Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Rekstrarráðgjöf í fyrirtækjum ar, hefst í útvarpi í dag kl. 11.00. Útvarp í dag kl. 11.00: InKjaidur Ilannibalsson Þáttur um iðnaðarmál, í umsjá Péturs J. Eiríksson- í þættinum verður rætt við Ingjald Hannibalsson rekstrarráðgjafa hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda. Starf ráðgjafans er að fara út í fyrirtæki og veita ráðlegg- ingar og ýmsa þjónustu varðandi rekstur fyrirtækis þar sem þess er óskað. I því sambandi verður fjallað um breytingar á rekstri fyrirtækja, svo sem á stjórnunar- og framleiðslu- þáttum, og ennfremur endurskipulagningu og aukningu á þessari þjón- ustu. Útvarp í kvöld kl. 23.05: 7 Afangar Þátturinn Áfangar í um- sjá Guðna R. Agnarssonar og Ásmundar Jónssonar, hefst í útvarpi í kvöld kl. 23.05. í þættinum í kvöld verð- ur haldið áfram að rekja sögulega og tónlistarlega sögu kanadísku hljómsveit- arinnar The Band og um leið og litið er yfir farinn veg, verða kynntir þeir ýmsu listamenn, sem hljómsveitin hefur unnið með og haft kynni af gegnum árin. Sagt verður frá þeim tíma, er hljóm- sveitin gaf út sína fyrstu plötu og er þeir hættu að spila undir hjá Bob Dylan 1966. Einnig dvöl hljóm- sveitarinnar í Woodstock í New York-fylki, ekki langt frá þeim stað er Woodstock-popphátíðin var 1969, og hvernig tónlist hljómsveitarinnar mótað- ist í þá mynd, sem hún er núna. Gísli Alfreðsson. Útvarp í kvöld kl. 20.10: Þorsteinn Gunnarsson. Róbert Arnfinnsson. „Afl vort og æra” „Afl vort og æra“, — Vár ære og vár makt — leikrit eftir norska skáldið Nordahl Grieg, nefnist jólaleikrit útvarpsins að þessu sinni og hefst í kvöld kl. 20.10. Leikurinn gerist á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Siglingar eru þá stórhættu- legar vegna kafbáta- hernaðar Þjóðverja, en engu að síður senda út- gerðarmenn skip og menn út í bráðan voða. Fljóttek- inn gróði er þeim meifa virði en mannslífin. Grunntónn verksins er þung ádeila á þá, sem nota hörmungar stríðsins sér til framdráttar, og höfund dreymir um þá tíma þegar menn geta lifað í sát't og samlyndi við friðsamleg störf. Þegar leikurinn var skrifaður voru ýmsar blik- ur á lofti og þau öfl að verki, sem kyntu undir ófriðarbálið. Ekki voru liðnir nema tæpir tveir áratugir frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar og það hillti undir þá síðari. Nordahl Grieg fæddist í Bergen árið 1902. Réðst hann ungur sem háseti á kaupskip og sigldi um hálfan hnöttinn. Síðar stundaði hann nám í Ósló og Oxford og gerðist eftir það blaðamaður. Dvaldi hann langdvölum erlendis, meðal annars í Kína. Einn- ig var hann fréttaritari í spænsku borgarastyrjöld- inni. Árið 1940 fór hann til Lundúna og varð talsmaður norska hersins í Englandi. Flugvél Griegs var skotin niður yfir Berlín í desem- berbyrjun 1943. Nordahl Grieg skrifaði allmörg leikrit, auk ann- arra ritverka. Utvarpið hefur áður flutt þrjú leik- rita hans: „En á morgun rennur aftur dagur", „Barrabas“ og „Ósigurinn". Þýðingu leikritsins ann- aðist Jóhannes Helgi, en leikstjóri er Gísli Halldórs- son. í helztu hlutverkum eru Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Alfreðsson og Róbert Arnfinnsson. Leikurinn tekur tæpar tvær stundir í flutningi. Útvarp Reykjavfk FIIAMTUDKGUR 28. descmber MORGUNNINN 7.00 Vcðuríregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfrej?nir. Forustugr. datíbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Auður Guðmundsdóttir held- ur áfram að lesa söguna um „Grýlu gömlu. Leppalúða og jólasveinana'* eftir Guðrúnu Sveinsdóttur (2). 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnié ýmis lögt frh. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjónar maðurt Pétur J. Eiríksson. 