaldar geröir Chrysler-bíla eru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara: CHRYSLER Þetta er oinn glæsilégasti bíll sem þú getur valið þér á nýju ári. Lebáron hefur vakið athygli fyrir glæsileika og íþurð. Hér er bíllinn fyrir þá sem aðeins vilja það besta. Aspen er einn vinsælasti fólksbill hér á landi, enda hefur hann margsannað kosti sína. Eigum til bæði 2ja og 4ra dyra bíla, auk þess station. Bílarnir eru sjálfskiptir með vökvastýri og deluxe-búnaði. Vlymoutfi Plymouth Volaré á stóran aðdáendahóp á íslandi, enda bíllinn búinn frábærum kostum, sem auka ánægju ökumannsins, fyrir utan það að hann, ásamt öðrum Chrysler-bílum skilar ætíð háu endursöluverði. Eigum til 2ja og 4ra dyra, auk þessstation-bilinn. Alltglæsilegir vagnar, með sjálfskiptingu og vökvastýri. CHRYSLER HORIZON Þetta er bíllinn sem valinn hefur verið bíll ársins 1978 í Evrópu og Ameríku, en það hefur aldrei skeð fyrr að sami bíllinn beri af beggja vegna Atlantshafsins á sama tíma. Þetta er fimm dyra, fimm manna, framhjóladrifinn fjölskyldubíll frá Chrysler France. Þrjár útgáfur til að velja úr. Hér er bíllinn sem'fjölskyldan hefur verið að leita að. Hafið samband við okkur þegar í stað og veljiö ykkur glæsilegan fararskjóta frá CHRYSLER. Sölumenn CHRYSLER-SAL 83454 og 833ö0 ö Ifökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Umboðsmenn: ÓSKAR JÓNSSON Neskaupstaö SNIÐILL HF. - Akureyri. BÍLASALA HINRIKS Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.