Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 23
 var oft langur, einnig fyrir smáar hendur. Fyrir skömmu kenndi Elsa þess sjúkleika, sem nú hefur aö fullu unnið á þessari fótléttu óþreytandi síungu konu. Kom þetta því meir á óvart að margir í ætt hennar hafa náð háum aldri með einstakri hreysti. Svo var um föður Elsu sem komst á tíræðisaldur og er í frásögu fært, að þegar hann var um nírætt snaraði hann á öxl sér 100 punda mjölsekk og bar hann frá verslunarstað heim til sín, nokkur hundruð metra vegalengd. Bróðir Sveins, Sigurður Björg- ólfsson skólastjóri, síðast á Siglu- firði, rithöfundur og skáld, náði háum aldri og svo var einnig um fleiri þau systkin. Jón Björgólfsson bónda á Þor- valdsstöðum í Breiðdal og Björgu móður Páls Jóhannessonar (frá Skjögrastöðum), en Páll er sá atgervismaður til orða og átaka, sem mér er einna minnisstæðastur frá unga aldri enda búinn líkam- legu og andlegu atgervi ættar sinnar. Hann kunni þá list að varpa gleðiblæ á umhverfi sitt og sveipa brott svefni með hnyttinni stöku eða kátlegri orðræðu einkum í ungra hóp. Flesta kosti frænda- liðs mun hafa mátt greina í fari Elsu en af þeim flestum mun hún hafa borið með jafnlyndi, æðru- leysi og atorku. Jafnframt þeirri grónu lífsgleði sem vísar löngum á gæfuveginn. Þótt okkur þyki Elsa hafa fallið fyrir aldur fram var dagsverk hennar langt umfram það að teljast venjulegt eða nærri meðallagi. Til þess var lífsþróttur hennar áhugi og afburðaverklagni framar því almenna. Þó skal nú segjast að það er ekki dugnaðurinn og lífsorka þessarar mágkonu minnar sem ræður því fyrst og fremst að ég læt það eftir MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 23 mér að færa á blað fátækleg kveðjuorð. Því ræður öllu fremur þörfin á að létta af eigin samvisku hluta þess skuldabagga sem ég barnungur byrjaði að efna í, sem þiggjandi verðmæta ekki aðeins tímanlegra heldur og stundlegra úr hendi Elsu Sveinsdóttur. Fyrsta mihning min um okkar kynni sem mark er að, er frá tíu ára aldursskeiði. Elsa var þá ein á bæ með ungum börnum og skyldi ég vera henni einhverskonar stoð til afþreyingar og hugsanlegs gagns. Þessi minning er bundin því sem einna best verður gjört lítt þroskuðum dreng, það er að mæla við hann á tungu einlægni og alvöru svo sem hann væri full- þroska. Er þess þá og rétt að geta að ekki varð ég þess var, þegar ég ræddi nú síðast við þessá mágkonu mína á sjúkrahúsi fyrir um það bil fjórum vikum að hún tæki neitt meira mark á mér, eða hefði meira við mig sem viðmælanda en fyrrum þegar fákæni snáðinn naut fyrst trúnaðar hennar og vináttu. Slíkt var hennar mat og mælir á verðleikum eða raungildi hluta. Því er hér við að bæta að eftir næstum hálfrar aldar samferð með mörgum förunautum veit ég engan sem ég trúi að verið hafi heilli og tryggari allt frá upphafi ferðar til loka. ♦ Byggðarlagið Stöðvarfjörður, vagga og starfsvettvangur Elsu þar sem hún fæddi og fóstraði sex börn, auk alls annars sem hún tók höndum til er til þess fallinn að heilla hug hvers mannsbarns/er þar býr. Hlýlegur þokkafullur heimur búinn flestum töfrum íslenskrar náttúru eins og þeir mestir verða. Það er því ekki að undra þótt þessi sveit skipaði fyrirrúmið í hug