11.15 Morguntónleikart John Williams og Enska kammer- sveitin leika Konsert fyrir gítar og strengjasveit eftir Giuliani/ Illjómsveitin Fíl- harmonía Ilungarica leikur Sinfóníu í c-moll nr. 52 eftir Ilaydnt Antal Dorati stj. '2.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 2.125 Veðurfregnir. Fréttir. Til.kynningar. Við vinnunat Tðnlcikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagant „Á norðurslóðum Kanada" eftir Farley Mowat Ragnar Lárusson les þýðingu sína (2). 15.00 Miðdegistónleikari Jean- Pierre Rampal, Robert Gendre, Roger Lepauw og Robert Bex leika Kvartett í cmoll fyrir flautu. fiðlu, víólu og selló eftir Viotti/ Milan Bauer og Michal Karin leika Sónötu nr.3 í F-dúr fyrir óbó. fiðlu, víólu og selló (K370) eftir Mozart. 15.45 Börnin okkar og barátt- an við tannskemmdir. Finn- borg Scheving talar við Ólaf Ilöskuldsson barnatann- lækni. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagið mitti Helga Þ. Stephenscn kynnir óskalög barna. 17.20 Útvarpssaga barnannai „Vinur í raun" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfund- urinn les. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 P'réttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Eyvindur Eiríksson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar syngja. 20.10 Jólaleikrit útvarpsinsi „Afl vort og æra" eftir Nordahl Grieg. Þýðandii Jóhannes Ilelgi. Leikstjórii Gísli Ilalldórsson. Persónur og leikenduri Ditlef S. Matthiesen/ Þorsteinn Gunnarsson. Freddy Bang útgerðarmaður/ Gísli AI- frcðsson. Cummingham/ Rúrik Haraldsson. Konráð Ilcggeland útgerðarmaður/ Ilákon Waage. Aslaug ólsen/ Soífía Jakobsdóttir. Eilíf Ólsen sölumaður/ Bjarni Steingrímsson. Dr. Rudolf Wegener/ Benedikt Árnason. Vínsvelgurinn, sjómaður/ Róbert Arnfinns- son. Malvin sjómaður/ Hjalti Rögnvaldsson. Kaf- bátsforinginn/ Þórhallur Sigurðsson. Birgir Meyer FÖSTUDAGUR 29. desember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kittí, kittí, bang, bang (Chitty Chitty Bang Bang) Brcsk söngva- og dansmynd frá árinu 1968, byggð á sögu eftir Ian Fleming, sem komið hefur út í fslenskri þýðingu ólafs Stephensen. Leikstjóri Ken Hughes. Aðalhlutverk Dick Van Dyke, Sally Ann Howes og Anna Wuayle. Tvö börn búa hjá föður sínum, sem er uppfinninga- maður, og afa. Þau komast yfir gamlan kappakstursbíl og gera á honum endurbæt- ur svo að hann er búinn ýmsum kostum umfram aðra bfla. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.55 Á sextugsafmæli Leon- ards Bernsteins Upptaka frá tónieikum. sem haldnir voru í Washington á afmæli Bern- steins 27. ágúst sföastlið- inn. Meðal þeirra sem komu íram voru Rostropovitsj, Yehudi Menuhin, Áaron Copland. Christa Ludwig, Claudio Arrau og Leonard Bernstein. (Evróvision — Breska sjón- varpið) 23.20 Dagskrárlok útgerðarmaður/ Sigurður Karlsson. Ludvigsen/ Baldvin Ilalldórsson. Skipper Meyer útgcrðar- maður/ Þorsteinn Ö. Stephensen._ Jappen sjómaður/ Árni Tryggva- son. Aðrir leikenduri Ilelga Þ. Stephensen, Valur Gíslason, Randver_ Þorláksson, Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Gunnarsson, Harald G. Haralds. Jón Hjartarson, Sigríður Ilagalín, Jón Júlfusson, Steindór Iljör- leifsson, Klemenz Jónsson, Edda Ilólm, Knútur R. Magnússon, Guðmundur Pálsson. Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Guðmundur Klemenzson, _ Kolbrún Halldórsdóttir, Árni Bcne- diktsson, Stefán Jónsson, Emil Guðmundsson, Þröstur Guðbjartsson, Sigríður Hagalfn Björnsdóttir og Hafdís Ilelga Þorvaldsdótt- ir. 22.00 Útvarp frá Laugardals- hölli Landsleikur í hand- knattlcik íslandBandarfk- in. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálfleik. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Viðsjá. Friðrik Páll Jói. 3- son sér um þáttinn. 23.05 Áfangar. • Umsjónar- menni Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.