konunnar, sem þar undi ævi alla Fyrirhugað námskeið i skák í ATHUGUN er að koma á íót námskeiði í skák á Kirkju- bæjarklaustri seinustu vikuna í maí og byrjun júní. Námskeiðið er ætlað ungling- um á aidrinum 10 — 15 ára. Námskeiðið byggist upp á skákkennslu. og ýmiss konar félagslegri fræðslu í sambandi við skákíþróttina. auk þess sem nemendur stunda sund. íþróttir og skoðunarferðir í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. verður það kannað hvort foreldr- ar og skákfélög hafi áhuga á að senda unglinga á slíkt námskeið sem hér er áætlað. Fyrirhugað er að námskeiðin fari fram í heimavistarskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Nemend- ur búi í heimavist skólans og borði í mötuneytinu. Forstöðu- maður skákskólans er Jón Hjartarson skólastjóri, Kirkju- bæjarklaustri og veitir hann allar upplýsingar. enda óþarfi annars að leita þeim sem eigin gæfu smíða, hvað sem heimskreppu og hagsveiflum líður. F'jölskyldan í Arbæ og fjöldi vina hafa reynt svo vart mun úr minni líða, hvers virði það er að hverfa til þess heimilis þar sem húsfreyjan kunni flestum betur á einfaldan og hógværan hátt að láta öllum líða vel, og það sem hún reiddi fram hverju sinni var af þeirri gerð að öllum fannst það hið besta sem fyrir fyndist. Til þessara starfa og framgöngu hafði húsfreyjan notið þeirrar skóla- göngu og menntunar, sem á liðnum tíma reyndist oft halda sínum hlut gegn ábúðarmeiri stofnunum. Menntunar sem sótt var í athöfn umhverfis og umfram allt áunnin með því að rækta það þel, er mest er um vert í mannleg- um samskiptum. Ekki verður með orðum bætt þeim, sem sakna og um sárt eiga að binda við hið sviplega fráfall Elsu Sveinsdóttur. Verður þar hver að leita fanga til huggunar að eigin kjöri, en í þeirri leit og þraut hlýtur það að vera bót að vita að áhugi fyrir þarfri athöfn, og heilbrigðu starfi samfara æðru- leysi og órofatryggð var þessari konu mest að skapi og með slíkum hug skal hennar saknað. Yfirborðsverk og óþarfatilstand var fjærri eðli stúlkunnar frá Bæjarstöðum, sem í uppvexti hjalaði við öldur Atlantshafsins og heyrði líka brim svarra við útsker og gjögur fyrir Gvendarneslandi. Þó ætia ég, að hún hefði vel unað þeirri ákvörðun að fara síðustu ferðina til heimabyggðar í fylgd þeirra sem hún unni og mat margfalt meir en sitt eigið líf, slík fylgd og kveðja er og verðug minning eiginkonu og ættmóður. Pétur Þorsteinsson. Ætlunin er að hver námshóp- ur sé eina viku í senn. Þar sem ekkert er vitað um þörfina fyrir svona námskeiðshald er ekki hægt að segja neitt frekar um útfærslu námskeiðsins á þessu stigi málsins. Eftir áramótin Lítið barn hefur lítið sjónsvið VIÐSKIPT AVINIR: LANDFLUTNINGA, VÖRUFLUTNINGA- MIÐSTÖÐVARINNAR H/F OG VÖRULEIÐA > Jfr- i tBB > löl Um áramótin veröur tekin í notkun ný gerö farmbréfa. Veröa þau í fimm-riti, sjálfkalkerandi pappír. Afhending nýju farmbréfanna fer fram næstu daga á skrifstofum vorum. gEMOd' 1 --u- ' * ' ■ k VÖl'0**- ^8» •*“ \ *■<*«** \- -EHO^HO^ VÖHUHV Athugið: Öll eldri farmbréf eru úr gildi frá sama tíma. Landflutningar, við Héðinsgötu, Vöruflutningamiðstöðin h.f., Borgartúni 21, Vöruleiðir, Gelgjutanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.